Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 5 dv Viðtaliö Ég er mikil innimanneskja Nafn: Svanfriður Jónasdóttir Aldur: 37 ára Staða: Aðstoðarmaður fjár- málaráðherra „Ég er ekki mikið fyrir aö æða ura fiöll og firnindi. Ég er inni- manneskja og kann best við raig þegar ég hef koraið mér vel fyrir með góða bók í hendi. Ég les mik- ið og hef alltaf gert. Auk lesturs til upplýsingar og fróöleiks hef ég aðallega lesið bækur eför kvenhöfunda síðustu árin, raeðal annars Fay Weldon og Margie Pearce,“ segir Svanfríður Jónas- dóttir, nýráðinn aðstoðarmaður ijármálaráðherra með meiru. Hjá ömmu á Dalvík Svanfríður er kennari að mennt og hefur buið á Dalvík frá 1974. Þar til hún var ráöinn sem að- stoöarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar var hún kennari við Dalvíkurskóla og forseti bæjar- stjórnar Dalvíkur. Nú hefur hún leyfi frá þeim störfum. „Ég er fædd í Keflavík en flutt- ist fljótt í Kópavoginn þar sem ég gekk í barna- og gagnfræðaskóla. Leiðin lá í Kennaraskólann þar sem ég lauk kennaraprófi 1972 og stúdentsprófi ári seinna. Eftir kennarapróf bjó ég ár í Lúxem- borg með þáverandi manni min- um og bami okkar. Ég flutti ein heim ásamt baminu og fór þá til Dalvíkur. Þaö má segja að ég hafi alist þar upp að miklu leyti. Ég var þar hjá nöfnu ömmu mínni hvert sumar fram á unglingsár og því engin tilviljun að ég valdi að setjast að á Dalvík.“ I húsnæðisleit Svanfríður er dóttir Jónasar Sigurbjörnssonar, sem dó þegar hún var ung, og Elínar Jakobs- dóttur úr Grímsey. Móðir hennar giftist aftur Oddi Brynjólfssyni og búa þau í Kópavoginum. Svan- fríður á fjögur yngri systkini og einn eldri hálfbróður. Svanfríður er gift Jóhanni Antonssyni viö- skiptafræðingi en hann rekur bókhaldsskrifstofu á Dalvík. Þau eiga tvo stráka, Kristján Eldjárn og Jónas Tryggva. „Ég flutti- í bæinn með strák- ana. Ég hef ekki fengið húsnæði undir okkur ennþá. Það fer mjög vel um okkur hjá foreldrum mín- um í Kópavogi en vonandi rætist úr húsnæðismálunum.“ Virk í póiitik Svanfríður er virk í póhtík. Hún hóf aö starfa í nefndum fyrir Al- þýðubandalagiö eftir sveita- stjórnarkosningarnar 1978. í kosningunum 1982 fór hún í framboð á Dalvík og hefur setiö í bæjarstjóm síðan, nú síðast sem forseti bæjarstjórnar. Hún var í oðm sæti Alþýöubandalagsins á Norðurlandi eystra í þingkosn- ingunum 1983 og í fyrra og hefur setiö einu sinni á þingi. „Ef ég hefði meiri tíma aflögu vildi ég gjarnan leggja rækt við söng og vera meö í kórstarfi en því miöur leyfir tíminn það ekki,‘ ‘ -hlh Fréttir Laugardalur: Dýrasafnið hluti af stærra skipulagi Nú er unnið að undirbúningi dýra- safnsins sem fyrirhugað er aö setja niður í Laugardalnum. Meðal þeirra sem vinna að hugmyndinni er Reyn- ir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og vinnustofa hans. „Það er rétt að undirstrika það að dýrasafnið er aöeins hluti af stærra skipulagi," sagði hann. „Á döfinni er aö skipuleggja allan dalinn þannig að hann myndi eitt heilsteypt gróð- ursvæði sem hefur að geyma íjöl- marga möguleika til útivistar og skemmtunar. Þessir staðir verða tengdir saman með gróðri, eða nánar tiltekið, gróðurstígum. Þannig munu stór trjágöng liggja í gegnum endi- langan dalinn. Þau liggja frá sund- laugunum og enda við gosbrunn' í skrúögarði í suðurhluta dalsins. Þeim er ætlað að tengja saman alla þá staði sem æflaðir verða til sumar- samkoma og vetrarleikja. Má þar nefna íþróttavelh, skautasvæði, grasa- og húsdýragarð. Frá göngun- um er greið leið að tónlistarhöUinni. Svona lítur þetta út í grófum drátt- um, enda er þetta skipulag enn í vinnslu þótt megindrættirnir liggi fyrir.“ Varðandi dýrasafnið sagði Reynir að þær hugmyndir væru helstar uppi að um yröi að ræða safn íslenskra spendýra, einkum húsdýra og ali- fugla. Lögð yrði áhersla á að gefa börnum tækifæri til að umgangast dýrin og yrði skipulagt svæði fyrir þann þátt garðsins. Þar yrðu einung- is vinsamleg dýr sem börnin gætu skoðað í návígi. Önnur dýr yröu í hólfum og húsum á svæðinu þannig að fylgjast mætti með þeim úr hæfi- legri fjarlægð. Þá væri fyrirhugaö að kynna í tengslum við safnið íslenska búskap- arhætti, eins og þeir hefðu verið fyrr á árum og fram th nútíðar. Því yrði að vera aöstaða til aö sýna almenn- ustu atriði búskapar, svo sem mjalt- ir, rúning, sauðburð og fleira þess háttar. -JSS Svona lítur út sá hluti dalsins sem á að geyma dýrasafnið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt útskýrir skipu- lagskort af Laugardalnum. DV-myndir BG % Steingrímur Njálsson á hæli eriendis Steingrimur Njálsson, marg- ur verði þar þar til hann hefur tek- dæmdur til að vera á viðeigandi mestu verið vistaður á Vífilsstöð- dæmdur kynferðisafbrotamaður, ið út þann tíma á hæli sem Hæsti- hæli i fimmtán mánuði. Hann á um. Dómsmálaráöuneytið vill ekki er nú á hæh á einu Norðurland- réttur dæmdi hann til. í dómi efdr að vera á hæli í rúrat eitt ár. gefa upp á hverju Norðurlandanna anna. Fyrirhugað er aö Steingrím- Hæstaréttar var Steingrímur Til þessa hefur Steingrímur aö Steingrímurervistaður. -sme HANN ER KOMINN. ISLENSKURLEIÐBEININGABÆKLINGIJR FYRIR G R45E. 22SÍÐUR í LIT. YFIRGRIPS- MIKILLOGAÐGENGILEGUR. K.ARLJEPPESENHELDUR VideoMovie NÁMSKEID 29. OKT. OG 5. OG 26. NÓV. UPPLÝSINGAR OGINNRITUN í SÍMA 27840. JVC GÆÐI FACO ÞJÓNUSTA .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.