Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 20. OKTÖBER 1988.
37
Norrænir slökkvi-
liðsstjórar hittast
í Reykjavík
Norrænu slökkviliðsstjórarnir sem voru á fundinum í Reykjavík fyrir skömmu, taliö frá vinstri; Robert Ringsted
Kaupmannahöfn, Bengt Sjöstrand Gautaborg, Bernt Andersson Stokkhólmi, Eva Marie Sjöstrand Gautaborg, Rúnar
Bjarnason Reykjavík, Oddmund Schei Osló, Eine Alho Helsinki, Hrólfur Jónsson Reykjavík, Göran Pensjö Gauta-
borg, Eva Henricsson Stokkhólmi, Lars Henricsson Stokkhólmi, Rainer Alho Helsinki, Barbro Andersson Stokkhólmi.
Toppurinn í dag,
Dagblaðið á morgun!
Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi:
í fyrra voru gefm út tvö bæjarblöð
í Stykkishólmi. Fréttaritari DV leit
inn á ritstjómarskrifstofu annars
blaösins um daginn og fékk viðtal
við ritstjóra þess. Þarna var um að
ræða ritstjóra Toppsins, Hermann
Rúnarsson, tólf ára gamlan nemanda
í Grunnskólanum í Stykkishólmi.
Aðspurður sagöi Hermann aö þetta
væri annað útgáfuár blaðsins og að
núna væru fjögur tölublöð í vinnslu.
Ekki var unniö við blaðið 1 sumar.
Starfsmenn eru sjö talsins og eru á
aldrinum níu til tólf ára. Allir bera
ábyrgð á ákveðnum verkefnum auk
þess að vinna almennt við útgáfuna.
Auk ritstjóra eru; fréttastjóri, útlits-
stjóri, auglýsingastjóri, útgáfustjóri,
umsjónarmaður barnadeildar og
sölustjóri.
Útgáfan fer vaxandi og er nú stefnt
að útgáfu á sjötíu eintökum meö tutt-
ugu og einni síðu, A-4 hvert eintak.
Þrátt fyrir að útgáfan sé ekki ríkis-
styrkt þá eru íjármálin í lagi. Blaðið
hefur borið sig með sölu auglýsinga,
áskrift og lausasölu þrátt fyrir að
tuttugu krónur af sextíu, en þaö er
verð blaösins, renni til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Kostnaði er að
sjálfsögðu haldið í lágmarki.
Aðspurður sagði Hermann að hann
heföi mjög gaman af þessu og gæti
vel hugsað sér að verða blaðamaður
í framtíðinni.
Ritstjóri Toppsins, Hermann Rúnarsson, með eintak af blaði sinu,
Sviðsljós
Árni Helgason forstöðumaður ásamt embættismönnum Barnastúkunnar
Bjarkar og almennum fundarmönnum. DV-mynd Róbert
Stykkishólmur:
Stúkustarf að byrja
Róbeit Jörgensen, DV, StykJdshólmi:
Stúkustarf hefur verið virkt í
Stykkishólmi gegnum tíðina og var
það sérlega virkt sl. vetur. Árni
Helgason hefur verið forstöðumaður
um árabil bæði í Barnastúkunni
Björk og Unglingastúkunni Helga-
felli.
Fyrsti fundur þessa starfsárs -
starfsárið miðast viö skólaárið - var
sl. fóstudag í Barnastúkunni Björk.
Mikill áhugi var hjá börnunum og
greinilegt að sumir voru famir að
bíða eftir að stúkan byrjaði. Þaö er
örugglega leitun að meiri virkni í
s'túkustarfi miðað við íbúafjölda.
. í fyrra voru að jafnaöi um 100 börn
á fundi í barnastúkunni en um 30 í
unglingastúkunni.
RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG
SÍMI 12725
OPNUNARTÍMAR:
MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 9-17.55.
FÖSTUDAGA 9-18.30.
LAUGARDAGA 10-14.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
SÍMI13010.
ÁSKORUN TIL GREIÐENDA FAST-
EIGNAGJALDA
í HVERAGERÐI
Hér með er skorað á þá sem ekki hafa gertfullnað-
arskil á fasteignagjöldum áranna 1986-1987-1988
að gera'það nú þegar. Öll gjöldin eru nú fallin í gjald-
daga. Óskað verður nauðungaruppboðs á fasteign-
um þeirra sem eigi hafa lokið greiðslu innan 30 daga
frá birtingu áskorunar þessarar samkv. heimild í lög-
um nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins
lögtaks.
Hveragerði, 19. okt. 1988.
Bæjarstjóri
mmmm
\ V/SA
I—
Þú gefur okkur upp:
Nafn þitt og heimilisfang,
slma, nafnnúmer og
gildistlma og númer
greiðslukorts.
•
Hámark kortaúttektar
I síma kr. 5.000,-
•
m.BósocAf-Tia
Nú er hægt að hringja inn
smáauglýsingar og greiða
meö korti.
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022