Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Jarðarfarir Gunnar Snorri Gunnarsson lést 13. október. Hann var fæddur 4. október 1929 á ísaflrði, sonur hjónanna Gunnars Sigurðssonar og Steinunn- ar S. Jakobsdóttur. Gunnar stundaði sjómennsku í 30 ár. Þegar í land var komið starfaði hann við byggingar- fyrirtæki og síðan við ferskfiskmat og saltfiskmat. Eftirlifandi eiginkona hans er Erla Þorgerður Ólafsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Út- fór Gunnars verður gerð frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag kl. 13.30. Jens Davíðsson trésmiður, Austur- götu 47, Hafnarfirði verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju fostu- daginn 21. október kl. 15. Lárus Jónsson, Laugarnesvegi 59, verður jarðsunginn frá Laugames- kirkju fóstudaginn 21. október kl. 13.30. Minningarathöfn um Dr. Pálma Möller prófessor, sem lést í Birming- ham, Alabama, 19. júní sl., verður í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 24. október kl. 13.30. Ingvar Guðnason, Ljósheimum 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu fóstudaginn 21. október kl. 13.30. Guðrún Elísdóttir, Túngötu 35, Reykjavík, verður jarðsungin fóstu- daginn 21. október kl. 15 frá Foss- vogskapellu. Eyjólfur Tómasson, Brekkubyggð 39, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 21. okt- óber kl. 10.30. Andlát Þórður Guðmundsson, fyrrverandi verslunarstjóri, Hvassaleiti 58, lést 19. október. Prófessor Sveinn Bergsveinsson, an- daðist í Austur-Berlín mánudaginn 17. október. TiJkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14, ftjáls spilamennska. Kl. 19.30 verð- ur félagsvist, hálft kort. Kl. 21 verður dansað. Félagið minnir á að danskennsla er hafm í Tónabæ á laugardögum kl. 17.30 og 19.30. Félög giktsjúkra á Norðurlöndum hafa nýlega stofnað formlegt samband sem heitir Norrænt giktarráð (Nordisk Reumarád). Ráðið á að vinna að því að giktsjúkir og fjölskyldur þeirra geti lifað sem bestu lífl, það þýðir einnig að Norr- æna giktarráðið á að vinna að því að auka möguleika á rannsóknum og menntun og að lögð verði áhersla á upp- lýsingar um giktarsjúkdóma, einnig að félag giktsjúkra öðlist meiri áhrif á al- þjóðlegum vettvangi. Meðlimir í Norður- landaráði hafa borið fram tillögu um að árið 1991 verði norrænt giktarár. Eitt af fyrstu verkefnum Norræns giktarráðs verður að stuðla að því að það verði að veruleika. í framtíðinni mun Norræna giktarráðið vinna að þvi að félagsleg og fjárhagsleg staða giktsjúkra verði hlið- stæð á öllum Norðurlöndunum. Skagfirðingafélagið í Reykjavík efnir til vetrarfagnaðar nk. laugardag. Spiluð verður félagsvist. Jóhann Már Jóhannsson stórsöngvari syngur og tríó Þorvaldar leikur. Samkoman hefst kl. 20.30 1 félagsheimilinu Drangey, Síðu- múla 35. Nýstárleg hugarþjálfun Fræðslumiðstöðin Æsir stendur þessa dagana fyrir nýstárlegri og öflugri fræðslustarfsemi að Bolholti 4. Um er að ræða kvöldnámskeið í hugarþjálfun sem haldin eru einu sinni í viku í fjórar vik- ur. Námskeiðið nefnist Hugefli og byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beit- ingu ímyndunaraflsins. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Garðar Garðarsson. Hann var einn af stofnendum Þrídrangs og framkvæmdastjóri mótsins Snæfellsás ’87. Hann hefm- lagt stund á dáleiðslu í Bandaríkjunum, auk þess að hafa leið- beint, túikað og tekið þátt í margs konar námskeiðum um heildræn efni bæði á íslandi og erlendis. Vetrardagskrá félagsstarfs aldraðra hjá Reykjavíkurborg Fréttabréf um málefni aldraðra hjá Reykjavíkurborg, sem sent er öllum Reykvikingum, 67 ára og eldri, er nú komið út í þriðja skipti á þessu ári. Fé- lags- og þjónustumiðstöðvar hjá Reykja- víkurborg eru nú orðnar 9 talsins sem opnar eru fyrir alla Reykvíkinga, 67 ára og eldri. Öflugt og fjölbreytt vetrarstarf er nú hafið á öllum stöðunum og kennir þar margra grasa. Fyrir utan hár- greiðslu, fótsnyrtingu, baðþjónustu og matarþjónustu eru í gangi fjölbreytt námskeið í smiðum, handavinnu, teikn- un og málun, sundi, bókbandi, íþróttum, leirmunagerð, ensku o.fl. Aflar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fé- lagsstarfsins í Hvassaleiti 56-58 í síma 689671. Menning ITC (áður málfreyjur) Upplýsinga- og blaðafuútrúar ITC á ís- landi eru: Hjördís Jensdóttir, s. 91-28996, Jónina Högnadóttir, s. 94-3662, Marta Pálsdóttir, s. 91-656154, og Guðrún Liija Norðdahl, s. 91-46751. Hafið samband sem áhuga hafið á aö kynnast ITC. Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllutn sem sýndu mér hlýhug á sextugsafmæli mínu, þann 14. okt. síðastliðinn. Aage V. Michelsen Undraverk í Vatnsmýrinni Fyrstu Háskólatónleikar vetrarins voru í hádeginu í gær í Norræna húsinu. Það er komin hefö á þessa ágætu og vel völdu tónleika i há- deginu á miðvikudögum, og þó þeir séu ekki nema í meðallagi sóttir og láti lítið yfir sér, þá er aö þeim mikill fögnuður. I mínu hjarta, a.m.k. Það voru tveir útlendingar sem riðu á vaðið þarna suður í Vatns- mýrinni: Christian Giger sellóleik- ari frá Svisslandi og píanóleikarinn Tónlist Leifur Þórarinsson David. Tutt, sem reyndar vakti mikla athygli á þessum stað í fyrra, þegar hann lék Liszt af mikilli list. Þetta voru fallegir og fágaðir tón- leikar. Á efnisskránni voru tvö verk: þríþætt Ævintýri eftir Janac- ek og Sónata op. 102 nr. 1 eftir Beet- hoven. Leikur þeirra félaga var í alla staði eins og hugur manns. Þeir léku Janacek kannski af dálít- ið tafsömu umburðarlyndi, eða eig- um við að kalla það varfærni? Maður saknaði í öllu falli villings- ins á bak við skólakennarann, sem Christian Giger og David Tutt á' Háskólatónleikum. DV-mynd Brynjar Gauti er svo átakanlegt fyrirbæri í þess- um höfundi. En þetta hljómaði glæsilega, og var að þvi mikil og góð skemmtun. Sónatan eftir Beethoven er, eins og mörg síðustu verk snillingsins, sterk og markviss tilraun meö form. Það hlýtur að vera hverjum alvarlegum tónlistarmanni tals- vert vandamál að koma henni hreint og klárt til skila. En þeir Giger og Tutt höfðu greinilega farið í saumana á þessu margslungna undraverki, og komu út með sann- færandi niðurstöðu, sem var tækni- og tilfinningalega í fyllsta jafn- vægi. Mætti maður heyra meira af slíku. LÞ. Arið1987 Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út „Árið 1987 - stórviðburðir í myndum og máli með íslenskum sérkafla". Þetta er 23. árgangur verksins sem er fjölþjóðaút- gáfa og kemur út á átta tungumálum, þýsku, ensku, frönsku, íslensku, sænsku, finnsku, ítölsku og spænsku. Bókin er 344 bls. að stærð 1 stóru broti. AnnáU ársins er annar meginhluti bókarinnar. Mannlif og menning er hinn meginhluti bókar- innar og þar fjalla sérfræðingar frá ýms- um löndum um atburði árins á sviði hvers þeirra. Fremst í bókinni eru að þessu sinni litakort um skuldir þróunar- landanna, hemaðarstyrk vesturs og austurs, lofthvolfm umhverfis jörðu, gróðurfarsbreytingar og kolsýrumyndun og uppreisnartilraunir í Rómönsku Am- eríku ffá 1945. íslenskur sérkafli greinir frá þvi helsta sem gerðist á landinu á árinu í máli og myndum. Ritstjóri ís- lensku útgáfunnar er Gísli Ólafsson, höf- undur íslenska kaflans er Bjöm Jó- hannsson og hönnuður Hafsteinn Guð- mundsson. Bókaútgáfan Þjóðsaga býður sem fyrr áskrifendum afborgunarkjör. Nýrri árganga er unnt að fá h)á útgáf- unni. Eskfirðingar og Reyðfirðingar í ReyKjavík og nágrenni halda sitt árlega síðdegiskaffi fyrir eldri sveitunga sunnu- dagjnn 23. október kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Skíðadeild ÍR heldur upp á 50 ára afinæli sitt í Skíða- skálanum í Hveradölum 1. vetrardag, 22. október, kl. 19. Rútuferöir frá ÍR-húsinu, Túngötu, og ÍR-húsi í Mjódd kl. 18.30. Upplýsingar í síma 72206 og 71412. Miða- sala í Sportmarkaðinum, Skipholti 50, og. Rakarastofunni, Vesturgötu 48. Tapaðfimdið Svartur og hvítur högni týndur Svartur og hvitur högni, sem heitir Snep- ill, tapaðist frá Seljahveríi miðvikudags- kvöldið 5. okt. sl. Hann er vaninn. Þeir sem vita eitthvað um ferðir hans em vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 76206 eða Dýraspítalann í síma 674020. Fundir Digranesprestakall Kirkjufélagið heldur sinn fyrsta fund á þessu hausti í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg í kvöld, 20. október, kl. 20.30. Þorbjörg Daníelsdóttir segir frá Bandaríkjaferð og sýnir myndir. Kaffi- veitingar. Nýir félagar og gestir velkomn- Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Orsakir offitu pg meðferð hennar í dag, 20. október, mun Náttúrulækninga- félag Reykjavíkur efna til félags- og fræðslufundar að Hótel Lind við Rauðar- árstíg í Reykjavik og hefst fundurinn kl. 20.15. Á dagskrá fundarins verður m.a.: Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur flytur erindi: Orsakir offitu og meðferð hennar. Að erindi loknu svarar Laufey fyrirspumum fundarmanna. Ei- ríkur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Náttúrulækningafélags íslands og heilsu- hæhs þess í Hveragerði, flytur erindi: Fyrirhugaðar framkvæmdir ó vegum Náttúrulækningafélags Islands. Að er- indinu loknu svarar Eiríkur fyrirspum- um fundarmanna. Þá mun stjóm Nátt- úrulækningafélags Reykjavíkur svara fyrirspumum fundarmanna varðandi starfsemi félagsins. Annað ráð ITC á íslandi Fyrsti ráðsfundur Annars ráðs ITC á ís- landi verður haldinn 22. október 1988 að Reynihlíð í Mývatnssveit. Fundurinn hefst kl. 10.30. A dagskrá em félagsmál og ýmiss konar fræðsla. Kl. 15 verður almennur umræðufundur um efnið „Hverju hefur jafnréttisbaráttan skilað Islendingum?" Fundi slitið um kl. 17. Ferðatílhögun: Flug Rvík - Húsavík fóstudag 21. okt. kl. 17.10 (ferð er frá flug- velli í Mývatnssveit). Flug Akureyri - Reykjavík laugardag kl. 20.30 (séð verður um ferð til Akureyrar). Gisting í 1 nótt í hótel Reynihlíð. Fundurinn er í umsjá ITC-deÚdarinnar Flugu í Mývatnssveit. Innan Annars ráðs ITC á íslandi em 8 deildir: Fluga, Mývatnssveit, Gerður, Garðabæ, íris, Hafnarfirði, Irpa og Kvist- ur, Reykjavik, Korpa, Mosfellsbæ, Mjöll og Rún, Akureyri. Ferðalög Útivist Sunnudagur 23. okt. kl. 13. Siglubergsháls - Vatnsheiði - Blóa lón- ið. Fáfarin og skemmtileg leiö milli mó- bergsfella og eldstöðva norðan Grinda- víkur. Verð 900 kr. Frítt f. böm m. full- orðnum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu (á Kópavogshálsi og við Sjómirýasafnið Hafnarfirði). Miðvikudagur 25. okt. kl. 20. Tunglskinsganga, fjörubál: Lónakot - Óttarsstaðir. Verð kr. 500, frítt f. böm m. fuUorðnum. Brottfór frá BSÍ, bensin- sölu. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudag 23. okt. Kl. 13: Rjúpnadyngja - Heiðmörk. Létt og þægileg ganga í útiverulandi Reykja- vlkur. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, að austanverðu. Munið að vera vel klædd og í góðum skóm. Verð kr. 600, greitt v/bílinn. Frítt fyrir böm, 15 ára og yngri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.