Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. 7 pv Fréttir Erfittað fá keyptan aflakvóta - mörg skip fariö fram yfir. Meirihluti fiskiskipanna er búinn með aflakvóta sinn á þessu ári og er nú verið að gera upp ársaflann. í mörgum tilfellum hafa skipin farið eitthvað fram yfir kvóta sinn og reyna því að fá keyptan kvóta til að komast hjá upptöku afla. Eitt af þeim skipum, sem farið hafa verulega fram yfir, er togarinn Gullver frá Seyðisfirði. „Æth við séum ekki með um það bil 200 tonn fram yfir. Viö höfðum loforð fyrir kvóta en það hefur ekki verið staðið við það að fullu. En ég er ekkert hræddur um að við lendum í upptöku, við björgum þessu,“ sagði Adolf Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gullvers hf. á Seyðisfirði. Hann sagði aö mjög erfitt væri að fá keyptan kvóta um þessar mundir en sagðist samt trúa því að þeim tækist að mjatla upp í þessi 200 tonn. Þá er allmikið um að skip skipti á aflakvóta. Sumir láta ýsuafla sinn fyrir þorskígildi frá öðrum og aðrir breyta þorskígildum í karfa, svo dæmiséunefnd. -S.dór Lífeyrissjóður Vesturlands: Áratuga- mistök banka leiðrétt Um margra ára skeið gerðu við- skiptabankar Lífeyrissjóðs Vestur- lands sig seka um mistök í innheimtu vaxta og skuldabréfa fyrir sjóðinn annars vegar og bókfærslu iðngjalda félagsmanna hins vegar. „Mistökin hggja hjá bönkunum en það ér hægt að gangrýna stjóm líf- eyrissjóösins fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi við að upplýsa félags- menn um gang mála,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. Fyrir hönd atvinnurekenda á Vest- urlandi skipar Vinnuveitendasam- bandið mann í stjórn lífeyrissjóðsins. Meðal viðskiptabanka sjóðsins eru Landsbankinn og Alþýðubankinn. Þórarinn segir sannreynt að ekkert misferli hafi átt sér stað, hvorki 1 skiptum sjóðsins við banka né félags- menn. Sjóðurinn hefur starfað frá árinu 1970. Undanfarið hefur staðið yfir endur- skoðun á bókhaldi lífeyrissjóösins og margir almennir félagsmenn verið uggandi um sinn hag. Um síðustu helgi var ný stjórn skipuð yfir sjóðn- um, utan hvað að Valdimar Indriða- son hélt sínu sæti, enda á hann eftir tvö ár af fj ögurra ára skipunartí ma. Þórarinn kvaðst vona að tekist hafi að eyða tortryggni í garð sjóðsins á fundinum um helgina. -pv Akureyri: verslunin er enn ekki haf in Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyii Kaupmenn á Akureyri, sem DV ræddi við nú í vikunni, voru sam- mála um að enn væri jólaverslunin ekki komin í fuhan gang, en búast mætti við að það gerðist undir lok vikunnar eða á laugardag þegar verslanir verða opnar til kl. 22. Þrátt fyrir þetta var mikih fjöldi fólks í miðbæ Akureyrar sl. laugar- dag. -Þá voru reyndar téndruð ljós á ■veglegu jólatré sem Randers.'vina- bær Akureyrar í Danmörku, hefur gefið Akureyri og einnig-var ýmislegt um að vera í göngugötunni í Hafnar- stræti. MC-E92 Hún er glæsileg Panasonic ryksugufjölskyldan enda af góöum og traustum ættum. PanaSOnÍC býður ryksugur við allra hæfi, stórar, litlar, kröftugar, traustar, hljóðlátar og meðfærilegar. MC-E61. 850 vött. Lítil og kraftmikil, tilvalin fyrir litlar íbúðir, bílínn og jafnvel sumarbústaðinn. VERÐ AÐEINS KR. 5.690,- MC-E89 1000 vött. Margir telja þetta bestu ryksugukaupin í dag. Hörkukraftur, tvískiptur veltihaus, rykmælir, inndraganleg snúra, stiglaus styrkstillir og innbyggt hólf fyrir fylgihluti. VERÐ AÐEINS KR. 7.980,- 1200 vött. Höfuð fjölskyldunnar. Ofurkraftur einkennir þessa fjölhæfu og sterku ryksugu sem gerir þrif á stórum íbúðum að barnaleik. Tvískiptur veltihaus, rykmælir, hljóðmerki sem lætur vita ef poki lekur, stiglaus styrkstillir, inndraganleg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.