Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Side 37
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 53 LífsstOI Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna: Kaup- menn tapa hundruðum milljóna á „innkaupaferðunum“. ____Magnús E. Finnsson:_| Kaupmenn og ferðamenn við sama borð íslenskir kaupmenn eru langt frá því að vera hressir með „innkaupa- ferðir“ landa sinna til stórborganna í næsta nágrenni við okkur og þeir telja sig verða af viðskiptum sem nema hundruðum milljóna króna á ári. „Við teljum að þar sem kaupmenn verða að borga öll tilskihn gjöld af sínum innílutningi sé það ekki sæm- andi í þessu réttarríki að menn geti flutt ótilgreint magn af vörum með sér inn í landið án þess að borga nokkur gjöld. Þar á ég við ferðamenn sem fara í sérstakar og skipulagðar innkaupaferðir til borga í nágranna- löndum okkar og virðast komast upp með það,“ segir Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands. Magnús segir ekkert réttlæti í því aö fólk fari utan, kaupi varning, fái söluskattinn endurgreiddan og losni svo alveg við að gpeiða hann þegar heim kemur. Hugsunin á bak við niðurfellingu söluskatts í einu landi hafi verið sú að koma í veg fyrir að greiddur yrði tvöfaldur söluskattur. „Við erum bara að benda á að sömu reglur eigi'að gilda um þann sem flyt- ur inn vörur til að selja í búðinni sinni og ferðamanninn þegar farið er fram yfir leyfileg mörk.“ Kaupmannasamtökin hafa óskað eftir því við tollyfirvöld að gerð verði könnun á því hversu mikill innflutn- ingurinn úr svona „innkaupaferð- um“ raunverulega er. Því erindi hef- ur ekki verið hafnað formlega en ekkert hefur þó verið gert. „Við höfum jafnframt óskað eftir því að prentaður verði upplýs- ingabækhngur sem dreift yrði með farseðlum þannig að menn vissu hvað þeir væru að gera. Obbinn af fólkinu, sem fer í svona ferðir, vill gjarnan fara eftir settum reglum en ég er ekki viss um að öllum sé kunn- ugt um hverjar þær eru. Það erum ekki bara við sem veröum af tekjum vegna þessa heldur ríkisvaldið hka. Það tapar stórlega. Þetta er líka spurning um hvort við ætlum að stunda verslun hér eða færa hana úr landi,“ segir Magnús. - Er skýringin á svona ferðum ekki einfaldlega sú að verð á fatnaöi og öðru slíku er allt of hátt hér á landi? „Ég skal nú ekki fullyrða neitt í þeim efnum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem fólk kaupir í borg- um eins og Glasgow og Amsterdam sé að miklu leyti hversdagsklæðnað- ur, saumaður austur í Asíu. Tiltölu- lega lítið úrval sé hins vegar af þess- um fatnaði á markaðinum hér. „Ef við berum aftur á móti saman verð á fínni fatnaði held ég að munurinn sé ekki svo ýkja mikill." Magnús segir að „innkaupaferð- irnar“ komi ekki til með að leggjast af fyrr en verð á þeirri vöru, sem almenningur sækist eftir, verði sam- bærilegt hér og erlendis. Aftur á móti gæti reynst erfitt að ná því marki þar sem íslenski markaðurinn sé lítill og flutningskostnaður hingað mikill. „Hins vegar vildi ég gjarnan fá samanburð á þessu. Það hefur reyndar verið rætt innan okkar sam- taka að verðlagsyfirvöld gerðu úttekt á þessu, hæru saman verð á sam- bærilegri vöru. Það er ábyggilega hægt í einhverjum mæli en hefur aldrei verið gert,“ segir Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtaka íslands. A meðan halda íslendingar áfram að fjölmenna í verslunarleiðangra til útlanda. -gb Of mikid keypt í innkaupaferöum til útlanda: Okkurberaðleggja hald á vamingmn - segir Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavikurflugvelli Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavikurflugvelli: Ræði ekki fyrir- mæli mín til tollgæslunnar í fjölmiðlum. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með þessu fólki. Þaö hefur ákveðnar heimildir til að taka varning inn í landið. Okkar viðbrögð eru náttúru- lega ekki önnur en þau að ef það er bersýnilegt að fólk er með meira en það má koma með verðum við aö taka á því eins og tollgæslunni ber að gera.“ Þetta segir Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri og yfirmaður tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli, um af- stöðu embættisins til „innkaupaferð- anna“ og tollafgreiðslu þess fólks sem kemur heim klyhað varningi. Tollverðir á vellinum segja að áberandi minna sé um það nú en oft áður að fólk fari í hreinar verslunar- ferðir til útlanda. Jafnframt kaupi það minna en áður. Einn viðmælandi blaðsins sagði þó að á meðan fatnað- ur og annað væri svona óheyrilega dýrt á íslandi væru ferðir sem þessar eðlileg viðbrögð fólks ef það fengi ódýrar flugferðir. „Þess vegna verð- ur ekki komið í veg fyrir þetta,“ seg- ir hann. Þorgeir Þorsteinsson segir að ekki sé mikið um það að fólk komi með of mikinn varning inn í landið, m.a. vegna þess að heimildir séu orðnar rýmhegri en áður. Nú er hverjum ferðamanni heimilt að koma með vörur fyrir tuttugu þúsund krónur án þess að greiða af þeim toll. Dýr- asti hluturinn má þó ekki kosta meira en tíu þúsund krónur. „Það má því kaupa verulega," segir hann. Nokkuð mun vera um það að ferða- menn gefi sig fram í rauða hliðinu þegar þeir vita að þeir hafa farið fram yfir heimildir. í slíkum tilvikum er varningurinn tekinn á aukaskrá og sendur til tohafgreiðslu. En hvað gerist ef ferðamaður, sem fer beint í græna hhðið, reynist hafa of mikið í sínum fórum? „Ef þú ferð í grænt hlið er það yfir- lýsing um að þú sért ekki með neinn tollskyldan varning, að þú sért ekki með neitt umfram þessar tuttugu þúsundir eða einstakan hlut yfir tíu þúsund. Ef svo reynist að ferðamað- urinn er með varning umfram þessi mörk ber tollverðinum að leggja hald á hann og gefa skýrslu," segir Þor- geir. Þegar svo er komið fyrir mönnum stoðar lítið að bjóðast til að greiða toll af varningi umfram heimhdir.- Áður en grænu hiiðin komu til sög- unnar rifust menn oft við tollverði Ferðir og sögðu þá ekki hafa gefist færi á að leggja varninginn fram. En nú á innganga í græna hliðið að jafngilda yfirlýsingu um að ekkert tollskylt sé með í farteskinu. Þorgeir segir að það séu aöallega rafeindatæki af ýmsu tagi sem toll- verðir geri upptæk, svo sem mynd- bönd. Þá er eitthvað um það að fólk reyni að koma með þráðlausa síma inn í landið. Innflutningur shkra síma er algjörlega bannaður, nema þeir séu af ákveðnum gerðum sem Póstur og sími viðurkennir. Þeir sím- ar eru yfirleitt dýrir en feröamenn koma yfirleitt með ódýrari geröir. Þá kemur það fyrir að fatnaður sé gerður upptækur. Skyldu tollverðir hafa fengið fyrir- mæli frá yfirmönnum sínum um að vera betur á verði en venjulega þegar farþegar úr „innkaupaferðum" koma aftur heim? „Ég tilkynni það ekki í fjölmiölum hvaða fyrirmæli ég gef tohinum. Það er bara mhli mín og þeirra,“ segir Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri og yfirmaður tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli. -gb Amsterdam Amsterdam hefur löngum verið miðstöð verslunar í Evrópu. Frægust er borgin þó fyrir alla demantana og aðra eðalsteina sem þar ganga kaup- um og sölum. íslendingar hafa líka uppgötvað hana sem verslunarborg og flykkjast þangað í stórum stíl til að birgja sig upp af fatnaði og öðru. Verðlag þykir þar vera hagstætt. Göngugöturnar Kalverstraat og Nieuwendijk eru meðal helstu versl- unargatna Amsterdam. Götur þessar ganga út frá Damtorginu sem allir géstir í borginni ramba á fyrr eða síðar. Við götur þessar eru bæði stór vöruhús og mikið af alls kyns smærri verslunum. Við götuna P.C. Hofstra- at eru dýrari verslanir og tískuhús fyrir þá sem vilja kaupa sér það allra fínasta. Þótt hægt sé að kaupa vandaðan fatnað á góðu veröi í Amsterdam segja kunnugir að meira þurfi aö hafa fyrir því en t.d. í Hamborg. Helgarferð til Amsterdam, þar sem gist er í þrjár nætur, kostar frá 23.460 krónum, miðaö við tveggja manna herbergi. -gb Tvær af helstu verslunargötum Amsterdam ganga út frá Damtorginu sem sést á þessari mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.