Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
SæUærinn
í fiskbúð Hafliða má stundum fá ýmsa kynjafiska. Háfurinn er Ijómandi góður matfiskur sem matreiða má á ýmsa
vegu, t.d. er tilvalið að djúpsteikja hann.
Háfur
frá Hafliða
Núorðið er stundum hægt að
kaupa „öðruvísi" fisk í verslunum
en menn eru vanir. Það er nú samt
svo að þrátt.fyrir allt er það blessuð
ýsan sem ' allavega Reykvíkingar
vilja helst. Norðlendingar eru víst
hrifnari af þeim gula. I nær öllum
stórmörkuðum er orðið hægt að
kaupa fisk, en það verður nú að segj-
ast eins og er að besta fiskinn er enn
að fá í gömlu góðu fiskbúðunum.
Fiskbúð Hafliða Baldurssonar við
Hlemm er sú elsta starfandi í Reykja-
vík og ein sú besta. Hjá Hafliða eru
stundum á boðstólum ýmsir kynja-
fiskar. Fyrir nokkrum dögum var t.d.
háfur á boðstólum. Sjómenn munu
víst yfirleitt kasta þessum fiski en
hann er lítið nýttur. Sums staðar
eriendis, t.d. í Þýskaiandi og Frakk-
landi, þykir hann mjög góður. Háfur-
inn er ekki ósvipaður hákarli í úthti,
að vísu er hann miklu minni. Það er
víst töluvert mál að rífa af háfinum
roðið eða skrápinn en hvað sem því
hður er hann úrvals fiskur til átu.
Sérstaklega er gott að heilreykja
hann og má gera það í svokölluðum
ABU kössum sem margir kannast
við. Þá er háfurinn sérlega góður
djúpsteiktur. Áður má t.d. láta hann
hggja í hvítlaukslegi í um það bil
klukkutíma. Blandið saman mata-
rolíu og sítrónusafa og svo fínt saxað-
an hvítlauk eftir smekk. Lögurinn
er svo kryddaður með hvítum pipar
og nokkrum kornum af salti. Fiskur-
inn er látinn hggja í leginum í 1 til 3
tíma, að þeim tíma loknum er hann
þerraður og settur í svokahað orly-
deig. í orlydeigið þarf:
500 g hveiti, 1 egg, 4 dl pilsner, 3 dl
volgt vatn, 1 dl mataroha, salt og
sykur.
Þessu er öhu blandað vel saman og
látið standa á köldum stað í klukku-
tíma. Þá þarf 4 eggjahvítur og rétt
áður en nota á deigið er þeim bland-
að út í það. Fiskurinn er svo djúp-
steiktur í velheitri og hreinni matar-
olíu. Djúpsteiktur fiskur er kannski
ekki nein veislufæða en það er hins
vegar djúpsteiktur háfur.
. Þá kemur hér uppskrift að góðum
pottrétti þar sem við notum háf. í
réttinn þarf:
1 kg háfur skorinn í 5x5 cm bita, 2
msk. smjör, 1 tsk. salt, 6 hvít pipar-
korn, 1 laukur skorinn í sneiðar, 2
msk. hveiti, 2 dl fisksoð, 1 dl rjómi,
steinselja.
Bræðið smjörið á pönnu og raðið
fiskstykkjunum á hana. Saltið og
sáldrið piparkornunum yfir fiskinn,
raðið síðan lauknum á fiskinn. Hræ-
rið hveitið saman við 1 dl af fisksoð-
inu, blandið saman fisksoði og rjóma
og helhð í pönnuna. Setjið lok á
pönnuna og sjóðið réttinn við vægan
hita í 15 mín. Áður en rétturinn er
borinn á borð er steinseljunni sáldr-
að yfir hann. Þetta er einfaldur en
bragðgóður réttur. Sem sagt: Háfur-
inn er ljómandi matfiskur.
Svöng böm með
skemindar tennur
Nú á að spara, ástandið er víst kjötið er grafið í jörð, smáfiski kast-
mjög slæmt Nu veröum við að að aftur í hafiö, mysunni dælt í
þrengja sultarólina. Já, hver kann- skólpið. Væri nu ekki ráö að í stað-
ast ekki við þessi slagorð. Vissulega inn fyrir að greiöa niður kjöt fyrir
er þaö bæði satt og rétt aö viö höf- Svía og Japani að búa til úr þessum
umeyttumefniframogþaðkemur matvælum smárétti fyrir skóla-
að þvi að viö verðum aö borga brú- böm. í mysuna mætti bæta gosi og
sann. Sagt er aö tannheilsa ís- ávaxtasafa en mysan er eirrn sá
lenskra skólabarna sé mjög slæm, mesti hollustudrykkur sem völ er
allavega ef miöað er viö nágranna- á. Rétt mataræði hefur sennilega
löndin.' Jæja, Ólafur Ragnar, nú meiri áhrif á heilsufar manna en
gætir þú verið framsýnn og lagt við höftnn haldiö td. á sjúkdóma
hinummjúkugildumhö.Viðhvem eins og krabbamein, MS og ýmsa
skóla hér I Reykjavík er sjoppa. hjarta- og æðasjúkdóma svo ekki
Skólabömin nærast því að mestu á sé nú talaö um tannskemmdimar.
sælgæti og gosi - eins og það er nú Með því aö gefa bömunum að
uppbyggjandi eða hitt þó heldur. Á borða f skólanum mætti spara
sama tíma er matvælum kastað í hundruð milljónajá, Ólafur Ragn-
stórum stíl hér á íslandl Kinda- ar, hundmö miiljóna.
Clos Du Chateau
loksins, loksins
ALCOHOL 13 % BY VOLUME
750 ML
ESTATE BOTTLED
PRODUCT 0F FRANCE
WHITE BURGUNDY WINE
MISE DU CHATEAU
CLOS DU CHATEAU
BOURGOGNECHARDONNAY
APPELLATION BOURGOGNE CONTROLÉE
SOCIÉTÉ CIVILE DU
DOMAINE DU CHATEAU DE MEURSAULT
PROPRIÉTAIRE A MEURSAULT, COTE-D’OR, FRANCE
DISTRIBUTEUR EXCLUSIF COMTE DE MOUCHERON CHATEAU DE MEURSAULT
AFENGIS - OG TOBAKSVERZLUN RIKISINS
Þeir sem skrifa um vín eru þekktir
fyrir fjölskrúðugt orðalag. Ef vel er
að gáð þá er ekki auðvelt að lýsa
bragði eða lykt með orðum. Það er
stundum sagt að Búrgúndarhérað í
Frakklandi sé magi Frakklands, Par-
ís höfuðið og Champagnehéraö sálin.
Rauðvínin frá Búrgúndarhéraði eru
Sælkeriim
Sigmar B. Hauksson
með þeim bestu sem völ er á í heimin-
um og þurm hvítvínin eru einnig
talin þau bestu sem völ er á. Þurru
hvítvínin frá Búrgúndarhéraði eru
því dýr en - þaö má fá góð borðvín
á sæmilegu verði. Þegar borin eru
saman venjulegt þurrt franskt hvít-
vín og gæðavín frá Búrgúndarhéraði
þá þarf viökomandi ekki að vera
neinn vínþekkjari til að finna mun-
inn, hann er svo óumræðilega mik-
ill. í verslunum ÁTVR. hafa hingað
til ekki verið á boðstólum nein „stór“
Búrgúndarvín heldur nokkrar teg-
undir af venjulegum einfóldum borð-
vínum. Meö tilkomu hinnar nýju
verslunar ÁTVR í Mjódd gefst unn-
endum góðra vína kostur á að kaupa
nokkur gæðavín. Þau mættu að vísu
vera fleiri en nú eru á boðstólum.
Eitt þeirra vína sem hægt er aö fá í
verslun ÁTVR í Mjódd er Clos Du
Chateau. Réttara væri kannski aö
kalla þetta vín Meursault. Þetta vín
er pressað úr göfugustu vínþrúgu
sem völ er á, Chardonnay, sem með-
al annars kampavínið er pressað úr.
Meursault er fyrsti af þremur hrepp-
um í Búrgúndarhéraði þar sem nær
eingöngu eru gerö hvítvín og em þau
að mestu pressuð úr Chardonnay.
Þessi vín eru látin þroskast í ámum
nokkurn tíma. Þetta vín er bragð- og
ilmmikið frískandi og djarft. A það
slær ljósgulum blæ sem stundum
breytist í gulgrænan lit. Þetta er
„matarmikið“ vín sem hefur mikið
eftirbragð. Það er kitlandi en þó ljúft.
Vitaskuld er ekki með góðu móti
hægt að lýsa þessu víni með orðum.
Þaö vín sem hér er á boðstólum er
árgerð 1985 en það var frábært ár í
Meursault. Sömuleiðis var árgang-
urinn 1983 mjög góður og fékk vínið
raunar gullverðlaun í París. Nú,
hvað um það, bragð er sögu ríkara.
Allir áhugamenn um vín þekkja
þetta vín. Fyrir þá sem em að hefja
„smökkunarferil“ sinn, við þá er
ekkert annað hægt að segja en að
þetta vín er eitt af þeim stóru. Það
er ánægjuleg þróun að ÁTVR skuli
gefa okkur kost á að kynnast nokkr-
um góðvínum, Clos Du Chateau er
eitt af þeim.
RÉCOLTE
SOCIÉTÉ CIVILE DU DOMAINE m DU CHATEAU DE MEURSAULT
I 985