Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 23
23
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Fjölnotatölva sem
sameinar mörg skrif-
stofutæki í eitt
„Ég sé fyrir mér að innan fárra ára
verði búið að sameina tölvu, móts-
hald, póstfax, síma og skjalasöfn í
eina fjölnotatölvu," segir nóbels-
verðlaunahafinn Amo Penzias sem
nú er yfirmaður þróunardeildar Bell
símafyrirtækisins. Penzias fékk
verðlaunin árið 1978 fyrir framlag
sitt til kenninga um upphaf heimsins
en sneri sér síðan að hönnim fjar-
skiptagervihnatta áður en hann
réðst í þjónustu Bell. Penzias er tal-
inn með mestu fjölfræðingum í heimi
vísindanna.
Penzais spáir því að á næstu árum
komi ekki fram mikilsverð ný tæki.
Hann heldur þvi hins vegar fram að
á næstu árum verði áherslan lögð á
að auka notagildi þeirra tækja sem
fyrir eru. Eitt þeirra tækja, sem
Penzais hefur mikinn áhuga á að
smíða, erfjölnotatölvan. Hugmyndin
með henni er ekki að búa til áður
óþekkt verkfæri heldur að sameina
nokkur sem fyrir eru á markaðnum.
Fjölnotatölvan á ekki að verða fyr-
irferðarmeiri en venjuleg einkatölva
og bakfiskurinn í henni verður
venjuleg tölva. í fjölnotatölvunni
verður einnig símstöð þar sem hægt
verður að hringja í nokkur númer
samtímis og halda símafund. Þá á að
vera hægt að kalla andht viðmælend-
anna fram á tölvuskjáinn. Einnig er
hægt að senda viðmælendunum upp-
lýsingar á skjáinn eða senda þeim
póstfax sem tölvan skrifar út sam-
stundis.
Penzias segir að þetta sé ekki fjar-
lægur draumur því allir þessir
möguleikar séu þegar fyrir hendi -
máhð sé aðeins að sameina þá í einu
tæki. Það tæki kallar Penzias fjöl-
notatölvu og spáir að hún verði á
almennum markaði eftir fá ár.
Sönnur færðar á
arfgengi geðklofa
Alþjóðlegur hópur vísindamanna
hefur dregið fram í dagsljósið fyrstu
öruggu sönnunina fyrir þvi að geð-
klofi sé arfgengur. Þetta hefur lengi
verið trú manna en til þessa hafa-
engar sannanir verið fyrir arfgengi
sjúkdómsins. Geðklofi hefur þótt
fylgja ættum en aht hefur verið á
huldu um skýringuna.
Þessi niðurstaða er talin mikilvæg-
ur áfangi í átt að skilningi á sjúk-
dómnum sem er meðal útbreiddustu
geðsjúkdóma. Vísindamennirnir
segja að geðklofi stafi af gaha í einum
af þeim 46 htningum sem ráða erfð-
um manna. Gallinn kemur fram í
htningi númer 5. Enn er ekki vitað
nákvæmlega hver gallinn er, aðeins
að þessi htningur er ekki eins og
hann á að vera.
Þessi erfðagahi virðist einnig valda
fleiri geðsjúkdómum sem taldir eru
skyldir geðklofa. Það atriði er þó tal-'
ið vafasamt þvi annar hópur vísinda-
manna hefur ekki fundið samhengi
milh erfðagahans í fimmta htningi
og annarra geðsjúkdóma en geð-
klofa.
Tahð er að allt að eitt prósent
manna þjáist af ■geðklofa. Sjúk-
dómurinn kemur yfirleitt fram á
unghngsárum og er ólæknandi. Nið-
urstaða vísindamannanna þykir
sanna að geðklofi eigi sér líffræðileg-
ar ástæður og.verði þar með ekki
rakinn th áfalla í uppeldi. Þó getur
verið að áhrif uppeldis framkalh
sjúkdóminn og valdi því að hann
komi fyrr fram en ella.
M
gervihnattar-
sjónvarp
Nú í nóvember hófust útsend-
ingar hjá arabísku gervihnattar-
sjónvarpi. Stöðin heitir Qamarsat
og fara sendingarnar um gervi-
hnött sem kallast Arabsat Fyrst
um sinn verður sent út i tvær
klukkustundir á dag og ná send-
ingarnar th fjögurra arabískra
landa.
Fljótlega eftir áramótin verður
dagskráin lengd í 12 klukku-
stundir. Þá standa einnig vonir
til að útsendingin náist í 21 landi.
Arabíska sjónvarpsfélagið, sem á
gervihnattarsjónvarpið, hefur
lagt uxn íjóra mhljarða íslenskra
króna í þetta verkefni. Þar er þó
gert ráð fyrir aö stööin skih hagn-
aði þegar árið 1990. Tekna er aflað
með sölu auglýsingatima.
Arabíska sjónvarpsfélagið hef-
ur einkarétt á tveim rásum í
Arabsat þótt aðeins önnur verði
notuð fyrst um sinn. í framtíöinni
er ætíunin að senda út tvær dag-
skrár samtímis.
Heimsmet
í lófaklappi
Borgarbúar í Vín eru vanir að
velja úr öhu því besta sem býðst
í tónlistarheiminura. Þeir eru
líka þakklátir þegar listaraenn-
a r
Placido Domíngo hefur fengið
lengra klapp en nokkur annar.
irnir skha hlutverki sínu með
sóma og sann. Þaö þarf því eng-
um aö koma á óvart þótt tónleika-
gestir í Ríkisóperunni í Vínar-
borg eigi heimsmet í að klappa
listamönnunum lof í lófa.
Árið 1983 söng stórtenórinn
Placido Domingo í La Boheme,
óperu Puccinis, í Vínarborg. Á
eftir var hann klappaður upp 83
sinnum. Talnafróðir menn segja
að fagnaðarlætín hafi staðið í •
eina klukkustund og 31 mínútu.
Ekki er vitað til að svo lengi hafi
verið klappað í leikhúsi eför að
nothæfir tímamælar komu th
sögunnar.
Ræktaðir
líkamshlutar
Hugmyndaríkir læknar hafa
fundið upp nýja aðferö við lýta-
lækningar. f stað þess að tjasla
saman líkarashlutum á sinum
rétta stað eru nú inögtheikar á
að „rækta“ þessa hluta upp á
öðrum stað á líkamanum og flytja
þá siðan á sinn rétta stað.
Þannig sjá menn fram á að ein-
hvern tímann verði nef „ræktað“
á handlegg og síðan flutt á sinn
rétta stað þegar það er fullvaxið.
Enn sem komið er hefur þetta
þó aldrei verið gert en læknar
segja aö ekki líði á löngu þar til
fyrsta nefið verður búið th með
þessum hætti.
Innan skamms verður h:
„rækta“ nef á handlegg.
Vísindi
Fjölnotatölvan verður m.a. fullkomið póstfaxtæki.
Nýtt lyf eyðir
áhrifum díasepams
Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu
er nú unnið aö þróun lyfs sem eyðir
áhrifum díasepams (Apozepam,
Díasepam, Stesolid, Valium) og gæti
því komið í veg fyrir dauðsfoll af
völdum ofneyslu lyfsins. Hér á landi
er díasepam selt í miklu magni og
sömu sögu er að segja frá flestum
nágrannalöndunum.
Díasepam tilheyrir flokki lyfja sem
kahast benzódíazepín og eru seld í
ýmsum afbrigðum. Þessi lyf þykja
varhugaverð, ekki síst vegna þess að
mörgum hættir th að taka of mikið
af þeim en ofneysla hefur kostað
mörg mannslíf.
Það er Hoffman La Roche sem fer
í fararbroddi rannsókna á nýja lyfinu
en þar var díasepamið einnig fundið
upp. Þetta lyf er kallað flumazenil.
Tilraunir hafa leitt í ljós að það eyðir
áhrifum díasepams á mjög skömm-
um tíma og vekur þá sem fallið hafa
í djúpan svefn vegna díasepam-
neyslu.
Til þessa hafa engin tök verið á að
eyða áhrifum díasepams, mörg dæmi
eru um að fólk hafi aldrei vaknað
úr dauðadái eftir að hafa tekið of
stóra skammta af því.
Af þessari ástæðu hefur á undan-
förnum árum verið lögð mikil
áhersla á að finna lyf sem gæti vegið
á móti áhrifum díasepams. Líklegt
er að þetta lyf sé nú fundið. Það hef-
ur verið reynt bæði í Bandaríkjunum
og í Evrópu. Thraunirnar lofa góðu
þótt enn hafi aukaverkanir lyfsins
ekki verið kannaðar til fullnustu.
Nú þarf ekki lengur að biða eftir þvi
að áhrif diasepams fjari út.
Áhrif nýja lyfsins felast í þvi að það
safnast fyrir á viðtækjum fyrir
taugaboð í heilanum. Það gerir días-
epam líka en vegna þess að nýja lyfið
er kröftugra ryður það díasepaminu
burt. Nýja lyfið hefur þó engin deyf-
andi áhrif.
Læknar segja að það geti einnig
komið að notum við skurðaðgerðir.
Sjúklingar fá oft díasepam fyrir að-
gerðir. Ef þeim er gefið nýja lyfið
eftir að aðgerð er lokið styttist tíminn
sem það tekur sjúkhnginn að jafna
sig.