Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Síða 39
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 55 LífsstQl Með annan fótinn í Þýskalandi, hinn í Belgíu og allt annað í Hollandi: Þriggja landa bletturinn við Maastricht. Maastricht: Spássérað um Svalir Evrópu - í elstu borg Hollands þar sem bruggað er fágætasta vín Evrópu Skammt frá Maastricht, elstu borg Hollands, hlykkjast sveitavegurinn á milli birkitrjánna, furunnar og beykisins upp á hæsta tind Niður- landa, aðeins um 300 metra fyrir ofan sjávarmál. Uppi á tindi þess- um er steinsúla nokkur þar sem heimamenn kalla Þriggja landa blettinn. Ferðamaðurinn á þessum stað finnur til undarlegrar og ómótstæðilegrar hvatar til að apa eftir börnunum á staðnum: að vera með vinstri fótinn í Þýskalandi, þann hægri í Belgíu á meðan aðrir líkamshlutar eru í Hollandi. Maastricht þarf þó ekki á neinum slíkum tilfæringum að halda til að sýna hversu alþjóðleg hún er. Bæði borgin og héraöið umhverfis, Lim- burg, standa fyllilega undir nafn- inu sem Hollendingar hafa gefið þeim: Svalir Evrópu. Við fyrstu sýn er ekkert eins fjarri hefðbundnum hugmyndum manna um Holland og Limburg. Þar eru engin síki, engin vindmylla, heldur aflíðandi hæðir og hólar eins og í enskri sveit, kastalar í frönskum og þýsk- um stíl, sterkbyggðir bóndabæir með bindingsverki eins og í Elsass og Lorraine. Þama er meira að segja stólalyfta. Og til að fullkomna blekkinguna eru vínekrur á sólrík- ustu hæðunum. Hér dó D'Artagnan Maas-áin rennur í gegnum hjarta Maastricht og yfir hana er brú sem hefur staðið síðan á 12. öld. Áin hefur oft litast blóði um aldirnar. Tuttugu og einu sinni hafa her- sveitir setið um borgina, þegar Rómverjar, Frankar, Spánverjar, Frakkar, Englendingar, Þjóðverjar og Hollendingar hafa barist um yfirráðin. Maastricht hefur þekkt Karla- magnús, hinn grimmdarlega spænska hertoga af Parma, Loðvík sólkonung Frakka. Ekki má gleyma D’Artagnan, einum af skyttunum þremur, sem lét líf sitt við varnir borgarinnar 1673, og Napoleon keisara sem lét hætta framleiðslu á vínekrunum, þeim einu á Niðurlöndum. D’Artagnans er í dag minnst með látlausri styttu á virkisveggnum þar sem hann féll. Það sem minnir á Napoleon, síðasta franska drottn- arann yfir þessu svæði áður en Hollendingar náðu því aftur á sitt vald eftir fall hans, eru þijár vín- ekrur og einn „víngarður” sem enn eru í rækt. Áður fyrr skiptu vínekr- umar mörgum tugum. Af fágætu víni Fágætasta vín Evrópu er fram- leitt í Limburg, risesling, auxerrois og moller thurgau í aðeins 25 þús- und flöskum, og 100 flöskur eða svo af rauðvíni sem áhugamaður bruggar í litla víngarðinum í hjarta borgarinnar. En það eru meiri lík- ur á því að ferðalanginum verði boðið upp á Limburg vin á einka- heimili eða hóteli í Amsterdam en í sjálfri Maastricht. Tvær ástæður eru einkum nefnd- ar fyrir því hvers vegna Napoleon eyðilagði hina blómlega vínfram- leiðslu sem var í sveitinni og mönn- um er í sjálfsvald sett hvora þeir telja líklegri. Samkvæmt þeirri fyrri vildi Napoleon ekki að hol- lenska vínið keppti við það franska vegna þess að það var of gott. Hin síðari er á þá leið að honum hafi fundist hollenska vínið svo hræði- lega vont að hann lét eyðileggja vínekrurnar. Hver svo sem sann- leikurinn er í máh þessu, þá er það óumdeilanlegt að vínbændur á svæðinu voru orðnir svo leiðir á allri eyðileggingunni á landinu og uppskerunni í hverri styrjöldinni á fætur annarri að þeir nenntu ekki að hefja ræktunina aftur. Prúttað á þremur málum Sigursælir hershöfðingjar af ýmsu sauðahúsi og einfóld landa- fræði hafa sett mark sitt á Ma- astricht. Bæjarbúar tala einstaka mállýsku sem er blanda úr þýsku, frönsku, hollensku og flæmsku. Prútt á mörkuðunum fer fram á þremur tungumálum og greitt er fyrir vöruna með þremur gjald- miðlum. Elstu byggingarnar í Maastricht eru kirkjurnar Onze Lieve Vrouwe og St Servaas sem að allra áliti eru einhver fahegustu dæmi um róm- anskan byggingarstíl á Niðurlönd- um öllum. Þegar spænsku hús- bændurnir höfðu veriö reknir í burtu var farið að byggja í dæmi- gerðum hollenskum kalvínistastíl. Ráðhúsið er dæmigert fyrir klass- ískan hollenskan stíl. Á 18. öldinni hafði franskt barokk og rókókó náð yfirhöndinni. Lostætu kirsuberin í hjarta borgarinnar er stórt og mikið torg sem heitir Vrijthof. Þar gnæfa yfir turnar St Seervaskirkj- unnar sem nefnd er eftir dáðasta biskupi borgarinnar. Sá dó árið 384. En það er langt því frá að ein- hver helgiblær hvíli yfír torginu. Vinsælustu gangstéttarveitinga- hús borgarinnar eru þar og torgið er upplýst langt fram á nótt. Við Vrijthof er thvalið aö slaka á yfir kaffiboha og einni sneið af frægustu ávaxtaböku héraösins, vlaii, sem þeir Hollendingar bera fram „flæ“. Þeir sem gjörst þekkja segja að besta fyllingin í vlaii sé gerð úr ekta Limburg kirsuberjum. Og kirsuberin í Limburg, svo og spergilhnn, eru þau bestu sem til eru. En vlaii er borin fram með mörgum mismunandi fyllingum. Það er bara skehn sem verður að vera hin sama alls staðar. Þegar kvölda tekur eru franskir veitingastaðir allsráðandi. Franska leiðsöguritið frá Michelin gefur þeim góða einkunn en þeir eru jafn- framt dýrastir ahra veitingastaða. En ef menn vilja heldur snæða franskan mat í Frakklandi og hol- lenskan í Hollandi þá er vel við hæfi að gæða sér á indónesíska matnum rijsttafel. Maastricht er öðruvísi Holland og besta aðferðin til að njóta borg- arinnar er að drekka í sig einstaka blönduna af menningu, matargerð- arlist og stemmningu sem ríkir á Svölum Evrópu. Áin Maas liðast í gegnum Maastricht og kemur í stað síkjanna sem einkenna aðrar borgir hollenskar. Mlnnum hvert annað á - Spennum beltin! yUMFERÐAR RAÐ 1. VINNINCUR í kvöld handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki » vanta í þetta sinn! } Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.