Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Útlönd Kvennamál Papan- dreous valda vanda Þegar Andreas Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, fór til útlanda í ágúst til að gangast undir hjartaskurðaðgerð, skildi hann konuna sína eftir heima en tók með sér flugfreyju sem er helmingi yngri en hann. Eftir þetta hefur oft virst sem grískur almenningur hafi meiri áhuga á því hver eigi hjarta Pap- andreous en hvernig ástandi það er í. Varla líður sá dagur að ekki sé forsíðuuppsláttur um forsætisráð- herrann, sem er sextíu og níu ára, og Dimitru Liani, flugfreyju, sem er nú við hlið hans öllum stundum. Á meðan Papandreou beið skurð- aðgerðarinnar í London vonuðu ráðherrar í sósíalistastjórn hans að enginn myndi taka eftir þessari hávöxnu, huggulegu, ljóshærðu konu sem aldrei vék frá honum. Mynd af þeim, þar sem þau hald- ast í hendur í garði sjúkrahússins, gerði þær vonir að engu. Þetta sam- band er í aðalhlutverki í Grikk- landi og öll stjórnmálaumræða hef- ur horfið í skugga þess. Dagblað eitt hefur tekið upp á því að kalla hina þrjátíu og fjögurra ára gömlu Liani „hjákonu þjóðar- innar“. Önnur blöð tala um ástar- ævintýri þjóðarinnar. Alhr þekkja hana sem Mimi, en það er gælunaf- nið sem Papandreou notar á hana. Nú velta menn því fyrir sér hvar Mimi muni búa þegar þau skötu- hjúin snúa til baka frá London, en þar er ráðherrann enn til að jafna sig eftir uppskurðinn. Ætla þau að giftast? Mun hún aðstoða hann í kosningabaráttunni sem nú fer brátt í hönd? Papandreou tilkynnti frá sjúkra- beði sínum að hann hygðist skilja við hina bandarisku eiginkonu sína sem hann hefur verið giftur í þrjá- tíu og sjö ár um leið og hann kem- ur til baka. Liani hefur stundum verið líkt við trygga gríska konu sem hefur séð um Papandreou á meðan hann hefur verið sjúkur. Nú þegar heim- koman nálgast er hún aftur komin í hlutverk konunnar sem freistaði aldraðs manns og fékk hann til að gera sig að fífli. Hún hefur samt fært sig upp á skaftið og er nú farin að gefa blaða- viðtöl og yfirlýsingar í nafni Pap- andreous. Sagði hún nýlega að for- sætisráðherrann vonaðist til þess að mikill fjöldi manna yrði til að taka á móti honum þegar hann snýr aftur til Grikklands á næst- unni. Það var eins og við manninn mælt aö forystumenn í Sósíalista- flokki Papandreous ákváðu aö standa fyrir mikilli hátíö á flugvell- inum til að taka á móti leiðtoga sín- um. Leiðtogi helsta stjórnarandstöðu- flokksins, Nýja demókrataflokks- ins, Konstantin Mitsotakis, hefur ekki ráðist beint á Papandreou fyr- ír kvennamál hans en einungis bent á að hin mikla fjarvera forsæt- isráðherra á raunastundu sé ólíö- andi. Kjósendur virðist vera sammála Mitsotakis að >essu leyti því ef kosið væri nú myndi flokkur hans verða stærsti flokkur landsins. Reuter Papandreou er nú búinn að lýsa því yfir að hann ætli að skilja við konu sína. Hann er kominn með eina miklu yngri, flugfreyju. Hann lætur sér sér vel líka koss sem hann fær frá konu á götu úti. Simamynd Reuter HENTAR OLLUM ALSTAÐAR - Á FERÐ ALAGINU JAFNT SEMHEIMA NÝTT HEFTI Skop Heilbrigð skynsemi og geimvamir .3 Hömumg og hrakningar..........9 Ofboðlítið kraftaverk........15 Drakúla mælir með hvítlauk á dag .21 Ástarlíf eftir fæðingu fyrsta bams. .25 Hugsuníorðum.................36 Aðkomakrökkunumíháttinn......38 Vængjaþytur..................46 Hlautdauðadómfyrirbameignir ..51 Hvað sérðu?....................64 Gerviblóð veldur vonbrigðum...65 Gígólóar: Ást og athygli til kaups eða leigu......................... 68 Konur á rauðum bílum hættulegar .74 Svíinn sem bjargaði París.....78 Stjömuspámaður Winstons Churchill ..............................82 „Pílagrímsferð" til Ameriku...91 MEÐAL EFNIS .....2 ÚRVAL Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ Bankar sameinast Pétur L. Péturaaon, DV, Baroelom: Nýstofnaður banki, Banco Espanol Central de Crédito, er ávöxtur langra samningaviðræðna tveggja spænskra banka, Banesto og Banco Central. Hinn nýi banki er einn sá stærsti í heimi. Stríðir vindar hafa leikið um spænskt viðskiptalíf að undan- förnu með þeim afleiðingum að bankar hafa sameinast. Þannig er stutt síðan Banco de Bilbao og Banco de Viscaya sameinuðust í einn stóran banka og nú hafa Ban- co Central og Banesto fariö sömu leið. Þetta er afleiðing kreppu í spænska bankakerfmu en sam- keppni við sparisjóöi hefiu- leikið hina stærri viðskiptabanka grátt undanfarin ár. Þetta hefur gerst þrátt fyrir aö spænska bankakerfið hafi haft meiri tekjur á síðasta ári en nokkru sinni fyrr. Sparisjóðirnir á hverju strái Sparisjóöir hafa gert æ meira af þvi aö laöa til sín viöskiptavini stærri bankanna aö undanfómu. Þetta hafa þeir gert með því að losa sig viö þann stofnanablæ sem aim- ars einkennir spænskt bankakerfi. Svo dæmi séu tekin þá hefur einn sparisjóður, la Caixa de Catalunya, þróast úr því að vera lítill spari- sjóður í þaö aö vera ein öflugasta bankastofnun landsins. Þetta hefur sparisjóðurinn gert með því að opna lítil útibú á hverju homi. í hvetju útibúi starfa ein eða tvær manneskjur. Þannig hefur sjóðnum tekist að bjóða viðskiptavinum sínum mun persónulegri þjónustu en áöur hef- ur tíökast. Hvert útibú er eins og kaupmaðurinn á horninu. Tölvutæknin á bak við Galdurinn á bak við þessa vel- gengni er tölvutæknin. Á meöan stærri bankarnir notuðu enn venjulegar reiknivélar og pappírs- flóö í þrfriti hófu sparisjóöimir tölvuvæðingu af kappi. Þegar árið 1982 var hvert útibú nettengt og var því hægt að fara í hvaða útibú sem var og taka út án þess að fylla út nokkurt eyðublað. Síðan hefur þró- unin verið óstöðvandi og er nú hvert útibú komið með hraðbanka sem tekur hvaöa greiðslukort sem vera skal auk þess sem hægt er að hota bankabækur í hraðbönkum. Stóru bankarnir átta sig Þaö tók stóru bankana nokkum tíma að átta sig á því sem var að gerast. Áður en nokkur fékk rönd við reist var kominn sparisjóður á hvert hom og beindi almenningur öllum viðskiptum sínum þangað. Svo dæmi séu tekin þá em meira en þúsund útibú la Caixa í Barcel- ona einni. Stóm bankamir reyndu að svara samkeppninni með því að bjóða hærri vexti og hagstæöari lánafyr- irgreiðslu. Þetta var sparisjóöun- um um megn því þeim er gert að veija stórum hluta simia tekna i menningarmálefni. Enn sér ekki fyrir endann á þessu stríöien stóm bankarnir em byrjaðir aö gleypa hvern annan. Hinir nýju stórbank- ar eru byrjaðir að reyna aö laða til sín sterka fjármagnseigendur. Hvort þeim tekst aö ná viðskipta- vinum af sparisjóðunum er svo afl- ur önnur saga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.