Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Síða 30
- 30 FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1988. Lífestm Tækið umdeilda sem Finnur Karlsson stjórnar. Það er ekki síður notað á dýr en menn úti í hinum stóra heimi. DV Rafsegulbylgjur: Aldagömul nútímatækni - sem ekki er viðurkennd á íslandi Það er aldagömul aðferð að vefja seguljámi um mannslíkamann og nota í lækningaskyni. Þessi aðferð hefur véfið við lýði alveg frá því se- gullinn var fundinn upp. Segulsviðs- lækningar eru líklega elstu lækning- ar sem sögur fara af og má rekja ailt aftur fyrir Krists burð. Það er samt ekki fyrr en á síðustu áratugum að læknar fara að rannsaka þetta með tilliti til læknisfræðinnar. Umdellt Enn í dag standa miklar deilur um ágæti segullækninga. Sögðu íslensk- ir læknar í samtali við DV þessa að- ferð til lækninga ekki fullkannaða visindalega þannig að þeir vildu ekki selja fólki vöru sem ekki væri viður- kennd. Og það væri ekki gott að hafa einungis upplýsingar frá framleið- endum þessara vara til að byggja á Þeir eru auövitað að selja sína vöru. Það sama sögðu sjúkraþjálfarar, þeir "vildu ekki bjóða sjúklingum sínum upp á annað en þaö sem væri viður- kennt enda væru þeir innan trygg- ingakerfisins. Hins vegar voru þeir sammála um að ef fólki fyndist því eitthvað líöa betur af rafsegulbylgj- um væri það góðra gjalda vert. Þó er svo komiö að á flestum heilsugæslustöðvum í Þýskalandi þykir rafsegullækingatækið ómiss- andi. Það þykir einnig ómissandi hjá mörgum knattspymufélögum í heiminum vegna þess að það er sagt flýta fyrir lækningu á tognun, hjálpa til við lækningu beinbrota og margs ^íleira sem tengist íþróttameiðslum. örari frumumyndun í stuttu máli miðast rafsegultæknin við að auka virkni plús- og mínus- jóna líkamans um ákveðinn þró- sentuflölda í hlutfalli við snúnings- hraða jarðar. En samkvæmt þessum jjcenningum stjómast jónimar af seg- ulsviði jarðar. Eðlileg virkni jóna í mannslíkamanum er þannig að þær stjómast af frumunum en með raf- segultækninni.verða þær fyrir trufl- un þannig aö jónin snýst til varnar frumunum og frumurnar verða fljót- ari að endurnýja sig og blóðrennslið eykst. Sumum finnst þeir meira að segja sofa betur af bylgjunum. Ef frumumar endumýja sig örar með þessari meðferð má segja að rökrétt sé að fullyrða í framhaldi af því að meðferð með þessu tæki hjálpi til við að lækna þrálát sár. Er ein- mitt sagt að rafsegultækið dugi einna best til lækninga á fótasámm. Eitt frægasta dæmið, sem framleiðendur þessara tækja hafa í höndunum, er fótasárslækning sem læknavísindin sjálf hafa átt erfitt með aö höndla. Með þessu tæki var læknaö á tveim- ur ámm djúpt og Ijótt fótasár sem hafði hrjáð konu eina í Bandaríkjun- um um langan aldur. kennt hér á landi,“ sagði Finnur. „Hingað til mín hafa margir leitað sem gefist hafa upp á öðram aðferð- um. Einnig koma hingað margir ónefndir íþróttamenn, ekki síst knattspymumenn sem kynnst hafa þessum tækjum af eigin raun erlend- is. Meira að segja sagði sjúkraþjálfari við mig á dögunum að svona tæki væra beint í æð. Að það væri miklu ódýrara að kaupa 10 svona tæki og keyra þau upp á það sama og hljóð- bylgjutækin sem sjúkraþjálfarar nota.“ Segist Finnur hafa eigin reynslu af því að tækið losi alveg ótrúlega um slím og geti jafnvel hjálpað til við exem og sé gott við asma. Það fer í gegnum gifs og getur hjálpað til viö fótbrot. Ekkert stöðvar rafsegul- bylgjumar nema jám. festing. Það kostar hvorki meira né minna en eina og hálfa milljón ís- lenskra króna. Einn tími í tækinu kostar 600 krónur. Heilsa Tíðni, höggþungi og tími Það eru þijár stillingar á tækinu, í fyrsta lagi tíðni bylgjanna, högg- þungi þeirra og svo tími sem hver og einn þarf í hvert sinn. Rafsegul- tækið er hið furðulegasta í laginu. Út úr stjómborðinu era tveir langir armar. Annar er fyrir rafsegulbylgj- umar og framan á honum er stór hringur sem bylgjurnar dreifast um. Þegar maður heldur hendinni inni í hringnum finnur maður ekki fyrir neinu en þegar maður er með eitt- hvert málmstykki í höndunum finn- ur maður titring sem er vegna seg- ulsins sem myndast. Á hinum armin- um er svo leisertækið þar sem geislar koma úr þar til gerðum lampa og gera hina ótrúlegustu hluti án þess að maður finni fyrir því. í bæklingi, sem fylgir þessu tæki, segir að rafsegulbylgjutækið geti hjálpað fólki með fjölda sjúkdóma. Upp eru taldir hvorki meira né minna en 75 sjúkdómar, allt frá þunglyndi, getuleysi í ástum og sjúk- dómum sem engin líkamleg orsök er fyrir upp í efnaskiptasjúkdóma, traflun á hjartastarfsemi eða jafnvel magabólgur. -GKr Magnetron tæki, eða Magnetic fi- eld, eins og það er kallað, er til hér á landi í einni af líkamsræktarstöðv- unum í borginni. Tækið var tekið í fulla notkun í ágúst síðastliðnum og með því leisertæki sem tengt er beint við rafsegultækið. Finnur Karlsson líkamsræktarþjálfari, sem sér um rafsegultækið, segir mjög litla reynslu enn komna á leiserinn hjá sér. Öðra máli gegnir um rafsegul- tækið enda reyndi Finnur það í nokkra mánuði árið 1984. Það nær yfir breiðara svið en leisertækið. Leisertækið er til dæmis ekki ætlað bólgu í vöðvum eins og rafsegultæk- ið. Það er fremur fyrir skemmd í lið- um og húðvandamál. „Beint í æð“ Rafsegultækin era ekki viður- kennd af íslenskum læknum. „Ég er ekki hræddur við læknana hér enda held ég aö þetta tæki eigj einhvem tíma eftir að verða viður- Fer í gegn um gifs Finnur nefndi okkur dæmi um mann sem var búinn að vera heila 11 mánuði í gjfsi vegna þráláts bein- brots. Hann fór í 15 skipti í meðferð í rafsegulbylgjum og viti menn, eftir meðferðina losnaði hann við gifsið og varð jafngóður á eftir. Til dæmis varðandi bólgu í vöðva á fremur háu stigi segjr Finnur að rafsegultækið geti komið að mjög góðu gagni. Það geti svo til „slökkt á“ bólgu í vöðva eftir 10 tíma með- ferð. En það sem tækið gerir er ein- mitt að auka blóðrennslið um þá súr- efnislausu staði sem valda bólgu í vöðva. Það má geta þess að þetta tæki hefur verið notað á dýr ekki síður en menn. Það er algengt að það sé notað á hesta, til dæmis veðhlaupa- hesta sem hljóta meiðsl. Þaö flýtir fyrir bata og knapinn þarf ekki að vera eins órólegur yfir því aö hestur- inn geti ekki hlaupið á næsta meist- aramóti.Svona tæki er mjög dýr fjár- - segir Stefán Stefán Þormóðs9on, starfsmaður íþróttahússins á Varmá, segist hafa þjáðst af svefnleysi og asma auk ýmissa verkja í langan tíma. Hann var auk þess nýbúihn að fara í þjartaaögerð og þurfti þar af leið- andi að taka all kyns lyf. „Ég var búinn að vera í margs konar sprautumeðferð, þaö haföi ekkert aö segja, og ég hafði lifað á pillum í langan tíma vegna þessa. En ekkert gekk. Ég haföi eitthvaö verið að lesa mér til um rafsegulbylgjumar og lækningamátt þehra og ákvað að reyna þegar ég firétti aö svona tæki væri komið til landins. Þormódsson var búinn að fara í 12 til 14 skipti gat ég farið að sieppa því að taka pillumar auk þess sera ég svaf mun betur. Ég hef því ekkert nema gott um rafsegulbylgjumar aö segja hvort sem einhver sálfræði hefur einnig verið að baki eða ekki. í dag fer ég einu sinni til tvisvar í viku í rafsegulbylgjumar. Það hefur meira aö segja komiö fyrir að ég hafi sleppt þvl að fara i nokkum tíma án þess að ég fyndi nokkuð fyrir. Ég þakka þessu tæki það hvernig ég er í dag og mér líður vel.“ -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.