Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 65 dv Afimæli Guðjón P. Petersen Guðjón Peter Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, til heimilis að Völvufelli 8, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Guðjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Laugarneshverfinu. Hann var háseti hjá Eimskipafélagi ís- lands 1955-61, lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1961 og skipherraprófi á varð- skip ríkisins sama ár, tók leiðbein- andaprófí slysahjálp 1966, stundaði nám í að vernda fólk gegn kjarn- orkugeislum 1969 og námskeið í sjó- mælingum 1970. Guðjón var stýrimaður og skip- herra í afleysingum á íslenskum varðskipum 1962-71. Hann var full- trúi við Almannavarnir ríkisins 1971-79 og framkvæmdastjóri Al- mannavarnaráðs ríkisins frá 1979. Guðjón var í landgrunnsnefnd 1970-72, í snjóflóðanefnd 1975-76, í vinnunefnd á vegum UNESCO hm eldgosavarnir frá 1976, í jarð- skjálftanefnd á vegum Evrópuráðs- ins frá 1980, ráðgjafi ávegum UNDRO á Niue- og Samoaeyjum í Suður-Kyrrahafi 1980, og skipaður i júní 1988 af aðalritara SÞ í vinnu- nefnd til undirbúnings að áratug SÞ um varnir gegn náttúruhamforum íþriðjaheiminum. Guðjón er ritari Rotary Club Reykjavík-Breiðholt 1988-89 og formaður sóknarnefndar Fellasókn- arfrál987. Kona Guðjóns er Lilja Benedikts- dóttir verslunarmaður, f. 23.12.1939, dóttir Benedikts Ólafssonar, eig- anda og forstjóra Dún- og fiður- hreinsunarinnar, og Svövu Árna- dóttur sem er látin. Börn Guðjóns og Lilju eru: Ragn- hildur Guðjónsdóttir, f. 13.11.1958, gift Hjálmari Jónssyni, eiganda Sveinsbakarís, en börn þeirra eru Hildur, f. 2.1.1978, og Hilmir, f. 12.5. 1982; og Lárus Petersen, f. 23.3.1962, brunavörður í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Systkini Guðjóns: Gunnar Peter- sen, f. 20.4.1930, kvæntur Dóru Pet- ersen, en þau eiga tvö börn; Aage Petersen, f. 2.3.1934, kvæntur Elinu Sigurjónsdóttur, en þau eiga þrjú börn; Hulda Petersen, f. 9.10.1941, húsmóðir og verslunarmaður, en hún á fjögur börn; og Margrét Pet- ersen, f. 3.2.1947, gift Sigurði Eyj- ólfssyni, en þau eiga þrjú börn. Foreldrar Guðjóns voru Lauritz K. Petersen vélvirki, f. 7.8.1906, d. í september 1972, og kona hans Guðný Guðjónsdóttir Petersen hús- móðir, f. 15.11.1907, d. íseptember 1971. Lauritz og Guðný bjuggu Guðjón Peter Petersen. lengst af á Laugarnesvegi 38 í Reykjavík. Guðjón er erlendis á afmælisdag- inn. Stefán Valgeirsson Stefán Valgeirsson alþingismaður, Auðbrekku í Hörgárdal, verður sjötugur á morgun. Stefán er fædd- ur á Auðbrekku í Hörgárdal og varð búfræðingur frá Hólum 1942. Hann vann ýmis störf í Rvík og á Suðumesjum 1942-1962, var t.d. verkstjóri hjá Reykjavíkurborg um skeiö. Stefán hefur verið b. á Auð- brekku frá 1948 í félagsbúi með for- eldrum og bræðrum. Hann hefur verið alþingismaður Norðurlands- kjördæmis eystra frá 1967 og í bankaráði Búnaðarbankans frá 1969, formaður frá 1973. Stefán hef- ur verið í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1969, formaður frá 1973 og í stjórn Byggðastofnun- ar frá 1987. Stefán kvæntist 8. okt- óber 1948 Fjólu Guðmundsdóttur, f. 19. júlí 1928. Foreldrar hennar eru Guðmundur Njálsson, b. á Böð- móðsstöðum í Laugardal, og kona hans, Karólína Árnadóttir. Böm Stefáns og Fjólu eru Valgeir, f. 10. júní 1948, d. 15. júlí 1968, flugnemi, kvæntur Sólrúnu Hafsteinsdóttur, Anna Karólína, f. 15. febrúar 1949, félagsráðgjafi á Akureyri, gift Höskuldi Höskuldssyni sjúkra- þjálfara; Guðmundur Valur, f. 3. september 1955, fiskeldisfræðingur í Kópavogi; Valþór, f. 2. desember 1957, læknir í framhaldsnámi í Sví- þjóð, kvæntur Önnu Gilsdóttur; Lilja, f. 23. ágúst 1959, gift Herði Halfsteinssyni, loðdýrabóndáá Auðbrekku, og Hildur, f. 14. desem- ber 1963, gift Bjarna Tómassyni, verkamanni á Akureyri. Stefán Valgeirsson. Bræður Stefáns eru Þorsteinn, f. 25. mars 1921, d. 24. október 1980, skrifstofumaður í Rvík; Einar Þór- ir, f. 2. júní 1922, d. 6. apríl 1987, b. á Auðbrekku, kvæntur Höllu Hall- dórsdóttur, og Guðmundur Árni, f. 11. nóvember 1923, d. 17. apríl 1976, bifvélavirki í Rvík, kvæntur Jónu Petersen. Bróðir Stefáns, samfeðra, er Hermann, f. 16. októb- er 1912, b. í Lönguhlíð í Skriðu- hreppi, kvæntur Þuríði Péturs- dóttur. Foreldrar Stefáns voru Valgeir Árnason, b. á Auðbrekku, og kona hans, Anna Mary Einarsdóttir. Meðal föðursystkina Stefáns eru Hilmar, faðir Gunnars, bæjarstjóra á Raufarhöfn, ogÞóris, fyrrv. brunamálastjóra, og Anna, amma Ólafs Birgis Árnasonar, lögfræð- ings á Akureyri. Valgeir var sonur Árna, b. á Auðbrekku, bróður Sig- urðar, föður Þóris námsstjóra. Árni var sonur Jónatans, b. á Hömrum i Laxárdal, Eiríkssonar og konu hans, Guðrúnar Stefáns- dóttur. Móðir Árna var Guðrún Jónsdóttir, b. á Auðbrekku, Snorrasonar, b. á Böggvistöðum í Svarfaðardal, Flóventssonar. Móö- ir Snorra var Sigríður Snorradótt- ir, b. á Syðri-Reistará, Einarssonar, bróöur Olafar, ömmu Baldvins Einarssonar. Móðursystir Stefáns er Jóna Möller, amma Ríkarðs Pálssonar hljómlistarmanns. Anna var dóttir Einars, ráðsmanns á Háreksstöð- um, bróður Sigurjóns, langafa Björns Guðmundssonar, oddvita í Lóni í Kelduhverfi. Einar var sonur Péturs, b. á Hvappi í Þistilfirði, Guttormssonar. Móðir Péturs var Þorbjörg Þorsteinsdóttir, systir Páls, langafa Jóns, langafa Sigríðar Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa á Ak- ureyri. Móðir Önnu var Þórey Jónsdóttir, b. í Álftavík, Guð- mundssonar. Móðir Jóns var Sig- ríður Oddsdóttir, b. í Breiöuvík, Ögmundssonar, bróður Jóns, lan- gafa Þórhöllu, ömmu Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra. Móðir Þóreyjar var Ingibjörg Sveinsdóttir, b. á Eldleysu í Mjóa- firði, Hermannssonar, b. á Græna- nesi, Hermannssonar, bróður Hjálmars, langafa Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Alda A. Vilhjálmsdóttir Alda Anna Vilhjálmsdóttir húsmóð- ir, Bárustíg 1, Sauðárkróki, verður sextugámorgun. Alda fæddist á Hvalnesi á Skaga og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1948-1949 en hún hefur auk húsmóð- urstarfsins verið verkstjóri í Saumastofunni Vöku á Sauðárkróki frá 1979 og hefur starfað mikið í kvenfélaginu á Sauðárkóki. Alda giftist 31. maí 1953 Agli Bjarnasyni, f. 9. nóvember 1927, búfræðingi og búnaðarráðunaut. Foreldrar hans eru Bjarni Halldórssonar, b. á Upp- sölum í Skagafirði, og kona hans, Sigurlaug Jónasdóttir, b. á Völlum í Seyluhreppi, Egilssonar. Alda og Egill eiga íjögur börn. Þau eru: Vilhjálmur, f. 18. desember 1952, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, kvæntur Ragnhildi Pálu Ófeigsdótt- ur, húsmóður og skáldkonu, en þau eiga þrjú börn; Asta, f. 12. desember 1953, fóstra, gift Lárusi Sighvats- syni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi, en þau eiga eitt barn; Bjarni, f. 24. janúar 1955, b. á Hval- nesi, kvæntur Elínu Guöbrands- dóttur húsfreyju, eiga þrjú börn; og Árni, f. 1. september 1959, slátur- hússtjóri á Sauðárkróki, kvæntur Þórdísi Sif Þórisdóttur og eiga þau tvöbörn. Foreldrar Öldu eru Vilhjálmur Árnason, b. á Hvalnesi á Skaga, og kona hans, Ásta Kristmundsdóttir. Vilhjálmur er sonur Árna, b. og smiðs í Víkum á Skaga, Guðmunds- sonar, b. í Víkum, Bjarnasonar, b. í Ásbúðum, Jóhannessonar, b. í Vík- um, Jónssonar, b. í Víkum, Árna- sonar, b. í Víkum, Þórðarsonar, b. í Víkum, Jónssonar, prests og skálds í Hvammi í Laxárdal, Þórðarsonar. Móöir Árna var Valgerður Jóna- tansdóttir, b. í Víkum, Ólafssonar og konu hans, Maríu Sigurðardótt- ur, b. á Efranesi á Skaga, Jónsson- ar, b. á Borgarlæk, bróður Guð- mundar, föður Gunnars á Skíða- stöðum, ættföður Skíðastaðaættar- innar, langafa Ingibjargar, móður Jóns Pálmasonar alþingisforseta, föður Pálma, alþingismanns á Akri. Annar bróðir Jóns var Ari, langafi Magnúsar, langafa Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns. Jón var sonur Gunnars, b. á Hvalnesi, Jóns- sonar, Eiríkssonar Jessasonar, b. á Ketu á Skaga, Jónssonar. Jessi var faöir Jóns, langafa Önnu, langömmu Guðmundar, langafa Guðmundar Finnbogasonar lands- bókavarðar, föður Finnboga lands- bókavarðar. Móðir Jóns Eiríksson- ar var Jarþrúður Halldórsdóttir, systir Sigurðar, afa Þorláks Jóns- sonar í Ásgeirsbrekku, ættföður Ásgeirsbrekkuættarinnar, langafa Gunnars, föður Tryggva banka- stjóra og afa Hannesar Hafsteins. Þorlákur var einnig langafi Sigur- Alda A. Vilhjálmsdóttir. laugar, langömmu Pálínu, móður Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra, föður Steingríms forsætis- ráðherra. Þá var Þorlákur langafi Ásgríms, langafa Áslaugar, móður Friðriks Sophussonar. Ásta er dóttir Kristmundar, b. á Selá, Guömundssonar, b. á Skeggja- stöðum, Þorsteinssoanr, b. á Skeggjastöðum, Sveinssonar, b. á Þverá í Öxnadal, Eiríkssonar, b. í Sörlatungu, Hallgrímssonar, Eiríks- sonar, b. á Stóruvöllum í Bárðardal, Bjarnasonar, prests á Eyjardalsá, Magnússonar, prests á Auðkúlu, Eiríkssonar, prests á Auðkúlu, Magnússonar. Móðir Ástu var Guð- rún Jónsdóttir, b. á Hróarsstöðum, Helgasonar, b. á Ósi, Helgasonar, b. á Ósi, Steinssonar, bróður Ingi- bjargar, ömmu Arnljóts Ólafssonar, prests og alþingismanns á Bægisá, langafa Arnljóts Björnssonar pró- fessors. Til hamingju með daginn 80 ára Sigurður Pálsson, Bergþórugötu 19, Reykjavík. Ingvar Björgvin Jónsson, Dalbraut 25, Reykjavík. 75 ára Helga Kristjánsdóttir, Lönguhlíð 25, Reykjavík. 70 ára Þorbjörg Jóhannesdóttir Kristneshæli 12, Hrafnagilshreppi. Anna Jósefsdóttir, Kolstöðum, Miðdalahreppi. Frida Karen Pedersen, Víðimel 31, Reykjavík. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Skaftahlíð 28, Reykjavík. 60 ára Kristín Jóhaimsdóttir, Hraunbrún 31, Hafnarfirði. Guðjón Guðjónsson, Melseli 4, ReyKjavík. Elías Kjaran Friðfinnsson, Hafnarstræti 3, Þingeyri. 50 ára Garðar Steindórsson, Háahvammi 11, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum á af- mælisdaginn á heimili sínu milli klukkan 17 og 19. Elsa Stefánsdóttir, Kjarrvegi 13, Reykjavík. Hafdis Árnadóttir, Mosgeröi 16, Reykiavík. 40 ára Eggert Sigurðsson, Sundabakka 10, Stykkishólmi. Gunnar Dungal, Dallandi, Mosfellsbæ. Björn Guðnason, Heiðvangi 78, Hafnarfirði. Heiðar Bjarndal Jónsson, Vallholti 23, Selfossi. Jón Aibert Kristinsson, Norðurfelli 5, Reykjavík. Stefán Ragnar Þórðarson, Bústaðavegi 99, Reykjavík. Guðríður Kjartansdóttir, Hrauntungu 36, Kópasvogi. Valtýr Ómar Guðjónsson Valtýr Ómar Guðjónsson bílavið- gerðarmaður, Álfhólsvegi 32, Kópa- vogi, verður fimmtugur á morgun. Valtýr Ómar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Þuríður Jónsdóttir og Guðjón Mýrdal, hár- skeri í Reykjavík, en þau eru bæði látin. Þuríður og Guðjón slitu sam- vistum 1944 og flutti Valtýr þá með móður sinni upp í Borgarfjörð, en þar giftist hún fósturföður Valtýs, Jóhannesi Jónssyni garðyrkju- manni að Dalbæ í Reykholtsdal. Valtýr á tvo hálfbræður sam- mæðra. Þeir eru Bernhard, garð- yrkjub. í Dalbæ, og Jón, bakari í Borgarnesi. Valtýr giftist Sólveigu Margréti Óskarsdóttur sjúkraliða og eiga þau fjögur börn. Þau eru: Jóhannes bak- Valtýr Ómar Guðjónsson ari; Lárus iðnnemi; og tvíburasys- turnar Kolbrún Lára og Þuríður Ósk. Valtýr og Sólveig slitu sam- vistum. Valtýr Ómar verður heima á af- . mælisdaginn. Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti, Fellshreppi, Skagafirði, verður áttatíu og fimm ára á morg- un. Tryggvi er fæddur á Skáldalæk í Svarfaðardal, ólst upp í Hjaltadal og Sléttuhlíð. Hann var sjómaður á Hjalteyrinni á Akureyri 1922-1924 og var b. á Ysta Hóli í Fellshreppi 1924-1933 en keypti þá Lónkot, flutt- ist þangað 1933 og hefur búið þar síðan. Tryggvi var sýslunefndar- maður og meðhjálpari og var í stjórn flestra félaga í sveitinni og gengdi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Tryggvi kvæntist Ólöfu Oddsdóttur, f. 10. júlí 1896, d. 13. júní 1976. Foreldrar hennar voru Oddur Jóhannsson, b, á Siglunesi, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. Sonur Tryggva er Oddur Steingrímur, f. 19. mars 1935, d. 9. júní 1959. Foreldrar Tryggva voru Guðlaug- ur Bergsson, b. á Skáldalæk í Svarf- aðardal, og Jakobína Halldórsdóttir. Guðlaugur var sonur Bergs, b. á Syðstahóli í Sléttuhlíð, Símonarson- ar, b. á Ámá, Jónssonar, b. á Sandá, Ólafssonar. Móðir Guðlaugs var Kristlaug Jónsdóttir, b. í Botni í Þorgeirsfirði, Ólafssonar og konu hans, Guðlaugar Magnúsdóttur, b. á Eyri á Flateyjardal, Björnssonar. Jakobína var dóttir Halldórs, b. í Keflavík við Gjögur, Sveinssonar og konu hans, Sesselju Gunnlaugs- dóttur, b. á Ytrafjalli í Reykjadal, Kristjánssonar. Tryggvi dvelur nú á dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.