Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
17
Skilaboð
að handan
Löngu síðar voru jaröneskar leifar
þeirra grafnar upp, eftir boð með
ósjálfráðri skrift frá Agnesi að hand-
an, og grafnar á ný í kirkjugarðinum
á Tjöm. Flutningur beinanna fór
Dauðastrið mannsins, sem hér liggur grafinn, varð til
þess að bikarnum var skilað í Tjarnarkirkju árið 1975.
Auðbjörg Guðmundsdóttir á Syðri-Þverá i Vesturhópi
skilaði bikarnum i kirkjuna á Tjörn til að kveða niður
orðróm um að honum fylgdu ill örlög.
og Friðrik Sigurðssyni í Vatnsdals-
hólum einn kaldan janúardag árið
1830 og varð þar með síðastur íslend-
inga til að höggva sakamenn.
Þetta er eitt frægasta sakamál á
íslandi og af því hafa spunnist enda-
lausar þjóðsögur og ýmsir trúa því
að ætt Guðmundar hafi alla tíö fylgt
ógæfa síðan. Ættmenn hans eiga að
hafa lotið í lægra haldi fyrir dómi
örlaganna allt fram á þennan dag.
Brot þeirra Agnesar og Friðriks
var að ráða Natan Ketilsson, bróður
Guðmundar, af lífi og annan mann
með. Ein þjóðsagan um upphaf
harmsögunnar er á þá lund að Guð-
mundur hafi boðist til að höggva þau
skötuhjú til að hefna fyrir bróður
sinn. Onnur saga er á þá leið að
Guðmundur hafi staðfastlega neitað
að vinna verkið þar til honum var
gert ljóst að Agnes og Friðrik yrðu
að öðrum kosti flutt til Noregs og
höggvin þar.
Þá á Guðmundur að hafa tekið
verkið að sér til að forða þeim frá
hrakningum og óþörfu kvalræði.
Þjóðsögumar gera Guðmundi aldrei
upp illmennsku og sagt er að hann
hafi aldrei verið samur maður á eftir.
Handlaginn
og kaldlyndur
Til eru heimildir fyrir því að Guð-
mundur var valinn til verksins
vegna þess að enginn annar fékkst
til að ganga í hlutverk böðulsins.
Honum var líka lýst svo að hann
væri bæði handlaginn og kaldlyndur.
Sjálfur setti hann það skilyrði fyrir
að höggva þau Agnesi og Friðrik að
fá nothæfa öxi til verksins. Öxina
fékk hann og svo sem vænta mátti
reyndist hún alla tíð síðan mikill
óheillagripur. Hún var síðar geymd
í ýmsum húsum á Möðruvöllum í
Hörgárdal en þau brunnu öll.
Guðmundur á að hafa gengið þann-
ig fram við að höggva Friðrik að tvo
menn þurfti til að ná öxinni aftur úr
höggstokknum. Eftir að búið var að
lífláta þau Agnesi og Friðrik voru
þau dysjuð á aftökustaðnum og látin
snúa út og suður. Höfuðin voru ekki
grafin með þeim heldur sett á yddað-
ar stengur sem reistar voru sitt hvor-
um megin við aftökupallinn. Andlit-
in voru látin snúa móti alfaraleið,
blóðug og gapandi. Það var ógnvekj-
andi sjón sem fyllti fólk samúð með
hinum höggnu.
fóru að heyrast sögur um að sérstök
ógæfa fylgdi ætt Guðmundar. Börn
fæddust mállaus og gamlar konur
misstu sjónina. Þar kom að dóttur-
sonur Guðmundar veikist af krabba-
meini. Meðan hann lá banaleguna
tók móðir hans sig til og skilaði bik-
amum aftur í kirkjuna, eins og áður
var sagt, og síðan hefur allt verið
með felldu.
Leiöi Agnesar og Friðriks í kirkjugarðinum á Tjörn. Til voðaverka þeirra
má rekja upphaf harmsögunnar.
fram samkvæmt fyrirsögn sem mið-
ill flutti að handan. Höfuð þeirra áttu
að vera grafin í kirkjugarðinum á
Þingeyrum en fundust nærri aftöku-
staðnum, einnig eftir leiðsögn miðils.
Þetta gerðist sumarið 1934 og varð
síst til að aftaka þeirra Agnesar og
Friðriks félli í gleymsku.
Ein af mörgiun sögum, sem ganga
um aftökuna, er á þá leið aö böðuls-
laun Guðmundar hafi verið þijátíu
silfurpeningar - Júdasarpeningar.
Hvort sem eitthvað er til í því eða
ekki þá er þvi bætt við í þjóðsögunni
að Guðmundur hafi gefið þessa pen-
ingar fátækum á Vatnsnesi.
Sagan um bikar örlaganna í Tjarn-
arkirkju er raunar með svipuðu
móti og aðrar sögur, tengdar Guð-
mundi Ketilssyni. Guðmundur gaf
kirkjunni bikarinn skömmu eftir að
hann fékk hann árið 1853. Kirkjan
átti þá engan kaleik og úr því vildi
Guðmundur bæta. í kirkjunni var
bikarinn í ríflega sjötíu ár og varð
ekki tilefni mikilla örlaga.
Bikarinn
tekinn úr
kirkjunni
Um 1930 fékk Guðmundur Arason,
einn ættmenna Guðmundar Ketils-
sonar, leyfi biskups tii að taka bikar-
inn úr kirkjunni, enda taldi hann að
bikarinn væri verðlaunagripur sem
erfingjar hans ættu með réttu. Kirkj-
an á Tiörn hafði líka eignast sinn
kaleik og þvi óþarft að nota gamla
bikarinn áfram.
Þjóðsagan segir að Guðmundur
Ketilsson hafi mælt svo fyrir, þegar
hann gaf kirkjunni bikarinn, að eng-
inn skyldi taka hann þaðan aftur, að
öðrum kosti mundi ógæfa dynja yfir
þann sem fyrir því stæði og hans fólk.
Það er trú margra að ekki eigi að
taka gjafir úr kirkjum og ekki varð
það til að draga úr ótta manna við
að taka þennan grip úr kirkjunni að
hann var upphaflega í eigu böðulsins
Guðmundar Ketilssonar. Eftir þetta
Aldrei aftur
úr kirkjunni
Bikarinn kom aftur í kirkjuna árið
1975. Séra Róbert Jack á Tjöm á
Vatnsnesi segir að bikarinn fari aldr-
ei aftur úr kirkjunni enda sé því al-
mennt trúað á Vatnsnesi að honum
fylgi slæm örlög. „Ég treysti því að
bikarinn fari ekki úr kirkjunni með-
an hún stendur," sagöi séra Róbert
í samtali við DV. „Ég trúi þvi að þessi
sága sé rétt. Ég hef í það minnsta
ekki vit til að draga hana í efa.“
Það eru þó ekki allir sem leggja
trúnað á söguna. Þar á meðal er
Auðbjörg Guðmundsdóttir sem þó
skilaði bikamum í kirkjuna. „Það
hefur hent svo fjölmarga einhver
ógæfa án þess það verði rakið til ein-
hverra sérstakra örlaga," sagði hún
í samtali við DV. „Eg veit heldur
ekki til þess að ætt mín hafi reynt
meira en margar aðrar. Ég hef því
enga ástæðu til að trúa þessari sögu.
Það kom hins vegar illa við mig aö
um þetta væri rætt og því skilaði ég
bikamum. Það var eina ráðið til að
stöðva orðróminn.“
-GK
SMÁAUGLÝSINGAR
Mánudaga - föstudaga,
9.00 - 22.00
Laugardaga, 9.00 - 14.00
Sunnudaga, 18.00 - 22.00
Þverholti 11
s: 27022