Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Fréttir Hjalmar Vilhjálmsson fiskifræöingur: Ekkert óeðlilegt við þessa hegðun loðnunnar - bræla og ís tefur rannsóknarleiðangur Ama Friðrikssonar „Þaö hefur veriö breytilegt frá ári til árs hvenær loönan hleypur í torfur og verður veiðanleg. Þaö er því ekkert athugavert viö þaö aö hún skuli enn vera svona dreifð. Ef menn muna haustið í fyrra þá fór loðnan ekki að veiöast fyrr en í lok október og ekki af neinu ráði fyrr en í nóvember," sagöi Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í sam- tali við DV. Hjálmar er nú staddur um borö í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni við loðnurannsóknir. Fyrir utan tvö eða þrjú skot á vertíðinni nú hefur loðnan verið svo dreifð að hún hefur ekki verið veiðanleg en bátarnir hafa orðið varir við allmikið magn. Eftir þann rannsóknarleiðangur, sem Hjálmar Vilhjálmsson stýrir nú og lýkur vart fyrr en um aðra helgi, verður tekin ákvörðun um loðnukvóta fyrir seinnihluta ver- tíðarinnar, þaö er frá desember og til vertíðarloka í mars. Hjálmar sagði í gær að bræla hefði nokkuð tafið leiðangurinn og eins heíði hafís hamlað því að rannsóknar- skipið kæmist eins langt norður og æskilegt væri. Hjálmar sagði að þeir hefðu orðið varir við loönu norður aí'Vestijörð- um og eins norðvestur af Kolbeins- ey. A sömu slóðum hafa loðnu- veiðiskipin lóðað á dreifða loðnu undanfarið. Eins og .veiðiskipin hafa þeir á Áma Friörikssyni lítið orðið varir við torfur til þessa. -S.dór Síldarsammngarnir: Ekki er vitað hve* nær Rússamir koma , 3g hef oft rætt við Rússana en ekki getaö fengið þaö staöfest ennþá hvenær sovéska samn- inganefndin um síldarkaupin kemurtil landsins. Þegar viöræð- um var slitið í Moskvu á dögun- um var ákveðið að Sovétmenn- imir kæmu um miöjan október en það er nú komið fram yfir þau tímamörk,“ sagði Einar Bene- diktsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar, í sam- tali viö DV. Einar sagðist heldur ekki hafa fengið uppgefið hvort Sovétmenn ætluðu að kaupa meira en 100 þúsund tunnur en um það magn vom þeir tilbúnir að ræða á fund- unum í Moskvu á dögunum. Ein- ar sagði þaö eðlilegt að ekkert fréttist af þvi vegna þess aö þeir viidu án efa ræöa samtímis um magn og verð. „Hitt er aftur ljóst að komi hingað sovésk samninganefnd á næstu dögum hlýtur hún að vera tilbúin að ræða um meira magn en 100 þúsund tunnur vegna þess að við slitura viðræðunum í Moskvu af því aö þaö magn þótti okkur of lítið," sagði Einar Bene- diktsson. -S.dór Ólafsvík: Gúmbjövgunarbátur sleppti sér sjálfúr Ámi E. AJbensson, DV, Ólafevík: Þegar skipverjar á Gunnari Bjarnasyni SH 25 vom á leiðinni í land úr síðasta róðri í sæmilegu veðri tóku þeir eftir því að gúmbjörgunar- Gúmbáturinn fannst á reki eftir að skipverjar sneru við og leituðu hans. báturinn, sem er bakborðsmegin á brúnni, var ekki lengur á sínum stað og gálginn sem hann er festur á lá niðri. Hann haföi sem sagt sleppt sér sjálfur á leiðinni án þess að nokkuð væri átt viö sleppibúnaðinn eða sjór hefði komið nálægt. Urðu skipverjar að snúa bátnum við og svipast um eftir gúmbátnum. Hann fannst og var tekinn með í land. Ekki er ljós hvað olli þessu en að- eins eru nokkrir mánuöir síðan þessi útbúnaður var stilltur af mönnum sem sérstaklega voru til þess skipað- ir. Það skýtur mönnum skelk í bringu að hugsa til þess að þessi búnaöur, sem er lögskipaður um borð í bátum, geti hvenær sem er, án nokkurs fyrirvara, brugðist. Eins stafar mönnum stórhætta af að veröa undir gálganum þegar hann skellur niður. Hann og báturinn eru nokkuð þungir, auk þess sem sterkur Gálginn, sem hélt gúmbátnum, féll niður. DV-myndir Árni gormur er notaður til að skjóta gálg- anum niöur af krafti. í þessu tilviki var enginn maður nálægt en þegar verið er að veiðum er stöðugur um- gangur um þetta svæði. í dag mælir Dagfari Vemd þarfnast vemdar Félagsskapurinn Vemd hefur mjög veriö í sviösljósinu að undanfórnu. Ekki hafa allir áttað sig á því hvaöa félag hér er á ferðinni og er því rétt að upplýsa að Vernd eru sam- tök í þágu fyrrverandi fanga og hefur þann tilgang að aðstoða slíkt fólk til að ná fótfestu í samfélaginu á nýjan leik. í Vernd getur hver sem er orðið meðlimur, að því best er vitaö, og eru það annars vegar fangarnir sjálfir og auk þess ýmsir einstaklingar sem hafa af göfug- lyndi sínu og manngæsku viljaö leggja sitt af mörkum fóngunum til aðstoðar. En nú er þaö ekki vegna fangaaö- stoðarinnar sem þetta félag hefur komist í fréttirnar. Það er enginn neyð hjá fyrrverandi fóngum svo vitað sé. Vandræðin í Vemd stafa af hatrömmum deilum sem sprottiö hafa upp meöal félagsmanna sem hafa setið á aöskiljanlegum fund- um og kosið stjómir, fellt stjómir og myndað nýjar stjórnir af mikl- um móö. Um þessar mundir starfa tvær stjómir í Vérnd og telja báöar sig löglega kjömar. Hóparnir tveir talast ekki við og hafa veriö skipað- ir sérstakir sáttamenn til aö ganga í milli. Annar sáttamaðurinn er Guö- mundur J. Guðmundsson, en í seinni tið er svo komiö fyrir Guö- mundi að ekki mega tveir menn eöa fleiri rífast ööruvísi en Guðmundur eigi þar hlut að máli. Guömundur var í Alþýðubandalaginu en sagði sig úr því vegna illdeilna við alla- balla. Guðmundur var áskrifandi Þjóðviljans en hefur fyrir löngu sagt upp blaðinu vegna ágreinings við ritstjórnarstefnu blaösins. Guð- mundur var mikill vinur Alberts Guömundssonar en sleit þeim vin- skap eftir að Albert spillti fyrir honum með því að lána Guömundi fyrir frægri Flórídaferö úr sjóöum Hafskips. Guðmundur er formaður Dags- brúnar og Verkamannasambands- ins en hefur verið upp á kant viö verkalýðsforystuna og Ásmund Stefánsson og ætlar nú að hætta í miðstjórn ASÍ og í Verkamanna- sambandinu vegna ágreinings. Síð- ast en ekki síst er jakinn meðlimur í Fríkirkjusókninni og segist hafa skírt og fermt, gift og jaröað 1 þeim söfnuði en veröur samt aö krefjast fógetaaðgerða til að komast á safn- aöarfundi vegna þess að hann er upp á kant vúö aðra hvora fylking- una í Fríkirkjunni. Guðmundur er meö öðrum orö- um alls staöar mættur þar sem von er á deilum og illindum og þaö kom því engum á óvart aö hann skyldi vera félagsmaður i Vernd þegar spuröist af deilunum og stjórnar- slagnum á þeim bæ. Maðurinn er þaulvanur og langreyndur í deilu- málum og þess vegna er það ákaf- lega heppilegt og upplagt aö skipa hann sérstakan sáttamann í deil- unni í Vernd, ef ske kynni að hon- um tækist aö kynda undir enn frek- ari deilur. Ekki veitir af. Það skemmtilega við þessa deilu í Vernd er aö enginn veit raun- verulega hvað veriö er að deila um. Enda skiptir það ekki máli fyrir atvúnnumenn eins og Guðmund joð. Hún getur hins vegar verið nokkur lífsreynsla fyrir fyrrver- andi fanga sem halda sjálfsagt aö harmleikirnir fari helst fram innan fangelsismúranna. Þeir hafa sjálf- sagt uppgötvað í þessum slag að þá fyrst byrja lætin þegar þeir eru lausir úr prísundinni. Hættan er fyrirsjáanlega sú aö einhveijir fyrrverandi fangar flýti sér að brjóta aftur af sér til að flýja inn fyrir fangelsismúrana aftur til aö losna undan illindunum í Vernd. Þetta getur endað með því að fang- ar á Litla-Hrauni og annars staðar myndi með sér samtök til að vernda sig frá því að losna úr fang- elsum svo þeir komist hjá því að lenda í klónum á Vernd. Það þarf að vernda fangana fyrir Vernd. Þarna sitja þeir í endurhæfing- unni undir verndarvæng Vemdar en vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stiga eða hvaða sfjórn þeir eiga að styðja. Klögumálin ganga á víxl og fylkingarnar smala til funda sitt á hvað og vúldu helst sjá ijandmenn sína á bak við lás og slá. Kannske Vernd ætti að bæta því inn í stefnu- skrá sína að hegningarlögin geri ráð fyrir aö félagsmenn geti sótt um fangelsisvist til að vernda sig fyrir íjandmönnum sínum? Það hefur nefnilega sannast að föngum stafar miklu meiri hætta af vernd- inni utan múranna heldur en inn- an þeirra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.