Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 2
2 l'l.M.MTUDAGUJi ,1£. pESEMPER. 1988. Fréttir Samningarnir í gildi um áramót - ef Alþingi afgreiðir bráðabirgðalögin fyrir þann tíma Nú er ljóst að samningar verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda munu taka gildi strax og Alþingi hefur af- greitt bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar. Samningar Bandalags starfs- manna ríkis og bæja munu þá verða lausir frá áramótum. Samningar fé- laga innan Alþýðusambandsins gilda hins vegar til 10. apríl. Ástæðan er sú að við afgreiðslu laganna frá efri deild í gærkvöldi greiddu sjálfstæðismenn atkvæði með breytingartilögu Borgaraflokks og Kvennalista um að launafrysting- in vrði afnumin við gildistöku lag- anna og samningsrétturinn yrði frjáls. Þessi tillaga var felld eins og allar breytingartillögur stjórnarand- stöðunnar. Stjórnarandstaðan hefur hins veg- ar stvrk til að fella úr lögunum það ákvæði bráðabirgðalaganna sem bindur samninga til 15. febrúar. Það hefur sömu áhrif og breytingartillag- an. Samningar taka gildi um leið og iögin. Talið er ólíklegt að málið fái þessa meðferð. Ríkisstjórnin mun varla hleypa málinu svo langt. Hún mun þvi annaðhvort fella þetta ákvæði burt eða ganga til samninga við stjórnarandstöðuna um einhverjar breytingar sem hún getur fallist á. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað á þingflokksfundi í gær að styðja breytingartillögu Borgaraflokks og Kvennalista. Sú ákvöðrun er rök- studd með því að þar sem Steingrím- ur Hermannsson foorsætisráðherra hafi gefið út yfirlýsingu, sem túlka mátti sem að samningar gengju í gildi frá gildistöku laganna, væri rétt aö eyða þeim vafa sem þessi yfirlýsing hefði skapað. -gse Dreifingarmiöstöö eggjaframleiðenda: Ekki tímabært - segir formaðunnn „Ég tel tæplega tímabært að fara út í svona aðgerðir núna," sagði Ein- ar Eiríksson, formaður samtaka eggjaframleiðenda, en samtökin héldu fund í gærkvöldi þar sem stofnun sameiginlegrar dreifingar- miðstöðvar var á dagskrá. Þrátt fyrir ákveðnar tillögur stærri framleið- enda var ákveðið að fresta málinu. Telja sumir að þessi niðurstaða muni leiða til klofnings samtakanna en Einar neitaði því alfarið. Þá munu kjúklingaframleiðendur hafa áhuga á að vera með í þessu samstarfi en eftir fundinn í gær- kvöldi er óvíst hvort af því verður. Það eru einkum minni framleiðend- ur sem standa gegn þessari hugmynd en þeir óttast að í kjölfar þess komi sameining stærstu framleiðendanna sem jafnvel myndu ráða yfir 70% til 80% af landsframleiðslunni. -SMJ Samningar lífeyrissjóöanna og fj ármalaraöuneytislns: Fönim fram á vaxtahækkun - segir Pétur H. Blöndal „Við settum fram mjögnákvæma bókun í fyrra um aö við endurskoð- un vaxtakjara skyldi taka tillit til vaxta spariskírteina og útlána ban- kanna í ágúst 1988. Þetta meöaltal hækkaöi um 0,5% frá því í fyrra. Þvi ættu sjóðimir að fá hækkun á vexti sína en alls ekki lækkun. Menn geta með réttu ályktað að sjóöimir ættu að fá 7,5% í vexti fyrir næsta ár en ekki 5% eins og fjármálaráðuneytið hefur boðið,“ sagði Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða. Fram undan virðist vera hörð samningarimma milli lifeyrissjóð- anna og fjármálaráðuneytisins um vexti á skuidabréfakaup lífeyris- sjóðanna af Byggingarsjóði ríkis- ins. Fjármálaráðuneytiö hefur boð- ið 5% vexti, sem þýðir lækkun, en forráðamenn lífeyrissjóðanna vísa þeirri hugmynd algerlega á bug. Pétur samþykkti að sú vaxtaþró- un, sem verið hefði að undanfórnu, væri til stuönings vaxtalækkunar- hugmyndum fjármálaráöuneytis- ins. Hann benti hins vegar á það að þau tvö skipti, sem lifeyrissjóð- irnir hefðu samið áður, hefði verið samið um töluvert lægri vexti en varö raunin. 1987 fengu sjóðimir 6,25% vexti þó að bankar og rikis- sjóöur hefðu verið með miklu hærri útlánsvextf. 1988 hafa verið 7% vextir allt áriö þó spariskirtein- in hafi borið yfir 8% vexti og bank- arnir verið með yfir 9% útláns- vexti. „Þegar vextimir hafa hækkað eftir aö samið var um þá hafa menn ekki séð ástæðu til aö breyta gerð- um samningum og þess vegna tel ég ekki ástæðu til þess, þó að vext- ir lækki þetta eina skipti, að menn fari að breyta þessari bókun sem samið var um,“ sagöi Pétur. Um áhrif þeirra vaxtakjara, sem ríkisvaldið býður lifeyrissjóðunum á lífeyrisgreiðslur þeirra, sagöi Pét- ur: „Því meir sem ríkisvaldið þrýstir á lækkun vaxta til sjóðanna því meira eykur það skerðingu líf- eyris sem þarf að koma til fram- kvæmda eftir tvö til þrjú ár þegar fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða hafa verið samþykkt. Við hjá okkar lifeyrissjóðum njótum ekki ríkis- styrkja. Við getum ekki borgað út lifeyri nema með þeim iðgjöldum sem koma inn og þeim vöxtum sem nást á okkar íjármagn. Þess vegna þýöir þessi vaxtalækkunarkrafa fjármálaráðuneytisins að lífeyrir til okkar félagsmanna skerðist meira en ella.“ -SMJ 900 milQónir í risnu og ferðir í umræðum á þingi í gærkvöldi kom fram að risnu- og ferðakostnað- ur ríkisins verður um 900 milljónir á þessu ári. Það er rúmlega sú upp- hæð sem ráðgert er að veija til allrar utanrikisþjónustunnar á næsta ári. í máli Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra kom fram að fjár- veitinganefnd muni koma með til- lögu um að skera þennan kostnað niður um 250 milljónir á næsta ári. -gse Bókin um Vigdísi Finnbogadóttur reyndist vera langefst á Bókalista DV. Bókalisti DV 1988: Skrítið ef fólk hefði ekki áhuga á Vigdísi - segir Stemunn Sigurðardóttir rithöfundur „Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhuga á því sem Vigdís hefur afrekað vegna þess að auk þess að vera sérstök manneskja er hún sérstakt fyrirbrigði í heiminum," sagði Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur þegar hún var spurð um hugsanlegar ástæður vinsælda bókar hennar um Vigdísi Finnbogadótt- ur. Þegar fyrsti bókalisti DV var tekinn saman í ár kom í ljós að bók Steinunn- ar um forsetann haföi mikla yfirburði í 1. sæti. „Lífsreynsla Vigdísar er einstök. Þaö sem fyrir hana kemur er ævintýri þannig að það væri skrítið ef fólk hefði ekki áhuga á því.“ Steinunn sagði að hún heföi reynt að benda á hinar miklu andstæður sem mætti finna í lífi og starfi Vigdísar og þannig komið inn á nýjar og persónulegri hliðar á forset- anum. Bókalisti DV var unninn með sama sniði og undanfarin ár en 10 verslanir voru fengnar til samstarfs og tóku þær saman sölutölur sínar fyrir DV. Þær eru: Bókabúðin Borg í Lækjargötu, Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði, Hagkaup í Skeifunni, Bókabúð Grönfeldts i Borgarnesi, Mikligarður við Sund, Kaup- félag Ámesinga á Selfossi, Bókabúð Jónasar Jóhannssonar á Akureyri, Bóka- búð Brynjars á Sauðárkróki, Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Isafirði og Bókabúðin, Hlöðum á Egilsstöðum. Bókakaupmenn voru bjartsýnir á bóksölu fyrir jólin. Þá kom fram hjá mörgum þeirra að skáldsögur ættu eftir að taka kipp fyrir jólin en áberandi er hve fáar slíkar eru á listanum. Bókin um Vigdísi var áberandi efst og sömuleiðis voru þijár næstu bækur öruggar í sætum sínum. Eftir því sem neöar kom á listann munaði minna á bókunum. -SMJ Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar í siðustu viku: 1. Ein á forsetavakt............................Steinunn Siguröardóttir 2. Og þá flaug Hrafninn..............................IngviHrafnJónsson 3. Bryndís........................................Ólína Þorvarðardóttir 4. Á miðjum vegi í mannsaldur...................Guðmundur Daníelsson 5. Forsetavélinni rænt................................Alistair MacLean 6. íslenskir nasistar.......................Dlugi og Hrafn Jökulssynir 7. Býr íslendingur hér?..............................Garöar Sverrisson 8. Alveg milljón.....................................Andrés Indriðason 9. Markaðstorg guðanna..........................Ólafur Jóhann Ólafsson 10. Meiriháttar stefnumót!...........................Eðvarð Ingólfsson DV Séra Gunnar ekki í Háskóia- kapellunni á jólunum Séra Gunnar Björnsson mun ekki messa i Háskólakapellunni um hátíðarnar eins og gert hafði verið ráð fyrir og hann hefur gert í allt haust. Er líklegt að hann muni messa í Maríukirkjunni, kirkju kaþólskra, í Breiðholti en það er ekki endanlega ákveöiö. En hvers vegna fær séra Gunnar ekki inni í Háskólakapellunni um jólin? „Það á sér eðlilegar skýringar. Húsvörður Háskólans er i fríi á aðfangadag og gamlársdag og því er þetta stóra hús lokað. Uppi í Háskóla eru menn líka aðeins efms varðandi þaö að ég skuli vera farinn aö messa þama um hverja helgi eins og fastur mað- ur. Þeim finnst eðlilegra að ég sæki formlega um að fá að messa svo að sú beiðni geti fengið form- lega umfjöllun,“ sagöi séra Gunn- ar Bjömsson við DV. -hlh Seðlabankinn: Ríkið skuldar 13 milljarða Skuld rikissjóðs við Seölabank- ann var í lok nóvember rúmir 10 milljarðar. Níu dögum siðar hafði þessi skuld vaxið um 2,5 milfjarða og nálgaðist því þrettán millj- aröa. Þetta kom meðal annars fram í máli Matthíasar Á. Mathiesen á þingi í nótt. Matthías sagði þessa skuld hafa vaxið um 6,5 milljarða frá upphafi ársins. Þar sem nokkrar hreyfingar væm innan hvers mánaðar væri ef til vill rangt að taka mið af því hversu mikið skuldin óx í byijun desember. Það benti hins vegar til þess aö hún væri síður en svo að minnka að frá 10. nóvember til 9. desember hefði skuldin vax- ið um einn milljarð. -gse Mest 73 prósent verðmunur á leikföngum Mjög mikill verðmunur kom í ljós á leikfóngum og spilum í könnun Verðlagsstofnunar frá 5-6 des. sem náði til 35 versl- ana. Snákahöllin, sem er hluti af „Masters of the Universe“, kost- aði mest 4.900 krónur í Leikfanga- húsinu á Skólavöröustíg en minnst 2.869 krónur í Hagkaupi. Munurinn er 70%. Þaö voru verslanirnar Hag- kaup, Kaupstaður og Fídó og Smáfólk sem oftast voru með lægsta verð á leikföngum. Hæsta verðið var oftast að finna í Li- verpool á Laugavegi. í 13 tilvikum var raunur á hæsta og lægsta verði 30-50%. Mestur munur var á verði Út- vegsspilsins en það var ódýrast hjá Magna á Laugavegi á 900 krónur en dýrast í Pennanum þar sem það kostar 1.560 krónur. Munurinn er 73%. i fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar er bent á mismunandi aldur birgða og misjafna smá- söluálagningu sem hluta skýring- ar á svo miklum mun. Ura gæöa- mun er ekki að ræða því að ávallt var boriö saman verð á sömu vörumerkjum og vörutegund- um. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.