Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Breidsíðan íslendingar hrifnir af íslensku - segir Valgerður Torfadóttir hönnuður „Viö getum ekki annaö sagt en að íslendingar séu hrifnir af íslensk- um fótum. Eftir að viö komum fram í þætti Bryndísar Schram var verslunin troðfull af fólki og viö önnum varla eftirspurn." Svo segir Valgerður Torfadóttir en hún star- far sem fatahönnuður hjá Textíl sem rekur verslunina Punktinn sem nýlega var opnuð við Lauga- veginn. Margir voru undrandi þegar verslun með íslenskað fatnað var opnuð hér á landi því hingaö til hafa Islendingar ekki haft áhuga á íslenskri framleiðslu. „Ég held að það sem skipti máli sé að ég og Björg Ingadóttir hönnuður höfum fengið algjörlega frjálsar hendur við sköpunina. Venjulega er hönn- uðum sagt hvað þeir eigi að gera hjá íslensku fyrirtækjunum," sagði Valgerður. „Eg hef fundið fyrir því að fólk er orðið þreytt á því sama í öllum verslunum og er fegið að fá eitt- hvað nýtt og öðruvísi. Einnig höf- um við lagt áherslu á að hafa vönd- uð efni en reynum að hafa verð sambærilegt við aðrar vörur á markaönum," sagði Valgerður ennfremur. Það er saumastofan Textíl sem sér um saumaskapinn en bæði eru framleiddar flíkur í fjöldafram- leiðslu og módelflíkur. Þær síðar- nefndu eru þá í dýrari verðflokkum eins og pelsar og handmálaður fatnaður. Ekki var búist við að salan yröi jafnmikil og raun ber vitni fyrst í staö. „Við höfum þurft að panta meira af efni aö utan til að geta annað eftirspurninni," sagði Val- gerður og bætti við að það virtust vera allir aldurshópar sem kæmu inn í verslunina. „Allt frá táning- um upp í eldra fólk.“ Valgerður sagöi að nú ætti að opna aðra verslun á Akureyri með sömu vörum. Hún heldur áfram að hanna fatnað ásamt því að vera í Punktinum. „Þetta hefur verið vinna nánast allan sólarhringinn í nokkra mánuði,“ sagði Valgerður. -ELA Valgerður Torfadóttir og Björg Ingadóttir hönnuðir segja að fólk sé orðið þreytt á sams konar fatnaði um allan bæ. Þú ert 2000 krónum ríkari! Þeir tóku starf sitt alvarlega þar sem þeir voru á námskeiði í umferðarfræðslu. Drengurinn, sem bendir svo ábúðarmikill á svip, á skilið verðlaun fyrir góða frammistöðu og greinilegt er að börnin fylgjast með af athygli. Það er þess vegna sem hann fær hring um höfuð sér þessa vikuna og má því vitja tvö þúsund króna hér á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11. -ELA/DV-mynd KAE Af staðreynda- stöglurum Það er einkum tvennt sem einkennir fréttir íslenskra blaða, það hve leið- inlegar þær eru og þær eru yfirleitt réttar, jafnvel kórréttar. Fréttaritar- ar fjalla aðeins um staðreyndir og kjarna málsins en sjaldnast um það sem er skemmtilegt og skiptir höfuð- máli fyrir hnípna þjóð í vanda. Fréttamaðurinn má auðvitað aldrei vera með sinn persónulega og sér- stæða stíl. Staðreyndastaglinu allt, gæti verið kjörorð fréttaritara. Á þessu er þó til ein undantekning, þ.e. sjálf drottning. íslenskra dreif- býlisfréttamanna, Regina Scriptus. Tónleikar Algengar fréttir, ekki síst utan af landi, íjalla um tónleikahald undir látlausri fyrirsögn og þar er upp taliö hvenær tónleikarnir hafi byrjað, hver hafi stjórnað og hvurjir sungið einsöng. Sem sagt marklaust og bragðlaust staðreyndastagl. Ólíkt huggulegra væri að lesa eftirfarandi frétt af þessum sömu tónleikum: Einstæður listviðburður í síöustu viku átti sér stað stórkost- legur hstviðburður hér fyrir norðan þegar blandaður kór Hreppsbúa hélt tónleika í félagsheimilinu. Veður hafði verið rysjótt fram eftir vikunni og reyndar fór rafmagnið í 4 klukku- tíma á sUnnudeginum, en Bernharð- ur Briem rafveitustjóri og menn hans voru skjótir að vinna bráðan bug á biluninni enda Bernharður laghentur með afbrigðum eins og hann á kyn til. Tónleikarnir hófust með því að prúðmennið Snjólfur Laufdal ávarp- aði tónleikagesti og þakkaði þeim aðsóknina sem hann taldi góða mið- að við tíðarfar. Snjólfi er margt til lista lagt, er bridgespilari ágætur, safnar frímerkjum og er vinsæll barnakennari í hreppnum. Hann var í þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins í síðustu kosningum en er engu að síður góður og gegn maður að flestra dómi. Fyrsta lagiö var „Bólroðinn blívur og blikar við sæ,“ og þar sungu hjón- in Elísabet og Jónatan frá Brimils- stöðum dúett á fágaðan hátt. Þau hjón lentu í dráttarvélaslysi fyrir nokkrum mánuðum en hafa náð sér furðanlega enda sómafólk eins og allt Brimilsstaöaslektið í marga ætt- hði. Þau sungu að auki þrjá fagra italska dúetta en þess má geta að dráttarvélin eyðilagðist í slysinu en fékkst bætt aö fullu. Ökuníðingurinn úr Reykjavík slapp hins vegar ómeiddur. í lok tónleikanna brutust út gífur- leg fagnaðarlæti og kórinn marg- sinnis klappaður upp. Veður hafði heldur versnað á meðan á tónleikun- um stóð en Hallfreður héraöslög- regluþjónn var mættur á staðinn með sína rúmgóöu Landroverbifreið og var til taks. Má segja að hér hafi fólk orðið vitni að einstæðum hstvið- burði sem vel hefði sómt sér á Lista- hátíö í Reykjavík. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.