Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Síða 29
FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1988. 29 LífsstQl Maðurinn á bak við Pierre Bergé er hinn fullkomni maður á bak við tjöldin. Hann hef- ur ,árum saman staðið eins og skuggi á bak við frægasta tísku- hönnuð heims, Yves Saint Laurent, og auk þess verið honum andlegt vítamín á erfiðum tímum. Við lok hverrar tískusýningar í nafni Yves Saint Laurent hneigja hönnuðirnir sig á meðan Bergé, sem er stjórn- andi mesta tískuveldis heims hjá YSL, stendur til hliðar á sviðinu.' En nú hefur Bergé snúið við blað- inu eftir að forstjóri Parísaróper- unnar haíði samband við hann. Bergé hefur nú sjálfur stigið fram í sviðsljósið. Stóri vinahópurinn hans er sigri hrósandi yfir því að hinn lítt áberandi framkvæmda- stjóri njóti nú loks sannmælis. Menningarmálaráð- herrann kaus hann Áhugi Bergé á frönskum stjóm- málum, viðskiptum og listum hefur leitt til þess að franski menningar- málaráðherrann, Jack Lang, kaus að gera hann að æðsta manni hins virðulega Palais Gamier og Opéra Comiqe, sem báðar, tilheyra París- aróperunni. Hann verður einnig gerður að yfirmanni Bastille óper- unnar sem ráðgert er að verði opn- uð á næsta ári. Menningarmála- ráðherrann bjó í rauninni til allar þessar þrjár stöður fyrir Bergé en hann er fyrsti kaupsýslumaðurinn sem stjórnar þessari listaakadem- íu. Þörf fyrir skarpskyggni hans er einmitt mjög mikil þessa daganna. Á síðasta ári var tekjuhalli París- aróperunnar sem svarar 50 millj- ónum dollara og þurfti franska stjórnin að standa undir því. Þær vonir, sem bundnar eru við Bergé, eru að hann nái að lyfta upp fjár- hag óperunnar og koma jafnvægi á, ekki síst með því aö fá háttsetta félaga sína til að leggja sitt af mörk- um í góðgerðarskyni. Sterkur per- sónuleiki Bergé mun án efa gefa öðrum kraft til að takast á við vandann. „Ég held að það sé góður kostur fyrir óperuna að fá til liðs við sig mann úr einkageiranum til annast reksturinn," sagði Bergé, sem einnig mun halda áfram að stjórna stórfyrirtæki YSL, „en ég vænti þess ekki aö geta gert alla ánægða." Markaðshæfi- leikar Bergé Pierre Bergé, sem er 58 ára að aldri, hefur með sanni gert Saint Laurent fyrirtækið að góðu fyrir- tæki í gegnum tíðina. Markaðs- hæfileikar Bergé hafa gert fyrir- tækið Yves Saint Laurent S.A., móðurfyrirtæki tískuhúsanna, að stóru og blómstrandi fyrirtæki. Árið 1983, þegar orðstír YSL sem hönnuðar fór dalandi, tók Bergé til hendinni og sannfærði Metropolit- an listasafnið í New York um að s'etja upp meiri háttar sýningu sem spannaði feril Saint Laurent sem kvenfatahönnuðar. Fyrir tveimur árum stjómaði Bergé kaupum á Charles of the Ritz fyrirtækinu, sem þá var eigandi lúns arðbæra YSL ilmvatns fyrirtækis. Með hon- um í kaupunum var ítalski fjár- málaspekingurinn Carlo de Bened- etti. Bergé yfirbauð einnig Avon Products og Revlon fyrirtækið. Kaupin voru góö og tískuhúsið varð 700 milljón dollara virði. Á síðasta ári var hreinn gróði YSL fyrirtækisins 24 milljónir dollara A meðan tískukóngurinn Saint Laurent kemur tram á sviðið og hneigir sig eftir hverja tiskusýningu stendur stjórnandinn, Pierre Berge, baksviös og fylgist með. Nú hefur Bergé hins vegar skotist fram i sviðsljósið með því að gerast fjármálastjóri Parísaróperunnar ásamt þvi að stjórna stærsta tískuveldi heims. Hann er mikil félagsvera. Hann var mikill vinur Jean Cocteau og Andy Warhol og sést oft í samkvæmum og á sýningum víða um heim. Auk þess skrifar hann mánaðarlega rit- stjórnargrein fyrir franska blaðið Globe. „Það er hægt að ræða við hann um hvað sem er,“ segir C.Z. Guest sem er þekktur yfirstéttarmaður í Frakklandi. Skáldkonan Sagan segir: „Pierre er'eins léttur í lund og Yves er rólegur." Hún minnist kvölds er þau þrjú voru á nætur- klúbbi í París og franskur fallhlíf- arhermaður móðgaöi hana. „Áður en ég vissi af,“ segir Sagan „var Pierre búinn að ná heljartaki á hálsinum á honum. Hermaðurinn, sem var mun kröftugri aö sjá, bakkaði samstundis og baöst afsök- unar.“ Bergé er stoltur og tilfinningarík- ur maður sem leggur póhtískum og félagslegum málefnum gott lið bæði með starfi og fjárframlögum. Hann er forseti tískustofnunarinn- ar í París og hann er einnig forseti samtaka sem hjálpa eyðnisjúkhng- um. Hann er mjög virkur stuðn- ingsmaður Francois Mitterrand Frakklandsforseta og fjármögn- unaraðili samtaka sem nefna sig SOS-Racisme. Þeim stýrir hinn 28 ára gamli Harlem Désir sem er hálffranskur og hálfindverskur. „Harlem forðar mér frá því að eld- ast,“ segir Bergé. „Fróðir menn segja að þegar maður eldist hætti maður að hneykslast. Ég fmn enn ástæður til að hneykslast." Eins og tvíbura- bróðir minn Enda þótt Bergé og Saint Laurent séu mjög ólíkar persónur hefur tek- ist með þeim óijúfanlegur vinskap- Pierre Bergé bauð Yves Saint Laurent viðskiptasamning eftir að honum hafði verið sparkað frá tiskuhúsi Christian Dior. ur. „Yves er eins og tvíburabróöir minn,“ segir Bergé. „Hann veit hvers ég þarfnast og ég veit hvers hann þarfnast.“ Þeir tveir deha húsi saman í Marrakech, sveita- setri í Normandí og húsi í miðborg Parísar. Bergé viðurkennir að Yves sé ekki mjög opinn fyrir mannleg- um samskiptum. „Hann verður mjög kvíðinn þegar hann er að vinna að sýningum og þá verð ég að róa hann. Bergé segist oftsinnis hafa verið að velta fyrir sér við- skipta- og vináttusambandi þeirra. „Saint Laurent helði alveg eins orðið frábær tiskuhönnuður án mín,“ segir hann, „en ekki sami tískuhönnuðurinn. Ég hef minn eigin stíl.“ -GKr. (Heimildir Newsweek) Tískan af 400 milljón dollara veltu. Bened- etti á 49% í YSL fyrirtækinu á móti Saint Laurent sem á 51 pró- sent. Bergé reif upp YSL Sem ungur maður ætlaði Bergé aldrei að gerast kaupsýslumaður. Draumur hans var að verða rithöf- undur. Hann skorti hins vegar pen- inga til að halda áfram námi en komst inn á skammlíft listatímarit sem nefnist La Patrie Mondiale. Frægir menn eins og Albert Ca- mus, André Breton og Jean-Paul Satre lögðu alhr sinn skerf til blaðsins. Listin átti hug Bergés allan uns hann komst í kynni við Saint Laur- ent árið 1958. Þá var Saint Laurent að vinna fyrir Christian Dior. Bergé varð gagntekinn. „Það var snilli hans sem gangtók mig,“ segir Bergé, „það var eins og ég hefði hitt Rimbaud." Tveimur árum eftir kynni þeirra, er Saint Laurent hafði verið spark- að frá Dior, bauð Bergé honum við- skiptasamning svo hann gæti unn- ið frjáls að tískuhönnun. „Þegar ég varð þrítugur vissi ég aö samstarfið við Saint Laurent yrði mín framtíð- arvinna,“ segir Bergé. Stoltur og tilfinningaríkur Á meðan YSl lokar sig af svo mánuð'um skiptir við hönnun sína er Bergé úti með alla sína anga. stærsta tískuveldi heims

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.