Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 32
48 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Handknattleikur unglinga___________________________________________________dv Úrslit á Reykjavíkiimióti yngri flokka: Allir í Höllina handboltaveisla í dag I dag veröa úrslit á Reykjavíkur- móti yngri flokka. Leikið veröur til úrslita í 3. flokki kvenna og 3., 4. og 5. flokki karla. Auk þess verða veitt verölaun í þeim flokkum sem úrslit liggja fyrir í. r Ohætt er að fullyröa að aldrei áður hefur verið lögð jafnmikil vinna í að gera úrslitaleikina á Reykjavíkur- mótinu aö miklum viðburði í hand- knattleik yngri flokka. Auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hverjum flokki er nú sú nýbreytni að veitt verða verðlaun fyrir markahæsta leik- manninn í þeim flokkum sem úrslit liggja fyrir í og að loknum hverjum úrslitaleik velja landsliðsmenn og landsliðskonur besta leikmann hvers úrslitaleiks. Markahæsti og besti leikmaður hvers flokks fær handbolta eða tösku í viðurkenning- arskyni. Milli úrslitaleikjanna verður verö- launaafhending og skemmtiatriöi. Ekki er ákveðið hver þau verða en þó er ljóst að HSÍ og Skáksambandið verða með uppákomu varðandi Fjarkann. Dregið verður úr seldum Fjarkamiðum og fær sá heppni eða heppna handbolta eöa tösku í verð- laun. Dagskráin hefst kl. 13.00 með setn- ingu og að henni lokinni hefst úr- slitaleikur Víkings og KR í 3. flokki kvenna. Aö leik loknum verður verðlauna- afhending í 3., 4. og 5. flokki kvenna. Kl. 14.15 verða síðan skemmtiatriði til kl. 14.40 er leikur Víkings og KR í 5. flokki karla hefst. Að þeim leik loknum verða veitt verðlaun fyrir 5. og 6. flokk karla og aftur verða skemmtiatriði. Kl. 15.50 hefst síðan leikur Fram og KR í 4. flokki karla og kl. 17.00 verður leikur Fram og ÍR í 3. flokki karla. Úrslitunum lýkur síðan með verð- launaafhendingu til handa leik- mönnum í 3. flokki karla kl. 17.50. Unglingasíðan hafði samband við alla þá fyrirliða sem leika í Laugar- dalshöll í dag og ef marka má orð þeirra verður um skemmtilega leiki að ræða þar sem ekkert verður gefið eftir. Hér á unglingasíðunni má sjá stutt viðtöl við þá og eru þeir allir ákveðnir í að hampa bikarnum í leikslok. Unghngasíðan hvetur alla til að koma í Laugardalshöllina í dag því ljóst er að mikið verður um dýrðir. Foreldra hvetjum við eindregið til að koma og sjá verðandi landsliðs- menn framtíðarinnar leika til úrslita á Reykjavíkurmótinu. Valtýr Gauti Gunnarsson, fyrirliði Fram í 4. flokki. „Komum velundir- búnir til leiks" - segir Valtýr Gauti Gunnarsson „Þegar þessi lið mættust fyrir tveimur árum í úrshtum í Reykjavík- urmóti vann KR. Því kemur ekkert annað en sigur til greina í dag. Þetta verður örugglega mikill baráttuleik- ur þar sem hvorugt liðið gefur neitt eftir. KR er með mjög gott hð og verð- ur þetta því jafn og spennandi leikur. Við erum búnir að æfa mjög vel í vetur. Við æfum þrisvar í viku og spilum auk þess nokkuð af æfinga- leikjum sem hafa gengið nokkuð vel þótt enn sé margt sem þarf að laga. Viö vorum á Laugarvatni um síðustu helgi og komum því vel undirbúnir til leiks. Ég vh engu spá um úrslitin en Fram vinnur þennan leik, það er engin spurning." Þetta sagði Valtýr Gauti Gunnars- son, fyrirliöi 4. flokks karla hjá Fram, um úrslitaleikinn viö KR. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTiNU: ILausar stöður við framhaldsskóla. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru lausar til um- sóknar kennarastöður á vorönn í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, rafeindavirkjun, 'A staða í heilbrigðis- fræði og afleysingastaða í eðlis- og stærðfræði. Þá vantar bókavörð í fullt starf á vorönn. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. Menntamálaráðuneytið. Ætlum okkur sigur í úrslitaleiknum - segir fyrirliði Fram í 3. flokki karla „Við ætlum okkur ekkert nema sig- ur í úrshtaleiknum gegn ÍR í dag,“ sagði Andri V. Sigurðsson, fyrirhði Fram í 3. flokki. „Við höfum fjórum sinnum leikið iil úrslita á Reykjavíkurmótinu und- anfarin ár en aðeins einu sinni borið sigur úr býtum og nú ætlum við okk- ur að bæta einum sigri við. Viö höfum æft nokkuð vel undan- farið, m.a verið í æfingabúðum á Laugarvatni og einnig höfum við leikið nokkra æfingaleiki sem okkur hefur ekki gengið næghega vel í. Ég vona þó að liðiö smelli saman í dag. Það er mjög góður andi í liðinu og okkar helsti styrkur er hversu vel þessi hópur hefur haldið saman allt frá því í 5. flokki en það hefur engin breyting orðið á hópnum undanfarin ár,“ sagði Andri V. Sigurðsson, fyrir- hði Fram í 3. flokki, að lok- um. m Andri V. Sigurðsson, fyrirliði Fram í 3. flokki. Sigurlaug Benediktsdóttir: Endurtökum leikinn frá því á íslandsmótinu „Leikurinn gegn Víkingi verður áreiðanlega mjög jafn og skemmti- legur,“ sagði Sigurlaug Benedikts- dóttir sem leiðir 3. flokk KR th leiks gegn Víkingi. „Við sigruðum Víking á Reykjavík- urmótinu í fyrra eftir framlengdan leik. í síðustu umferð íslandsmótsins sigruðum við með tveimur til þrem- ur mörkum svo að við eru ákveðnar í að sigra í þessum úrslitaleik. Við erum búnar að æfa geysilega vel undir þennan leik, m.a. hlaupum við ennþá úti auk þess sem við æfum að minnsta kosti þrisvar í viku inni. Þrátt fyrir að ég sé viss um að viö berum sigur úr býtum í leiknum gegn Víkingi vh ég ekki spá um úr- sht leiksins en ég er viss um að úrslit- in ráðast ekki fyrr en á síðustu sek- úndunum. m Sigurfaug Benedikfdóftir, fyrirliði KR í 3. flokki kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.