Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 14
Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Varhugaverðar ráðagerðir Nýja ríkisstjórnin hyggst halda áfram á sömu braut og gamla stjórnin í útþenslu ríkisbáknsins á kostnað annarra þátta þjóðfélagsins, svo sem atvinnulífs og Qöl- skyldulífs. Ríkið er á þessu ári óvenjulega þungur baggi á þjóðinni og verður enn þyngri á hinu næsta. Þetta má sjá í beinhörðum tölum um hlutfall skatt- tekna ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu. í fyrra var það 23%. í ár verður það 25,3%. Af sáttmála hinnar nýju stjórnar má ráða, að það verði 26,8% á næsta ári. Þetta er samtals 3,8% aukning á aðeins tveimur árum. . Þetta felur í sér, að gamla ríkisstjórnin lagði á þessu ári mánaðarlegan 7.500 króna aukaskatt á hverja hög- urra manna fjölskyldu í landinu. Ennfremur, að nýja ríkisstjórnin hyggst að auki leggja 4.600 króna mánaðar- legan aukaskatt á hverja Qögurra manna fjölskyldu. Alls er þetta um 12.000 króna aukning á hverja fjöl- skyldu á tveimur árum. Á næsta ári situr því hver fjög- urra manna Qölskylda uppi með nærri 150.000 króna meiri skattgreiðslur en ella hefði verið. Dýrt spaug er að hafa ríkisstjórnir, sem eru örlátar á annarra fé. Ef haldið yrði áfram á sömu braut, yrði ekkert eftir í landinu nema ríkið eitt, að einungis tveimur áratugum hönum. Shkt er auðvitað óframkvæmanlegt, en sýnir sem talnaleikur, hversu alvarlegur raunveruleiki er að baki ofangreindra hlutfahstalna um skattheimtu. Ríkið var á svipaðri óheillabraut árin 1980 til 1982, þótt mun hægar færi. Stjórnmálamenn báru árið 1982 gæfu til að snúa dæminu við og skera hlutdeild ríkisins í þjóðfélaginu niður í 23-24%. Það hlutfall hélzt svo óbreytt aht fram á þetta síðasta og versta ár. Eðlilegt er, að hlutdeild ríkisbúsins í þjóðarbúinu haldist óbreytt milli ára og um langt árabh. Með óbreyttu hlutfahi tekur ríkið, eins og aðrir, þátt í fjár- hagslegri gleði og sorg þjóðarinnar. Með hækkuðu hlut- fahi neitar ríkið slíkri þáttöku af sinni hálfu. Ríkisstjórnum ber að setja sér og ríkinu ákveðin mörk í þessu efni, th dæmis skattheimtu upp á 23% af landsframleiðslunni. Th viðbótar við hana kemur svo skattheimta sveitarfélaga, svo að þáttur hins opinbera fer samt í 30% og má það teljast ærið hlutfah. Ef markmið af þessu tagi eru ekki sett, er hætt við, að ráðamenn láti vaða á súðum í ýmissi óskhyggju, fyrir- greiðslu og atkvæðakaupum, svo sem handboltahöll, skipasmíða-ríkisábyrgð og atvinnutryggingasjóði út- flutningsgreina, svo að nýleg dæmi séu nefnd. Ef óskhyggjan, fyrirgreiðslan og atkvæðakaupin eru framkvæmd, leiðir það oft til hækkunar á hlutdehd rík- isbúsins af þjóðarbúinu og gerir atvinnulífmu erfiðara fyrir sem dráttardýri rikisvagnsins. Það hagnast minna en eha á rekstrinum og tapar jafnvel á honum. Þetta hefnir sín á stjórnmálamönnunum eins og öðr- um. Ofkeyrsla á hluteild ríkisins leiðir th stöðnunar eða minnkunar á kökunni, sem er th skiptanna mihi ríkis, atvinnulífs og fíölskyldna. Minni keyrsla mundi efla getu atvinnulífsins th að stækka köku þjóðarbúsins.. Mistök síðustu ríkisstjórnar hafa þegar verið gerð og verða ekki tekin aftur. En mistökin, sem hinn nýi fjár- málaráðherra ætlar að gera með stuðningi ríkisstjórnar- innar, hafa hins vegar enn ekki komizt th fram- kvæmda, svo að enn er tími th að vara aha við. Ráðgerð aukning skatta á næsta ári um hálfan fjórða mhljarð er þeim, sem að henni standa, varhugaverð byrði, er verður hættuleg í næstu kosningum. Jónas Kfistjánsson FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. „Norðmenn kaupa af skyldurækni af okkur lambakjöt og við greiðum 250 krónur með kílóinu til þess að Norömenn geti sýnt skyldurækni..." segir greinarhöfundur meðal annars. Fíflun þéttbýlisbúa Þegar þetta er skrifað er 10. októ- ber, í sjónvarpi var minnst á land- búnað og landbúnaðarvörur. Norðmenn kaupa af skyldurækni af okkur lambakjöt og við greiðum 250 kr. með köóinu til þess að Norð- menn geti sýnt skyldurækni, síðan selja Norðmenn þetta kjöt meö 50 kr. niðurgreiðslu frá sér til Japan. Ákveðiö hefur verið aö sum slátur- hús fái peninga vegna einhvers sem gerðist í fyrra hjá þeim - mik- ið af peningum. Kaupmenn á horn- inu kikna undan framlegð til land- búnaðar og loka vegna þess að álagning á landbúnaðarvöru er of lág og skipulag þéttbýlis er að fara í hundana. Ef dæmiö væri svona Vegna norrænnar samvinnu kauga Norömenn af okkur 300 tonn af íslendingasögum af skyldu- rækniástæöum en við greiðum 500 kr. með kílóinu en þar sem Norð- menn eru ekki almennt læsir á forna íslensku þá hafa þeir ekkert við þetta aö gera en senda þetta í pappavinnslu til Taiwan. Akveöið hefur verið að sum verk- takafyrirtæki, sem flytja út niður- greidda möl, fái bætur vegna þess að bætur, sem þeir fengu í fyrra, voru óréttlátar. Leigubifreiöastjór- um fækkar nú óöum með mjög breyttri félagslegri skipan þéttbýlis vegna þess að sérstakur vegaskatt- ur á leigubifreiðir er miðaður við fast gjald sem alltaf er tekiö fyrir íjóra farþega, en einnig er tekinn sami skattur fyrir sama flölda far- þega í stórum bílum en ekki fyrir þá sem eru umfram 4. Ef þér flnnst fyrra dæmið eðlilegt en það síðara óeðlilegt þá ætla ég að móöga þig og frýja þér vits. A venjulegu eldhúsmáli er ég aö segja „asni“. Það er vegna þess aö dæm- in hér að ofan eru jafnfáránleg og heimskuleg. „Lítil frétt“ Átján af nilján þingmönnum ReyKjávíkur sóttu fund fimm stiga- húsa í Breiöholti og var tilefnið aö þessi flmm stigahús vildu vera sjálfstæðir hreppar. Þrátt fyrir áköf tilmæli þingmanna var að lok- inni atkvæðagreiðslu ljóst að stiga- húsin vildu ekki vera saman í hreppi heldur hvert vera hreppur fyrir sig. KjaUarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Fimm þingmemm Vestfjarða sóttu fund við innanvert Djúp vegna sameiningar hreppa þar, íbúatala er víst eitthvað innan við tvö hundruð manns í hreppunum öllum og þeir vildu ekki hafa einn hrepp. Þvi aðeins mundu svo marg- ir þingmenn Reykjavíkur vera samtímis 1 öllu Breiöholti að neðri hluti bæjarins væri sokkinn í sæ eða Davíð heíði boðað þá upp eftir og ætti eitthvaö að drekka. Hvurn varðar um svartjúðaatkvæði þétt- býlisfólks? Svona lagaö vitum við almenningur. Þetta rugl og annaö sem yfir oss dynur er nú farið að kasta tólfun- um. Við skuldum landeigendum ekkert, þeir komu því til leiðar aö hér gat ekki vaxið upp menningar- þjóðfélag í margar aldir meö því að vista fólk á bæi og koma í veg fyrir notkun auðlinda sjávarins. ÞéttbýU var bannaö og þótti land- eigendum lítið til koma. Þetta rugl afleggst svo ekki fyrr en seint á síö- ustu öld og ekki formlega fyrr en 1928. Það er kominn tími til þess að afnema þessa forsmán og móög- un við heilbrigða hugsun í eitt skipti fyrir öU, að hætt verði endan- lega að vista okkur þéttbýUsfólk á landeigendur eins og nú er. Við gerum það þannig að gera þing- mönnum okkar í þéttbýU ljóst aö þetta rugl verður að hætta, fyrst engan varðar um lífsafkomu kaup- mannsins á horninu þá varðar eng- an heldur um lífsafkomu landeig- enda. Það er bara þeirra mál, eins og við erum vön innan okkar hóps í þéttbýUnu. Eða viU nokkur vera svo vænn að útvega mér niður- greiðslu á útflutning á möl, ég skal lofa aö fara aö eins og við ofbeit og eyða gróðurlendi vel og dyggilega, veita mörgum vörubílstjórum at- vinnu svo fjárfestingar okkar í veg- um verði notaðar og komi að gagni, ég skal meira að segja hafa útskip- unartíð á haustin fyrir farand- verkafólk á möUnni, leyfa öllum aö moka með handskóflum til að útvega vinnu. En auðvitað ætla ég ekkert að keppa viö þá verktaka sem nú selja möl innanlands, hún veröur bara ódýr handa útlending- um. Svo legg ég til að komiö verði á malarfélagi Islands og sérstakt gjald tekið af niðurgreiöslum til þess að byggja hótel handa félaginu svo hægt sé aö halda þing þess einu sinni á ári enda fáist til þess fjár- veiting á fjárlögum. Finnst þér komið nóg? Þetta landbúnaðarrugl er á sum- uin sviðum mjög líkt þessu. Við þurfum breytt lög svo þéttbýUsfólk og sveitarfélög í þéttbýU geti keypt jarðir úr ábúð. Við erum víst aö greiða marga milljarða í þetta á ári, en því má hætta ef við notum milljarðana til að taka jarðir úr ábúð þar sem fólk viU hætta og flyija. Og láta svo hina sem eftir eru um markaöinn, ef þeir offramleiða þá er þaö bara þeirra mál. Byggða- stefna? Hér er ein ný, hún er að hafa kaupmanninn á hominu. Þorsteinn Hákonarson. „Við erum víst að greiða marga millj- arða í þetta á ári, en því má hætta ef við notum milljarðana til að taka jarðir úr ábúð þar sem fólk vill hætta og flytja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.