Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Síða 33
FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1988. 33 Lífestm un en stelpumar. 011 hafa þau svip- aöan grunn að byggja á úr fyrri skól- um, þaö er kannski algengara að stelpur hafl matreitt heima við. Strákarnir eru alveg ófeimnir að ráð- ast á þetta „heföbundna vígi“ kvenn- anna og er það vel því eins og sam- félagið er í dag er kunnátta karla í almennu heimihshaldi nauösynleg. Til marks um áhuga þeirra má nefna að margir strákar sækja líka kennslu í fatasaum hér í húsmæöraskólan- um,“ sagði Elsa. Hugsanlega endurreisn á hefðbundnu námi Tíðarandinn er breyttur og hús mæðraskólar, sem fyrir nokkrum áram þóttu lítilfjörlegir, eru nú að fá uppreisn æra. Líkur eru á því að Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði komi til með aö fara í gang með full- an skóla eftir áramót. „Viö erum mjög spennt fyrir því að fara af staö með fimm mánaða nám- skeið eftir áramót ef næg þáttaka fæst,“ sagði Elsa. „Það má segja að nú hilli undir það að gamall draumur verði að veruleika. Nú fæst nám í húsmæðraskólum metið til eininga inn í aðra framhaldsskóla og nýtist því þetta nám mun betur. Áður gaf próf úr skólanum lítil sem engin rétt- • indi í aðra skóla eða á vinnumark- aði.“ Krakkarnir úr menntaskólanum stóöu sig vel við matargerðina og hafði ljósmyndarinn orð á því hve vel þau leystu verk sín af hendi. Andinn í hópnum var góður og allar hendur á lofti í samstarfi. Krásirnar voru lagðar á borö og ekki laust við að hver og einn væri svolítið stoltur af sínu verki. .jj Valdi tölvufræði en fékk matreiðslu Þetta með rjómasprautuna getur orðið svolítið snúið því vanda verður verkið. Rúnar skreytir an- anashlaupið af stakri snilid og til hliðar sést árangurinn. „Ég valdi nú ekki matreiðslu í upphafi," sagði Magnús Sig- urðsson, 20 ára Akurnesingur. „Ég valdi tölvufræði í fyrsta sæti en matreiðslu til vara. Svo var orðið fullt á tölvunámskeið- inu og ég fékk matreiðsluna. Hins vegar er ég mjög ánægður með þau skipti og get tekið tölvufræðina seinna." Magnús var mjög ánægður með námskeiðið og sagðist. hafa lært mikið. „Þetta var í alla staöi mjög gagnlegt og ég lærði alveg heil- mikið. Ég hef nú ekki eldað neitt sérstaklega mikið um ævina en þó eitthvaö. Ég bjó með systur minni í Reykjavík og þá skiptumst við á að elda og gera önnur þau verk sem þurfti. En námskeiðið hjálpar manni til að breyta út af vana og ég er ekki lengur hræddur við að prófa nýja rétti. Hópur- inn var líka skemmtilegur og gaman að eyða nokkrum kvöld- um með þessum krökkum. Aðspurður sagðist Magnús hafa fullan hug á að skrá sig á framhaldsnámskeið ef boðið yrði upp á slíkt eftir áramót. „Ég er þeirrar skoðunar að strákar í dag verði að kunna til verka á heimili, annar hugsun- arháttur er úreltur," sagði hann og því til stuönings sótti hann líka námskeið í fatasaumi í Húsmæðraskólanum. Hann taldi ennfremur að ýmislegt hefði reynst léttara þegar á hólminn var komið en leit út í fyrstu. „Við gerðum til dæmis rúllu- pylsu sem reyndist léttara verk en ég átti von á. Hins vegar fannst mér, eins og fleiri, skemmtilegast að baka og leið- inlegast að vaska upp. En þegar maöur er búinn að hafa fyrir því að leggja sig fram við að búa til góðan mat má maður ekki láta tilhugsunina um uppvaskið eyðileggja fyrir sér ánægjuna,“ sagði hann ennfremur. Magnús var ekki frá því að hann héldi áfram á svipaðri braut. „Elsa, kennarinn okkar, sýndi okkur grein úr DV þar sem sagt var frá hótelskóla í Sviss. Mér frnnst þetta spenn- andi möguleiki á framhalds- námi og það kveikti í mér nokk- um áhuga. En það er nú of snemmt að spá í slíka hluti enn- þá.“ Enginn verður óbarinn bisk- up vildi Magnús meina og sagði sögu af einu óhappi sem hann varð fyrir. Hann átti að bera á borð í þetta skipti og kom virðu- lega inn með fullt fat af kótelett- um. Fatið var tvöfalt með dúk á milli og var efra fatið úr gleri. „í því að ég ætlaði að leggja fat- ið á borðið rann efra fatiö á dúknum. Ég ætlaði að bæta um betur og rétta fatið af í einni sveiflu. En það tókst ekki betur en svo að það þeyttist burtu og yfir borðið á hvolf. Kótelettur og baunir hentust um allt borð og allt í subbuskap," sagði Magnús og hló við. „En Elsa tók þessu vel og sannfærði mig um að mistökin væra til að læra af þeim.“ -JJ Hætti fólki mínu ekki meira en þörf krefur - segir Hermann Jón Halldórsson „Mig langaði bara til að prófa matreiösluna og því valdi ég hana,“ sagði Hermann Jón Halldórsson, 19 ára ísfirðingur, þegar hann var inntur eftir veru sinni á námskeiðinu. „Ég vildi fá tilfinningu fyrir því hvað matargerð væri og at- huga hvort ég væri jafnvel mat- reiöslumaður frá náttúrunnar hendi," sagði Hermann og örl- aði á smágríni í röddinni. Þegar hann var spurður um matargerö sína fram að þessu svaraði hann að bragði. „Hún hefur verið fremur lítil enda hætti ég ekki fólkinu mínu meira en þörf krefur. En að öllu gamni slepptu var námskeiðið í alla staði hið gagnlegasta. Við lærðum að steikja og sjóða kjöt og fisk en mest gaman var að baka. Það er ekki eins stress- andi að baka eins og að elda,“ sagði Hermann og hélt áfram. „Það sem kom mér mest á óvart var hvaö matreiðsla getur verið létt ef maður fylgir leiðbeining- um í uppskriftunum. Aðallega verður námskeiðið manni samt hvatning til að halda áfram og vera óragur við að prófa eitt- hvað nýtt.“ -JJ „ Eg er ekki frá því að þetta sé nokkuð vel heppnað hjá okk- ur, hvað finnst þér? Hermann og Magn- ús báru ábyrgð á j nýrnajafningnum. Meiri áhugi á sparimat „Við reynum að fara yfir helstu grunnatriðin í venjulegri matreiðslu. Má þar nefna að steikja og sjóða kjöt og fisk, baka nokkrar kökur og brauð. Ég kenni þeim að baka upp súpur þótt það sé nú ekki það holl- asta sem maður lætur í sig. Það virð- ist líka vera meiri áhugi á því sem maður getur kallað sparimatur. Krakkana langar frekar að kynna sér hvernig matur, sem framreiddur er á veitingahúsum, er útbúinn. En viö verðum að halda kostnaði í lág- marki, eins og gefur að skilja, og get- um því ekki leyft okkur að vinna úr mjög dýru hráefni." Krakkarnir greiöa allan efnis- kostnað en hann var fyrir sextíu stunda námskeið sex þúsund krónur eða um hundrað krónur fyrir hveija kennslustund og kallast það vart dýrt í dag. Þau borða saman eftir hverja kennslu og taka meö sér heim kökur og annað sem bakað er. Matur Strákar í meirihluta Þaö vekur athygli að strákar vora í miklum meirihluta á námskeiöinu. Nemendur voru alis tíu og þar af voru strákarnir átta. „í fyrstu vora stelpuriiar í meiri- hluta á námskeiðunum og oft nánast eingöngu," sagði Elsa og var þeirrar skoðunar að enginn munur væri á því að kenna stelpum og strákum matreiðslu. „Ég get ekki séð aö strák- arnir standi neitt verr að vígi í byrj-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.