Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. Fréttir Viðtallö umdeilda: Hæpið að leiða slíkan stóðhest um allt land - segir Þorkell Bjamason um Höfða-Gust „Þaö er ýmislegt sem flnna má aö þessum hryssum, sérstaklega er með ólíkindum hve mikið má fmna aö Vá. Hún hefur hroðalega fætur og hófarnir eru alveg vonlausir. í þessari forskoðun höfum við orð- ið fyrir miklum vonbrigðum með fóður hennar, Gust 923 frá Sauðár- króki, Höfða-Gust sem svo er kallað- ur. Margt af þeim hrossum sem við skoðuðum undan honum voru sér- staklega slæm til fótanna og tel ég hæpið að leiða svoleiðis hest um allt land. í upphafi, þegar ég skoðaði þennan fola, gerði ég athugasemdir við fætur hans, taldi þá ekki sæm- andi undaneldishesti. Aðrir telja sig hins vegar vita betur og ráðleggingar voru ekki þegnar." Þannig farast Þorkeli Bjarnasyni ráðunaut orð um þann fræga stóð- hest Höfða-Gust í nýútkominni bók, Hestar og menn 1988. Hryssan, sem ráðunauturinn nefnir í upphafi, er Vá frá Nýjabæ. Nokkur styr varö um umrætt við- tal við Þorkel, þar sem samstarfs- maður hans hjá Búnaðarfélagi ís- lands lagðist gegn því að það yrði birt. Svo fóru þó leikar að viðtalið fór í bókina og er hér gripið niður í það. Það eru fleiri stóðhestar en Höfða- Gustur sem Þorkell er ekki alls kost- ar ánægður með. Má þar nefna Leikni frá Svignaskarði og Eiðfaxa frá Stykkishólmi, sem sýndur var með afkvæmum í sumar og hlaut þá 1. verðlaun. Um hann segir ráðu- nauturinn: „Það er um Eiðfaxa að segja að þetta er stólpagripur, mynd- arlegur og ganghestur töluverður. Hann ggldur þess vafalaust að vera undan fóður sínum, Leikni frá Svignaskarði. Ég held að mér sé óhætt að segja, þrátt fyrir ýmsa kosti sem hægt er að sætta sig við og jafn- vel hægt að vera ánægður með, að afkvæmi Leiknis eru svo gölluð upp til hópa að ekki borgar sig að púkka upp á hann meira. Eiðfaxi er þó snöggtum betri hestur. Hæfileikar eru nógir í afkvæmum Eiðfaxa, um það er ekki deilt, en útlitsgallar eru töluverðir. Atkvæmin eru ófríð og heldur gróf. Það er undarlega erfitt að fá þau til að bera sig vel þótt þau séu hálslöng og reist.“ Síðan nefnir ráðunauturinn nokkra kosti afkvæma Eiðfaxa en segir svo: „Hrossaræktarsamband Vesturlands ætti þó að nota hann sem minnst, hann hefur verið notað- ur nóg á snærum þess og spurning er hvort einhver hefði þá áhuga á að nota hann frekar.“ Þorkell er einnig ómyrkur í máli varðandi umhirðu hesta í viðtalinu. Á Rangárbökkum skoðaði hann meðal annars stóðhestinn Bjart frá Lágafelli. „Svo hefur umhirðan og meðferðin sitt að segja. Þessi hestur var t.d. afskaplega illa til haföur, illa járnaður og örugglega tekinn tölu- vert fram úr skaftinu." -JSS Svarta skýrslan um viðhald húsa: Mun biðja um álitsgerð - segir byggmgafulltrúinn í Reykjavík „Það er Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins sem á að hafa eftir- lit með sementsframleiðslu í landinu. Þetta atriði um rakaheldni í íslenska sementinu hefur ekki komið fram fyrr en nú. Þetta er óskýrt fyrirbæri, að það skuli koma fram svona óvana- lega mikili raki í mörgum húsum hér. Ég mun leggja til á næsta fundi bygginganefndar, sem verður síðar í mánuðinum, að beðið verði um álits- gerð Rannsóknastofnunar á þessu.“ Þetta sagði Gunnar Sigurðsson, byggingafulltrúi í Reykjavík, er DV spurði hann álits á nýrri skýrslu um viðhald íslenskra húsa, sem birtist í tímaritinu Arkitektúr og skipulag. í skýrslunni kemur fram að kostnaður við viðhald á íslenskum húsum geti á næstu árum numið 12-17 milljörð- um króna. Þá kemur fram að íslenskt sement sé afbrigðilegt vegna mikillar rakaheldni. Þá er búist við að brjóta þurfi niður að verulegu leyti svalir og þakkanta á húsum byggðum eftir 1960. „Þarna virðist vera bæði um frost- skemmdir og alkalískemmdir að ræða. Við þykjumst vera búnir að koma í veg fyrir áframhaldandi alk- alískemmdir í nýjum húsum. En það er alvarlegt mál ef sannast að sement veldur því að rakinn er meiri í steyp- unni en æskilegt er, því hann brýtur hana niður,“ sagði byggingafulltrúi. -JSS Rakaheldna sementið: Úr lausu lofti gripið - segir framkvæmdastjóri „Viö eigum eftir að skoða þetta, og sannast sagna kom þetta dálítið á óvart. En við getum strax svarað því til 'að við teljum þetta algjörlega úr lausu lofti gripið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, er DV spurði hann um niöurstöðu rann- sóknar sem birtist í tímaritinu Arki- tektúr og skipulag. Þar kemur fram Sementsverksmiðj unnar að íslenska sementið telst vera óvenju rakaheldiö, miðað við saman- burðartegund. „Við munum athuga hvað er á bak viö þessa rannsókn og hvernig hún er framkvæmd," sagði Guömundur,, Þetta þurfum við allt að athuga áður en við getum fariö aö gagnrýna, þannig að ég segi ekki meira að svo komnu máli.“ -JSS Laxfoss, annað af hinum nýju skipum Eimskipafélagsins, er kominn til Reykjavikur. Hitt skipið, Brúarfoss, er væntanlegt eftir viku. Laxfoss ber tíu þúsund tonn og tekur alls um 730 gáma. Skipið er 173 metrar á lengd. DV-mynd S Söluskattsskilum breytt: Bankarnir verða af milljarða viðskiptum Frá áramótum verða skil á sölu- skatti miðuð við annan hvers mánað- ar. Þessi ákvörðun fjármálaráðherra er tekin vegna sívaxandi sölu versl- ana á greiðslukortanótum meö afioll- um. Með því að færa söluskattsskilin á sama dag og greiðlsukortafyrirtæki gera upp við verslanir standa vonir til þess að úr þessum viðskiptum dragi. Á undanfömum mánuðum hefur söluskattsinnheimtan verið um 2 milljarðar. Búist er við að hún verði um 3 til 4 milljaröar í desember. Tal- ið er að yerslunin greiði um helming- inn af öllum söluskattinum með sölu á greiöslukortanótum. Þar sem þess gerist ekki þörf frá og með áramótum standa vonir til þess að útlánageta bankanna muni vaxa um einn millj- arð á mánuði og um 1,5 til 2 milljarða í jólamáriuðinum. Vonir standa til að þetta leiði til almennrar lækkunar vaxta. Kaupmenn telja þó ekki að verslun með greiöslukortanótur leggist alfar- iö af. Þær eru ein besta trygging sem hægt er að leggja fram í lánaviðskipt- um. Þær munu því áfram verða not- aðar þó búist sé við aö afFóllin af þeim lækki þar sem ásóknin í lán út á nótumar minnkar vegna tilfærslu á söluskattsskilum. -gse Rífandi gangur virðist vera við hitaveitutankana á Oskjuhlíð. Þar er Hitaveita Reykjavikur að reisa útsýnishús með meiru og sér verktakafyr- irtækið Hagvirki um að steypa upp veggi byggingarinnar. Að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Hagvirkis, ganga framkvæmdir samkvæmt áætlun. „Það er helst að svolítið vindasamt sé þarna uppi á Öskjuhlíðinni.“ Er áætlað að verkinu verði lokið í mai en Hagvirki sér aðeins um uppsteypuþáttinn. Tilboð Hagvirkis hljóð- aði upp á 108 milljónir. Ofan á húsinu verður risastórt hvolfþak úr gleri sem þýskur framleiðandi hefur tekið að sér að gera. -hlh/DV-mynd Brynjar Gauti Sandkom dv Íþróttamaður ársins íþróttafrétta- mennlandsins standanú frammifyrir erfiðukjóriá íþróttamanni ársins. Einn forystumaður samtaka íþróttafVétta- manuasimrði félagasína hvortþeirgætu hugsað sér að kjósa fatlaðan mann sem íþróttamann ársins. Samt virö- ast margir hallast að þ ví aö Haukur Gunnarsson sé nánast sjálfkjörinn enda ekki að ástæðulausu þar sem ófatlaðir íþróttaraenn unnu engin af- rek á þessu ári. Þó virðast æ fleiri á þeirri skoðun að Eggert Bogason kringlúkastari haii unnið mitóð afrek á árinu. Eggert keppti sem kunnugt er í kringlukasti á ólympíuieikunum. Aö vísu gekk kappanum ekki sériega vel í þeim flokki, sem keppt var í, og vann þar af leiðandi ekki til verð- launa. Samtafrek Hitterannaö aðEggerttnun hafasettglaxsi- legt hoimsmet í kringlultasii meðvitundar- lausra. Eftir liina „glæsi- legu“ kastseríu lýstihannþví ýSraðhann hefði hreinlega misstmeðvit- und, séð allt svart og ekki vitað h var hann var staddur þegar hann stóð í rammgirtum kasthringnumí SeouL Þegar mið er tekið af ástandi íþrótta- mannsins eru þeir fáu metrar, sem hann kastaði, óneitaniega glasilegur árangur. Þeir sem best tU þekkja segja að honum hafi tekist að kasta kringlunni inn í þrítugustn og þrióju öidina. Óneitanlega glæsiiegt ef rétt er. Hafnfirðingur á ferðafagi Saganhermir aðágætur Hafnfirðingur hafiveriðá ferðalagií Bandaríkjun- umogmeðal annars komið við í New York. Þarréðstað honum sóða- legurnáungi sem hugðist ræna okkar mann. Sá sóðalegi hafði í hótunum og sagðist stinga Hafnfirð- inginn með sprautu, sem eyðnisýkt fólk hefði notaö, afhenti liann ektó peningana. Að þessu hló Hafnfirðing- urinn. Þrátt fyrir ítrekaðar hótanir hló Hafiifirðingurinn stöðugt meir. Að lokum missti ræninginn þolin- mæðina og stakk á kaf í handlegg Hafnfirðingsins. Þá skellti okkar maður upp úr. Þegar sóðalega ræn- ingjanum þótti nóg um hláturinn spurði hann Hafnfirðinginn h vort hannhefðiekki stóhð sig. Jú, jú. Það hafði hann gert og gat stunið út úr sér á milli hláturrokanna: „Abba babb. Þar plataði ég þig. Ég er nefni- lega með smokk." Skáldmæltur sveitarstjóri Sveitarstjór- innáHofsósi, sásemvar svipturtékk- heftinu,er maðurvel skáldmæltur. í einudagblað- annasagði hann:„Envið ætlumokkur ekki aðieggja áraribát.held- ur þvert á móti. i dag siglum við stórsjó í von um góða lendingu eftir að hafa fariö í gegnum öskrandi brimgaröinn sem ber við ströndina.“ Þaö er ekki að heyra uppgjöf í þessum oröum sveitarstjórans. Umsjón: Sigurjón M. Egílsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.