Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Miss World keppnin með öðru sniði en áður:
Áhorfendur tóku þátt
í atkvæðagreiðslunni
Valgeröur A. Jóharmsdóttir, DV, London:
Keppnin ungfrú heimur var meö
öðru sniöi nú en venjulega. Nú gafst
áhorfendum kostur á aö taka þátt í
aö velja sigurvegara. Samtals giltu
atkvæöi þeirra sama og atkvæöi eins
dómara.
Eins og við var aö búast fékk
ungfrú Bretland flest atkvæöi áhorf-
enda en þau dugöu henni ekki til sig-
urs. Hún fékk samt 2 atkvæði í 1.
sætiö. atkvæði áhorfenda og eins úr
dómnefndinni. Hins vegar settu 5
dómarar Lindu í 1. sætiö og vann hún
því örugglega.
Keppnin vakti sennilega meiri at-
hygli og umtal nú en oft áður vegna
ákvörðunar ITV-sjónvarpsstöövar-
innar um að sjónvarpa ekki frá henni
framar. Þvi fer fjarri aö litið sé á
úrslitin sem einhveija stórfrétt í
Bretlandi. Stóru landsmálablöðin
sáu fæst ástæöu til að fjalla um
keppnina. The Sun, Daily Mirror og
fleiri blöð, sem hafa lagt meira upp
úr myndum af sætum stelpum en
Ungfiní heimur:
ITV-sjonvarpsstoð
in hættir bein-
um útsendingum
Valgerður A. Jóhannsdóttir, DV, London:
ITV-sjónvarpsstööin, sem hefur
haft sýningarréttinn á keppninni
ungfrú heiraur síðan 1980, hefur
ákveðið að sýna ekki framar frá
keppninni.
„Okkur fmnst þessi keppni gam-
aldags og þeim fer sífellt fækkandi
sem hafa áhuga á að fylgjast með
henni. Hvers vegna er erfitt fyrir
okkur að segja' en svo virðist sem
sífellt fleiri telji samkeppni af þessu
tagi niðurlægjandi fyrir konur,"
sagöiKeith Nurse, blaðafulltrúi viö
ITV.
Blaðafulltrúinn sagði að 18 millj-
ónir Breta hefðu fylgst með keppn-
inni þegar ITV hóf að senda hana
út fyrir 9 árum en áhorfendum
hetöi fáekkaö niður í 12 milljónir í
fyrra. ITV fyndist einfaldlega ekki
fýrirhafnarinnar virði lengur aö
sýna frá keppninni og hetöi því
ákveðiö að endumýja ekki samn-
inginn sem rennur út í lok þessa
árs.
Ákvörðun ITV þýðir þó ekki
endilega að ekki verði sent út frá
keppnini framar. Eric og Julie
Morley, sem skipuleggja keppnina,
sögðu í sjónvarpsviötali í gær að
þeim heföi borist tilboð frá bresku
gervihnattasjónvarpi sem fer í loft-
ið á næstunni og margar erlendar
sjónvarpsstöðvar hefðu einnig sýnt
áhuga á að fá sýningarrétt á keppn-
inni. Julie sagði aö því færi tjarri
að áhuginn á keppninni færi
minnkandi. Þótt áhorfendum í
Bretlandi heíði fækkað eitthvað
færi þeim Qölgandi annars staðar.
Sífelit fleiri lönd sýndu frá keppn-
inni og i ár hefðu sennilega yfir 700
milljónir manna víös vegar um
heiminn fylgst með henni í sjón-
varpi.
alvarlegri fréttamennsku, birtu frétt-
ir um úrshtin á innsíðu, ásamt
myndum af ísdrottningunni, eins og
þau kölluðu Lindu.
Miss
World
veiga-
mesta
keppnin
„Miss World er tvímælalaust
stærsta og veigamesta fegurðarsam-
keppnin sem fram fer erlendis,"
sagði Heiðar Jónsson snyrtir þegar
DV ræddi við hann.
Heiöar sagði að Miss Universe væri
íjölmiðlakeppni sem mikil skraut-
sýning væri í kringum. Hún væri
glæsilegri ef eitthvað væri en samt
væri ekki eins mikið afrek að vinna
hana eins og Miss World nú. Miss
Young Intemational væri annars
eðhs þar sem keppendur væru yngri.
-JSS
íslenskar stúlkur í keppni erlendis:
Þær hafa hreppt 1. sætið
Linda Pétursdóttir.
Sex íslenskar stúlkur, sem tekið
hafa þátt í fegurðarsamkeppni er-
lendis, hafa hreppt fyrsta sætið í
viðkomandi keppni. Það var Guð-
rún Bjarnadóttir sem reið á vaðið
áriö 1963 og sigraði í Miss Inter-
national. Thelma Ingvarsdóttir
varð ungfrú Skandinavía árið 1964,
Henný Hermannsdóttir vann titil-
inn Miss Young International árið
1970, Hólmfríður Karlsdóttir varð
ungfrú heimur árið 1985 og sama
ár varð Sif Sigfúsdóttir ungfrú
Skandinavía. í fyrrakvöld vann ís-
lensk stúlka svo titilinn ungfrú
heimur í annað sinn á skömmum
tíma þegar Linda Pétursdóttir
hreppti 1. sætið.
Byrjunin á þessum ágæta árangri
íslenskra stúlkna á erlendri grund
var þegar Sigríður Þorvaldsdóttir
komst í úrslit í Miss Universe árið
1959. Árið 1960 varð Sirrý Geirs í
3. sæti í Miss International. Árið
eftir varð Sigrún Ragnars nr. 5 í
sömu keppni og 1962 varð María
Guðmundsdóttir ein af flmmtán í
úrslitum. Árið 1963 varö Anna
Geirsdóttir í 2. sæti í Miss Universe
og árið 1965 varð Elísabet Ottós-
dóttir ein af fimmtán í úrslitum í
Miss Universe. Árið 1970 varð Mar-
ía Baldursdóttir nr. 3 í Miss Skand-
inavía, Helga Eldon varð nr. 3 í
Miss Young International 1975 og
Þuríður Steinþórsdóttir einnig í 3.
sæti í sömu keppni árið 1977. 1983
varð Unnur Steinsson nr. 4 í keppn-
inni Miss World og Berghnd Jo-
hansen komst í úrslit í sömu
keppni áriö eftir. Anna Margrét
Jónsdóttir varð nr. 3 í fyrra og
Linda vann svo núna eins og allir
vita. Þetta er engan veginn tæm-
andi listi yfir aUar þær íslensku
stúlkur sem komist hafa í úrslit
erlendis heldur stiklað á stóru yfir
stærstu viðburðina. -JSS
Guðrún Bjarnadóttir,
Thelma Ingvarsdóttir.
Henný Hermannsdóttir.
Hólmfríður Karlsdóttir.
Sif Sigfúsdóttir.