Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 50
66 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Andlát Jóhann Júlíusson, Lynghaga 11, er látinn. Finnbogi Hallsson trésmiður, Hrafn- istu, Hafnarfirði, lést í St. Jósepsspít- ala fimmtudaginn 17. nóvember. Guðmunda Þorkelsdóttir, Öldugötu 25a, Reykjavík, lést af slysfórum fimmtudaginn 17. nóvember sl. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudag 20. nóvember1988 Arbæjaikirkja. Barnasamkoma í Folda- ' skóla í Grafarvogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Æskulýðsfundur í safnaðar- heimili Árbæjarkirkju sunnudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænastund i Árbæjar- kirkju þriðjudag kl. 18. Samvera eldra fólks í safnaðarheimili kirkjunnar mið- vikudag 23. nóv. kl. 13.30. Aðalfundur bræðrafélags Árbæjarsafnaðar í Árbæj- arkirkju miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14 feÚur niður vegna ^ramkvæmda við kirkjuna. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusata kl. 14. Gideonmenn taka þátt í guðsþjónustunni og kvmna félag sitt. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11. Guörún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Miðvikudagur: Félagsstarf aldraðra kl. , 13-17. Æskulýðsstarf miðvikudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Bamasamkoma í safnaðarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Laugardagur: Barnasam- koma í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn vel- komin. Egill og Ólafía. Kl. 11. Prestvígsla. Biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, -iúgir eftirtalda kandidata í guðfræði: ' Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sem vígist sem aðstoöarprestur í Seljasókn í Reykjavík- urprófastþæmi, og Sjöfn Jóhannesdóttur sem vígist sem aðstoðarprestur í Kol- freyjustaðarprestakalh í Austfiarðapróf- astdæmi. Vígsluvottar verða: sr. Gunn- laugur Stefánsson, sr. Ólafur Skúlason dómprófastur, sem lýsir vígslu, sr. Val- geir Ásráðsson og sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson prófastur. Altarisþjón- usta annast sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur. Messa kl. 14. Fermingar- Endurski í skam böm aðstoða. Sr. Láms Halldórsson. Dómkórinn syngur við báðar athafnir. Organisti Marteinn H. Friðriksson. ElUheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrrv. prófastur. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. Fella- og Hólakirkja. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Unglingar úr æskulýðs- félaginu syngja. Prestur Guðm. Karl Ágústsson. Mánudagur: Fundur í æsku- lýðsfélaginu kl. 20.30. Þriðjudagur: Sam- vera fyrir 12 ára börn kl. 17. Miövikudag- ur: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 20. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavík. Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Nítugasta starfsár safnaðarins hefst. Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Haraidsson. Grensáskirkja. Laugardagur: Biblíulest- ur kl. 10. Sr. Halldór S. Gröndal. Sunnu- dagur: Barnasamkoma kl. 11. Foreldrar velkomnir með börnunum. Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Árni Arinbjam- arson. Miðvikudagur: Hádegisverðar- fundur aldraðra kl. 11. Fimmtudagur: Almenn samkoma kl. 20.30. UFMH. Föstudagur: Æskulýðshópur Grensás- kirkju kl. 17. Laugardagur: Biblíulestur kl. 10. Prestarnir.- Hallgrimskirkja. Laugardagur: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudagur: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. And- ers Josephsson messar. Organisti Hörður Áskelsson. Mótettukórinn leiðir söng. Þriöjudagur: Fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30. Beðiö fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigskirkja. Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Amgrímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyr- irbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknarprestar. Hjallaprestakall í Kópavogi. Barnasam- koma kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar, Digraneskóla. Almenn guðsþjónusta kl. 14 á sama stað. Fermingarbörn annast hluta af guðsþjónustunni. Allir velkomn- ir. Sóknarprestur. Kársnesprestakall. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Um- sjón María B. Daöadóttir og Vilborg Ól- afsdóttir. Messa í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbjöm Hlynur Árnason og kór Borgarneskirkju flytja Englamessuna úr Graduale Romanum. Stjórnandi Jón Björnsson organisti. Miðvikudag 23. nóv. verður almennur fundur á vegum fræðsludeildar safnaðarins í Borgum kl. 20.30. Efni: Ljóð og trú. Frummælandi: Ingimar Erlendur Sigurðsson skáld. Kaffíveitingar. Sóknamefnd. Langholtskirkja - Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson cand. theol. og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Sig. Haukur Guðjónsson. Organ- isti Jón Stefánsson. Ræöuefni: Til fundar við annan heim. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja. Laugardagur: Guðs- þjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur: Messa kl. 11, altarisganga. Barnastarfið verður samtímis. Kaffí á könnunni eftir messu. Mánudagur: Æskulýðsstarf kl. 18 í safnaðarheimili kirkjunnar. Sóknarprestur. Neskirkja. Laugardagur: Samvemstund aldraðra kl. 15. Bjöm Jónsson skólastjóri sýnir myndir. Sunnudagur: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Eftir guðsþjónustuna flytur dr. Þórir Kr. Þórð- arson prófessor Biblíuerindi um fyrstu Mósebók. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir 12 ára börn kl. 18. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudag- ur: Æskulýðsfundur fyrir 10-11 ára kl. 17.30. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Þriðju- dagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða ki. 13-17. Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Nýtt orgel kirkjunn- ar tekið í notkun. Sóknarprestur prédik- ar. Orgeltónleikar kl. 20.30. Kjartan Sig- uijónsson, organisti Seljakirkju, leikur verk eftir Froberg, Pachelberg, Buxte- hude, Bach og Reger. Mánudagur: Æsku- lýðsfélagsfundur kl. 20. Sr. Valgeir Ást- ráðsson. Seltjarnarneskirkja. Bamasamkoma kl. 11. Messa kl. 14.0rganisti Sighvatur Jón- asson. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 13 ára og eldri mánudag kl. 20.30. Þriðjudag- ur: Starf fyrir KL12 ára börn kl. 17-19. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barna- og fiöl- skyldusamkoma kl. 11. Organisti Smári Ólafsson. Einar Eyjólfsson. Stokkseyrarkirkja. Barnamesssa kl. 10.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Fríkirkjufólk. Almenn guðsþjónusta verður í Háskólakapellunni Sunnudag- inn 20. nóvember 1988 kl. 14.00 á vegum á Safnaðarfélags Fríkirkjunnar í Reykja- vík. Organisti: Jakob Hallgrímsson. Sr. Gunnar Björnsson. Keflavíkurkirkja. Guðsþjónusta í sjúkrahúsinu kl. 10.30. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og stjórnandi Örn Falkner. Sóknarprest- ur. Leikhús Þjóðleikhúsið sýnir Ævintýri Hoffmanns á sunnudags- kvöld kl. 20. Nemendaleikhúsið sýnir Smáborgarakvöld í síðasta sinn á laugardag kl. 15. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Emil í Kattholti í Bæjarbíói á laug- ardag kl. 14 og sunnudag kl. 16. Litla leikfélagið, Garðinum, sýnir leikritið Ótta og eymd Þriðja ríkis- ins á sunnudagskvöld kl. 21 í félags- heimilinu. Næsta sýning verður fimmtu- dagskvöldið 24. nóvember kl. 21. Leikbrúðuland sýnir Mjallhvíti á sunnudag kl.-15 aö Fríkirkjuvegi 11. Miðasala hefst kl. 13. Tapað fundið Gulleyrnalokkur tapaðist í námunda við Gallerí Borg á fimmtudag milli kl. 17-18. Lokkurinn er hringlaga. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 40642. Námskeið Jólaföndursnámskeið Skráning hefst og námskeiðið kynnt í Gallerí 15, Skólavörðustíg 15, í dag kl. 10-14. Sýningar Árbæjarsafn, sími 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Gallerí Gangurinn, Gerwald Rockenchaup sýnir innísetning (installation) sinn í Ganginum um þessar mundir og stendur sýningin út nóvemb- ermánuð. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textilgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Tilkynningar Félag eldri borgara Opið hús í Tónabæ í dag. Kl. 13.30 félags- fundur, kl. 17.30 danskennsla og kl. 20.30 diskótek. Opið hús á morgun, sunnudag, í Goð- heimum, Sigtúni 3, kl. 14, frjálst spil og tafl. Kl. 20 dansaö. Opið hús á mánudag í Tónabæ frá kl. 13.30. Kl. 14 félagsvist. Hjálparstofnun Ananda Marga heldur flóamarkaö og basar að Hallveig- arstöðum í dag, 19. nóvember. Margt góðra muna, notað og nýtt, fatnaður jóladót og fl. á veginn! Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættul ilyMFERw Björgunarsveitin Albert 20 ára í dag, 19. nóvember, heidur björgunar- sveitin Albert á Seltjarnarnesi upp á 20 ára afmæli sitt. í tilefni af því verður húsnæði þeirra í Bakkavör og Áhalda- húsi Seltjarnarness til sýnis almenningi frá kl. 15.00-16.30. Opið hús hjá Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Sunnudaginn 20. nóvember kl. 13-17 hafa Hafrannsóknastofnun og Rannsókna- stofnun fiskiðnaöarins „opið hús“ að Skúlagötu 4 í tilefni af norrænu tækni- ári. Er almenningi boðið að koma og kynna sér starfsemi þessara stofnana og skoða ýmislegt þar sem markvert þykir. Opið hús verður einnig hjá útibúum Haf- rannsóknastofnunar og Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins á Isafirði, Akureyri, Húsavík, í Neskaupstað, á Hornafirði, í Vestmannaeyjum.og í Grindavík. Starfs- menn stofnananna verða að stört'um við að leiðbeina gestum og útskýra fyrir þeim verkefni og annað það sem áhugavert þykir. Dagur lyfjafræðinnar 1988 í dag, 19. nóvember, gengst Lyfiafræð- ingafélag íslands fyrir „Degi lyfiafræð- innar" í ráðstefnusal Hótel Loftleiða og hófst hann kl. 9.30 í morgun. Eftir hádegi verður kynnt ný reglugerð um gerð lyf- seðla og ávísun lyfia, afgreiðslu þeirra og merkingu. „Komdu og sjáðu“ í MÍR Á morgun, sunnudag 20. nóvember kl. 16, verður sovéska kvikmyndin „Komdu og sjáðu" (Ídí í smatrí) sýnd í bíósal MÍR. Þetta er ein kunnasta kvikmyndin sem gerð hefur verið í Sovétríkjunum á síð- ustu árum og hlaut hún gullverðlaun á fiórtándu alþjóölegu kvikmyndahátíð- inni í Moskvu á síðasta ári. Leikstjóri er Élem Klimov en kvikmyndatökumaður Alexei Rodinov. Meðal leíkenda eru Alex- ei Kravtsenko og Olga Mironova. í mynd- inni er lýst örlögum ibúa smábæjar í Hvíta-Rússlandi í síðustu heimsstyijöld, ógnarverkum hemámsliðs nasista og baráttu andspyrnuhreyfingarinnar. Myndin er með enskum skýringartext- um. Aögangur er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. Sýnikennsla í jólafóndri, skartgripagerð úr fimóleir, taumálun með cameopennum, gerð bonsai-trjáa og gerð dúskamynda í dag frá kl. 10-14 í Gallerí 15, Skólavörðustíg 15. Ný Ijóðabók eftir Birgi Svan Símonarson Út er komin ný ljóðabók eftir Birgi Svan Símonarson. Bókin nefnist Farvegir. Við- fangsefni bókarinnar eru margvísleg en hinn rauði þráður virðist þó vera tilvist- arkreppa landkrabbanna. Tónn bókar- innar er þó fremur bjartur og Farvegir geta alltaf skilaö okkur eitthvað áleiðis, nema við viljum standa í stað. Farvegir eru gefnir út i 150 eintökum og fást í hélstu bókaverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 19. nóvember. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. AUir eru velkomnir í bæjarröltið. Nýlagað mola- kaffi. Jólasala Sólheima Sunnudaginn 20. nóvember verður hin árlega Sólheimasala haldin í Templara- höllinni í Reykjavík og hefst kl. 14. Þar gefst fólki kostur á aö kaupa mjólkursýrt grænmeti sem unnið er og ræktað með aöferðum lífrænnar ræktunar hér á landi. Þá verða til sölu framleiðsluvörur Sólheima, grænmeti, kerti, tréleikföng, mottur og ofnir dúkar. Foreldra- og vina- félag Sólheima verður með kökubasar, kafiiveitingar og fatasölu. Allur ágóði af sölunni fer til uppbyggingar starfsins í Sólheimum. í Sólheimum dvelja 40 ein- staklingar sem stimda vinnu eða sækja skóla, allt eftir getu og hæfileikum hvers og eins. í Sólheimum er smiðastofa, vef- stofa, kertagerð og ylrækt, auk lítils hátt- ar búskapar. Húnvetningafélagið Félagsvist nk. laugardag kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Alþjóðleg Ijósmynda- samkeppni á vegum Rauða krossins í tilefni 125 ára afmælis Rauða krossins hafa alþjóðasamtökin ákveðið að efna til fyrstu alþjóðlegu Ijósmyndasamkeppn- innar undir yfirskriftinni „Rauði kross- inn - heimur í brennidepli". Myndunum er ætlað að sýna sem best þá þjónustu sem Rauði krossinn veitir og áherslu samtakanna á mannúð og umhyggju fyr- ir lífi fólks. Ljósmyndakeppnin er opin jafnt atvinnuljósmyndurum sem áhugaljósmyndurum. Þátttakendum er heimilt að senda allt að fimm myndir til keppninnar sem mega þó ekki vera eldri en þriggja ára. Fyrstu verölaun eru ferða- lag til myndatöku á svæði þar sem Al- þjóða Rauði krossinn vinnur að hjálpar- starfi. Allur kostnaður vegna ferðarinnar er innifalinn en auk hennar hlýtur vinn- ingshafi myndavélabúnað, verðlauna- pening og er boðið að halda ljósmynda- sýningu í Genf. Næstu fimm vinnings- hafar fá myndavélabúnað og verðlauna- peninga. Árituð viðurkenningarspjöld verða send 100 þátttakendum fyrir mynd- ir sem hljóta sérstaka viðurkenningu. Myndirnar þurfa að hafa borist fyrir 31. desember 1988 og verða úrslit gerð kunn 1. apríl 1989. Þátttökueyðublöð og upplýs- ingar fást á skrifstofu Rauða kross ís- lands, Rauðarárstíg 18, og í síma 91-26722. „Sálin hans Jóns míns“ iTónabæ Laugardagskvöldið 19. nóvember mun hin vinsæla hljómsveit Sáiin hans Jóns mins spila fyrir unglinga í Félagsmið- stöðinni Tónabæ. Húsið verður opið kl. 21.15-24.30. Verð aðgöngumiða kr. 350. Aldurstakmark fædd ’75 og eldri (13 ára og eldri). Þess má geta að unglingarnir í félagsmiöstöðinni Tónabæ hafa sjálfir safnað fé til þess að geta fengið þessa hljómsveit og vonast til að sem flestir unglingar sjái sér fært að mæta í Tónabæ. Biblíuerindi í Neskirkju Sunnudaginn 20. nóvember kl. 15.15 flyt- ur dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor Bibl- íuerindi um fyrstu Mósebók. Erindið er flutt í safnaðarheimili kirkjunnar. Öllum er heimill aðgangur. Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur flóamarkað sunnudaginn 20. nóv- ember í Lionshúsinu, Sigtúni 3, kl. 14. Margt góðra muna á boðstólum. Allir velkomnir. Strandamenn, ath. Skemmtuninni, sem vera átti 19. nóv- ember, hefur verið frestað til laugardags- ins 27. nóvember. Sjá nánari tilkynningu síðar. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 20. nóv. kl. 13. Gengiö verður á Hélgafell (340 m. y. s.) sem er suðaustur frá Hafnarfirði og er auðgengið á rana norðaustan í því. Ekiö verður að Kaldárseli og gengið þaðan. Létt ganga. Munið þægilega skó, hiífðar- fót og nesti. Verð kr. 600. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Farmiðar við bíl. Brottfór frá Umferðamiðstöðinni, aust- anmegin. Aðventuferð í Þórsmörk 25.-27. nóv. Útivistarferðir Sunnudagsferð 20. nóv. kl. 13. Bláfjallaleiðin kynnt. Gengið verður um hluta af leið frá Bláfjöllum í Heiðmörk. Gengiö frá Rauðuhnúkum um Sandfell, Selfiall og Hólmshraun í Heiömörk. Skemmtileg leiö sem vert er að kynnast.. Verð 600 kr„ fritt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst. Aðventuferð í Þórsmörk 25.-27. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.