Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Afmæli * * * Guðlaugur Bergmann Guölaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, Sólbraut 3 á Seltjam- arnesi, er fimmtugur í dag. Guö- laugur er fæddur í Hafnarfirði, var gagnfræöingur úr Gaggó Vest 1955 og tók verslunarskólapróf 1958. Hann lék í meistaraflokki í hand- bolta í KR, var sölumaður hjá Rolf Johansen 1958-1960 og stofnaði heildverslun G. Bergmann 1960 ásamt Grétari bróður sínum. Guö- laugur var umboðsmaður Lúdó sextetts 1959-1966, skemmti sem rokkdansari og dansaði í Þjóðleik- húsinu í söngleiknum Kysstu mig, Kata, sá um fegurðarsamkeppni unga fólksins og stofnaði samtök gegn vímuefnum. Hann stofnaði Karnabæ 1966, var eigandi sauma- stofunnar Karnabæjar frá 1970, hálfra Steina 1976-1984 og Belgja- gérðarinnar 1976-1985. Hann var í stjórn Hafskips 1979-1985 og Gamla miðbæjarins frá 1985. Guðlaugur hefur verið í stjórn Arnarflugs frá 1986 og Stangaveiðifélags Rvíkur frá 1986. Sonur Guðlaugs og Guðrúnar Pálsdóttur er Ragnar, f. 9. janúar 1958, framkvæmdastjóri G. Berg- manns hf., kvæntur Láru Birgis- dóttur bankastarfsmanni. Guðlaug- ur kvæntist 10. ágúst 1963 Önnu Heiðdal, f. 14. maí 1944, deildarstjóra í Rvík. Þau skildu. Foreldrar Önnu eru Vilhjálmur Heiðdal, fulltrúi í Rvík, og kona hans, María Hjálm- týsdóttir. Synir Guðlaugs og Önnu eru Ólafur Gunnar, f. 6. jan. 1964, myndlistarmaður í Rvík, og Daníel Magnús, f. 12. júlí 1965, verslunar- maður. Guðlaugur kvæntist 1. jan- úar 1986 Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 25. október 1950, innkaupastjóra í Karnabæ. Foreldrar Guðrúnar eru Guðjón Hannesson, rekur bifvéla- verkstæði á Patreksfirði, ogLaufey Torfadóttir. Synir Guðlaugs og Guð- rúnar eru Guðjón, f. 24. desember 1972, og Guðlaugur, f. 17. nóvember 1979. Bróðir Guðlaugs er Loftur Grétar, f. 4. febrúar 1934, sölustjóri í Rvík, kvæntur Guðlaugu Kristins- dóttur, símastúlku á DV. Hálfbræð- ur Guðlaugs, samfeðra, eru Gunn- laugur Birgir, f. 18. maí 1931, sölu- stjóri hjá O. Johnson og Kaaber, kvæntur Birnu S. Ólafsdóttur, og Ásgeir, f. 25. mars 1961, prentari á Morgunblaðinu. Fóstursystir Guð- laugs er Jakobína R. Daníelsdóttir, f. 13. febrúar 1957, fóstra í Kópavogi. Foreldrar Guðlaugs: Daníel Berg- mann, d. 1976, bakarameistari í Rvík, og kona hans, Guðríður Guð- laugsdóttir. Daníel var sonur Ás- geirs, skrifstofustjóra í Keflavík, Daníelssonar, b. að Nýlendu á Mið- nesi, Guðnasonar, b. á Bakkavelli í Hvolhreppi, Loftssonar, b. á Kald- bak á Rangárvöllum, Loftssonar, b. á Víkingslæk, Bjarnasonar, b. á Vík- ingslæk, Halldórssonar, ættfóður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Daníels var Jónína, systir Stefáns, afa Árna Bergmanns ritstjóra. Jón- ína var dóttir Magnúsar Berg- manns, b. og hreppstjóra að Fugla- vík á Miðnesi, Jónssonar Berg- manns, b. að Hópi í Grindavík, Magnússonar Bergmanns, lögsagn- ara í Vestmannaeyjum, bróður Björns, afa Björns Olsens rektors. Magnús var sonur Ólafs Guð- mundssonar, b. á Vindhæli, og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, Skagakóngs á Höfnum á Skaga, systur Björns, afa Arnljóts, prests og alþingismanns á Bægisá. Móðursystir Guðlaugs er Guðný, móðir Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings. Guðríður er dóttir Guðlaugs, veitingamanns í Tryggvaskála á Selfossi, Þórðarson- ar, b. að Fellsmúla á Landi, Guð- laugssonar, bróður Vilborgar, langömmu Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Guðlaugs var Guðrún, systir Sæmundar, afa Guð- rúnar Erlendsdóttur hæstaréttar- dómara. Bróðir Guðrúnar var Guð- brandur, afl Hauks Morthens og langafi Bubba Morthens. Guðrún var dóttir Sæmundar, b. að Lækjar- botnum, Guðbrandssonar, bróður Guðlaugur Bergmann. Sigurðar, langafa Guðmundar Daní- elssonar rithöfundar. Móðir Guð- ríðar var Guðríður Eyjólfsdóttir, oddvita í Hvammi á Landi, Guð- mundssonar, og konu hans, Guð- bjargar Jónsdóttur, b. að Skarði á Landi, Árnasonar. Móðir Guðbjarg- ar var Guðrún Kolbeinsdóttir, b. á Hlemmiskeiöi, Eiríkssonar, b. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, ættföður Reykjaættarinnar. Magðalena Guölaugsdóttir og Magnús KHstjánsson Magðaiena Guðlaugsdóttir og Magnús Kristjánsson. Hjónin Magðalena Guðlaugsdóttir og Magnús Kristjánsson á Þambár- völlum eiga sextíu ára hjúskaparaf- mæli í dag. Magðalena fæddist 6.9.1902, dóttir Guðlaugs Guömundssonar, bónda á Kletti, og konu hans, Sigurlínu Guð- mundsdóttur. Magðalena missti móður sína ung og ólst upp hjá for- eldrum Magnúsar á Þambárvöllum frálOáraaldri. Magnús fæddist 18.6.1905, sonur Kristjáns Helgasonar, bónda á Þambárvöllum, og konu hans, Ástu M. Ólafsdóttur. Magnús og Magðalena hafa búið á Þambárvöllum frá árinu 1929. Jafn- framt búskap stundaði Magðalena ljósmóðurstörf um áratugaskeið í innstu sveitum Strandasýslu. Magnús gegndi margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann veitti forstöðu útibúi Kaup- félags Hrútfirðinga er starfrækt var á Óspakseyri, var í hreppsnefnd og skattanefnd um árabil og oddviti og hreppstjóri um skeið. Magnús og Magðalena eignuðust þrjú börn. Erla, f. 14.1.1931, hefur langtímum saman búið hjá foreldr- um sínum og verið þeim stoð og stytta; Ásgeir, f. 18.7.1932, sjómaður á Akureyri, kvæntur Sigríði Ólafs- dóttur, eiga þrjú börn; Sigrún, f. 20.10.1941, kaupfélagsstjóriKaup- félags Bitrufjarðar á Óspakseyri, gift Sveini Eysteinssyni, eiga tjögur börn. í íjölskyldunni er 20. október margfaldur hátíðisdagur. Þann dag fæddist yngsta barn þeirra hjóna, Sigrún, og hún giftist 20. október 1962 og þennan mánaðardag er fyrsta barnabarnið, Bryndís, skírt. Bjamfríður Guðjónsdóttir Bjarnfríður Guðjónsdóttir, Víði- hvammi 11, Kópavogi, er áttræð í dag. Bjamfríður fæddist í Arnarstaða- koti í Flóa en flutti til Reykjavíkur 1926 þar sem hún bjó í flmmtíu ár. Bjamfríður giftist Sigþóri Guð- jónssyni, f. 31.10.1900, d. 14.3.1976, bifvélavirkja, sem var lengst af verkstjóri hjá Ræsi hf. Sigþór var sonur Margrétar Teitsdóttur og Guðjóns Ólafssonar í Hólmsbæ á Eyrarbakka. Bjarnfríður stundaði heimilis- og uppeldisstörf mestan hluta ævi sinnar. Á heimih hennar lést Rann- veig móðir hennar í hárri elli, auk Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir þess sem hjónin ólu upp dótturdótt- ur sína. Á sínum yngri árum var Bjamfríður virkur félagi í Kvenfé- lagi Alþýðuflokksins. Eftir lát Sigþórs flutti Bjarnfríður í nágrenni við dóttur sína, Mar- gréti, og tengdason, Magnús Eyjólfs- son, í Kópavogi. Börn Bjarnfríðar og Sigþórs eru: Rannveig Unnur, f. 27.6.1926; Margrét, f. 14.9.1930, og Karl, f. 8.6. 1932, d. 12.7.1981. Foreldrar Bjarnfríðar voru Guð- jón Bjamason og Rannveig Hall- dórsdóttir. Þau bjuggu lengst af í Arnarstaðakoti í Flóa. Bjarnfríður Guðjónsdóttir. Sigurður Sigurður Pálsson pípulagninga- maður, Fannafold 20 í Reykjavík, er fertugur á morgun, föstudag. Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Eftir námslok í Laugar- nesskóla árið 1962 starfaði hann hjá Síldar- og fískimjölsverksmiðjunni og var á síðutogurum sumarið 1964. Sigurður hóf nám í pípulögn haustið 1964 í Iðnskólanum og tók sveins- próf vorið 1969. Síðan hefur hann starfað við pípulagnir. Sigurður flutti til Hafnarfjarðar 1972 og bjó þar til ársins 1985 er hann flutti aftur til Reykjavíkur. Sigurður var kosinn varamaður í stjórn Sveinafélags pípulagninga- manna árið 1973.1975 var hann kos- inn ritari, gegndi því embætti í fimm ár, kosinn formaður 1981 og er það enn. í nokkur ár hefur Sigurður setið í stjórn verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins og er í stjórn Sjálf- stæðisfélagsins í Grafarvogi. Hann var í JC Hafnarfirði árin 1978-1985 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum félagsins, m.a. embætti varaforseta. Sigurður er kvæntur Hönnu M. Baldvinsdóttur, f. 23.11.1947, gjald- kera, dóttur Baldvins H. Einarsson- ar prentara og Gyðu Steinsdóttur afgreiðslukonu. Börn þeirra hjóna eru Svava, f. 1.9.1967, nemiíKvennaskólanum, á eitt barn, og Fríða María, f. 29.7. 1971, nemi í Kvennaskólanum. Systkini Sigurðar eru Magnús G., f. 18.9.1945, flugvirki í Reykjavík, kvæntur Þóru Hólm, eiga eitt barn; Pálsson Siguróur Pálsson. Bertha S., f. 20.7.1947, verslunar- stjóri á Húsavik, kvænt Jóni Kjart- anssyni, eiga flögur börn; Svavar, f. 13.7.1954, innheimtumaður í Mos- fellsbæ, ókv.; Helgi, f. 20.1.1957, pípulagningamaður í Reykjavík, kvæntur Pálínu Reynisdóttur, eiga tvö börn; Málfríður Á„ f. 17.5.1959, öryggisvörður í Reykjavík, óg; Páll G„ f. 4.4.1962, nemi í Danmörku. Foreldrar Sigurðar eru Páll Magn- ússon, f. 20.12.1922, pípulagninga- meistari, og Fríða Helgadóttir, f. 30.8.1923, fyrrv. starfsstúlka á Borg- arspítalanum. Þau bjuggu lengi í Reykjavík, skildu og býr Páll núna á Húsavík. Sigurður tekur á móti gestum að Skipholti 70 á morgun, föstudag, millikl. 18 og 20. Til hamingju með daginn 85 ára___________________________ Árni S.K. Sigurðsson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Evlalia Guðbrandsdóttir, Hátúni lOb, Reykjavík. Salvör Kristjánsdóttir, Þvergötu 4, ísafirði. 75 ára Magnús Jóhannesson, Hraimgerði, Skeggjastaðahreppi. Kristín Halldórsdóttir, Ásgötu 16, Raufarhöfn. Kristján Knútsson, Vesturgötu 50a, Reykjavík, Magnús G. Stefánsson, Klapparstíg 6, Sandgerði. 70 ára Camilla Sæmundsdóttir, Suðurgötu 37, Reykjavík. 60 ára Gísli Borgflörð Jónsson, Unufelli 50, Reykjavik. Magnúsína Jónsdóttir, Efri-Engidal, ísafirði. Sveinn Sigurðsson, Ásgarði 125, Reykjavik. Bergur Helgason, Kálfafelli 2, Hörgslandshreppi. 50 ára Edda Laufcy Pálsdóttir, Klébergi 7, Þorlákshöfn. 40 ára Garðar Pétursson, Foldahrauni 42e, Vestmannaeyj um. Bergljót Böðvarsdóttir, Skjólbraut 20, Kópavogi. Guðný Guðnadóttir, Hálsaseli 3, Reykjavik. Steinunn Ásta Björnsdóttir, Logafold 64, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.