Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Hundrad ár frá fæðingu Capablanca Skákstíll Karpovs stendur miklu nær taflmennsku hans heldur en skákstíll Kasparovs Kúbanski stórmeistarinn José Raoul Capablanca y Graupera var einhver mestur hæfileikamaður á skáksviðinu sem um getur. Hann sinnti skáklistinni lítið sem ekkert utan hefðbundinnar taflmennsku; treysti á fágað innsæi og eðlislæga dómgreind og um tíma var hann álitinn nánast ósigrandi. í dag, 19. nóvember, eru hundrað ár frá fæð- ingu þessa mikla meistara sem næstu línur eru helgaðar. Strax í frumbernsku þótti sýnt að Capablanca væri óvenjulegum hæflleikum gæddur. Sagan af því hvernig hann lærði mannganginn er þjóðsagnakennd. Hann var sagð- ur hafa verið á fjórða ári er hann einn góðan veðurdag fylgdist með föður sínum að tafli. Hann sýndi taflinu mikinn áhuga en bærði þó ekki á sér. Næsta dag fór allt á sömu lund. Þriðja daginn tók hann hins vegar eftir því að faðir hans lék riddara frá hvítum reit yfir á hvítan reit - lék ólöglegan leik. José litli sagði ekki orð fyrr en fað- ir hans hafði unnið skákina. Þá hló hann og sagði brögð hafa verið í tafli. Vitaskuld var htið mark tekið á drengnum, enda hafði enginn kennt honum mannganginn. Faðir hans lét þó til leiöast og tefldi við hann eina skák og svo aðra. José htli vann báðar skákirnar og þar með var glæsilegur skákferill haf- inn. Samkvæmt læknisráði fékk José litli ekki að tefla nema við hátíðleg tækifæri á næstu árum. Er hann var orðinn átta ára var loks farið með hann í skákfélagið í Havana. Þremur mánuðum síöar komst hann upp í fyrsta flokk og hélt sínu gegn snjöhustu skákmeisturum fé- lagsins. Tólf ára átti hann engan jafnoka á staðnum. Capablanca var frábær náms- maðúr og hélt til Columbiá háskóla í Bandaríkjunum 18 ára gamall þar sem hann lagði stund á raunvís- indi. Hermt er að á inntökuprófi í skólann hafi hann skarað fram úr í algebrureikningi - með 99% rétt. Nám við háskólann stundaði hann aðeins í tvö ár. Þá hafði skákgyðjan náð slíkum tökum á honum að hann gaf vísindaframa sinn upp á bátinn. Hann ferðaðist um Bandaríkin og tefldi fjöltefli með glæsilegum árangri og árið 1909 lagði hann snjallasta skákmeistara landsins, Frank Marshall, að velli í einvígi með átta sigrum, Qórtán jafnteflum og einu tapi. Þessi úrslit þóttu und- rum sæta og urðu þess valdandi að Capablanca var boðið að tefla á alvöruskákmóti - stórmeistara- mótinu í San Sebastian 1911. Meðal keppenda í San Sebastian voru flestir fremstu skákmeistarar heims: Rubinstein, Tarrasch, Nim- zovitsch, Shclechter, Vidmar, Spi- elmann, Marshall, Bernstein, Teichmann, Janovski, Burn, Dur- as, Leophardt, að ógleymdum Maroczy, sem Kortsnoj er nú að etja kappi við. Margir voru mót- fallnir þátttöku Capablanca, sem þótti ekki nægilega sigldur, en eftir glæsilegan sigur hans á Bemstein strax í fyrstu umferö voru þær raddir fljótar að þagna. Capablanca sigraði glæsilega á mótinu, hlaut 9.5 v., Rubinstein og Vidmar komu næstir með 9 v. og Marshall hlaut 8.5 v. Skák Capablanca við Bern- stein var jafnframt valin fegursta skák mótsins. Fljótlega varð ljóst aö Capablanca var líklegur keppinautur heims- meistarans, sem þá var Emanuel Lasker. Ekkert varð úr einvígi þeirra fyrr en eftir fyrri heims- styrjöldina, er Lasker var orðinn 53ja ára gamall. Lasker ætlaði að afsala sér titlinum án taflmennsku, en verðlaunaféð, 20 þúsund dalir, freistaði hans. Þetta mun hafa ver- ið hæsta verðlaunafé skáksögunn- ar, allt þar til Fischer og Spassky tefldu í Reykjavík. Capablanca vann einvígið auðveldlega; vann fjórar skákir, tíu urðu jafntefli, en Capablanca tapaði ekki skák. Arið 1927 tapaði Capablanca heimsmeistaratitlinum eftir ein- vígi i Buenos Aires við Alexander Aljekín. Hermt er að Aljekín heföi undirbúið sig af kostgæfni fyrir einvígið, en Capablanca, sem gaf sig jafnan lítið að skákrannsókn- um, var kærulaus og sigurviss. Á þessum árum var hann enda stund- um nefndur „skákvélin" og tahnn var hann ósigrandi. Aljekín af- sannaði þetta og vann sigur eftir 36 skáka maraþoneinvígi. Á næstu árum varð Capblanca átta sinnum efstur, eða efstur með öðrum, á sterkum mótum og 1931 lagði hann Euwe í einvigi. Hann lést 8. mars 1942 eftir aö hafa feng- ið hjartaáfall í Manhattan skák- klúbbnum í New York. Treysti á innsæið Taflmennska Capablanca var áreynslulaus og áferðarfalleg. Hann lagði allt kapp á að koma mönnum sínum vel fyrir, gætti að því að skapa ekki veikleika í eigin herbúöum og lagði aldrei út í vafa- samar sóknaraðgerðir. Hann tefldi með eðUsgáfunni, treysti á innsæið fremur en hárnákvæma útreikn- inga. Skákstíll Karpovs stendur miklu nær taflmennsku hans held- ur en skákstíU Kasparovs, sem minnir aftur á móti meira á Aljek- ín. Kasparov reynir stundum að flækja taflið og tekur áhættu, tU þess að gefa andstæðingnum betri tækifæri til að misstiga sig. Hér er skák Capablanca við Bern- stein, fyrsta skák hans á alþjóðlegu skákmóti og sú skák sem fegurst var talin á mótinu. Hún er e.t.v. ekki dæmigerð fyrir taflmennsku hans eins og hún gerðist best, en þó má glöggt merkja að Capablanca heldur um stjórntaumana. Hann kemur öUum mönnum sínum vel fyrir og með tvöfaldri peðsfóm fær hann tóm til að koma riddara sín- um í ógnandi aðstöðu á kóngs- væng. Bernstein hefði getað haldið jafnvæginu með bestu vörn en hon- um fatast flugið og með UtiUi fléttu Bridgefélag Akureyrar Akureyrarmót í sveitakeppni stendur nú yfir með þátttöku 14 sveita og er 6 umferðum lokið. Röð efstu sveita: 1. sveit Kristján Guðjónsson 124 2. -3. s. PáU A. Jónsson 115 2.-3. s. Stefán VUhjálmsson 115 4. sveit Ólafur Ágústsson 109 5. sveit HeUusteypan hf. 103 6. sveit Öm Einarsson 101 7. -8. s. Gunnar Berg 100 7.-8. s. Grettir Frímannsson 100 Næstu tvær umferðir verða spUaðar í Félagsborg þriðjudagskvöldið 15. nóv. Bridgesamband íslands Næstkomandi föstudagskvöld, 18. nóvember, verður spUaður PhUip Morris tvímenningur í flestum lönd- um Evrópu og verður ísland nú, í fyrsta sinn, meðal þátttökuþjóöa. Sömu spilin verða spUuð um gjörv- aUa Evrópu. SpUað verður í Sigtúni 9, fyrir höfuðborgarsvæðið, og ein- hverjir spilastaðir á landsbyggðinni verða með. Efstu pörin á hveijum spUastað fá verðlaun sem PhUip Morris fyrirtækið gefur og efsta par- ið yfir landið fær vegleg verðlaun. AUt áhugafólk um bridge er hvatt tU þess að mæta á þessa fyrstu alþjóð- legu tvímenningskeppni hér á landi. Spilagjald mun verða svipað og í landstvímenningnum. Frá Bridgefélagi kvenna Bridgefélag kvenna á 40 ára af- mæU um þessar mundir. Af því tU- efni verður opið tvímenningsmót í Sigtúni laugardaginn 26. nóvember. Veitt verða peningaverðlaun og sUfurstig. Mótiö hefst kl. 10 árdegis. 1. Jacqm McGreal 2. Sævin Bjarnason 3. Ólafur Lárusson 4. Jón Þorvarðarson 5.-6. Aðalsteinn Jörgensen 5.-6. Jón Baldursson 7. Bragi Hauksson 8. Ásgeir Ásbjömsson Þetta er kjörið tækifæri tU að sam- fagna Bridgefélaginu á merkum tímamótum og vonandi sjá sem flest- ir spUarar sér færi á að óska félaginu til hamingju með afmæliö með því að taka þátt í mótinu. Þátttaka ósk- ast tUkynnt sem aUra fyrst, annaö- hvort hjá Bridgesambandinu, í síma 689360, eða hjá Aldísi, í síma 15043. Bridgefélag Reykjavíkur Fyrsta umferðin í Butlertvímenn- ingskeppni Bridgefélags Reykjavík- ur fór fram síöastUðinn miðvikudag og taka 50 pör þátt í henni. Staða efstu para: Guðni Sigurbjamason 62 Valur Sigurðsson 61 Ragnar Magnússon 61 Sigtryggur Sigurðsson 56 Hrólfur Hjaltason 44 Staðan eftir 7 umferðir Þorlákur Jónsson 83 Ragnar Bjömsson 80 Hermann Lámsson 76 Bridgefélag Breiðfirðinga Nú er lokið 10 umferðum af 17 í aðalsveitakeppni félagsins og hefur sveit Páls Valdimarssonar náð umtalsverðri forystu. Staða efstu sveita: 1. Páll Valdimarsson 232 2. Romex 184 3. Guðlaugur Karlsson 183 4. Guðmundur Kr. Sigurðsson 172 5. Albert Þorsteinsson 169 6. Hans Nielsen 165 Bridgefélag Selfoss og nágrennis Staðan í Höskuldarmótinu eftir aðra umferð 10/11 1988. stig 1. Brynjólfur-Þráinn 486 2. Sigurður-Haraldur 474 3. Vilhjálmur-Kristján 459 4. Leif-Valdimar 453 5. Sveinbjörn-Runólfur 445 6. Kjartan-Óskar 441 7. Eygló-Valey 433 8. Sigfús-Gunnar 428 9. Garðar-Guðmundur 417 10. Daníel-Steinberg 415 Meðalskor 420. Eftir eru 3 umferðir. Bridgefélag Hafnarfjarðar Aðalsveitakeppni félagsins hefst næstkomandi mánudagskvöld. Lengd hennar ræðst af þátttöku en líkur benda til að hún standi a.m.k. út janúar. Byijaö verður að spila kl. 19.30, en þeir sem vilja taka þátt í keppninni, en hafa ekki tilbúna sveit, em beðnir að mæta tímanlega, því reynt verður að mynda sveitir á staðnum. Spilastaður er í íþróttahús- inu við Strandgötu (uppi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.