Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988.
21
léinu
Lok
Kolólöglegt mark
Þulur vestur-þýska sjónvarpsins
var ekki í vafa um aö fyrra mark
Austur-Þjóðverja heföi veriö ólöglegt
og það var sýnt þar aftur og aftur í
gærkvöldl Uwe Seeler, hinn frægi
fyrrum landsliösmaöur Vestur-Þjóð-
verja, var meö í útsendingunni og
sagði aö ef Austur-Þjóöverjar heföu
ekki Andreas Thom væri lítið í þeirra
liövarið. -VS
Bjarni Sigurðsson og Guðni Bergsson
best frá leiknum. Bjarni var öruggur í
markinu og Guöni sömuleiðis í vörn-
inni en hann náði hvað eftir annað að
komast fyrir hinn eldfljóta Thom og
afstýra hættu. Ásgeir og Arnór gerðu
oft ágæta hluti á miðjunni en vantaði
meiri tengsl við aðra leikmenn og fundu
sárasjaldan þá Sigurð Grétarsson og
Guðmund Torfason sem sluppu lítt úr
gæslu austur-þýsku varnarmannanna.
I heild var þetta ekki nægilega heil-
steyptur leikur íslenska Uðsins og
margt sem þarf að laga fyrir leikina á
næsta ári eigi ítalíudraumurinn að ræt-
ast.
Lið íslands var þannig skipað: Bjarni
Sigurðsson, Guöni Bergsson, Sævar
Jónsson, Atli Eðvaldsson, Ólafur Þórð-
arson, Gunnar Gíslason, Ómar Torfa-
son, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigur-
vinsson, Guðmundur Torfason (Ragnar
Margeirsson 77. mín.), Sigurður Grét-
arsson.
Sævar Jónsson fékk rauöa spjaldið
og þeir Atli Eðvaldsson og Guðmundur
Torfason það gula. Áhorfendur voru 12
þúsund.
-VS
itri eru Guðmundur Torfason og Rainer
r-þýska markinu. Símamynd Reuter
istoð
im ísland 2-0
íþróttir
Aðstaöa fatlaðra íþróttamanna á Islandi er vægast sagt bágborin:
ng íþróttahúss hefur
legið niðri í fjögur ár
„Þetta hefor
segir Amór Pétursson, formaöur byggingamefiidar
Stórglæsilegur árangur íslensku
keppendanna á ólympíuleikum fatl-
aðra í Seoul hefur komið mjög á
óvart íslensku keppendurnir haía
sópaö til srn verölaunum og ekki er
enn séð fyrir endann á hugsanleg-
um afrekum. Þessi glæsilega
frammistaöa hefur leitt hugann aö
og vakið upp spumingar manna á
meðal um þá aöstöðu sem fatlaðir
íþróttamenn búa við hér á landi.
Vfö könnuðum málið í gær og nið-
urstaðan var vægast sagt dapurleg.
Arnór Pétursson er formaður
byggingarnefndar íþróttafélags
fatlaöra í Reykjavík. Félagið er
langstærsta félagið hér á landi.
Áriö 1983 var fyrsta skóflustungan
tekin í Hátúni en þar hugðist í'élag-
ið reisa íþróttahús.
Lttiö sem ekkert hefur
gerst í fjögur ár
Arnór Pétursson sagði í samtali við
DV í gær: „Við tókum fyrstu
skóflustunguna árið 1983 og árið
eftir höföum við náð að steypa plöt-
una. Síðan hefur ekkert gerst. Viö
höfum verið að greiða upp skuldir
og þaraíleiðandi haldið að okkur
höndum. í maí á næsta ári verður
íþróttafélag fatlaðra 15 ára og þá
er stefnt að þvi aö hefjast handa á
nýjan leik. Viö erum í startholun-
um en þetta hefur gengið alltof
hægt.“
Kostnaður áætlaður
um 55 milljónlr
Því miður veröur ekki sagt aö opin-
ber yfirvöld hafi gert fötluðu
íþróttafólki hátt undir höföl Lítill
sem enginn stuðningur hefur feng-
ist til byggingar íþróttahússins.
Áætlaður kostnaður viö byggingu
hússins er um 55 milljónir. En
Amór Pétursson er bjartsýnn þrátt
fyrir allt: „Byggingamefndm hefur
gert áætlun um framhaldið og við
trúum því hreinlega ekki að ekki
verði stutt við bakiö á okkur í þessu
máli. Vissulega horfum viö bjartari
augum til framtí ðarinnar eftir hinn
glæsilega árangur á ólympíuleik-
unum og vonandi opnast augu
manna. Þetta hus verður að rísa
og það sem allra fyrst.
Sundfóikið býrvið
þröngan kost
Fatlað sundfólk getur því miður
sagt svipaöa sögu og aðrir fatlaðir
íþróttamenn. í Reykjavík er um aö
ræða eina sundlaug sem fatlaðir
eiga greiðan aögang að en hún
er í Hátúni og er 12,5 metrar á
lengd.
Staðan í dag er sú að fatlað
íþróttafólk verður að æfa íþróttir
víöa í Reykjavík og í þaö minnsta
á þremur stöðum. Vonandi veröur
hér breyting á innan skamms. Fatl-
að íþróttafólk hefur sýnt það og
sannað á undanförnum dögtrni að
það stendur framarlega í heirnin-
um þrátt fyrir aö aöstaöan sé ekki
fyrir hendi til æfinga nema að mjög
takmörkuðu leyti. -SK
• Hér sést hvar ÍþróttaJélag tatlaðra I Reykjavik hyggst reisa iþróttahús. Grunnurinn og platan eru tyrir hendi frá því árið 1984 en siðan hata
allar tramkvæmdir legió niðri vegna tjárskorts.
Tvenn bronsverðlaun
á leikunum í Seoul
- Haukur Gunnarsson vann brons í morgun og Ólafur Eiríksson 1 gær
Haukur Gunnarsson, sem jafnaði
heimsmet sitt á dögunum samhhða
því að hreppa gullverðlaun í 100
metra hlaupi, fékk önnur verðlaun
sín á ólympíuleikum fatlaðra
snemma í morgun. Hann hljóp þá í
úrslitum í 200 metra hlaupi og varð
þriðji - hreppti brons. Haukur kom
í mark á tímanum 26,27 sekúndum
og bætti öðru sinni íslandsmet í
flokki sínum, CP7, en fyrra met hans
var 26,44.
Sigurvegarinn í hlaupinu var frá
Ástralíu en hann fékk tímann 26,00
en á hæla honum kom heimamaður
á tímanum 26,21 sekúnda. Keppend-
m: voru um 30, eftir því sem heimild-
ir DV herma.
Ólafur Eiríksson bætti einnig verð-
laununum í eigið safn og jók enn
hróður Islendinga á leikunum í gær.
Þá vann hann bronsið í 100 metra
flugsundi í flokki L5, varð þriðji í
úrslitasundinu á 1:14,73 mín. Þetta
voru önnur bronsverðlaun Ólafs á
leikunum og er árangur hans einkar
glæsilegur.
Svo kann aö fara að árangur Krist-
ínar Rósar Hákonardóttur í 100
metra baksundi á ólympíuleikum
fatlaðra í Seoúl í gær verði staðfestur
sem heimsmet. Keppni í flokknum,
sem Kristín Rós tilheyrir, CP7, var
felldur niður vegna lítillar þátttöku
og hún þurfti því að keppa í næsta
flokki fyrir ofan, CP8, sem er erfið-
ari. Þar varð hún í 5. sæti á 1:37,37
mínútum, á betri tíma en heimsmetið
í þeim flokki var fyrir leikana, og sá
árangur hennar er sá besti sem náöst
hefur í heiminum í hennar eigin
flokki.
Sigrún Pétursdóttir varð flmmta í
úrslitasundinu í 100 metra baksundi
í flokknum CP3. Hún synti á 2:57,40
mín. - undir heimsmetinu sem gilti
fyrir leikana.
Gunnar V. Gunnarsson varð átt-
undi í úrslitum í 100 metra baksundi
sjónskertra, flokki B3. Hann synti á
1:30,33 mín. en í undanúrslitunum
hafði hann sett íslandsmet, 1:29,52
mín.
Halldór Guðbergsson var 11. í 100
metra baksundi sjónskertra, flokki
B2. Hann fékk tímann 1:31,80 mín.
Elvar Thoroddsen hóf keppni í
borðtennis í gáer, í flokki CP8, og
beið lægri hlut í tveimur fyrstu leikj-
um sínum. -JÖG/SÞ/VS
Handknattleikur
Saab
fékk ]
skell
Guraiar Guimaiason, DV, Sviþjóö:
Saab, lið Þorbergs Aðalsteins-
sonar, fékk heldur betur skell í
16 liöa úrslitum sænska bikars-
ins i gærkvöldi.
Liðið tapaði þá fyrir annarr-
ardeildarfélaginu Vikingama,
26-17.
Mestu réð um úrslitin að
pólski landsliösmaöurinn í hði
Saab, Dzyuba, var tekinn fóst-
um töknm og skoraði hann að-
eins eitt mark úr tíu skotum.
Þorbergur var hins vegar at-
kvæðamestur í Uöi Saab, gerði
5 mörk.