Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 1? Sigurjóni boðið til Cerle Briigge - leíkur æfíngaleik hjá félaginu um næstu helgi Siguijón Kristjánsson úr Val, markakóngur og knattspyrnumaöur ársins í 1. deildinni á nýloknu keppnistímabili, fór í gær til belgíska 1. deildar félagsins Cerie Brugge. Hann mun dvelja þar í nokkra daga og leikur um helgina æfingaleik þar sem forr- áðamenn félagsins ætla aö meta styrkleika hans, með atvinnusamning í huga. Siguijón hefur áöur veriö í Belgíu því hann dvaldi um tíma hjá 1. deildar félaginu Loker- en þegar hann var 17 ára gamall. Forráða- menn Lokeren sögöu þá aö þeir hefðu örugg- lega gert viö hann samning ef hann hefði enn veriö 16 ára þvi þá heföi hann haft sömu rétt- indi og belgískir leikmenn og ekki verið talinn útlendingur. Siguijón er nýkominn úr stuttu fríi á Spáni en þangað hélt hann ásamt fiestum leikmanna Vals eftir Evrópuleikinn í Monaco á dögun- um. Viö heimkomuna beiö hans boð um aö koma til Cerle Brugge. Sigurjón sagöi í spjalli við DV fyrir skömmu að hann heföi áhuga á atvinnumennsku ef eitthvað spennandi byð- ist. -KB/VS I Hollendingurinn Erwin Koeman svifuryfir Vestur-Þjóðverjann Thomas Berthold í leiknum í Múnchen I gærkvöldi. Simamynd Reuter Undankeppnl HM - 4. riðill: Hollendingar heppnir að halda öðru stiginu - Vestur-Þjóðveijar nær sigri í markalausum leik í Mtinchen Kvennalandsliðið: TVö sæti í B-keppni Nú er ljóst aö tvö kvennalið kom- ast í B-hópinn í kjölfar C-keppninnar í handknattleik sem fram fer í Frakklandi nú á næstu dögum. Þar sem Dönum hefur veriö úthlutt uö næsta B-keppni, sem veröur háö árið 1989, hljóta þeir sæti sem gest- gjafar en frændur okkar heyrðu ein- mitt til B-flokksins fyrir og losnar því eitt sæti. íslenska kvennalandsliðiö hélt í morgun til Hollands en þar mun það taka þátt í stóru fjölþjóðlegu móti. Er þaö eins konar prófraun fyrir sjálfa C-keppnina. Þess má geta að Flugleiðir, sem eru helsti styrktaraðili Handknattleiks- sambandsins, greiða að fullu ferðir stúlknanna til og frá Lúxemborg. -JÖG Einstefna Rússa í Kiev Sovétmenn og Austurrikismenn, sem leika sem kunnugt er í sama riðli og íslendingar í undankeppni heims- meistarakeppninnar í knattspymu, léku í Kiev í gærkvöldi. Eins og flest- ir höfðu reiknað með sigruðu Sovét- menn í leiknum meö tveimur mörk- um gegn engu og voru bæði mörkin skoruð í síðari hálfleik. Eins og vænta mátti léku Austur- ríksmenn stífan varnarleik gegn Sovétmönnum og tók þaö Sovétmenn 47 mínútur að finna leiö í gegnum austurríska varnarvegginn sem var þéttur fyrir. Sovétmenn sóttu án af- láts'í fyrri hálfleik og skall þá hurð oft nærri hælum uppi við austur- ríska markið. Var með ólíkindum að sjá hvað Austurríkismenn sluppu oft við skrekkinn. í síðari hálfleik fóru hlutimir að ganga betur hjá Sovétmönnum, gluf- ur fóra að fmnast í austurrísku vörn- inni og strax á 47. mínútu skoraði hinn marksækni Alexei Mikhailitsj- enko fyrsta mark leiksins með skalla sem hafnaði efst í markhorninu, óverjandi fyrir markmann Austur- ríkismanna. Alexander Zavarov bætti við öðm marki á 69. mínútu en Zavarov leikur með ítalska hðinu Juventus. -JKS Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýska]andi: Vestur-Þjóðveijar vom mun frísk- ari í byrjun gegn HoUendingum á ólympíuleikvanginum í Miinchen í gærkvöldi að viðstöddum 73 þúsund áhorfendum en uppselt var á leikinn fyrir nokkru síðan. Þessar þjóðir átt- ust einnig við í undanúrslitum Evr- ópukeppninnar í Vestur-Þýskalandi sl. sumar og þá bám Hollendingar sigur úr býtum en í gærkvöldi var jafntefli, 0-0. Lothar Mattheus átti tvö góð skot að marki Hollendinga í byijun leiks- ins en Van Breukelen markvörður varði vel í bæði skiptin. Um miðjan fyrri hálfleik stóð Fach einn og óvaldaður inni í vítateig Hollendinga en aftur var Van Breukelen á réttum stað. Eina marktækifæri Hollendinga í fyrri hálfleik fékk Erwin Koeman er hann skaut yfir markið af stuttu færi. I byijun síðari hálfleiks átti Olaf Tohn hörkuskot í slá hollenska marksins. Leikurinn jafnaöist nokk- uð í síðari hálfleik. Tiu mínútum fyr- ir leikslok komst Van Basten einn inn fyrir vestur-þýsku vörnina en skaut framhjá. Leikurinn var harður og fengu Hollendingar að sjá gula spjaldið fjórum sinnum en Vestur-Þjóðveijar tvisvar sinnum. í heildina voru Hol- lendingar frekar heppnir aö ná ööm stiginu. Talsverða athygli vakti að vestur-þýsku leikmennirnir skiptu ekki á búningum eftir leikinn sem venja er. Eftir síðasta leik þjóðanna í Evrópukeppninni í sumar þá hafði hollenski leikmaðurinn Roland Koe- man tekið þýska landsliðsbúninginn og notað hann til að þurrka á sér afturendann. Eftir þessu atviki mundu Vestur-Þjóðveijar og skiptu þvi ekki á búningum eftir leikirm í gærkvöldi. Jafntefli Wales og Finnlands Finnár gerðu jafntefli við Wales, 2-2, í Swansea og mega Fiimar vel við þau úrsht una. Finnar náðu að visu forystunni strax á 8. mínútu leiksins og var Kari Ukkonen þar að verki eftir aukaspymu. Dean Saund- ers, er leikur með Oxford, náði að jafna á 24. mínútu með marki úr víta- spymu. Síðar í leiknum skaut Saunders framhjá úr vítaspymusem Walesbúar fengu. Fimm mínútum fyrir leikslok kom- ust Walesbúar yfir, 2-1, með sjálfs- marki en á lokamínútu leiksins jöfn- uðu Finnar og var Mika Paatelainen sem skoraði markið. Wales tefldi fram sínu sterkasta hði, mönnum á borð við Ian Rush og Mark Hughes, en það dugði ekki í þetta skiptið gegn baráttuglöðum Finnum. Aðeins fimm þúsund áhorfendur lögðu leið sínaáleikinn. -JKS _______Iþróttir Stöðurí riðlum HM í knattspymu 1. riðill: Grikkland-Danmörk..........l-l Búlgaría-Rúmenía............1-3 Rúmenía..........1 1 0 0 3-1 2 Danmörk..........1 0 10 1-1 1 Grikkland........l 0 10 l-l l Búlgaría.........1 0 0.1 1-3 0 Efcta höið beint til ítahu, lið númer tvö fer í aukaleiki. 2. riðill: England-Svíþjóð..............0-0 Pólland-Albania...............1-0 Pólland...........1 10 0 1-0 2 Svíþjóð...........1 0 10 0-01 England...........1 0 10 0-01 Albanía...........l 0 0 1 O-l 0 Efsta liðiö beint til Ítalíu, lið númer tvö fer í aukaleiki. 3. riðill: A-Þýskaland-ísiand.........„..2-0 Sovétríkin-Austurrfki ........2-0 Sovétríkin.....2 110 3-1 3 A-Þýskaland....1 1 0 0 2-0 2 ísland.........3 0 2 1 2-4 2 Tyrkland.......1 0 10 1-1 1 Austumki.......1 0 0 10-2 0 Tvö efstu liðin beint til ítahu. 4. riðUl: Wales-Finnland...........2-2 V.Þýskaland-Hohand.......0-0 V.Þýskaland....2 110 4-0 3 HoUand.........2 110 1-0 3 Wales..........2 0 11 2-3 1 Finnland.......2011 2-6 1 v Efsta liðið beint til Ítalíu, lið númer tvö fer í aukaleiki. 5. riðUl: Skotland-Júgóslavía.....1-1 Skotland....,..2 110 2-1 3 Frakkland......1 10 0 1-0 2 Júgóslavia.....1 0 10 1-1 1 Kýpur..........0 0 0 0 0-0 0 Noregur........2 0 0 2.0-2 0 Tvö efstu liðin beint tíl Ítalíu. 6. riðUl: Ungverjaland-N.irland...1-0 N.írland.......3 111 3-1 3 Ungverjaland...1 10 0 1-0 2 irland.........1 0 10 0-01 Spánn..........0 0 0 0 0-0 0 Malta..........1 0 0 1.0-3 0 Tvö efstu liöin beint til Ítalíu. 7. riðUl: Belgía-Sviss............1-0 Sviss..........2 10 1 4-2 2 Tékkóslóvakía..1 1 0 0 2-0 2 Belgía.........1 10 0 1-0 2 Portúgal.......0 0 0 0 0-0 0 Luxemburg......2 0 0 2 1-6 0 Tvö efstu liöin beint til Ítalíu. Loksins skoraði Aldridge Tvelr vináttulandsleikir vom háðir í gærkvöldi. ítalir sigruðu Norðmenn með tveimur mörkum gegn einu, Giannini og Ferri gerðu mörk ítala en Brandhaug skoraði mark Norðmanna. írar sigraöu Túnisbúa, 4-0, í Dublin. Tony Cascarino skoraði tvö, John Aldridge og Kevhi Sheedy sitt markiö hvor. Mark Aldridge var hans fyrsta í 20 landsleikjum. -JKS Þrír leikir í úrvalsdeild Fimmtu umferð úrvalsdeildar- itmar í körfuknattleik lýkur í kvöld með þremur leikjum. í Haftiarflrði mætast Haukar og ÍS, í Hagaskóla KR og Grindavík og í Keflavík ÍBK og Þór. Allir leik- irnir hefjast kl. 20. Á sömu stöðum verður leikið í 1. deild kvenna og þar hefjast ah- ir leikir kl. 21.30. Liðin, sem þar mætast, era Haukar - Grindavík, KR-ÍS og Keflavlk - Njarövík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.