Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 32
Lífsstfll FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1988. DV „Matreiðsla hefur verið valgrein í menntaskólanum í nærfellt tíu ár. Námskeiðið er sextíu stimdir og dreifist á tólf kvöld,“ sagði Elsa Bjartmarz, skólastjóri húsmæðra- skólans, í samtali við DV. Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði varð 75 ára í október í fyrra og var haldið upp á afmælið í vor með pomp og prakt. En húsmæðraskóh með hefðbundnu sniði lagðist af árið 1983 og hefur ekki veriö haldið uppi lengri námskeiðum síðan. Má það rekja til aukinna möguleika kvenna til að afla sér menntunar og einnig hitt að við- horfið til slíkra skóla var fremur neikvætt fyrir nokkrum árum. Matreiðsla valgrein En skólahúsið er til staðar og nokk- uð vel búið tækjum þótt gamalt sé. Fyrir rúmlega tíu árum fékk skólinn svo nýtt hlutverk þegar boðið var upp á matreiðslu sem valgrein í menntaskólanum. Þaö vakti forvitni að fræðast um viðhorf kennara og nemenda til þessa fyrirkomulags. Elsa er eini hússtj ómarkennarinn við húsmæðraskólann og lætur vel af nemendum sínum úr menntaskól- anum. „Þetta gengur alveg ljómandi vel hjá þeim öllum. Að vísu eru þau misjafnlega undirbúin þegar þau koma hingað því mjög misjafnt er hvemig kennslu i heimilisfræðum er háttað í grunnskólunmn. En þau leggja sig fram við námið og gera þetta í fullri alvöru,“ sagði Elsa og bætti viö. „Ég verð aö viðurkenna að það hvarílaði að mér í fyrstu að nemendur veldu þessa námsgrein til Boöið til veislu i Húsmæðraskóianum Ósk á ísafirði. Stoltur og ánægður hópur úr menntaskólanum ásamt kennara sínum, Eisu Bjartmarz. DV-myndir BB, ísafirði Húsmæðrakólinn Ósk á ísafirði: að sleppa auðveldlega og ná sér í punkta á einfaldan hátt. En ég er löngu komin af þeirri skoðun og veit núna að valið helgast af áhuga og forvitni fyrst cjg fremst." Skólinn vel sóttur Þegar Húsmæðraskólinn á ísafirði starfaði í sem mestum blóma voru nemendumir, allt stúlkur, á bilinu 35-40 á hveiju ári. Nemendumir komu alls staðar af landinu og bjuggu margar stúlkur á heimavist- inni allan veturinn. í bænum vom stelpumar þekktar undir heitinu „stelpumar úr Grautó“ og settu sinn svip á bæjarlífið. Þegar áhugi á hefð- bundnu húsmæðranámi minnkaði lögðust flestir slíkir skólar af, aðeins í Reykjavík og á Hallormsstað var haldið áfram með skóla og þá aöeins í 5 mánuði. En áhugi á almennu matreiðslunámi vaknaði aftur og var því farið að bjóða upp á slíkt val í menntaskólanum. „Við höfum hug á að auka kennsl- una fyrir menntaskólanemendm-na og bjóða upp á framhaldsnámskeið. Við vitum að þónokkur áhugi er fyr- ir hendi þjá nemendunum og fer vax- andi,“ sagði Elsa. „Það gefur auga- leið aö á svona stuttmn tíma eða 60 kennslustundum er ekki tækifæri til að hafa kennsluna mjög viðamikla. Næringarfræðikennslan er til dæmis aðeins fólgin í upprifjun í tengslum við viðgangsefnið hveiju sinni.“ Námskeiðið að mestu verklegt Námskeiðið er að mestu leyti verk- legt og er nemendum skipt í þijá hópa. Verkefnum er skipt í þrennt og er hver hópur í hveiju verki þijú kvöld en síðan skiptast hópamir á. Einn hópurinn bakar, annar matbýr og sá þriðji er í ýmsum aukastörfum. Aukastörfin eru meðal annars fólgin í uppvaski og frágangi, að baka vatnsdeigsbollur eða gera ábætisrétt. Allir nemendumir gerðu rúllupylsu í byijun námskeiðsins og fórst það vel úr hendi, að sögn Elsu. Af þessu má sjá að námskeiðið er fjölbreytt og þrátt fyrir stuttan tíma er farið yfir mörg atriði. Bergvin og Asgeir vpru í aukastörfunum en þeim fylg ir meöal annars uppvask og frágangur. Brúnuðu kartöflurnar fara fyrst á fatið og síðan kemur kjötið á eftir. Elsa leiðbeinir áhugasömum nemendum sfnum. Svo á að raða fallega og snyrtilega á öll matarföt. Fallega framborinn matur er helmingi lystilegri, gæti Elsa verið aö segja. Gimilegur matseðill á lokakvöldinu Þegar hveiju námskeiði lýkur er eitthvað matreitt til hátíðarbrigða. Eins og sjá má á meöfylgjandi myndum var hlaðið veisluborð af alls kyns krásum. Krakkamir riota mest bókina Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur og er uppskriftimar að réttun- um að finna í henni. Á borðinu vom eftirfarandi réttir: Nýmajafningur í brauðkollum Kalt svinakjöt með ferskjum og sveskjum Ananashlaup Rækjuhlaup Graflax með sinnepssósu og ristuðu brauði Eplakaka með þeyttum ijóma Kjöthlaup Síldarsalat Allir réttir vom með viðeigandi sósum og nýbökuð heilhveitihom borin fram með. Helga og Björg, einu stelpurnar i hópnum, eru svolftið fbyggnar yfir sfnu framtaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.