Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
61
dv_____________________________________ Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti. 11
Mjög vel með farin Mazda 626 '82 til
sölu, helst í skiptum fyrir nýrri jap-
anskan bíl ’84-’86. Uppl. í síma 83545.
Nissan Sunny ’85 til sölu. Verð 380
þús., skipti möguleg. Góður bíll, góð
kjör. Uppl. í síma 91-50602, Eyjólfur.
Nissan Sunny '87 til sölu, gott eintak,
skipti á jeppa koma til greina. Uppl.
í síma 91-36819.
Nissan Vanette sendibifreið ’87 til sölu,
ekinn 25 þús. Uppl. í síma 641418 eða
á Kársnesbraut 106, Reykjavík.
Toyota LandCruiser II '87, bensín, ekinn
21 þús., krómfelgur, rafimagn í rúðum,
aðeins bein sala. Uppl. í síma 98-71337.
Skipti. Vantar nýrri bíl í skiptum fyrir
Fiat Rithmo ’81. Milligjöf. Uppl. í síma
91-656168.
Volvo '85 til sölu, sjálfsk., vökvast.,
útvarp, segulband. Uppl. í síma 685369
og 666864 efitir kl. 16.
Volvo 242 '82 með beinni innspýtingu
til sölu, ameríkutýpa. Uppl. í síma
687342 eftir kl. 19.
Willys '66, skoð. '88, óbreyttur með bil-
aðri vél, verð tilboð. Hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-1604.
Ódýri! Til sölu MMC Colt '81, traustur
og góður bíll, verð ca 65 þús. Uppl. í
síma 91-44940.
Blæjubíll. Impala ’72, þarfnast viðgerð-
ar. Uppl. í síma 985-23828.
Ford Taunus 1600 GL '82, ekinn 90
þús. Uppl. í síma 92-12865.
Grár Daihatsu Charade ’80, 2 dyra.
Uppl. í síma 91-79821.
Honda Civic '82 til sölu, ljósblár,
sjálfsk. Uppl. í síma 78118.
Mazda 929 station '79 til sölu til niður-
rifs. Uppl. í síma 91-675629.
Mitsubishi Galant GLS 2000 ’82 til sölu,
góður bíll. Uppl. í síma 91-54119.
MMC Lancer '84 til sölu. Toppbíll á
lágu verði. Uppl. í síma 91-45802.
MMC Lancer GLX árg. ’84 til sölu, ek-
inn 63 þús. km. Uppl. í síma 91-36286.
Opel Corsa '87 til sölu, greiðsla samn-
ingsatriði. Uppl. í síma 666059.
Saab 99 GL, 5 gira, árg. '82 til sölu.
Uppl. í síma 656254 eftir kl. 19.
Saab 99 GL, árg. '79, til sölu, ekinn
120.000. Uppl. í síma 672489.
Saab, árg. 1975. Verð 20 þús. Uppl. í
síma 91-672474.
Subaru Justy 4x4 '86 til sölu,3ja dyra,
ekinn 37 þús. Uppl. í síma 91-42489.
Toyota Corolla KE 30 '77 til sölu, bíll
í góðu ástandi. Uppl. í síma 91-26001.
Volvo 244 GL '80 skipti á ódýrari. Uppl.
í síma 78547.
■ Húsnæði í boði
2- 3 herb. íbúð á góðum stað í borginni
til leigu af hluta gegn aðstoð við um-
mönnun aldraða lasburða konu í sama
húsi. Tilboð með viðeigandi uppl.
sendist til DV, merkt„Leiga - um-
mönnun".
Lúxusíbúð i miðbænum. 3ja herb.
(Saml.stofur, 1 svefnherb.). Allt ný-
uppgert. Ýmisl. fylgir. Hentar sem
gestaíbúð fyrirtækis eða starfsmanna-
félags. Fyrirframgreiðsla. Svar sendist
DV, fyrir 23/11., merkt „LX-1631".
íbúð á góðum stað í Reykjavik, þrjú
svefnherb., tvær samliggjandi stofur,
eldhús og bað, sameiginlegt þvottahús
með þvottavél. Leiga 50 þús. á mán. 3
mán. fyrirfram. Meðmæli óskast. Til-
boð sendist DV, merkt „J 550“.
2ja herb., ca 40 ferm íbúð í Samtúni til
leigu. Leigutími frá 1. des til 1. júlí.
Leiga 30 þús., greiðist fyrirfram. Inni-
falið í húsaleigu rafmagn og hiti. Til-
boð sendist DV, merkt „Samtún 1579“.
Lítil 2 herb. ibúð í góðu standi til leigu
miðsvæðis í Reykjavík. Allt sér,
einkabílastæði, leigist frá 1. des. Til-
boð sendist DV, merkt,, Laugavegur
202“ fyrir fimmtudag.
Nýtt 150 fm einbýlishús í toppstandi og
100 fm bílskúr til leigu 8 km frá
Vopnafjarðarkauptúni, með eða án
húsgagna, 20 þús. á mán. Uppl. í síma
97-31450 eftir kl. 20.____________
Til leigu frá 1. febr. '89 4 herb. íbúð á
besta stað í Kópavogi. Reglusemi, fyr-
irframgr., gjarnan meðmæli. Tilþoð
sendist DV, merkt „Á besta stað', fyr-
ir 30. nóv.
3- 4 herb. íbúð til leigu frá 1. jan. ’89
til 1. ágúst ’89. Ibúðin leigist með eða
án húsgagna. Tilboð sendist DV,
merkt „U-ll“.
Einstaklingsíbúð til leigu miðsvæðis,
aðeins einhleip reglusöm manneskja
kemur til greina. Tilboð sendist DV,
merkt „Reglusemi 1627”.
Herb. i Norðurmýri. Tvö herb. til leigu.
Leigjast til 1. júní ’89. Afnot af eld-
húsi koma til greina. Húsgögn gætu
fylgt. Tilboð sendist DV, m. „N-1621".
Herbergi i boði fyrir bamgóða stúlku
gegn heimilisaðstoð. Uppl. í síma
91-44248 eftir kl. 16 í dag og allan
sunnudaginn.
Til leigu ca 60 ferm íbúð í Árbæjar-
hverfi frá 1. des ’88. 100% reglusemi
skilyrði. Tilboð sendist DV, merkt
„Reyklaus 601“, fyrir þriðjudag.
Herbergi til leigu með aðgangi að stofu,
eldhúsi, og snyrtingu. Uppl. í síma
91-78321.
Litil 3ja herb. kjallaraíbúð til leigu í
miðbæ Reykjavíkur. Leigist frá 1. des.
í 9 mán. Uppl. í síma 91-17899.
Löggiltir húsaleigusamningar fást á
smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11,
síminn er 27022.
Meðleigjandi óskast í einbýlishús.
Uppl. í síma 78321.
M Húsnæði óskast
Ábyrgðartryggðir stúdentar. Ibúðir
vantar á skrá hjá húsnæðismiðlun
stúdenta, einnig herbergi nálægt Hl.
Allir leigjendur tryggðir vegna hugs-
anlegra skemmda. Omgg og ókeypis
þjónusta. Sími 621080 milli kl. 9 og 18.
Halló. Ég er 22 ára með 1 barn og óska
efitir íbúð, helst í Kópavogi, sem fyrst.
Er reglusöm, öruggar mánaðar-
greiðslur. Þeir sem geta hjálpað mér
vinsamlegast hringi í s. 91-46036 á kv.
Reglusamur 26 ára karlmaður óskar
eftir lítilli íbúð til leigu á viðráðan-
legu verði. Er í traustu starfi. íbúð
má þarfnast lagfæringar. Vinsaml.
hringið í s. 17967 e. kl. 20, Sveinn.
Reglusöm hjón með 2 börn, nýkomin
úr námi erlendis frá, bráðvantar 3-4ra
herb. íbúð á sanngjörnu verði. Ein-
hver fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Reykjum ekki. Uppl. í síma 91-73384.
Rúmgöð 3ja-4ra herb. íbúð óskast til
leigu frá 1. eða 15. janúar. Einhver
fyrirframgreiðsla. Reglusemi, góð um-
gengni og öruggar greiðslur. Uppl. í
símum 91-17811 og 31672.
Ung, barnlaus kona óskar eftir góðri
einstaklingsíbúð á höfuðborgarsvæð-
inu. Algjörri reglusemi og skilvísum
greiðslum heitið. Vs. 685130 milli kl.
9 og 17 og hs. 19712 e.kl. 19 (Sigríður).
24ra ára námsmaður óskar eftir íbúð
til leigu, öruggar mánaðargreiðslur,
ca 25 þús. Góð umgegni. Uppl. í síma
91-671284.
Er einhver sem getur leigt mér ein-
staklings- eða 2 herb. íbúð? Ég er rúml.
þrítug fóstra, reglusöm og reyki ekki.
Húshjálp kæmi til greina. S. 91-29103.
Erum á götunni. Vill einhver leigja
ungu pari 1-2 herb. íbúð. Reglusemi
og öruggum mánaðargreiðslum heitið.
Uppl. í vinnusíma 54780.
Hafnafjörður. Hjón með 2 börn óska
eftir 2ja-4ja herb. íþúð frá 15 des. í
3-4 mán, reglusemi, góðri umgengni
og öruggum greiðslum heitið. S 53816.
Hafnarfjörður. Óskum eftir að taka á
leigu ódýra íbúð, heimilishjálp eða
viðhald koma til greina upp í leigu,
reglusemi og skilvísi. S. 91-52654.
Hjón með 2 börn óska eftir 4 herb. íbúð,
helst í Seljahverfi í Breiðholti, reglu-
semi og góðri umgengni heitið. Góðar
greiðslur í boði. Sími 91-79052 e.kl. 19.
Hjón með 3 börn á aldrinum 10-17 ára
óska eftir íbúð á Reykjavíkursvæðinu
sem fyrst. Uppl. í símum 91-40929 og
96-23429.
Leigumiðlun húseigenda hf., miðstöð
traustra leiguviðskipta. Leigumiðlun
húseigenda hf., löggilt leigumiðlun,
Ármúla 19, símar 680510 og 680511.
Par óskar eftir um 2ja herb. íbúð á leigu
til lengri tíma. Eru bæði í fastri vinnu.
Reglusemi og skilvísum greiðslum
heitið. Uppl. í síma 91-31365 e.kl. 19.
Ungt par, sem reykir ekki, óskar eftir
lítilli íbúð í Rvík (eða nágrenni). Fyr-
irframgreiðsla og traustar mánaðar-
greiðslur. Sími 42794 e. kl. 16.
Óskum eftir 4ra-5 herb. íbúð. Erum með
3 börn á aldrinum 3-7 ára. Við erum
á götunni núna og okkur vantar því
íbúð strax. Sími 91-38994, 31276.
Óskum eftir einstaklings- eða 2ja herb.
íbúð fyrir starfsmann okkar, skilvís-
um greiðslum heitið. Uppl. í síma
91-40733. Byggingarfélagið.
Karlmaður i fastri vinnu óskar eftir
herb. til leigu, öruggar greiðslur og
reglusemi. Uppl. í síma 91-670486.
Ungt barnlaust par óskar eftir 2ja herb.
íbúð frá 1. feb. ’89. Pottþéttum greiðsl-
um heitið. Uppl. í síma 91-10379.
Ungt og reglusamt par óskar eftir 2-3
herb. íbúð sem fyrst, helst í vestur-
bænum. Uppl. í síma 91-20291.
Óskum eftir 3ja^lra herb. ibúð sem
fyrst, hámarksgreiðslugeta ca 30 þús.
Uppl. í síma 91-26379.
Einstaklingsíbúð óskast til leigu. Uppl.
í síma 92-12931.
Ungt par vantar húsnæði. Uppl. í síma
91-44253.
Löggiltir húsaleigusamningar fást á
smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11,
síminn er 27022.
Óska eftir einstaklings- eða lítilli 2ja
herb. íbúð. Uppl. í síma 91-39615.
■ Atvinnuhúsnæöi
Verkstæðis/heildsölupláss óskast á
leigu, saman eða hvort í sínu lagi.
Verkstæðisplássið þarf að vera ca
150-250 m2 með lofthæð ca 7 m og 4-6
m háum dyrum og heildsöluplássið ca
40-60 m2 á götuhæð, helst með inn-
keyrsludyrum, t.d. Múla-, Höfða-,
Hálsahverfi eða Kópavogi. Símar
91-84845 og 40284._________________
150 ferm iðnaðarhúsnæði til leigu,
tvennar stórar dyr, góð lofthæð, skrif-
stofa og WC, malbikað bílastæði. Til-
boð sendist DV, merkt „BX-1565".
Allar stærðir og gerðir atvinnuhús-
næðis á skrá. Leigumiðlun húseigenda
hf., löggilt leigumiðlun, Ármúla 19,
símar 680510 og 680511.
240 mJ iðnaðarhúsnæði til leigu í Kópa-
vogi, góð staðsetning, nýmálað, góðar
innkeyrsludyr, laust strax. Hafið sam-
band við DV í síma 27022. H-1623.
80 ferm gott verslunar- eða atvinnuhús-
næði til leigu í Kópavogi. Uppl. í síma
91-39150 og 41128 næstu daga.
Bilskúr m. rafmagni og vatni óskast á
leigu á höfuðborgarsvæðinu. Uppl. í
síma 91-12346 e.kl. 20 öll kvöld.
Til leigu i miðborginni ca 60 m' verslun-
ar- eða skrifstofuhúsnæði, laust nú
þegar. Uppl. í síma 91-18641.
Óskum eftir að taka á leigu 90-150 m2
iðnaðahúsnæði í Hafnarfirði. Uppl. í
síma 91-651291 eftir kl. 18.
M Atvinna í boði
Lausar stöður. Svæðisstjórn málefna
fatlaðra á Austurlandi auglýsir eftir-
taldar stöður lausar til umsóknar. Ein
staða forstöðumanns leikfangasafns
og ráðgjafarþjónustu svæðisstjórnar
er laus frá 1. febr. ’89 eða eftir sam-
komulagi. Allar nánari uppl. um starf-
ið eru veittar í símum 97-11833 eða
97-11443. Ein staða deildarþroska-
þjálfa á þjónustumiðstöðinni Vonar
landi, Egilsstöðum, er laus frá 1. jan
’89. Uppl. gefur forstöðumaður í síma
97-11577. _______________________
Barnfóstra óskast fyrir tæplega 2ja ára
tvíbura á heimili í miðbænum, vinnu-
tími frá kl 9-17.30 mánudag til föstu-
dags. Leitum að manneskju, 20-70
ára, sem er tilbúin að taka að sér starf-
ið um nokkurra mánaða skeið. Farið
er fram á að viðkomandi reyki ekki í
vinnutímanum. Nánari uppl. í s. 16131.
Viljum ráða nú þegar nokkra starfs-
menn í heilsdagsstörf við verðmerk-
ingar á fatalager. Um er að ræða tíma-
bundin störf til jóla. Nánari uppl. hjá
lagerstjóra eða starfsmannahaldi,
Skeifunni 15, kl. 16-18 mánudag og
þriðjudag. Hagkaup starfsmannaþald,
Skeifunni 15.
Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur
látið okkur sjá um að svara fyrir þig
símanum. Við tökum við upplýsingum
og þú getur síðan farið yfir þær í ró
og næði og þetta er ókeypis þjónusta.
Síminn er 27022._________________
Sölufólk. Ef ykkur vantar góðan auka-
pening fyrir jólin þá hafið samband
við Bóksölu E og G. Erum t.d. með
tilvalin verkefni fyrir hresst kvenfólk
á öllum aldri. Sími 622662.
Skinnaverkun Dalsbú hf., Helgadal,
Mosfellsbæ, óskar að ráða_ röskt
starfsfólk, tímab. frá 21.11. 88. Áhuga-
samir hafi samb. í s. 91-667233 e.kl. 18.
Ákvæðisvinna. Menn vantar strax við
hellulagnir í ca 1 mánuð. Hafið sam-
band við auglþj. DV í síma 27022. H-
1624.
■ Atviima óskast
25 ára gamall verslunarmaður óskar
efitir vel launuðu starfi frá 1. des.
Reynsla af almennum verslunarstörf-
um, sölumennsku, útkeyrslu, lager-
störfum o.fl. Meðmæli. Hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-1615.
Meistarar i öllum helstu iðnfögum og
aðrir verktakar! Vantar ekki einhvem
ykkar röskan rukkara til að minnka
staflann af ógreiddu reikningunum
hjá ykkur? Ef svo er þá hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-1616.
Atvinnurekendur ath. Höfum á skrá
fólk í flest allar starfsgreinar, einnig
út á land. Hafið samband og kynnið
ykkur starfsemi okkar, opið frá 10 -
17. Vinnuafl, Ármúla 36, sími 685215.
21 árs rafvirkjanemi óskar eftir að kom-
ast á samning, er búinn með skólann
og 14 mánuði af verklegu námi. Uppl.
í síma 91-76361.
23 ára þrælduglega og samviskusama
stúlku bráðvantar vinnu, hef verslun-
arpr., skrifstofust. og margt annað
kemur til greina. S. 16143 e.kl. 18.
25 ára maður óskar eftir vinnu á höf-
uðborgarsv. Margt kemur til greina,
hefur þíl og farsíma til umráða. Uppl.
í s. 93-81451 og 985-30000. Tryggvi.
Erum nokkrar þrælvanar og tökum að
okkur ræstingar að hvaða tíma sólar-
hringsins sem er. Uppl. í síma 91-72773
og 91-687128.
Málarar.
Ég er 26 ára og óska eftir að komast
á samning í málaraiðn. Uppl. í síma
91-73538, Guðjón.____________________
Ungan hárgreiðslumeistara bráðvantar
vel launaða vinnu á hárgreiðslu- eða
rakarastofu frá áramótum. Hafið sam-
band við auglþj. DV í s. 27022. H-1620.
Ungur maður, sem hefur lítinn sendibíl
(skutlu) til umráða, óskqr eftir að
komast í fast starf eða hlutastarf.
Hafið samb. við DV í s. 27022. H-1598.
Vélaverkfræðingur með 9 ára reynslu í
fyrirtækjarekstri óskar eftir hentugu
starfi. Hafið samband við auglþj. DV
í síma 27022. H-1618.________________
Úrbeiningar og faglegar leiðbeiningar á
öllum tegundum kjöts, kem á staðinn,
sanngjamt verð. Uppl. í síma 18000
og 14496. Þorsteinn Smári.
22 ára mann vantar vinnu strax, hefur
stúdentspróf og eigin bíl. Hafið sam-
band við auglþj. DV í s. 27022. H-1588-
26 ára gamall ábyggilegur maður óskar
eftir vel launaðri framtíðarvinnu
strax. Uppl. í síma 91-673601 e.kl. 19.
29 ára véivirki óskar eftir vinnu, allt
kemur til greina. Uppl. í síma 91-17826
og 79284.
Maður, 22ja, og kona hans, 18 ára, óska
efitir vinnu, allt kemur til greina, helst
kvöldstarf. Uppl. í síma 20344.
Óska eftir atvinnu sem dansari söng-
kona, ljósmyndafyrirsæta, leikkona
eða módel. Sími 91-37839, (Edda).
Trésmið vantar vinnu, ódýr og vand-
virkur. Uppl. í síma 91-18684.
S.O.S. Rólegur Svisslendingur, 45 ára
gamall, vill gjarnan eyða hinum löngu
og myrku dögum yfir nýárið (frá 27.12.
88 til 04.01. 89) í Reykjavík en helst
ekki einn. Hvaða 30 til 40 ára gömul
íslensk kona, náttúrleg og óháð, vildi
eyða þessum tíma með mér? Ég hef
áhuga á íslenskum kúltur, íslensku
máli og íslenskri matargerð. Ef til vill
hefur hún líka herbergi til leigu fyrir
þennan tíma. Vinsamlegast svarið á
þýsku eða ensku til: Hanspeter
Allemann, Alleestrasse 9, CH 3550
Langnau/Schweiz.
Attractive 30 years old California
gentleman seeks the companionship
of a sportiv and adventurous young
woman to live in Santa Barbara. Éx-
penses paid. Reply with photo, phone
numher, and letter to: Don Clotworthy
P.O. Box 6025 Santa Barbara,
Califomia 63160, USA.
Smáauglýsingadeild DV er opin:
virka daga kl. 9-22,
laugardaga kl. 9-14,
sunnudaga kl. 18-22.
Ath. Auglýsing í helgarblað DV verð-
ur að berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudögum.
Síminn er 27022.
Aumt er án kynja-samverunnar.
Aldarfjórðungs námsverunnar er
karmannsins einverunnar en ef áhugi
vaknar stúlkunnar skulu tilboðs-
gögnin skrifstofunnar stíluð.
„Óbærilegur léttleiki tilverunnar".
Ung einstæð móðir úti á landi óskar
efitir kynnum við mann með fjárhags-
aðstoð í huga. Svar sendist til DV
ásamt nafni og aldri, mynd má fylgja,
þó ekki skilyrði, merkt „123, fyrir 1.
des.
Einmanaleiki er ekki leikur! Yfir 1000
eru á okkar skrá. Fjöldi fann hamingj-
una. Því ekki þú? Fáðu lista, skráðu
þig. Trúnaður. S. 91-623606 kl. 16 og 20.
■ Skemmtanir
Diskótekið Dollý ! Ath. bókanir fyrir
þorrablót og árshátíðir eru hafnar.
Áramóta- og jólaballið er í traustum
höndum (og tækjum). Utskriftarár-
gangar fyrri ára, við höfúm lögin ykk-
ar. Utvegum sali af öllum stærðum.
Diskótekið Dollý, sími 91-46666.
Stuðlatrió auglýsir. Tökum að okkur
hljóðfæraleik á árshátíðum'og öðrum
dansleikjum. Borðmúsík, gömlu, góðu
sönglögin, gömlu dansarnir, nýju
dansarnir. Áratuga reynsla. S. 641717,
Viðar, og 21886, Helgi, e.kl. 19.
Geymið auglýsinguna.
Tækifærissöngur! Söngflokkurinn
Einn og átta er tvöfaldur karlakvart-
ett sem býður ykkur þjónustu sína á
árshátíðum og við önnur góð tæki-
færi. Uppl. í s. 667166 (Helgi) og 16375.
Hljómsveitin Trió '88 leikur alhliða
dansmúsik fyrir alla aldurshópa. Ódýr
þjónusta, verð við allra hæfi. S. 76396,
985-20307/681805. Geymið augl.
Vantar yður músík í samkvæmið? árs-
hátíðina? jólaballið? Hringið og við
leysum vandann. Karl Jónatansson,
sími 39355.
■ Bókhald
Fyrirtæki ath! Tek að mér bókhald fyr-
irtækja, rekstrar- og efnahagsyfirlit,
söluskatts- og launauppgjör, mánað-
arlega. Sími 77346.
Tek að mér að tölvufæra bókhald fyrir
smærri fyrirtæki. Uppl. í síma 91-
652564.
■ Hreingemingar
Blær sf.
Hreingemingar - teppahreinsun
ræstingar. Önnumst almennar hrein-
gemingar á íbúðum, stigagöngum,
stofnunum og fyrirtækjum. Hreinsum
teppin fljótt og vel. Fermetragjald,
tímavinna, föst verðtilboð. Dag-,
kvöld- og helgarþjónusta. Blær sf.,
sími 78257.
ATH. Þvottabjörn - nýtt. Tökum að okk-
ur: hreingemingar, teppa- og hús-
gagnahreinsun, háþrýstiþvott, gólf-
bónun. Sjúgum upp vatn. Reynið við-
skiptin. S. 40402 og 40577.
Hreingerningaþjónusta Valdimars. All-
ar alhliða hreingerningar, ræstingar,
gluggahreinsun og teppahreinsun.
Uppl. í síma 91-72595.
Teppa- og húsgagnahreinsun. Full-
komnar djúphreinsunarvélar, margra
ára reynsla, ömgg þjónusta. Dag-,
kvöld- og helgarþj. Sími 611139.
Vönduð djúphreinsun á teppum
í Reykjavík, sunnan- og suðvestan-
lands. Uppl. í síma 91-689339.
Geymið auglýsinguna.
Þrif, hreingerningar, teppahreinsun,
einnig bónþjónusta. Vanir og vand-
virkir menn. Uppl. í s. 33049 og 667086.
Haukur og Guðmundur Vignir.
Teppa- og húsgagnahreinsun. Ömgg
og góð þjónusta. Ema og Þorsteinn,
sími 20888.
Óskum eftir að ráða tvo duglega sölu-
menn eftir kl. 18 á daginn til þess að
selja vandaða vöru. Mjög góð sölu-
laun í boði. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-1593.____________
Bráðvantar beitningafólk i Bolungarvík,
akkorðsbeitning, 700 kr. á bala fyrir
góðan mann. Nánari uppl. í síma
94-7519.____________________________
Hreinir gluggar. Óska eftir sölumönn-
um til vinnu á kvöldin og helgar.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-1626.
Óska eftir starfskrafti til daglegrar
ræstingar í verslun. Aðeins vandvirkt
fólk kemur til greina. Hafið samband
við auglþj. DV í síma 27022. H-1612.
Óskum að ráða nú þegar röskan og
áreiðanlegan starfskraft til fram-
leiðslustarfa. Uppl. á staðnum en ekki
í síma. Harpa hf, Skúlagötu 42.
Afgreiðslustúlka vön tískufatnaði ósk-
ast. Uppl. í síma 985-22502 eftir kl. 19.
um helgina.
Eldri maður, sent býr á Vestfjörðum,
óskar eftir ráðskonu. Uppl. í síma
91-27202.______________________________
Gigtarfélag íslands vantar duglegt fólk
til að selja happdrættismiða. Uppl. í
símum 91-30760 og 91-35310.
Heiðarlegur og röskur starfskraftur
óskast. Uppl. á staðnum í dag kl.
15-17. Júnóís, Skipholti 37.
Yfirvélstjóra vantar á 80 tonna drag-
nótabát frá Sandgerði. Uppl. í símum
91-41437 og 641790.
M Bamagæsla
Óska eftir dagmömmu í nágrenni við
Kleppsveg 70 sem getur tekið að sér
að gæta 9 mán. gamals drengs á
föstud. frá kl. 16-20 og laugard. frá
kl. 9-16, eða eftir nánari samkomu-
lagi. S. 91-84195.____________
Barngóð kona óskast til að gæta 9 mán
gamals barns sem fyrst. Æskileg stað-
setning er í Vesturbæ, Miðbæ eða í
Hlíðunum. Uppl. í síma 91-27414.
Leikskólinn Sælukot, Skerjafirði, getur
bætt við sig bömum hálfan daginn,
3ja-5 ára. Uppl. í síma 91-24235 milli
kl. 8.30 og 9.30 og 17 og 18._
Dagmamma. Ég er fóstra og bý í
vesturbænum, tek að mér böm frá kl.
8-13. Uppl. í síma 91-29042.
■ Ymislegt
Opið i dag, fótaaðgerðir,
fótsnyrting. Fótaaðgerðarstofa
Guðríðar Jóelsdóttur, Borgartúni 31,
sími 91-623501.
■ Einkamál
Tvær 22ja ára, hressar og allt, óska
efitir dúndursætum og yfimáttúrlega
hressum borðfélögum á veitingastaðn-
tun ítaliu laugardaginn 26. nóv. Skil-
yrði: aldur 24-30 ára og til í nærri því
allt. Strákar, enga feimni. Sendið uppl.
um ykkur til DV, merktar „Spennandi
nr. 6 “, fyrir 20. nóv.