Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Bókasýningar í Frankfurt og Barcelona Bókamessa í Barcelona: Tækninýjungar stela senunni Pétur L. Pétuissan, DV, Barcelona; Tækninýjungar stálu senunni á bókamessunni í Barcelona, Liber ’88. Þannig vöktu mesta athygli ýmsar nýjungar í umbrotsforritum og talandi orðabók. Bókamessan í Barcelona var haldin með þátttöku flestra stærri forlaga í heiminum. Mest bar þó á spænskum og suður-amerískum forlögum, en messan hefur liðið fyrir það að vera haldin nær sam- tímis bókamessunni í Frankfurt. íslenskar bækur Ein fyrsta bókin sem blasti við er gengið var inn á sýningarsvæðið var þýðing Guðbergs Bergssonar á Demantstorgi Mercé Rodoreda en hún var til sýnis í standi spænska menningarmálaráðuneytisins. Þar voru sýndar bækur sem höfðu veröið þýddar með styrk frá ráðu- neytinu. Þetta er þó ekki eina íslenska bókin sem hefur fengið þennan styrk. í upplýsingabæklingi um starfsemi menningarmálaráðu- neytisins kom í ljós að Forlagið hefur fengið styrk til að þýða bók- ina E1 Aire de un Crimén eftir Juan Benet og Vaka Helgafefl hefur feng- ið styrk til að þýða bókina Fjöl- skylda Pascual Duarte. Söguþýðingar Um þessar mundir er áberandi mikill áhugi útgefenda á alls kyns þjóðsögum og goðafræði. Til eru forlög sem gefa ekki út aðrar bók- menntir. Það kom því ekki á óvart að sjá þýðingar á Egils sögu og Eddukvæðum hjá einu slíku for- lagi. Þýðandinn er Enrique Bém- andez, norrænukennari við Compl- utenseháskólann í Madrid. Aö sögn forleggjara mun Bémandez vera að þýða Njálu og er hún væntanleg innan skamms. Virðisaukaskattinn burt er sam- eiginleg krafa allra bókaútgefenda í löndum Evrópubandalagsins. Skatturinn sem tekinn var upp við inngöngu Spánar í Evrópubanda- lagið virðist ætla að verða forlög- unum þungur í skauti. Mörg af stöndugustu forlögum Spánar hafa ýmist lagt upp laupana eða verið keypt upp af frönskum forlögum. Kreppan er þó ekki algild. Hvert fylki um sig reynir að hlúa að eigin menningu og styrkja. Þannig er mikil gróska í bókaútgáfu á tungu- málum hinna ýmsu fylkja. Titla- flöldi á tungumálum eins og bask- nesku, katalónsku og galísísku hef- ur aukist stórlega og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Einnig hef- ur orðið töluverð aukning hjá smærri og sérhæfðari útgáfum. Það má því segja að kreppan komi einungis niður á stóru forlögunum, hin smærri blómstra sem aldrei fyrr. Bókaútgáfa jókst um nálægt því fimm prósent á síðasta ári og voru gefnir út hvorki meira né minna en 38.814 titlar í landinu öllu. Um þessa útgáfu sáu hvorki meira né minna en 2.600 forlög af öllum stærðum og gerðum. Bókin er því við hestaheilsu hér í landi þrátt fyrir erfiöleika ýmissa útgef- enda. Bókasýnlngin í Frankfurt: ítalir létu mest að sér kveða Ásgeir Eggertsson, DV, Munchen; ítalskar bókmenntir og menning urðu að þessu sinni fyrir valinu sem miðpunktur sýningarinnar. Ekki fékkst staðfest hvort það kostaði tvær eða fjórar milljónir marka að innrétta ítölsku sýningarhöllina. Leikmyndin sem notuð var til að kvikmynda Nafn rósarinnar eftir ^ Umberto Eco haíði verið sett þar upp ásamt ýmsum handritum og gömlum bókagerðarverkfærum. Sums staðar í ítölsku sýningarhöllinni áttu áhorf- endur erfitt með að átta sig hvort þeir væru staddir á bóka- eða hús- gagnasýningu. A bókasýningunni kynntust Þjóð- verjar mörgum óþekktum eða áður lítt lesnum rithöfundum. Umberto Eco varð víst að svara nokkrum spumingum um nýja bók sína um 19. aldar eðlisfræðinginn Foucault sem komin er út á Ítalíu. í Frankfurt sást hvorki tangur n'é tetur af þess- ari bók. Eco var aðeins kominn til að kynna jtalskar bókmenntir. Rit- höfunda eins og Carlo Levi, Italo Palvino og Natalia Ginzburg þekkir •* nú orðið hver bókmenntaunnandi hér. Við skulum þó staðnæmast við rithöfundinn Giorgio Manganelli sem á sínum tíma var einn af for- sprökkum hreyfingarinnar Gruppo 63 og veittist gegn nýraunsæisstefn- unni. Nei, sagði Manganelli, bók- menntir eiga ekki aö fást við veru- leikann sem er hvort sem er ekkert annað en uppfinning húmanistanna. Áríðandi verkefni rithöfundanna væri nú lygin sjálf. Þar með opnuð- ust flóðgáttirnar. Uppspuni og hið ímyndaða urðu smám saman ein- kennandi fyrir ítalskar bókmenntir. Bókmenntimar urðu að leikvelli blekkingar og lygavefnaðar. Nóg um Ítalíu að sinni. Nína Hagen og Simon Wiesenthal í Frankfurt kynnti Nína Hagen nýútkomna endurminningabók sína þar sem hún segir frá uppvexti sín- um í Austur-Berlín. Endurminninga- bók úr allt annarri átt er bók Símon- ar Wiesenthal þar sem hann segir frá eltingaleik sínum við fyrrverandi nasistaforkólfa. „Ég segi sannleik- ann svo slíkir atburðir endurtaki sig ekki,“ sagði Wiesenthal í sjónvarps- viðtali. Þetta er bók sem svo sannar- lega á ekki bara erindi við Þjóöveija. Þá var einnig kynnt verk Sviss- lendingsins Ottos F. Walters, Tími fasanans, ein mikilfenglegasta skáld- saga þýskumælandi höfundar. Þar segir frá fjölskyldu iðnjöfursins Winter og tengslum hennar við sviss- neskt samfélag á fyrri hluta þessarar aldar. Bókin er þó meira en fjöl- skyldusaga. í henni er einnig þróun svissneska þjóðfélagsins lýst og tengsl iðnjöfranna í Sviss við hernað- arsinna í Þýskalandi. Eftir hlé í rúm þijú ár sendir Gúnther Grass frá sér skáldsögu sem byggð er á endurminningum hans frá Indlandi. Grass dvaldist um skeið í Kalkútta og lýsir lifnaðarháttum Indverja eins og þeir koma honum fyrir sjónir. Á meðal bóka sem tengjast íslandi mátti sjá fjölmargar landkynning- arbækur ætlaðar ferðamönnum. Du Mont forlagið gaf til dæmis nýlega út hefimikinn doðrant með ferðalýs- ingum og ítarlegum kafla um jarð- fræði landsins. Margar af þessum bókum eiga það sameiginlegt að þar gætir nokkurrar ónákvæmni en aðr- ar bera af fyrir fróðleik. í lokin skal getið ýmissa verðlauna sem veitt voru á hátíðinni. Medalíur samtaka matreiðslubókahöfunda voru veittar en ekki fylgir sögunni hver hlaut hnossið þetta árið. Auk þess eru höfundum einnig veitt verð- laun fyrir sitt fyrsta bókmenntaverk. í þetta sinn var það Thomas Hettcher sem hlaut verðlaun fyrir bókina Dauöi Lúðvígs. UNESCO veitti að þessu sinni sérstök verðlaun sín Ind- verjanum Dina Malhotra fyrir að stuðla að uppgangi bókmennta á Indlandi. Friðarverðlaun þýsku bókaforlaganna hlaut rithöfundur- inn kunni, Siegfried Lenz. Árið 1851 kynnti franski eðlisfræðingurinn Foucautt uppgötvanir sínar um pendúlsveiflur. ■ssssssassr »»t*n ■ " _ ^ ; Starfsmenn hjá Vöku-Helgafelli kampakátir yfir góðum árangri í sýningarbásnum í Frankfurt; F.v.Páll Kristjáns- son, Guðbjörg Bergs, Elín Bergs, Viðar Gunnarsson og Ólafur Ragnarsson. Mynd: Jóhannes Long. AB og Vaka-Helgafell voru með í Frankfurt Laxness stóð fyrir sínu Tvær eða öfiu heldur þijár íslen- skar bókaútgáfur áttu sýningarbása í Frankfurt. Almenna bókafélagið kynnti m.a. skáldverk eftir Einar Má og glæsUegar myndabækur um land og þjóð, gefnar út í samvinnu við Iceland Rewiew, á mörgum tungumálum. Vaka-HelgafeU lagði einkum áherslu á bækur Halldórs Laxness, íslenskar barnabækur og bók Ara Trausta um eldvirkni á Islandi síð- ustu tíu þúsund árin, íslands elda. Bækur HaUdórs njóta nú aukinna vinsælda. Vefarinn mikU er að koma út í fyrsta sinn í Þýskalandi, Kristni- haldið í fyrsta sinn í Frakklandi, svo eitthvað sé nefnt. Af bamabókunum þótti Dimma- limm eftir Mugg, frá 1921, einkar áhugaverð, sem og bækur Verð- launasjóðs íslenskra barnabóka, sem stofnaöur var fyrir þrem árum síðan. TU að vekja athygli á íslands eldum fengu gestir í sýningarbási Vöku- HelgafeUs htla hraunmola heim með sér. Þess má geta að nýlega hlaut út- gáfan Vaka-Hélgafell Evrópuverð- laun á sviði markaðsmála (European Grand Prix for Direct Marketing) fyrir markaðssetningu á klúbbnum Nýtt af nálinni. Voru verðlaunin stærðarstytta, sem vegur fimm kíló, afhent í 700 manna veislu í Monte Carlo í Monaco um fyrri helgi. Fréttir Reiknistofiiun Háskólans: Það hlýtur að sléttast úr þessu með tímanum - segir Helgi Þórsson um deilumar innan stoínunarinnar „Það er aUtaf leiðinlegt þegar Helga Þórssyni sem forstöðu- erfittfyrirístarfisagðistHelgiekki svona mál koma upp og órói hefur manni, gegn vilja stjórnarinnar. eiga á von á því. Háskólarektor að sjálfsögðu alltaf einhver áhrif Helgj sagði að fráfárandi stjóm hefði lýst þvi í fjölmiðlum aö starfs- innanstofnana. Við vinnum nú all- hefði unnið gott verk við að ná nið- fólk og viðskiptavinir heföu lýst ir hér á sömu torfunni og þurfum ur kostnaði við rekstur Reikni- yfir trausti á sér og með það væri því að hafa samvinnu. Ég trúi ekki stofhunar. Ný stjóm myndi taka hann ánægöur. Hvað varðaði öðru en aö yfir þetta sléttist með þar viö sem þessi hætti og halda Reiknistofnun yrði engjn breytíng tímanum,” sagði Helgi Þórsson, starfinu áfram. Næsti fundur Há- á starfseminni frá því sem verið nýráðinn forstööumaöur Reikni- skólaráösereftíriodagaogtrúlegt hefur undanfariö. Ný stjóm myndi stofnunar Háskólans, 1 samtali við að á þeim ftmdi verði skipuð ný taka viö og hjólin héldu áfram aö DV.EinsogskýrtvarfráfDVsagði stjóm. snúast, -S.dór stióm Reiknistoftninar afsér í kjöl- Aðspurðnr hvort hann ætti von fár þess að Háskólaráð mælti með á því að þessi deila gerði honum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.