Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 11 Útiönd Kommúnistaflokk- urinn klofinn Deilur hópa af ólíkum uppruna í Júgóslaviu hafa klofið Kommúnista- flokk Júgóslavíu, og eru leiðtogar Serba á þeim vettvangi nú komnir í andstöðu við flokksleiðtogana, sem í gær samþykktu vantraust á serbn- eskan meðhm stjómmálaráðsins. Miðnefnd flokksins lauk neyðar- fundi sínum í gær án þess að finna svör við þeirri óróaöldu sem ríkt hefur í, landinu á meöan Serbar hræða minni hópa í landinu með kröfum um yfirráð yfir héraði sem er að mestu leyti byggt Albönum. Stipe Suvar, forseti stjómmálaráðs Kommúnistaflokksins reyndi að gera lítið úr vandræðunum og sagði við blaðamenn, „Það eru mikil rifrildi í Júgóslavíu, en þau em ekki eins hættuleg og þau virðast vera. Júgó- slavía mun ekki klofna núna.“ En sfjómmálaráðið sýndi greini- lega hvar hugur þess stendur þegar það samþykkti vantraust á Dusan Ckrebic frá Serbíu, en veitti níu öðr- um meðlimum ráðsins traustsyfir- lýsingu. Ckrebic er yfirlýstur stuðnings- maður þess að Serbar fái aftur yfir- ráð yfir Kosovo, þar sem flestir íbú- amir eru af albönskum uppruna. Héraðið fékk sjálfstjórn árið 1974 en Serbar segja nú að meirihluti Albana í héraðinu ofsæki minnihluta Serba. Reuter Stipe Suvar, forseti stjórnmálaráðs júgóslavneska Kommúnistaflokksins, ávarpaði neyðarfund flokksins í Belgrad í gær og tilkynnti að stokkað yrði upp í valdastöðum flokksins. Símamynd Reuter Ríkislögreglustjóri segiraf sér Einar B. Stefánssan, DV, Heásíngborg: Nils Erik Áhmansson, ríkislög- reglustjóri f Sviþjóð, sagði af sér i gær eftir að aö skýrsla ríkislög- manns um embættisfærslu hins fýrmefnda viö rannsókn á Palme- morðinu var birt opinberlega. Ríkislögreglustjórinn er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Er hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hleypa utanaökomandi aðiia, þaö er bókaútgefandanum Ebbe Carls- son, óeðlilega mikið i leynilegar upplýsingar varðandi rannsókn Palmemorðsins. i öðru lagi dró hann allt of lengi að tilkynna sak- sóknumm í Palmemálinu hina svo- kölluðu einkarannsókn en sam- kvæmt stjómarskránni og lögum um rannsókn opinberra mála stýra saksóknarar rannsókn morðmáls- ins. Afsögn Áhmanssons kemur ekki á óvart og hefur legið í loftinu síðan Anna Greta Leijon, fyrrverandi dómsmáiaráöherra, sagði af sér í sumar, einmitt vegna einkarann- sóknar Ebbe Carlssons. Bandaríkjamenn hyggjast bæta samskiptin við N-Kóreu Nóbelsverðlaun í raungreinum Johann Deisenhofer, t.v., prófessor í lífefnafræði, fær klapp frá forseta læknaskólans i Suðvestur-Texas, Kern Wildenthal, eftir að tilkynnt hafði verlð að Deisenhofer hefði hlotiö nóbelsverðlaunin í efnafræði. Simamynd Reuter Þrír Bandaríkjamenn fengu nóbelsverölaunin í eðlisfræöi fyrir að þróa geisla sem getur tekið röntgenmyndir af örsmáum hlutum og þrír Vestur- Þjóðverjar deiidu með sér verðlaununum í efhafræði fy rir rannsóknir sem einhvern tíma gætu leitt til þess aö sólarorka veröi virkjuð. Verölaunin í eðlisfræöi fengu Leon Lederman, Melvin Schwartz og Jack Steinberger. Efnafræðiverðlaunin fengu Johann Deisenhofer, Robert Huber og Hartmut Michél. Deisenhofer sagði að hann hefði verið í sturtu þegar ritari sænsku aka- demíunnar hringdi til að láta hann vita aö hann hefði fengiö verðlaunin. Útiendingum kennt um Nasrallah Butros Sfeir, einn helsti trúarleiötogi kristinna manna í Líbanon, kenndi í gær Bandaríkjunum, Sýrlandi og inn- lendum embættismönnum um að standa í vegi fyrir lausnum á pólit- ískum vanda í landinu og sagöi að ríkið væri í þann veginn að leysast upp. Sfeir varaöi viö þvi að stríð milli herskárra fýlkinga myndi aöeins hafa í fór með sér auknar þjáningar í landi sem hefur engan forseta, tvær ríkisstjómir og er haldið pól- Svo virðist nú sem hið strfðshrjáða Líbanon sé algerlega stjórnlaust. itískri lömunarveikL Fjöldabrúðkaup á Taiwaii að bættari samskiptum ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. í ræðu sem Roh flutti fyrir Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni hvatti hann til þess að alþjóðaráðstefnu yrði komið á laggimar til að ræða bætt samskipti þjóðanna en þau hafa verið í lág- marki síðan Kóreustyrjöldinni lauk fyrir 35 áram. í viðtalinu við Washington Post sagði Roh að með aukinni samvinnu stórveldanna tveggja auk Kína væri von til þess að sameining Norður- og Suður-Kóreu gæti orðið að veruleika fyrir lok þessarar aldar. Roh mun ræða við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og George Shultz utanríkisráðherra í dag um mögu- leikana á bættum samskiptum ríkj- anna tveggja. Washington Post hefur það eftir embættismönnum Reaganstjómar- innar aö Bandaríkin hyggist bæta samskipti sín við ríkisstjóm Norð- ur-Kóreu. Meðal þess sem Banda- ríkjastjóm hyggst taka til athugunar er að auðvelda íbúum Noröur-Kóreu að ferðast til Bandaríkjanna, að auð- velda viðræður stjómarerindreka og auka viðskipti þjóðanna að takmörk- uðu leyti. En að sögn embættismann- anna er ólíklegt að viðskiptabann- inu, sem sett var á í byrjun Kóreu- stríðsins, verði aflétt. Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington; í viðtali við Washington Post, sem birt var í morgun, hvetur Roh Tae Woo, forseti Suður-Kóreu, Banda- ríkjastjóm til þess að hverfa frá 38 ára gömlu viðskiptabanni sínu við Norður-Kóreu. Hann hvetur bandaríska ráða- menn til að aflétta banninu til að stuðla að endalokum efnahagslegrar einokunar Norður-Kóreu og vinna Roh Tae Woo, forseti Suður-Kóreu, mun I dag hitta bandaríska ráðamenn og ræða málefni Suður- og Norður-Kóreu. Simamynd Reuter Hér sjást brúðhjónín öll samankomin og er þetta greinilega hinn föngu- legasti hópur. Simamynd Reuter Áttatíu og fiórir foringjar I her Taiwan giftu sig vtö sömu athöfn í gær. Athöfnin fór fram í Lungtan á norðurhluta Taiwan. Það var Huang Hsin- chiang yfirherforingi sem gaf öll pörin saman og hver brúðhjón fengu sem svarar átta þúsund íslenskum krónum í reiðufé í brúðargjöf. Reuter Markaðssetningu lyfja flýtt SteinvBm Böðvaradóttir, DV, Waahingtoiu Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitiö tilkynnti í gær að markaðssetn- ingu nýrra lyfja gegn lifshættulegum sjúkdómum, svo sem eyðni, yrði nú fiýtt um allt að helming. Þaö getur tekið allt að tíu ár aö koma nýju lyfi á markað í Bandaríkjunura eftir aö þaö hefur verið uppgötvað. Tímafrek- ustu tilraunirnar með ný lyf áður en þau era markaðssett eru tilraunir á mönnum. Slíkt tekur yfirleitt fimra ár. Tilraunir á dýrum taka að minnsta kosti tvö ár og að áuki getur það tekið önnur tvö ár áður en samþykkt eftirUtsins liggur fýrir þegar öllum tilraunura lýkur. Til aö koma lyfjum gegn lífshættulegum sjúkdómum fýrr á markaö mun lyfjaeftirlitiö nú minnka tilraunatimann á mönnum um helming. Þetta á sérstaldega viö lyf í baráttunni gegn hættulegum sjúkdómum, til dæmis eyðni. í dag er einungis eitt lyf gegn eyðni á markaðnum, AZT, en fiöldi lyfja er enn á tilraunastigi. Eyðnisjúklingar mótmæltu sema- gangi eftirlitsir.s harölega í síöustu viku og kröfðust þess að einhver til- raunalyfjanna yröu sett á markað sem fyrst. Þau mótmæli virðast nú hafa boriö árangur. Lyfjafyrirtæki fógnuöu ákvörðun eftirlitsins en margir þeirra sem þátt tóku í mótmælunum í síðustu viku efast um að hún komi til fram- kvæmda. Þeir segja aö breytingar á stefiiu lyfjaeftirlitsins kalli á aukiö fjármagn og starfslið og beiðni um slíkt frá eftirlitinu hefur enn ekki lit- iö dagsins ijós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.