Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1988.
15
Tæpt á tiyggingamálum
í pistli hér í DV á dögunum ræddi
ég nokkuð um tryggingamál og fór
nokkrum orðum um fáeinar brota-
lamir í því veigamikla og viö-
kvæma kerfi.
Mér sárnar oft hversu einfaldlega
eða jafnvel af einfeldni þessi mál
eru afgreidd af ýmsum sem ættu
þó að vita betur.
Ég vitna þar sérstaklega til þess
þegar verið er sí og æ að lýsa ein-
hveijum ógnvöldum innan þessa
kerfis, einhverju óhæfu fólki sem
ekki viti hvað það er að gera innan
þeirrar stofnunar sem með þessi
mál fer.
Ég á alltof mörg erindi við hinar
ýmsu deildir Tryggingastofnunar
til þess að geta tekið hér undir og
hlýt að mótmæla því að þar séu þær
meinsemdir sem uppræta þarf.
Þótt misjöfn séu mannanna verk
og misjafnt hvernig tekið er á mál-
um þarna eins og annars staðar
ræðst framkvæmdin ævinlega í
ríkustum mæh af þeim fyrirmæl-
um sem gefin eru um alla meðferð
mála af löggjafar- og framkæmda-
valdi, þ.e. fer sannarlega eftir því,
að sjálfsögðu, hvað lög og reglu-
gerðir segja til um.
Vafasamt vald
Skýrleiki löggjafar og reglugerða
á því að vera aðaleinkenni þeirra,
þannig verði tekin af öll tvímæli
um túlkun, því vissulega er emb-
ættismönnum fært vafasamt vald
ef ævinlega má túlka á tvo eða fleiri
vegu. Um þetta ræddi ég oft á fyrri
vinnustað mínum og flutti um
þingmál, sem ekki hlutu neina náð
í nefndum þingsins, þeim sömu
nefndum og hefðu átt að styðja þá
grunnhugsun sem þar var: Virkt
KjaUariiin
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
eftirlit þingnefnda með reglugerð-
um m.a. til að taka af öll tvímæli
um raunverulegan vilja löggjafans
hverju sinni.
Það er nefnilega alveg nóg aö
ráðuneytismenn (sem yfirleitt eru
ágætis menn, það ég til þekki) leggi
upp meginefni allra lagafrumvarpa
þó þeir hafi svo ekki sjálfdæmi um
reglugerðirnar, enda þeim enginn
greiði gerður með því. En nóg um
það, þó alltof oft finnist mér þeir
sem löggjöf og framkæmdavaldi í
raun ráða leika þann leik að skella
skuld á embættismenn hér og
stofnanamenn þar þegar eitthvað
fer í framkvæmd ööruvísi en þeir
vísu menn vilja eða segjast vilja.
Og þá er von að almenningur trúi
því að ýmsar gloppur og jafnvel
endaleysur í löggjöf og reglugerð-
um séu illa þenkjandi embættis-
mönnum alfarið að kenna og þess
vegna „nái fólk ekki vopnum sín-
um“ eins og víðkunnur stjórn-
málámaður orðaði það.
Yndislega þröngt túlkað
En ég ætlaöi að minna á endileys-
ur í beinu framhaldi hér af - eöa
gloppur ranginda í ráðuneytis-
ákvörðunum, ef menn vilja heldur
halda sig við það.
Á dögunum var enn einu sinni
verið að skekkja tryggingagrunn-
inn, sem ég kalla svo, með því að
hækka aðeins hluta af bótum al-
mannatrygginga um 3%, þ.e. aö
grunnlífeyrir og þar með t.d. ör-
orkustyrkur stendur í stað en
tekjutrygging, heimilisuppbót og
sérstök heimilisuppbót fengu þessi
frægu 3%. Síðan var reiknað út frá
þessu og fengnar út unandi tölur
miðað viö þá hörmung sem taxti
lágmarkslauna er, enda víst hvergi
notaður sem betur fer.
En hafa þá ráðamenn m.a. athug-
að það að þessar þrennar bætur fá
aðeins þeir öryrkjar og ellilífeyris-
þegar sem búa einir, með þeim sér-
staka kostnaði fyrir hvern einstak-
an sem því fylgir.
En svo yndislega þröngt er þetta
túlkað, og verður ekki öðruvísi
gert, að einstæð m'óðir, sem er ör-
yrki, býr auðvitaö ekki ein og á því
engan rétt til þessara tveggja bóta-
flokka - heimilisuppbótar eða sér-
stakrar heimilisuppbótar.
Hún býr við þann lúxus að eiga
eitt eða fleiri börn og þó hún sé
eina fyrirvinnan býr hún að sjálf-
sögðu ekki ein og þessi göfugu þrjú
prósent ríkmannlegrar rausnar ná
aðeins til tekjutryggingar hennar
og nema um 500 krónum á mán-
uði. Var nema von þótt unga kon-
an, sem ég hitti á dögunum, væri
yfir sig sár, lifandi við dýra leigu
með bætur einar að baki, enda ekki
í vandræðum við að rökstyðja enn
ríkari þörf sína fyrir þessar bætur
- heimilisuppbót og sérstaka heim-
ilisuppbót - en kunningja hennar,
sem hefur löngu búið vel um sig
og hefur vaxtatekjur upp á hundr-
aöfalda viöbótina sem hún fékk.
Vasapeningarnir vesælu
Og talandi um endileysuna
miklu, þaö að halda grunnlífeyri
óbreyttum, halda honum niðri, þá
er það mikill orsakavaldur til ills,
skekkir grunninn auðvitað, en
verra er að ýmsar tegundir bóta,
sem tengjast grunnlífeyrinum og
eru nógu aumar fyrir, verða enn
hraksmánarlegri, þar nefni ég
vasapeningana, þá ömurlegu upp-
hæð, hinn vesæla örorkustyrk og
óbeint lenda sjúkradagpeningarnir
og upphæðir þeirra inn á þetta
einnig. Ég veit að grunnhugsun
stjórnvalda á að vera að með þessu
sé komið til móts við þá sem ekk-
ert hafa annað en tryggingabætur,
þá sem minnst hafa.
Þetta er bara ekki svona einfalt
og um það mætti skrifa marga
kjallara, hversu margir illa settir
verða þarna útundan. Grunurinn
læðist að ýmsum að með þessu sé
verið að fá einhverja prósentu fyrir
einhverja, einhverja samanlagða
upphæð bóta, sem sé þokkalega
yfir lágmarkslaununum svoköll-
uðu - og kosti þó ekki mjög mikið
í heildina, a.m.k. ekki eins mikið
og ef jafnvægis væri gætt milli allra
bótaflokka. Og góðvinur minn
bætti við að með þessu væri ein-
ungis verið aö færa hærri upphæð-
ir til greiðslu hjá lífeyrissjóðunum,
en það er sérkapítuli.
Meginatriðið er þó auðvitað það
að grunnlífeyririnn verði hækkað-
ur verulega og þar með bætur hon-
um tengdar beint og óbeint, því það
kemur mörgum þeim sem minnst
hafa óneitanlega best - miklu betur
en nú hefur veriö gert, þó auðvitað
njóti margir núgildandi fram-
kvæmdar - mjög margir eflaust.
En eitt er víst - það er útilokaö að
kenna hér um einhverjum ráða-
mönnum Tryggingastofnunar -
ekki einu sinni „huldumönnum",
því hér er um beina stjórnvaldsað-
gerð að ræða. Á henni ber í raun
öll ríkisstjórnin vissa ábyrgð.
Mætti ég biðja um breytingu og
betri grunn aö byggja á.
Helgi Seljan
„Það er útilokað að kenna hér um ein-
hverjum ráðamönnum Trygginga-
stofnunar - ekki einu sinni „huldu-
mönnum“, því hér er um beina stjórn-
valdsaðgerð að ræða. ‘ ‘
Viðvörun til ferðalanga
Eg er og hef alltaf verið á ferðalög-
um, a.m.k. skýrði móðir mín mér
frá því að ég fór í langa ferð (aö
visu með foreldrum mínum) þegar
ég var 3 mánaða gömul. Ein fór ég
milli landa þegar ég var orðin 12
ára. Seinna fór ég milli landa og
jafnvel heimsálfa atvinnu minnar
vegna, þá sá vinnuveitandi minn
um farmiðana, því hugsaði ég ekki
um ferðatryggingu.
Nú er ég aftur að ferðast mér til
gamans, ég er orðin eldri og því er
ég farin að hugsa um ferðatrygg-
ingu.
Ónógar upplýsingar -
takmarkaðar bætur
Blöðin eru full af auglýsingum
um ferðir aldraðra til sólarlanda,
en ég gat ekki fengið upplýsingar
um bætur eða neitun bóta hjá því
KjaUariiin
Eiríka A.
Friðriksdóttir
hagfræðingur
„... er nauðsynlegt að hver farþegi fái
greinargóðar, heiðarlegar og skriflegar
upplýsingar um hvað tryggingin inni-
heldur.“
félagi sem bauð félagsmönnum
og/eða ferðaskrifstofu sem seldi
ferðina frá 1: nóv. til loka mars-
mánaðar 1989.
Vegna tímaskorts bað ég aðeins
íjögur tryggingafélög um upplýs-
ingar og fylgja hér nokkrir aðal-
punktar takmarkaðra bóta hjá eft-
irfarandi tryggingafélögum:
Engin trygging fáanleg fyrir fólk,
75 ára og eldra:
1. Tryggingamiðstöðin
2. Sjóvá (trygging fellur úr gildi
þegar sá sem tryggður er’nær
75 ára aldri)
3. Ekki gefið upp hjá Tryggingu hf.
4. Visa (gefur tryggingu)
Engin trygging fáanleg fyrir fólk
sem er með króníska sjúkdóma og
hefur verið í læknismeðferð sl. ár:
1. Takmarkanir, Tryggingamið-
stöðin (t.d. sykursýki)
2. Ekki gefið upp hjá Sjóvá
3. Ekki gefið upp í síma hjá Visa
Engar bætur greiddar fyrir slys
vegna matareitrunar:
1. Tryggingamiðstöðin
2. Ekki skýr svör hjá öðrum
Bætur og aðstoð greidd vegna
sjúkrahúskostnaðar og læknis-
hjálpar:
1. Tryggingamiðstöðin
2. Sjóvá
3. Visa
Fargjaldatrygging:
Apex og Pex miðar eru með mjög
ákveðnar reglur.
a. fullt verð sé greitt strax við pönt-
un ferðarinnar
b. brottfarar- og komutími ákveð-
inn við pöntun/kaup
Fargjaldatrygging endurgreiðir
fargjaldið geti farþegi ekki farið,
ef farþegi verður að rifta vegna al-
varlegs slyss eða veikinda maka
o.fl.
1. Tryggingamiöstöðin
2. Flest félög
3. Visa
4. Athugið einnig SOS-tryggingu
Hóptryggingar
Til eru hóptryggingar bæði er-
lendis og hérlendis; feröaskrifstof-
an eða félagið, sem skipuleggur
ferðirnar, kaupir slíkar tryggingar
fyrir hönd farþega. Skv. upplýsing-
um frá vinum, sem tóku hóp-
tryggða ferð, eru nokkrar tak-
markanir, svo sem aldurstakmörk,
ekki í gildi. Tryggingariðgjöld eru
miklu lægri en þjónustan mjög góð.
Legg ég til aö farþegar fái nákvæm-
ar upplýsingar hjá ferðaskrifstof-
unum og feröaskrifstofur athugi
gaumgæfilega tilboð nú strax til að
koma i veg fyrir að ferðahópur. sem
á að fara af stað 1. nóv., veröi fyrir
tjóni. Auk þess er nauðsynlegt að
hver farþegi fái greinargóðar, heið-
arlegar og skriflegar upplýsingar
um hvað tryggingin inniheldur.
Einnig væri mögulegt að hafa
aukaiðgjald fyrir fólk, 75 ára og
eldra.
Eirika M. Friðriksdóttir
Auglýsingar um ferðir aldraðra til sólarianda hafa aukist.