Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 19, NÓVEMBER 1988, 49 Handknattleikur unglinga Þröstur Helgason, fyrirliði Víkings í 5. flokki. Þröstur Helgason: Égvilenguspá nm úrslit - en viö ætlum okkur sigur í leiknum Er unglingasíðan hafði samband við Þröst Helgason, fyrirliða Víkings í 5. flokki, sem mætir KR í úrslitum í dag, var ekki að finna neinn bilbug á honum. „Við erum að leika annað árið í röð gegn KR í úrslitum Reykjavíkur- mótsins og í fyrra töpuðum við. Ég vil engu spá um úrslitin en við ætlum okkur að hefna fyrir tapið í fyrra. Við erum búnir að æfa vel undan- farið og mætum vel undirbúnir til leiks gegn KR. Okkur er úthlutað tveimur æfingum í viku en Bjarki Guðmundsson þjálfari hefur alltaf getað útvegað okkur aukaæfmgar, þ.e. við æfum jafnvel fjórum sinnum í viku. Erfiðasti leikurinn í riðlakeppn- inni var gegn Fram í seinni umferð- inni en hann endaði með jafntefli, 12-12, eftir að Framarar voru komnir mikið yfir. Sá leikur sýndi okkur bara að enginn leikur er búinn fyrr en flautað er til leiksloka," sagði Þröstur Helgason að lokum. Óli B. Jónsson, fyrirliði KR í 5. flokki. „Vona að við vinnum Ví king'' - sagði fyrirliði KR í 5. flokki karla, ÓIi B. Jónsson „Vjð sigruðum Víking í úrslitaleik í fyrra og það ætlum við að gera aft- ur í dag. Við erum búnir að æfa vel og spila einn æfingaleik við FH. Þetta er í þriðja skiptið sem ég spila til úrslita á Reykjavíkurmóti en ég man ekki alveg hvernig þeir leikir fóru. Ég vona bara að vinnum leikinn við Víking í dag og endurtökum þannig leikinn frá því í fyrra en ég vil engu spá um úrslitin," sagði Óli B. Jónsson, fyrirliði 5. flokks KR, í samtali við blaðmann DV. Hjördís Guðmundsdóttir: Búið að vera mjög erfitt undanfariö „Við erum ákveðnar að hefna ófar- anna frá í fyrra er við töpuðum eftir framlengdan leik gegn KR,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, hinn hressi fyrirliði Víkings í 3. flokki, er DV hafði samband við hana og spurðist fyrir um hvernig úrslitaleikurinn gegn KR legðist í hana. „Það var leiðinlegt að tapa þeim leik því við skoruðum mark á síðustu sekúndunum í fyrra og hefði það getað orðið sigurmarkið en það var dæmt af þar sem leikmaðurinn hafði stigið á línu. Þetta er búið að vera mjög stremb- ið undanfarið. Við æfum flestar með 2. flokki, auk þess að æfa með 3. flokki og æfum minnst fjórum sinn- um í viku. Ég hef einnig æft daglega undanfarið með unglingalandsliðinu svo að það geta verið allt að átta til tíu æfmgar á viku. Það er nokkuð mikið en maður hefur bara gott af því að æfa svona mikið. Ég ætla ekki að spá um úrslit leiks- ins en við ætlum að vinna, svo mikið er víst,“ sagði hin upptekna Hjördís að lokum. Hjördís Guðmundsdóttir, fyrirliði Víkings í 3. flokki. „Það mábúastvið hörkuleik" - sagði Einar Ámason, fyrirliði KR í 4. flokki karla „Við ætlum að vinna þennan leik, það er engin spurning. Fyrir tveimur árum unnum við Framarana og ætl- um að endurtaka leikinn í ár. Þeir eru með gott lið og unnu okkur á íslandsmótinu með einu marki þann- ig að það má búast við hörkuleik. Það er mjög erfltt að spá um úrsht í þess- um leik en þetta verður örugglega hörkubarátta. Við erum búnir að æfa ágætlega en okkur vantar fleiri æfingar. Við æfðum fjórum sinnum í viku til að byrja með en undanfarið höfum við æft tvisvar í viku.“_ Þetta sagði Einar Árnason, fyrirliði 4. flokks karla hjá KR, þegar DV ræddi við hann um úrshtaleikinn við Fram sem hefst kl. 15.50 í Laugar- dalshöllinni í dag. Einar Árnason, fyrirliði KR í 4. flokki. „Þeir em engan vegúrn ósigrandi" - sagði Sigurður Þórsson, fyrirliöi ÍR Við erum búnir að æfa vel í vetur og komum vel undirbúnir í þennan leik. Það er því engin spurning að við stefnum að sigri á móti Frömur- um. Þeir eru með sterkt hð en engan veginn ósigrandi. Við höfum einu sinni áður leikið til úrslita á Reykjavíkurmóti en þeim leik töpuðum við þannig að það er kominn timi á okkur núna. Það sem hefur háð ÍR-liöinu einna mest er að við erum aldrei með sama þjálfarann tvö ár í röð en það lagast vonandi í framtíðinni. Ég þori engu að spá um úrslitin en við ætlum að vinna leikinn." Þetta hafði Sigurður Þórsson, fyrir- liði ÍR í 3. flokki karla, að segja um leikinn. * Sigurður Þórsson, fyrirliði ÍR i 3. flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.