Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 15 Iitla gula hænan segi nei Á hveijum degi dynja yfir þjóö- ina nýir tónar í kreppusinfóníu stjómmáiamanna, efnahagsspek- inga og stjómenda fiskvinnslufyr- irtækja. Hávaðinn magnast með hverri yfirlýsingunni um áfaUnar og yfirvofandi hörmungar. Vart er hámarkinu enn náð þótt kreppu- söngvumm muni reynast erfitt að ná hærri tón en sjálfur forsöngvar- inn sem lýsti því yfir í vikunni að íslendingar stæðu nú „nær þjóðar- gjaldþroti en nokkm sinni fyrr“. Það er út af fyrir sig virðingar- vert hjá Steingrími Hermannssyni að lýsa á afdráttarlausan og hrein- skilinn hátt, eins og honum einum er lagið, afleiðingum þeirrar stjómarstefnu sem hann og flokk- ur hans hafa átt mestan þátt í að móta og framkvæmda undanfarin ár. Fyrst hann telur að aðgerðir eða aðgerðaleysi stjómvalda og for- ráðamanna fiskvinnslunnar hafi leitt slíkar hörmungar yfir þjóðar- húið er heiðarlegt af honum að við- urkenna það. En auðvitað er ekki nóg að viður- kenna slík stórfelld mistök: hann hlýtur einnig að ætla sér að taka afleiðingum þess að hafa leitt þjóð- ina út í þvilíkt öngþveiti. Hvemig í ósköpunum er hægt að ímynda sér að sfjórnmálamenn, sem að eig- in sögn hafa leitt þjóðina að barmi þjóðargjaldsþrots, geti haldið áfram að fara með stjóm landsins? Hver á að treysta þeim til þess að snúa af þjóðargjaldþrotsbrautinni? Þjóðin er glæpon! Það hefur stíft verið fundað í þessari viku um vandamál fisk- vinnslunnar og reyndar fleiri þátta sjávarútvegsins. ÁIls staðar heyr- ist sama krepputahð. Talsmenn fiskvinnslunnar segja að vonleysi þeirra sem reki frystihúsin sé al- gert. Krafist er gamalkunnra úr- ræða: risavaxinnar gengisfelhngar og kauplækkunar. Eins og í ævintýrinu um htlu gulu hænuna, sem flestir forstjórar frystihúsa hafa vafahtið stautað sig fram úr í barnæsku, vih enginn taka neitt á sig. Þeir segja alhr „ekki ég“. Enda er það svo sem alveg ljóst hvem þeir vilja setja í hlutverk htlu gulu hænunnar sem tók á sig aha ábyrgð og vann öh verkin í ævintýrinu. Það hlutverk ætla þeir þjóðinni eða með öðmm orðum al- menningi í landinu. Einn forstjórinn orðaði það mjög skýrt og skilmerkilega í vikunni er hann sagði: „Ef verðbólgan er glæpur er gengisfelling sú refsing sem þjóðin verður að taka á sig, enda á hún sök á glæpnum með eyðslu sinni um efni fram“ Með öðrum orðum: þetta er ekki forstjómnum að kenna heldur þjóðinni sem er glæpon og á að taka út sína refsingu svo forstjórar. frystihúsanna geti hætt að tapa. Hvert er eðli vandans? íslendingar lifa á fiski. Það er öh- um ljóst. Það má veiða tiltekið magn á hverju ári án þess að fisk- stofnunum, og þar með afkomu bama okkar, sé stefnt í hættu. Á sölu þess afla, sem leyfilegur er, byggjum við efnahagslegt sjálf- stæði okkar og velmegun. Markmið okkar sem þjóðar í sjáv- arútvegsmálum ætti því að vera ósköp einfalt: að fá sem mestar tekjur erlendis frá fyrir aflann með sem minnstum thkostnaði. Þar með er komið að kjarna þess vanda sem við er að etja í sjávarút- vegi, sem sé að tekjumar nægja ekki fyrir útgjöldunum. Ástæðan er ekki sú að á erlendum mörkuð- um hafi orðið verðhmn á afurðum okkar eins og stundum hefur áður gerst í sögu þjóðarinnar. Þvert á móti er verð tiltölulega hátt. Nei, orsökin er sú að það hefur ekki tekist að halda kostnaðinum inn- anlands í skefjum. Já, segja forstjórarnir, og þess vegna á að lækka launin. En það er auðvitað engin lausn. Kaup- skerðingarleiðin hefur verið marg- reynd og aldrei dugað. Enda er rót vandans ekki í launum þeirra sem starfa við vinnslu fisksins í frysti- húsunum eða um borð í fiskiskip- unum sjálfum. Rót vandans er að finna í þeirri einíoldu staðreynd að öllum grund- vallarkröfum um arðsemi og nýt- ingu framleiðslutækjanna hefur verið ýtt til hliðar í sjávarútvegin- um. Og á meðan það háttalag við- gengst munu landsmenn standa frammi fyrir svokölluðum efna- hagsvanda með nokkurra mánaða millibili um fyrirsjáanlega framtíð. Á ábyrgð hverra? Hverjir bera ábyrgð á því að öh- um skynsamlegum nýtingarsjón- armiðum hefur verið ýtt til hhðar í sjávarútvegi? Er það almenningur í landinu? Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Lítum nánar á nokkrar stað- reyndir. Við athugun á rekstri fiskvinnsl- unnar á síðasta ári kemur í ljós að sum frystihús eru gjörsamlega vonlaus fyrirtæki. Þannig skhuðu sextán best reknu frystihúsin um fimmtán prósent af tekjum sínum upp í vexti og afborganir af lánum en sautján verst reknu frystihúsin skiluðu nánast engu upp í fjár- magnskostnað. Afkoma þessara skussahúsa er hins vegar tekin inn í meðaltalsdæmið þegar reiknað er út með hversu miklu tapi frysting- in er rekin. Þau eru því hluti af rökstuðningi forvígismanna fisk- vinnslunnar fyrir kröfum um gengisfellingu og launalækkun. Staðan er sú sama í saltfisk- vinnslunni. Tuttugu og ein stöð skilaði nær engu upp í vexti og af- borganir á síðasta ári en jafn- margar best reknu stöðvarnar skil- uðu að meðaltali um tuttugu og einu prósenti af tekjum í fjár- magnskostnað. Hver ber ábyrgð á því að þessi vonlausu fiskvinnsluhús eru rekin áfram? Er það almenningur? Er það þjóðin?. Nei, auðvitað ekki, það eru „eig- endur“ þessara fyrirtækja og stjómmálamennimir sem þjónusta þá. Grafa undan sjálfum sér Skoðum annað dæmi. Vextir og afborganir af lánum eru að shga fjöldamörg fiskvinnslufyr- irtæki. Þótt um áratugur sé liðinn síðan byrjað var fyrir alvöru að verðtryggja lánsfé hefur ekkert lát verið á fjárfestingu í sjávarútvegin- um. Þar virðist gilda sú stefna að fjárfesta fyrst og sjá síðan til hvort hægt verði að borga lánin einhvem tíma seinna og þá væntanlega með hjálp htlu gulu hænunnar. Frystihúsin hafa um árabil verið aht of mörg til að vinna á hag- kvæman hátt þann afla sem leyfi- legt er að veiða. Þrátt fyrir þá stað- reynd hafa forráðamenn í sjávarút- vegi fjárfest gífurlega í nýjum frystihúsum um borð í skipunum sjálfum. Svo er komið að sjötíu og eitt fiskiskip hefur frystibúnað af einhverju tagi um borð. Þar af eru tuttugu togarar sem hafa full- komna flakavinnslu. Hátt í tuttugu prósent af botnfisks- og rækjuafl- anum eru unnin um borð í fiski- skipum. Þessi afh hefði annars ver- ið unninn í landi. í fjölmörgum thvikum eru það sömu aðharnir sem eiga frystihús í landi og úti á sjó. Þeir sem reka frystihús í landi eru þess vegna beinlínis að grafa undan sjálfum sér. Það er ekki aðeins að þeir dragi enn frekar úr nýtingu frystihússins heldur auka þeir verulega um leið eigin fjármagnskostnað. Allt leiðir þetta til versnandi afkomu sem notuð er sem röksemd til að heimta gengisfelhngu og kjaraskerðingar. Margir þessir sömu aðilar stunda umfangsmikla sölu á afla beint úr landi en um sautján prósent botn- fisksaflans fer ferskur til útlanda. • Þetta hvort tveggja dregur veru- lega úr þeim afla sem frystihúsin í landi fá til vinnslu. Ef hagkvæmara er að vinna afl- ann um borð í fiskiskipum eða selja hann beint th útlanda þá væri slíkri þróun mætti eðhlegum rekstri með því að leggja niður gömul frystihús í landi í stórum stíl. Það hefur ekki verið gert. Þvert á móti hefur fisk- vinnslustöðvum í landi fjölgað á sama tíma. Afleiðingin er meira tap. Er það almenningi að kenna? Er það þjóðinni að kenna? Auðvit- að ekki. Sökin er þeirra sem sijórna þessum fyrirtækjum og stjórn- málamannanna sem þjónusta þá. Geta flakað fyrir heiminn Lítið en lýsandi dæmi um ofljár- festingu í fiskvinnslunni eru gegndarlaus kaup á flökunarvél- um. Tahð var í vor að hér væru í notkun um 270 gangfærar flökun- arvélar fyrir bolfisk og 165 flatn- ingsvélar. Hámarksafköst þessara véla allra saman eru um tíu þúsund fiskar á minútu eða, miðað við stöð- uga notkun, fimmtán mhljónir fiska á sólarhring. Þær væru því aðeins fáeina daga að flaka og fletja allan þorskafla landsmanna. Má reyndar ætla að vélar þær sem ís- lendingar eigi af þessu tagi gætu léttilega ílakað allan þorskafla heimsbyggðarinnar. Það er ekkert sem bendir th þess .að fjárfestingarfylhríinu fari að ljúka. Fiskveiðasjóður hefur þann- ig lofað að lána íjórtán hundruð milljónir í tólf ný skip á þessu ári og einn milljarð í viðbót til endur- bóta á skipum. Samtals er þar um að ræða fjárfestingu sem nemur um fjórum mhljörðum króna. Fiskvinnslunni hefur verið lofað með sama hætti fimm hundruð mhljónum króna í lán th endurbóta sem eiga í heild að kosta um þrett- án hundruð mihjónir króna. Fjárfestingarfylliruð heldur því áfram eins og ekkert sé. Er það al- menningi að kenna? Ber þjóðin sök á þessu? Auðvitað ekki, það gera forsvarsmenn þessara fyrirtækja og stjórnmálamennimir sem þjón- usta þá. Kominn tími til að segja nei Og enn einu sinni er barið að dyrum hjá almenningi og borinn upp reikningur. Forstjóramir segja við þjóðina: þú ert glæpon! Taktu út þína refsingu! Þegar er búið að feha gengið um tuttugu prósent á þessu ári. Krafan er um annað eins. Þjóðin verður að sjálfsögðu ekki spurð fyrr en í næstu kosningum, en þá verður búið að eyða, án ár- angurs að sjálfsögu, öhu því sem á hana verður lagt. Þjóðin á bara að borga. Hún á að borga án þess að vonlausum frysti- húsum sé lokað, án þess að von- lausum fiskiskipum sé sökkt, án þess að skrúfað sé fyrir lánsfjár- spenann sem fylhbytturnar sjúga. Stjómmálamennimir, þar á meðal þeir sömu sem nú hjala um þjóðar- gjaldþrotið, munu vafalaust sjá th þess. Litia gula hænan var seinþreytt th vandræða en hún tók þó að lok- um af skarið í ævintýrinu óg neit- aði að láta afrakstur eigin erfiðis af hendi. Er ekki kominn tími th að þjóðin fari að fordæmi hennar og segi líka nei? Elias Snæland Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.