Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir „Ummæli Gunnlaugs koma mér á óvart“ - segir Jannik Lindbæk, bankastjóri Norræna flárfestingarbankans „íslendingar fá sömu kjör og aör- ir Noröurlandabúar hjá Norræna fjárfestiijgarbankanum. Mér koma ummæli Gunnlaugs Sigmundsson- ar í DV mjög á óvart og þykir þetta mál afar leitt,“ segir Jannik Lind- bæk, bankastjóri Norræna fjárfest- ingarbankans. Föstudaginn 11. nóvember birtist viðtal í DV þar sem Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins, gagnrýnir harö- iega viöskiptahætti Norræna fjár- festingarbankans viö íslendinga. Gunnlaugur segir bankann kreíj- ast meiri og dýrari trygginga af hálfu íslenskra fyrirtækja en fyrir- tækja annars staðar á Noröurlönd- unum. Afleiðingin sé sú að lán til íslands verði dýrari en ella. „Þetta er raúgt hjá Gunnlaugi. Bankinn verður að fá fullnægjandi tryggingar fyrir öUum útlánum. Það er munur á stórum fyrirtækj- um með mikið lánstraust og litlum fyrirtækjum sem ekki hafa sama lánstraust. Gunnlaugur fullyrðir að lán til íslands séu dýr um leið og hann upplýsir að ábyrgðir Þróunarfé- lagsins kosti 2% af lánsfjárhæð og að það muni vera það sama og í öðrum íslenskum lánastofnunum.' Þetta er einnig rangt. Ábyrgðir ís- lensku fjárfestingarlánasjóðanna kosta minna. Iðnþróunarsjóður reiknar sér til dæmis 1,25%. Eg get einnig upplýst að þessi þóknun er hærri en gerist og gengur annars staðar á Norðurlöndunum fyrir sams konar ábyrgöir," segir Lind- bæk. Hann segir að einn þriðji af þeim lánum, sem bankinn er með úti- standandi í Finnlandi, sé banka- tryggður og segir það rangt hjá Gunnlaugi að Fjárfestingarbank- inn krefjist sjálfskuldarábyrgðar eingöngu af íslenskum lánþegum en ekki öðrum. Sjálfskuldarábyrgð þýðir að Fjárfestingarbankinn get- ur gengið beint á ábyrgðaraðila ef lánþegi stendur ekki í skilum. „Bankatryggingarnar í' Finnlandi eru allar sjálfskuldarábyrgðir, auk fjölda annarra lána á Norðurlönd- unum,“ staðhæfir Lindbæk. ísland fær um átta prósent af heildarútlánum Fjárfestingar- bankans en á aðeins eitt prósent af eigin fé bankans. Lindbæk telur að íslensk fyrirtæki og stofnanir hafi hagnast á viðskiptum við bankann, „annars hefðu lántak- endur varla ákveðið að skipta við hann“. Lindbæk sagði það rangt hjá Gunnlaugi að Fjárfestingarbank- inn tæki ekki veð sem tryggingu fyrir lánum til íslenskra fyrir- tækja. Hann segir fjögur íslensk fyrirtæki hafa fengið lán út á veð. Ennfremur segir Lindbæk að af samtals 24 íslenskum lánþegum hafi 10 þeirra tekið lán án milli- göngu íslenskra fjármálastofnana. Lindbæk segir að samvinnan við íslensku fjárfestingarlánasjóðina sé góð og að hlutverkunum hafi verið skipt þannig að bankinn út- vegi hagstæð lán og sjóðirnir meti lánshæfni og sjái um einstaka við- skiptavini. „Gunnlaugur er annar tveggja íslenskra fulltrúa í eftirlitsnefnd bankans og á að hafa eftirlit með að Fjárfestingarbankinn starfi eftir settum reglum. Fyrir skömmu vor- um við saman á fundi í Þrándheimi í Noregi. Gunnlaugur hefur aldrei, hvorki fyrir né eftir þennan fund. látið í ljós við mig eða nefndina þær skoðanir sem hafðar eru eftir hon- um í DV,“ segir Lindbæk. -pv Aðalfundur LIÚ: Óbreytt kvótakerfi í ferskfisksútflutningi - tekið verði upp verðlagsefíirlit með rekstrarvörum Aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna lauk i gær. Ýmsar ályktanir voru samþykktar að venju. Einna mesta athygli vekur að fundurinn samþykkti að kvóta- kerfið í ferskfisksútflutningi skyldi verða óbreytt áfram í það minnsta næstu 3 mánuðina. Búist var við að lögð yrði fram tillaga um að koma á varanlegu kerfi í þessum útílutningi þar eð núverandi kerfi hefur verið umdeilt. í ályktuninni um gámaútflutning- inn segir meðal annars að æskilegast væri aö engar hömlur væru á út- flutningi ísfisks. En á meðan ríkjandi ástand er telji fundurinn nauðsyn- legt að áfram verði fylgst nákvæm- lega með markaðshorfum og leyfi til útflutnings verði veitt í samræmi við þær næstu 3 mánuði, reynist það nauðsynlegt, miðað við framboð hér heima og eftirspurn á erlendum mörkuðum. sýndur varðandi flutning aflakvóta milli ára. Þá var ályktað um að stjórn LÍÚ ynni að því að úrelda núverandi kerfi á verðlagningu á olíu - að útgerðir skipa undir 100 tonnum fengju sömu. tryggingakjör og aðrir - að fela stjórn LIÚ að athuga starfsemi Fiskveiða- sjóðs með það í huga að lækka kostn- að útgerðarmanna við lántökur og matsgerðir í sjóðnum - að á vegum samtakanna yrði tekið upp verðlags- eftirlit með þeim rekstrarvörum og þjónustu sem útgerðin notar. Þá segir að það sé krafa LÍÚ að rekstrargrundvöllur atvinnugrein- arinnar verði leiðréttur og hafist verði handa um þá uppstokkun í þjóðfélaginu sem nauðsynleg er til að hægt verði að spyrna við ört vax- andi tilkostnaði í landinu. -S.dór Fyrstu korthafar hinna nýju Samkorta voru engir aðrir en foreldrar þriburanna sem fæddust á dögunum. Hér sjást foreldrarnir, Kolbrún Haraldsdóttir og Magnús Ingvar Þorvaldsson, greiða úttekt sína í Miklagarði í gær með nýja kortinu. DV-mynd Brynjar Gauti Þá var ályktað sem svo að best væri að LÍÚ hefði áfram yfirstjórn á útflutningi fiskiskipanna sjálfra en talið nauðsynlegt að fundnar yrðu einhveijar aðrar reglur en nú gilda varðandi úthlutun leyfa til sighnga á Bretland og V-Þýskaland. Talið er hugsanlegt að útgerðarmenn til- kynni um áform sín um siglingar til Bretlands með 2ja mánaða fyrirvara og til Þýskalands með allt að 6 mán- aða fyrirvara. Þá er talið nauðsynlegt að boða til aukafundar LÍÚ eigi síðar en 15. mars næstkomandi til að ræöa um framtíðarskipan þessara mála verði ekki komið á viðunandi jafn- vægi þá. Þá var samþykkt ályktun um að lýsa yfir stuðningi við tillögur sjáv- arútvegsráðherra um minnkun afla- magns á næsta ári - um að sömu reglur giltu og verið hafa við úthlut- un veiðileyfa - að íslendingar héldu fast við fyrri ákvarðanir í hvalamál- inu, sömuleiðis um að núgildandi reglur yrðu áfram um endurnýjun fiskiskipa - að framsalsheimildir á kvóta yrðu rúmar - að ekki kæmi til greina að selja veiðileyfi - stór veiði- svæði yrðu friðuð til frambúðar - að starfsemi Hafrannsóknastofnunar yrði efld - að útgerðarmenn frysti- skipa hefðu val um eitt tímabil fyrir árið í stað þriggja á sóknarmarki - athugað yrði hvort hægt væri að taka upp fiskatalningu varðandi úthlutun aflaheimilda og að sveigjanleiki yrði Við samgleðjumst drottningu okkar, Lindu Pétursdóttur. TM • HUSGOGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.