Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 47 Skák Jón L. Árnason nær Capablanca vinningsstöðu. San Sebastian 1911 Hvítt: Capablanca Svart: Bernstein Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Be7 5. Rc3 d6 6. Bxc6+ bxc6 7. d4 exd4 8. Rxd4 Skákfræðunum hefur fleygt ósköp lítið fram á þessum árum sem liðin eru frá því þessi skák var tefld. Eftir 8. Dxd4 kæmi upp staða úr tveimur skákum Portisch frá heimsbikarmótinu, gegn Nunn og Tal. Steinitz-afbrigði spænska leiksins var helsta vopn þriggja heimsmeistara: Steinitz sjálfs, La- skers og síðan Capablanca, þótt hann stýri reyndar hvítu mönnun- um í þessari skák. 8. - Bd7 9. Bg5 0-0 10. Hel h6 íl. Bh4 Rh7 12. Bxe7 Dxe7 13. Dd3 Hab8?! Betra er 13. - Hfe8 til að þrýsta að kóngspeðinu og treysta mið- borðsstöðuna. Eftir næsta leik Capablanca kemur í ljós að svarti hrókurinn á lítið erindi eftir b- línunni. 14. b3 Rg5 15. Hadl Dæmigerður leikur fyrir meistar- ann, þó að nú á tímum þyki svona aðferðir sjálfsagðar. Hann kemur ölium mönnum sínum í ákjósan- lega vígstöðu - þetta hefðu margir mátt taka til fyrirmyndar á þessum árum. 15. - De516. De3 Re617. Rce2 Da5?! Þessi og næsti leikur svarts benda til þess að hann vanmeti ungan og óreyndan mótherja sinn. Traustara var strax 17. - Rxd4 og svartur ætti að halda jafnvæginu. 18. Rf5 Rc5 Peðið var óhollt átu vegna 18. - Dxa2? 19. Dc3 Da6 20. Rf4! með sterkri sókn. 19. Red4 Kh7 20. g4!? Treystir riddarann í sessi á f5 og undirbýr hugsanlegan peðastorm á kóngsvæng. Svarta staðan er hins vegar traust eins og oft vill verða í þessu afbrigði, og hægara sagt en gert að bijótast í gegn. 20. - Hbe8 21. f3 Re6! Svartur skynjar loks hættuna og snýr riddaranum til baka í vörn- ina. Nái hann að skipta upp á d4 léttir hann talsvert á stöðu sinni. Capablanca tekur því djarfa ákvörðun, sem eflaust hefur verið byggð á eðlishvötinni einni saman, fremur en nákvæmum útreikning- um. 22. Re2!? Dxa2 23. Rg3 Dxc2 24. Hcl Db2 25. Rh5 Á kostnað tveggja peða hefur Capablanca komið riddara sínum í námunda við svarta kónginn og nú vofa ýmsar hótanir yfir. Fómin hefði þó aðeins átt að nægja til jafn- teflis. Capablanca hefur sjálfur bent á varnarmöguleikann 25. - g5! og ef 26. e5? þá 26. - Rf4! og flækj- urnar eru svörtum í hag. í þessu tilviki yrði hvítur að tefla til jafnte- flis með 26. Hc3 Rf4 27. Rxf4 gxf4 28. Dxf4 Dxc3 29. Dxh6+ Kg8 30. Dg5+ ogþráskák. Leikur svarts í skákinni strandar á einfaldri fléttu. 25. - Hh8? 26. He2 De5 27. f4 Db5 28. Rfxg7! Rc5 Eftir 28. - Rxg7 29. Rf6+ Kg6 30. Rxd7 f6 31. e5! á hvítur vinnings- stöðu. Staða svarts er töpuð. 29. Rxe8 Bxe8 30. Dc3 f6 31. Rxf6+ Kg6 32. Rh5 Hg8 33. f5+ Kg5 34. De3 + Kh4 35. Ðg3 + Kg5 36. h4 mát. Bridgefélag Haínarfjarðar Segja ma að aðaltvímenningskeppni félagsins hafi að þessu sinni snúist upp í einvígi miili Kristjáns Hauks- sonar - Ingvars Ingvarssonar og Áma Þorvaldssonar - Sævars Magn- ússonar. Eftir fyrsta kvöldið höfðu Kristján og Ingvar gott forskot, 147 stig gegn 128 hjá Árna og Sævari, en strax í næstu umferð var það að engu orðið þegar Árni og Sævar unnu sinn riðil með 124 stigum meðan Kristján og Ingvar fengu aðeins miðlung, 108. Aðeins þriggja stiga munur eftir tvær umferðir. í þriðju umferð höfn- uðu Kristján og Ingvar í þriðja sæti með 119 stig en Árni og Sævar fengu 112. Spennan var því mikil í síðustu umferðinni og ljóst að htið mátti út af bregða því næstu menn voru skammt undan, aðeins 6 stig skildu 2. og 4. sætið, enda tvístigu menn meðan útreikningar fóm fram í lok- in. Sigurvegarar kvöldsins urðu Árni og Sævar með 127 stig en Kristján og Ingvar höfnuðu í 2. sæti með 120 stig, og þeir teljast tvímennings- meistarar B.H. að þessu sinni, því lokaniðurstaöan varð þessi: A-riðill 1. Kristján Hauksson - Ingvar Ingvarsson 2. Árni Þorvaldsson - 494 Sævar Magnússon 3. Bjarnar Ingimarsson - 491 Þröstur Sveinsson 466 4. Ari Konráðsson - Kjartan Ingvarsson B-riðill 1. Guðni Þorsteinsson - 456 Halldór Einarsson 2. Jóngeir Hlinason - 453 Gunnar Birgisson 3. Sigurður Lárusson - 441 Sævaldur Jónsson 4. Ólafur Torfason - 440 Björn Svavarsson 434 Bridgefélag Reykjavíkur Jörundur Þórðarson 54 6. Haukur Ingason- Hörður Arnþórsson 53 Nú er lokið 14 umferðum í Butler- tvímenningskeppni félagsins og hafa bræðurnir Ólafur og Hermann Lár- ussynir náð umtalsverðri forystu, en þeir skoruðu mjög vel síðasta mið- vikudag. Hæsta skor síðasta spila- kvölds hlutu: st'g 1. Olafur Lárusson- Hermann Lárusson 112 2. Gylfi Gíslason-Ari Konráðsson 66 3-1. Ásgeir Ásbjörnsson- Hrólfur Hjaltason 62 3-4. Guðlaugur R. Jóhannsson- örn Arnþórsson 62 5. Hjálmar Pálsson- Eftir 14 umferðir eru þessi pör efst: 1. Ólafur Lárusson- Hermann Lárusson 188 2. Ásgeir Ásbjörnsson- Hrólfur Hjaltason 106 3. Jón Baldursson- Ragnar Magnússon 101 4. Guðlaugur R. Jóhannsson- Örn Arnþórss. 87 5. Sævin Bjarnason- Ragnar Björnsson 82 6. Jón Þorvarðarson- Guðni Sigurbjarnason 77 IþróttapistiU Hversu sterkir eru Yalsmenn? Það sem mesta athygli hefur vak- ið í fyrstu umferðum 1. deildar keppninnar í handknattleik er hinn gífurlegi styrkleiki Valsliðs- ins fram yfir þá mótherja sem það hefur hingað til leikið gegn. Fimmt- án marka sigur gegn Fram, sextán marka sigur gegn KA, yfirburðir gegn Stjömunni og framan af leik gegn Breiðabliki - og þessi úrslit sýna ekki allt. Valsmenn hafa nefnilega ekki leikið heilan leik á fullum krafti ennþá, ekki spilað út öllum sínum trompum, enda hafa þeir ekki enn þurft á því að halda. Þeir slökuðu verulega á í leikjum sínum við Fram og KA og höföu í hendi sér að vinna enn stærri sigra og gegn Stjörnunni og Breiðabliki var svipað uppi á teningnum. Kemur í ljós gegn KR og FH Hinn raunverulegi styrkleiki þeirra kemur væntanlega fyrst í ljós þegar þeir mæta KR og FH, einu liðunum sem í dag virðast eiga nokkra möguleika á að standa í þeim. íslandsmótsins vegna er von- andi að þeim fatist eitthvað flugið þegar þeir mæta þessum tveimur hðum, annars verður öll spenná í 1. deildinni úti strax fyrir jól! Þessir yfirburðir Valsmanna ættu ekki að koma svo mjög á óvart því að þeir eru langbest mannaðir af öllum liðum deildarinnar. Landshðsmaður í hverri stöðu að Jóni Kristjánssyni undanskildum og leiki hann áfram eins og til þessa ætti hann að koma sterklega til greina þegar íslenska landsliðið verður valið fyrir b-keppnina í fe- brúar. Þegar hægt er að samhæfa tvo þrautreynda leikmenn, Sigurð Sveinsson í sókn og Þorbjörn Jens- son í vörn, eins og Stanislav Modrovski þjálfari gerir með inná- skiptingum, eiga andstæðingarnir ekki von á góðu. Svisslendingar þyngsta prófið Þyngsta próflð sem bíður Vals- manna er slagurinn við svissnesku meistarana Amicitia frá Zurich en félögin leika báða leiki sína í Evr- ópukeppni meistaraliða í desem- ber. Þá kemur styrkleiki þeirra á- alþjóðlegum mælikvarða fyrst í ljós en á Hlíðarenda dreymir menn nú um frægð og frama á þeim vett- vangi. Eftir þá yfirburði sem Vals- menn hafa sýnt hér heima hvílir á þeim sú kvöð að þeir leggi Sviss- lendingana að velli og það af ör- yggi. Vissulega er sett á þá pressa með þessum kröfum en ef þeir ætla sér einhvern hlut verða þeir að sætta sig við þá pressu og standast hana. Valur er fyrsta íslenska handknattleiksliðið í mörg ár sem hægt er að binda raunhæfar vonir við í Evrópukeppni. Misjafnt gengi landsliðsmanna Það hefur einnig verið athygli- svert að fylgjast með gengi lands- liðsmannanna í íslandsmótinu. Segja má að Valsmennirnir séu þeir einu þeirra sem hafa leikiö af fullum krafti, flestir aðrir hafa ver- ið í hálfgerðri afslöppun og ekki sýnt sínar bestu hhöar enda ekki furða eftir álagið sem hefur verið á þeim allt þetta ár. Ákveðið spennufall hefur orðið hjá mörgum þeirra og það var viöbúiö. Alfreð Gíslason og Páll Ólafsson eiga eftir að sýna meira með KR en þeir hafa gert til þessa, Þorgils Óttar Mathi- esen hefur ekki náð sér á strik, Víkingarnir Guðmundur, Bjarki og Karl hafa átt erfitt uppdráttar í vængbrotnu liði, Sigurður Gunn- arsson er í erfiðu hlutverki sem spilandi þjálfari í Eyjum og er að reyna að vera fyrst þjálfari og síðan leikmaður og jafnvel Sigurður Sveinsson hefur verið á hálfum hraða á löngum köflum með Val. Þetta er á margan hátt eðlilegt og reikna má með að þessir leikmenn sýni réttan stíganda eftir því sem líður á mótið. Þeir Alfreð, Páll og Sigurður Sveins eru allir að leika hér heima á ný eftir nokkurt hlé og allir eru að einbeita sér að því að leika fyrir lið sín en reyna minna sjálfir. Þetta er góðra gjalda vert og kemur hðs- heildinni oft vel en getur líka verið tvíeggjað. Hætta er á að mesti broddurinn fari úr leik þeirra sjálfra, þeir detti niður í meðal- mennsku sem erfitt gæti reynst að vinna sig út úr og þeir mega ekki gleyma því að fólk kemur á leikina og vill sjá þá spila eins og það veit að þeir geta best. Það er ómögulegt að standa alltaf undir slíku - en svona eru kröfurnar. Línur að skýrast Hvað framhaldið í 1. deildinni varðar þá eru línurnar þegar farn- ar að skýrast. Valur, KR og FH stefna í þrjú efstu sætin, KA, Vík- ingur, Stjarnan og jafnvel Grótta ættu að sigla um miðja deild en ÍBV, Breiðablik og Fram eiga erfitt uppdráttar og stefna í fallbaráttu. Þó gétur hvert hinna fjögurra lið- anna sem er dregist inn í þann slag þegar lengra líður á mótið. Frammistaða Gróttunnar hefur komið mér einna mest á óvart það sem af er og ef þeir Seltirningar leika áfram eins og gegn Breiða- bliki, og sérstaklega gegn Víkingi eiga þeir ekki að þurfa að óttast mjög um sína framtíð í deildinni. Víðir Sigurðsson . ' - ' Það er engin furða áð Jakob Jónsson KA-maður hætti við og snúi sér frá vörninni - frekar en að lenda í klónum á Þorbirni Jenssyni og Geir Sveinssyni! Valsvörnin er þvílíkur klettur að margir mótherjar fara að dæmi Jakobs og veigra sér við því að reyna að komast i gegnum hana. DV-mynd EJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.