Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 38
54 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Lífestm í Glasgow er ódýrt að versla og þangað hafa íslendingar flykkst þúsundum saman á undanförnum árum. Glasgow Glasgow hefur lengi verið vinsæl- ust allra borga meðal íslendinga sem áhuga hafa á að versla ódýrt. Ekki spillir fyrir að þetta er sú borg sem næst okkur er. Flug þangað tekur ekki nema tæpar tvær klukkustund- ir. Flestar verslanirnar í Glasgow eru viö Argyle, Buchanan og Sauchiehall götur, bæði litlar og stórar, þar á meðal vöruhúsin sem allir þekkja, C & A, Marks og Spencer, House of Frasers og tískuhús unga fólksins, Top Shop. í austurhluta borgarinnar er hinn frægi Barrow’s markaður, þar sem hin forna torgsöluhefð er ríkjandi. Verslanir í Glasgow eru opnar kl. 9-17.30 eða 18 sex daga vikunnar en lengur á fimmtudögum. Þótt varn- ingur í Glasgow sé ódýr, svona beint út úr búðinni, er í mörgum tilvikum hægt að spara enn meira með því að fá virðisaukaskattinn (VAT) endur- greiddan. „Duty Free“ er því versl- unarmáti sem vert er að huga að. Þriggja daga (2 nætur) ferð til Glas- gow kostar frá 15.900 krónum. Fimm daga ferð kostar frá 18.900 krónum. -gb Trier Trier er nýjasti áfangastaður ís- lendinga sem halda utan til að versla. Borgin er í Þýskalandi og þar er því svipað vöruúrval og í öðrum þýskum borgum, ásamt með tilheyrandi lágu verðlagi. Trier hefur þó marga kosti umfram aðrar borgir þýskar. Hún er ekki mjög stór og síðast en ekki síst er hún aðeins 10 kílómetra frá landamærunum að Lúxemborg. VegalengdinTrá Findel flugvelli er ekki miklu meiri en frá Reykjavík til Keflavíkur. Trier er elsta borgin í Þýskalandi, stofnuð af Rómveijum á 15. öld fyrir Krist. Margar minjar eru frá róm- verska tímanum, m.a. hiö tilkomu- mikla PortaNigra, eða Svarta hliðið, við norðurenda gömlu borgarinnar, skammt frá helsta verslunarhverf- inu. Hlið þetta er frá 3. öld eftir Krist. Trier er nú miðstöð vínverslunar í Móseldalnum. Boðið er upp á sérstakar ferðir til Trier og kostar þriggja nátta, fjög- urra daga ferð 21-23 þúsund krónur. Flogið er til Lúxemborgar og farið þaðan með lest eða bílaleigubíl. Þeir sem vilja heldur gista í Lúx geta hæglega gert það. Þriggja nátta ferð þangað kostar frá 19.460 krónum. Bílaleigubíll kostar síðan 1200 krón- ur á dag. Innifalið er ótakmarkað kílómetragjald og kaskótrygging. -gb Porta Nigra í Trier er frá 3. öld. Hlið þetta er rétt við helstu verslunargötu borgarinnar. PÓSTVERSLUNIN PRÍMA i FOTOHUSIÐ - PRIMA Pöntunarslmi 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00 S VISA S EUROCARD - Ijósmynda- og gjafavöruverslun Bankastræti, simi 21556. |~g~| „PARKET“ INNISKÓR Aldrei aftur kalt á fótunum! Þessir mjúku, vel fóðruðu skór úr villi-rúskinni munu sjá fyrir því! I þessum skóm máttu vera vím um aö þér hitni fljótt á fótunum. Þeir eru fóðraðir með mjúkum vefpels (100% polyakryl). VHlileðrið gerir þá sérlega létta, bvo létta að þú fínnur varla fyrir þeim. Þú finnur bara hinn notalega hita sem streymir frá fótunum um nllan líkamnnn. Ef þú ert ein(n)af þeim sem verður auðveldlega fótknlt munu þessir flkór gera þig nlsæla(n). Stærðir: 35-44 DV _ Hamborg er tiltölulega ný borg fyr- ir íslenska ferðamenn. Reglulegt áætlunarflug þangað frá Islandi hófst fyrir aðeins hálfu öðru ári. Á þeim tíma hefur borgin notið sívax- andi vinsælda, bæði sem borg til að skemmta sér í og ekki síður sem verslunarstaður. Kannski ekki furða, þar sem Hamborg var áður fyrr höfuðstaður Hansakaupmann- anna. Eins og í öðrum borgum Þýska- lands er vöruúrval gott í Hamborg. Ekki bara það, heldur þykja gæði vörunnar vera mikil. Þá er verðlag mjög skaplegt og mun hagstæðara en það sem íslendingar eiga að venj- ast heima fyrir á sambærilegri vöru. Það á við um allra handa fatnað, svo og rafmagnstæki. Þá er Hamborg líka kjörin fyrir þá sem hafa annað en verslanir í huga. Þeir sem hafa í hyggju að versla í Hamborg geta valið úr aragrúa fram- bærilegra verslana. Margar verslun- argöturnar eru yfirbyggðar, eins og Hansahverfið, Hamburger Hof og Jungfernstieg. Á þeim slóðum eru verslanir af því taginu sem útlend- ingar kálla bútíkur, litlar verslanir sem yfirleitt selja varning af dýrari sortinni. Við göturnar Möncke- bergstrasse og Spitalerstrasse eru vöruhús á borð við Peek og Cloppen- burg og Karstadt þar sem hægt er að gera verulega góð kaup. Helgarferð til Hamborgar, frá fimmtudegi til sunnudags, kostar frá 22.940 krónum ðg í því verði er inni- falið flug, gisting og morgunverður. -gb I’ Þetta er ein af yfirbyggðu verslunargötunum í Hamborg. Galleria-Passage heitir hún. Þar fæst allt milli himins og jarðar. Nýjar bækur um ferðamál Ferðasíðu DV hafa borist eftirtald- ar bækur um ferðamál. Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina „Markaðssetning ferða- þjónustu" eftir Knut J. Tallhaug. Höfundurinn er norskur háskóla- kennari og í bók sinni sýnir hann hvernig nota má algengustu kenn- ingar um markaðssetningu vöru í ferðaþjónustunni. Ferðir „Markaðssetning ferðaþjónustu" er fyrsta bók sinnar tegundar sem kemur út á íslensku, og er hún gefin út m.a. að tilstuðlan mennta- málaráðuneytisins. Bókin kemur til móts við þarfir og spurningar einstaklinga, félaga og stofnana um allt land, sem nú hyggja að því hvernig efla megi alla þjónustu við ferðamenn og gera hana að snörum þætti í atvinnulífi byggðarlagsins. Þýðandi bókarinnar er Björn Lárusson og hefur hann lagað hana að íslenskum aðstæðum hvenær sem efni var til. New York - nafli alheimsins „New York - nafli alheimsins" heitir nýjasta bókin í leiðsöguritum Fjölva. Höfundur hennar, eins og hinna fyrri, er Jónas Kristjánsson ritstjóri. í bókinni gerir Jónas grein fyrir því helsta sem ferðamaður í New York þarf að vita um gistihús, veitingahús, skemmtanir og menn- ingu, og verslanir. Þá er sagt stutt- lega frá hverfunum á Manhatta- neyju og loks er farið meö lesand- ann í nokkrar skoðunarferðir um borgina, m.a. út í Ellis Island, fyrsta viðkomustað innflytjenda fyrir öld flugvélanna, og Frelsis- styttuna, að ógleymdu þyrluflugi yfir Manhattan. Lýsingar eru gefn- ar á öllum merkisstöðum og fræg- um byggingum. Höfundur hefur reynt alla stað- ina sem fiallað er um í bókinni. Þannig er ítarlega lýst 20 hótelum og 40 veitingastöðum, í öllum verð- flokkum, jafnvel sagt frá matseðl- um og hvernig matur og vín bragð- ast. Bókin geymir einnig margvísleg- ar almennar upplýsingar fyrir ferðamanninn, svo sem um þjórfé, banka, samgöngur, læknisaðstoð og margt fleira. Og til að lesandinn villist ekki af réttri leið eru fjöl- mörg kort í bókinni þar sem merkt- ir eru inn allir merkisstaðir og fyr- irtæki sem koma við sögu. „New York - nafii alheimsins" er prýdd 150 litljósmyndum sem teknar eru af Kristínu Halldórs- dóttur alþingismanni. íslensk landkynning Snerruútgáfan hefur gefið út tvo nýja landkynningarbæklinga um ísland. Sá fyrri eru um landið en hinn síðari um náttúruna. í hvor- um bæklingi um sig er stuttur kynningartexti um land og þjóð á ensku og þýsku sem Haraldur Sig- urðsson, fyrrum bókavörður, samdi. Síöan fylgja tugir litmynda sem teknar eru vítt og breitt um landið á ýmsum árstímum. -gb Nýjar bækur um ferðamál: ieiðsögurit um New York, bók um markaðs- mál ferðaþjónustu, og tveir landkynningarbæklingar um ísland. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.