Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 31 Öll mjólkursamlögin á Suður- og Vesturlandi, Mjólkursamsalan, Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamlag Borgfirðinga og Mjólkursamlagið í Búðardal, munu eftirleiðis framleiða og selja vörur sameiginlega undir vörumerkinu "w umbúðum. Ráðlagður dag- skammtur, skammstafað RDS, hefur mikla þýðingu fyrir neytendur. RDS gefur til kynna hversu hátt hlutfall af ráðlögðum dagskammti ýmissa næringarefna er að finna, í viðkomandi matvælum. Næringargildi fæðu- flokka er mjög misjafnt og í mjólkurvörum er t.d. mikið af kalki og próteinum. Þannig geta neytendur fylgst gaumgæfilega með næringarsamsetningu fæðunnar sem þeir neyta. Síðasti söludagur er ekki síðasti neysludagur Á þeim vörum sem dreift er daglega er að finna stimpilinn „síðasti söludagur“. Það skal skýrt tekið fram að þessi merking táknar ekki að um sé að ræða síðasta neysludag, sé varan geymd við tilskilið hitastig. Nýmjólk á t.d. að vera jafngóð í a.m.k. tvo daga fram yfir síðasta söludag, en sýrðar vörur svo sem súrmjólk, skyr, sýrður ijómi og jógúrt geymast að sjálfsögðu lengur. Á mjólkur- umbúðum er pökkunardagur skráður á botninn. G-vörur sem geymast mánuðum saman verða merktar með „best fyrir“ eftir því sem nýjar umbúðabirgðir verða teknar í notkun. Nýjar ^jógúrt-og skyrumbúðir Nýjar jógúrt- og skyrdósir eru að koma á markaðinn og eru þær sem fyrr framleiddar í Reykjalundi. Dósirnar eru nú úr öðru og sterkara ...núúr öðru og sterkara plastefni... plastefni en áður og eru að því leyti hentugri en þær dósir sem notaðar hafa verið hingað til. Þær gera því jógúrt og skyr að enn þægilegra Margar nýjungar eru nú á döfinni. Sú þeirra sem neytendur munu eflaust fyrst verða varir við er breytt heildarútlit umbúða, sem eru hátt á þriðja hundrað talsins. Með fiýjum dagsetningar- reglum verður nú að finna gleggri upplýsingar um geymsluþol. Töflur um efnainnihald og næringargildi verða ítarlegri og á umbúðunum kemur fram listi yfir hlutfall af ráðlögðum dagskömmtum, skammstafað RDS. AHar ^vörur með stríkamerki Umbúðimar verða framvegis með strikamerkjum eða svokölluðum EÁN-vörumerkjum. Unnið hefur verið að þessari veigamiklu breytingu síðastliðin tvö ár og munu allar umbúðir smám saman fá strikamerki á næstu mánuðum eftir því sem nýjar umbúðabirgðir eru teknar í notkun. Emmess ísvömr og Samsölubrauð era nú þegar flestar komnar með strikamerki. Innflutt matvæli hafa nú þegar strikamerki í miklum mæli, en ekki hefur þótt hagræði að því að nota þau til aflestrar við kassa í verslunum fyrr en innlendar vömr hafa þau einnig. Mjólkur- vömr eru stór hluti innkaupa Qölskyldunnar og taka samlögin nú upp strikamerki til að auðvelda þessar umbætur. Kostir strikamerkja eru margir, bæði fyrir neytendur og seljendur. Neytendur eiga kost á betri vöruupplýsingum þar sem heiti vöra kemur fram á greiðslu- kvittun auk verðs. Einnig heyrir rangur ásláttur á kassa sögunni til þar sem tölvuaugað les strikamerki ...og þannig gætu biðraðir við kassa minnkað... alltaf rétt. Aflestur strika- merkjanna er einnig hraðari en innstimplun og þannig gætu biðraðir við kassa minnkað. Vegna nákvæmara birgðahalds minnkar hætta á vöravöntun og fær því neytandinn nýrri vöra en áður: RDS- Mikilvægar upplýsingar á umbúðum Hlutfall ráðlagðra dag- skammta, samkvæmt ráðlegg- ingum Manneldisráðs íslands, verður nú að finna á ýmsum nesti í skóla og vinnu en áður var. Útlit dósanna hefur einnig tekið nokkram breytingum. í beinu framhaldi af góðum viðtökum neytenda við hinum handhægu 200 g ijómaskyrsumbúðum, verður tegundum fjölgað í þeim flokki. Haft er borð á dósunum fyrir útálátið og verður skyrmagnið því 150 g í dós. Þetta sparar að sjálfsögðu uppvask og gerir þeim auðveldara fýrir sem kjósa sér skyr í nestispakkann. Þrjár ^jógúrtfjölskyldur Úrval jógúrttegundanna er nú orðið svo fjölþætt að þær hafa verið flokkaðar niður í „fjölskyldur", Óskajógúrt, Léttjógúrt og Sunnudags- jógúrt. Léttjógúrt er framleidd úr léttmjólk, ...flokkaðar niður í „fjölskyldur‘.‘. Óskajógúrt er fram- leidd úr nýmjólk og er hér um að ræða nýtt samheiti á hina hefð- bundnu jógúrt sem verið hefur á mark- aðnum um langt skeið. Sunnudagsjógúrt er hins vegar framleidd úr fituhærri mjólk. w nýjungar ♦ Tvær nýjar tegundir af létt- jógúrt í 180 g dósum eru komnar á markað, önnur með apríkósum og hin með kíví og perum. Þessar tegundir era með NutraSweet sætuefni. MS Léttjógúrt með tregum og með gulrótum, sellerí og eplum sem hingað til hefur einungis fengist í V2 lítra femum fæst nú einnig í 180 g dósum. MS Léttjógúrt kostar 32 kr. dósin.* ♦ Nýverið kom á markaðinn nýtt SmáMál með karamellubragði og á næstunni era væntanlegar nýjar SmáMálstegundir með ávöxtum. ♦ Rjómaumbúðir munu taka nokkrum breytingum og verða allar stærðir með blómaskreytingu. ♦ Leiðbeinandi verð. Stórauknar neytendaupplýsingar líta dagsins ljós, með breytingum hátt á þriðja hundrað "w umbúða AUK/SlA k3d1<99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.