Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. Spumingin Hvað gerir þú á sunnudög- um? Ragnhildur Högnadóttir afgreiðslu- stúlka: Bara vinn eða hvíli mig eða eitthvað. Guðrún Þrastardóttir nemi. Ég hvíii mig og sinni heimanáminu. Jórunn Hilmarsdóttir verslunarmað- ur: Slappa vel af. Fer kannski í bíltúr eöa eitthvaö. Torfi Markússon verslunarstjóri: Maöur Mggur bara í leti og slappar af - annars fer það svohtið eftir kvöldinu áður. Margrét Guðmundsdóttir verslunar- stjóri: Ég er afau dugleg að þrífa á sunnudögum. Guðrún Sigurðardóttir nemi: Ég sef og læri. Lesendur Dvöl á Hótel Örk: Aðbúnaður til fyriimyndar Inga og Sigríður skrifa: Hér sitjum við inni í garðstofu Hótel Arkar innan um tugi plantna. Við ætlum aö reyna að lýsa dvöl okkar hér á hótelinu. Hún hefur verið einstæð og aUur að- búnaður til fyrirmyndar. Hótelið er glæsilegt, búið 59 her- bergjum sem öll eru tveggja manna, smekkleg og hæfilega rúm- góð. Húsgögn hin vönduðustu og gluggatjöld og rúmteppi í sam- ræmi. Baðherbergið er einkar smekklegt og ekkert vantar. í kjall- ara er fullkominn útbúnaður til hvers konar heilsuræktar, svo sem gufubað, leirböð, sólbekkir, leik- fimisalur og nuddherbergi. Ekki má gleyma útisundlauginni sem er innangengt í úr kjallara. Þar eru góð búningsherbergi og hægt er aö setjast frammi í rúm- góðum og skemmtilegum skála og þyggja veitingar. Einnig er í kjall- aranum snyrtistofa og þar kynnt- umst við nuddi, svo góðu að það var eins og líkaminn svifi eftir þá meðferð. Heilsuvikan stendur í fimm daga og dagskráin er þannig að á morgn- anna er boðið upp á morgunverð frá kl. 8-10. Síðan byijar morgun- dagskráin. Farið í gufubað og ljós og síðan í nudd. Þetta endist aMt til hádegis. Þá er hádegisverður og að honum loknum geta þeir sem vilja farið í gönguferðir um sveitirnar og þar er svo sannarlega margt að sjá. Oftast endast svona ferðir aUt tíl kl. 18 og þá er snæddur kvöldverð- ur, reyndar ekki innifalinn í „hefi- supakkanum", en maturinn er svo góður þarna að maður freistast til að nota öll tækifæri sem gefast - líka til að borða. ÖU höfum við heyrt af þeim erfið- leikum sem þetta hótel hefur átt við að stríða en sannast sagna urð- um við ekki fyrir barðinu á neinum slíkum hér. - ÞjónustuUðið hefur lagst á eitt við að gera dvölina hér að sannkallaðri paradís. Héma eru alhr bjartsýnir, enda ástæða til, því hér er allt til alls fyrir þá sem slíkt kunna að meta. Hér ætti engum að leiðast, hvort sem hann tekur þátt í heilsumeð- ferðinni eða ekki. Og hvers vegna þá að flengjast tíl útlanda þegar svona staður stendur tU boða? - Nú er heilsuvikan okkar því miður á enda en þessi dvöl gleymist aldr- ei. Við þökkum hótehnu, starfsfólki þess og stjómendum. Slagorð Alþýðubandalagsins: Hvað verður um þau? Matthildur Ólafsdóttir hringdi: Ég hringi fyrir hönd 25 annarra áskrifenda DV. Ég er sjálf ein þeirra sem hringdi tU DV þegar Steingrím- ur Hermannsson sat fyrir svömm. Þar sem tíminn þá leyfði ekki langar samræður eða fyrirspurnir, en ýmis- legt stendur eftir órætt munum við leita á vettvang DV með frekari um- ræðu og ábendingar. Þá er fyrst að kasta fram spurning- unni; Hvað skyldi verða um slagorð Alþýðubandalagsins fyrir næstu kosningar? Þeir hjá Alþýöubanda- laginu em nú búnir að svíkja öU gömlu fyrirheitin, eins og t.d. „her- inn burt“, „sömu laun fyrir sömu vinnu“ og „samningana í gUdi“. Og nú virðist bara allt í lagi og þar með hinn „glæsilegi" matarskattur líka, þar sem þeir Ólafur Ragnar Gríms- son og Svavar Gestsson eru komnir meö puttana í launaumslagiö. Nú eru flestir alvöru stjórnmála- menn látnir og í staðinn kemur eng- inn sem vemdar verkafólkið, sem þó heldur landinu uppi að meira eða minna leyti. - Það er ekki nóg að kyssast eftir nefndarkosningar og skipa aUar þessar nefndir sem svo aftur skipa aðrar nefndir. Eða hvað gera allar nefndirnar? Nú er komiö að fréttamönnum að upplýsa skattgreiðendur um kostn- aðinn og sundurUða hvað fer í „húU- umhæ“ og hvað við fáum í staðinn. - Einkafyrirtækin vilja sjá afrakstur starfsmanna sinna, og það vUjum við skattgreiðendur Uka. Þessir allt of mörgu opinberu starfsmenn þiggja laun sín af skattgreiðendum. - Við treystum fréttamönnum okkar hjá DV best tU að fylgjast með málinu. Er atvinnuleysi fram undan? Þorgeir hringdi: Það er nú svo þegar maður heyrir forsvarsmenn þjóðarinnar og at- vinnuveganna fara að tala um að nú geti orðið samdráttur á vinnumark- aði og annars staðar í þjóöfélaginu að þá er vissara að kíkja á málin og athuga hver segir hvaö og hvaðan hann talar. Þannig er ekki sama hvernig svona spádómar eru settir fram og enn- fremur ekki sama hvernig þeir eru. túlkaðir. Enda fór það svo að undan- fama daga hafa komið fram mismun- andi skoðanir á þessum spádómum, annars vegar frá Vinnuveitenda- sambandinu og hins vegar frá Al- þýðusambandi íslands. í einu dagblaðanna nú í vikunni voru einmitt settar fram tvær skoö- anir á þessu máli. Formaður VSÍ seg- ir þrengingar vera fram undan í rekstri, farin séu að sjást keðjuverk- unaráhrif í samdrættinum undan- farið og gjaldþrot fyrirtækja farin aö hafa víðtækari áhrif en á þá eina sem verða gjaldþrota. Þetta þýði erfið- leika í fyrirtækjum og síðan niöur- 'skurð, ekki síst launakostnaðar. Þetta er ein hliðin á málinu. Síðan er rætt viö hagfræðing ASÍ. Hann segist ekki búast við teljandi atvinnuleysi og ekki sé ástæða til að vera mjög svartsýnn - þó að úthtið gæti verið betra! Hann býst sem sé hvorki við atvinnuleysi að marki né neinum meiri háttar áfóllum. Svo segir hann: „Það virðist vera bið- staða, menn viröast halda að sér höndum. Þetta er frekar dökkt, má kannski segja.“ Eftir svona spádóma og umsagnir aöila, sem eru í sviösljósinu þegar rætt er um atvinnuástandið fram undan, veit maður satt að segja ekki hverju maöur á að trúa. En slæmt er ef enginn getur með neinni vissu spáö í ástandið á vinnumarkaðinum næstu mánuði og engum er hægt að treysta. Hvorki eykur það bjartýnina né veröur það forráöamönnum at- vinnumála tU framdráttar. Greiðslukortaþjónustan: Einar Árnason hringdi: borga meö greiöslukorti) sjálfdæmi Eg var að lesa í DVI dag (18. okt.) um að „taka“ af reikningi mínum svar frá Eurocard á íslandi vegna fyrir hvert skipti, einu sinni eða tveggja lesendabréfa í blaöinu fyrir oftar í mánuöi. - Þetta var nú um stuttu. Annað þeirra baö ég fyrir þjónustu hins opinbera og „fram- og þykir því skylt aö leggja enn sýni“ þess! nokkuð af mörkura vegna þessa Þá er til að taka þjónustu þá sem annars hagkvæma greiöslumáta Eurocard býður erlendum ferða- sem bæði Eurocard og Visa eru mönnum sem eru korthafar. Þeir fyrir marga landsmenn, - með geta nú tekiö út reiðufé á hvaða nokkrum undantekningum þó. pósthúsi sem er. Þetta er meira en I báðum bréfunum, ekki bara við íslendingar getum gert. Við er- öðru, var kvartað yfir því að tUtek- um sem sé ennþá hornrekur í okk- in ríkisfyrirtæki tækju ekki við ar eigin landi hvað þetta snertir. greiöslu gegnum greiðslukortafyr- Ég er ekki að segja að þetta sé irtækin. I svari Eurocard kemur Eurocard að kenna heldur er þetta fram að bæði RUtisútvarp og Raf- eitt af þeim nýmælum sem fyrir- magnsveitumar bjóði viðskipta- tækið kynnir sem nýjung fyrir vinum að greiða raeð Eurocard. korthafa, en aðeins þá erlendu. Ég Þetta er rétt svo langt sem það sé þvi enn ekki neina sérstaka nýj- nær. Þaö nær bara ekki lengra en ung sem kemur hinum almenna þaö að viöskiptavinur verður aö kortahafa að sérstökum notum - gera samning við þessi opinberu nema fjölgun afgreiðslustaðanna fyrirtæki, gefa þeim upp númer sem er ágætt og eflaust nauösyn- korts síns og gefa þeim sjálfdæmi legt fyrir landsbyggöina. Eftir um að „taka“ af mínum greiðslu- stenduraðhvergierhægtaögreiða kortareikningiþáupphæðseminn- fyrir opinbera eða hálfopinbera heimt er hverju sinni. - En þess- þjónustu (eins og t.d. hjá olíufélög- konar innheimtuaðferð sætti ég unum) með greiðslukortum á sama mig ekki við. Ekki frekar en ég hátt og tíðkast í ftjálsum viðskipt- gæfi rakaranum mínum (sem ég um annars staðar. Bréfritara finnst enn vanta nokkuð á til að greiðslukortin nýtist, einkum hjá opinberum og háifopinberum aðilum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.