Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. 17 Er fasteignamatið enn óraunhæft? Undanfarið hafa fjölmiðlar skýrt frá 28% hækkun fasteignamats á íbúðarhúsnæði á öllu landinu en um 20% á öðrum fasteignum (at- vinnuhúsnæði) og lóðum. Á sama tímabili hefur byggingarvísitala hækkað um 17,2%. Afsakað er að hækkun síðasta árs hefur verið vanmetin. Árið 1984 var einnig talað um vanmat. Þægilegt að geta leiðrétt slík vanmöt eftir á og hækkað þar með skattbyrði aft- urvirkt (löglegt?). Áhl'if laganna frá 1976 Árið 1976 eru sett ný lög um Fast- eígnamat ríkisins og er fasteigna- matið nú metiö miðað viö markaðs- verð á hverjum tima og jafnframt er miðað við staðgreiðsluverð. Raungildi fasteigna verður fljótt þokukennt. Áöur var talið að bygg- ingarvísitalan væri góð viðmiðun til lengri tíma en nú er búið að draga inn vaxtamál, skattamál, verðbréfamarkað, lánskjaravísi- tölu og alls kyns væntingar og sitt sýnist hverjum þegar meta á mark- aðsverð og ekki síður þegar reikna á staðgreiðsluverð. Auðvelt er að sjá að annaöhvort er Fasteignamatið komið á villu- braut eða útreikningar þess á stað- greiðsluverði eru vitlausir, nema bæði sé, sem er sennilegast. Staö- greiðsluútreikningar eiga að fylgja markaðskjörum. í lögunum 94/1976 stendur orðrétt í 18. grein. „Ákvæöi skulu sett i reglugerð um aðferð við útreikning á staðgreiðslu miðað við mismunandi greiðslukjör við kaup og sölu.“ Slík reglugerð hefur aldrei verið til og því gengur Fast- eignamatið nú lausbeislað með sína útreikninga og kannanir. Ber ríkisvaldið ábyrgð á matinu? Fyrir 30 árum var lagður hér á stóreignaskattur. Margir vildu greiða skattinn með fasteignum sem þeir töldu ofmetnar. Ríkið neitaði en Hæstiréttur dæmdi það til þess að standa við sitt opinbera mat. Þannig eignaðist ríkisvaldið KjaUaiinn Birgir G. Frímannsson Þróun iasteignamats miðað við byggingarvísitölu. Mat atvinnu- og íbúðarhúsnæðis Byggingarvísitala 100 110 verkfræðingur verð á 110 millj. kaupsamningi eða 74% fasteignamats. Var einhver að „Eldri borgarar, sem enn búa í sínum gömlu húsum 1 gamla bænum, fá oft aukaglaðning vegna hærra lóðarverðs sem þeir eiga oft erfitt með að greiða.“ víða hálfónýtt drasl sem það síðar varð oft að fjarlægja á eigin kostn- að. Nú telur ríkið sig ekki bera ábyrgð á eigin mati. Mjólkurstöðin í Reykjavík er keypt af mennta- málaráðuneytinu á 110 milljónir, sem er nánast fasteignamat 1. des. 1985, miðað við staðgreiðslu. Ekki vill þó Sverrir borga það stað- greiðsluverð þó svo gæti litiö út sem greitt væri fasteignamatsverð. Útborgun er engin, fyrsta árlega greiðsla byrjar 1987 þótt yfirtaka fari fram 1. júní 1986. Helmingur greiðist á 10 árum, verðtryggður með 3,5% vöxtum, og hinn helm- ingurinn sagður greiðast á 7 árum með sömu kjörum. Sérfræðingar Sverris hafa vafalaust metiö þessa eign og núvirt þessa eign sem sam- kvæmt fyrrgreindum upplýsingum gæti verið 81,5 millj. staðgreiðslu- tala um hrun fasteignamats? ^ Fróðlegt væri að vita hvaða nú- virði sérfræðingar Fasteignamats- ins reikna í þessu tilfelli. Verði þessi sala fordæmi sölu atvinnu- húsnæöis hrynur matið. Ef kaupendum tekst á næsta ári að þrýsta enn neðar raunvirði at- vinnuhúsnæðis hlýtur mat að lækka, auk þess sem sú lækkun, sem orðið hefur og Fasteignamatið hefur ekki enn viðurkennt, hlýtur að bætast við. Ef lækka verður raungildi matsins næsta ár lækka tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga einnig að raungildi á sama tíma og fjárþörf hins opinbera eykst jafnt og þétt. Treystir því nokkur að hið opinbera geti eða vilji draga saman seglin? Samþykkir þá ekki Alþingi einfaldlega hærri eignaskatta og hærri fasteignagjöld næsta ár. Mér flnnst myndin ekki trúverð- ug sem raunhæft mat, fremur ósk- hyggja um tekjutryggingu eða inn- heimtu hins opinbera. Álíka trú- verðug og spár Þjóðhagsstofnunar. Hér er ábyrgðinni þó velt á fast- eignaeigendur af bjartsýninni því hið opinbera á forgangsveð í eign- unum. Einu sinni áttu menn vissa vörn í því að fasteignamatið kom inn í húsaleigulið framfærsluvísi- tölunnar sem hækkaði i hlutfalli við opinber gjöld af fasteignum. Nú hefur þessu verið breytt, húsa- leiguliöurinn hækkar aðeins í hlut- falli við byggingarvísitölu. Fast- eignamat íbúða, hátt yfir bygging- arvísitölu, hækkar ekki lengur framfærsluvísitölu. Hagur fjár- málaráðuneytisins er nú eingöngu sem hæst mat og mestar tekjur, engar áhyggjur hér af hugsanlegri hækkun framfærsluvísitölu. Tvöfaldur skattur er fásinna Fyrir þá fjölmörgu eigendur at- vinnuhúsnæðis, sem nú stendur hálftómt á Reykjavíkursvæðinu, og það sem leigist er oft í mjög lágri leigu sem greiðist illa, er lítið á þessar eignir bætandi af sköttum. Hærra fasteignamat og hugsanlega tvöfaldur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði er fásinna, sér- lega hjá eldri borgurum sem oft eiga eignirnar skuldlausar og borga því fullan eignaskatt. Þessi hús eru nú illseljanleg, útborgun oft 30-40% og afgangur á 10 ára skuldabréfum, oftast verðtryggð meö lánskjaravísitölu og raun- vöxtum Seðlabankans, nú 7,9% og lækkandi. Eldri borgarar, sem enn búa í sín- um gömlu húsum í gamla bænum, fá oft aukaglaðning vegna hærra lóðarverðs sem þeir eiga oft erfitt með að greiða. Á meðfylgjandi mynd er sýnd þróun fasteignamats miðað við byggingarvísitölu. Erfiðleikaárin 1969, ’70 og ’71, þegar m.a. síldin hvarf og dollarinn féll úr kr. 43 í 88, sjást greinilega. Nýju lögin frá 1976 hafa einungis aukið vitleysuna. Að atvinnuhús- næði hafi stórhækkað á síðastliðnu ári er endalaysa. Einu upplýsing- arnar sem Fasteignamatið hefur um kaup og sölu á árinu virðast vera á nýju húsnæði sem hefur verið selt á byggingarkostnaði, sennilega á undirverði, því þegar ný byggingarvísitala var gefm út 100 í júlí 1987 gleymdist víst ýmis- legt úr gömlu vísitölunni. Birgir G. Frímannsson Stjórnmál á lágu plani ,,.. .enda lýðveldið stofnað með bráðabirgðastjórnarskrá sem að lang- mestu leyti er danska stjórnarskráin sem Danakonungur færði okkur Stjórnmálaumræða líðandi stundar einkennist mest af því að tíunda hver hafi gert mestu mistök- in í íslensku efnahagslífi. Minna fer fyrir lausnum á vandamálunum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, eru sem sé í kappi um vinsældir kjósenda með því að níða hina niður og er nú ekkert heilagt í þeim efnum. Talað hefur verið um að kosningabárátta fyrir nýafstaönar forsetakosningar í Bandaríkjunum hafi einkennst af skítkasti fremur en málefnaum- ræðu. íslensk stjórnmál eru vissu- lega komin niður á þetta lága plan. Miðstýring frá Reykjavík Stjómvaldsaðgerðir frá stofnun lýðveldisins íslands hafa einkennst af bráðabirgðalausnum, enda lýð- veldið stofnað méð bráðabirgða- stjórnarskrá sem að langmestu leyti er danska stjórnarskráin sem Danakonungur færði okkur árið 1874 og er því orðin 114 ára gömul. Auðvitað eru grundvallarreglur í þeirri stjórnarskrá sem enn eru í fullu gildi. Á hinn bóginn eru ákvæði eða öllu heldur skortur á ákvæðum sem valdið hefur þvílíkri byggðaröskun að hliðstæður er einungis að finna í þriðja heimin- um. Valda- og eignaupptaka frá landsbyggö til höfuðborgarsvæðis- ins er gífurleg og hefur kostað þjóð- ina meira en margur gerir sér grein fyrir, stjórnmálamenn kannski síst. Miðstýring frá Reykjavík er bæði dýr og óhagkvæm, síðan tala fjöl- Kjallariim Hólmfríður Bjarnadóttir varaformaður Þjóðarflokksins miðlar um fjáraustur út á land. Davíö Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur, kom t.d. nýlega í sjón- varp og talaði um hvað stjórnsýslu- húsið á ísafirði væri dýrt. - Sjálf- sagt er það alveg rétt en ég spyr: Hvar var tekin ákvörðun um hönn- un, stærð og fjármögnun þessa húss? Auðvitað í Reykjavík eins og allar sambærilegar ákvarðanir í þessu landi. Ef hins vegar fjármagniö er látið stöðvast heima í byggðarlögunum,- í staö þess að nú er það allt drifið „suður” og síðan skámmtað aftur út á land, væri örugglega farið með það af meiri ráðdeild en nú er því heimamenn á hverjum stað tækju ákvarðanir og bæru ábyrgð á sín- um gjörðum. Ný stjórnarskrá? Svo vikið sé að stjórnarskránni þá var því heitið við lýöveldisstofn- un að setja landinu hið fyrsta nýja stjórnarskrá. Síðan eru liðin 44 ár og harla lítið gerst. Að vísu hafa verið gerðar nokkrar minniháttar breytingar, nær einungis varðandi skipan kosninga til Alþingis. Þrátt fyrir það að stjórnarskrár- nefnd Alþingis hafi starfað um tíma með ærnum tilkostnaði hefur af- raksturinn látið á sér standa og raunar ekkert spurst til nefndar- innar nú um skeiö. En starfandi var á sama tíma önnur stjórnar- árið 1874.“ skrárnefnd á vegum Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Minna var um hana fjallað í fiölmiðlum og engum fiármunum eytt vegna hennar úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Eftir hana liggja þó drög að stjórnarskrá sem fela í sér grund- vallarbreytingar á stjórnskipan landsins. Stefnuskrá Þjóðarflokks- ins byggist á þeim hugmyndum. í kosningabaráttunni fyrir síð- ustu kosningar fundum við fram- bjóöendur Þjóðarflokksins að okk- ar hugmyndir eiga mjög mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þó svo aö fyrirgreiðsluflokkunum tækist að lokka fólk til fylgis við sig, sumpart meö því að taka upp málflutning okkar. Það hefur hins vegar minna borið á að þeim stefnumálum væri fram- fylgt. Þjóðarflokkurinn hefur ekki breytt um stefnu. Hafi verið þörf fyrir þá stefnu fyrir síðustu kosn- ingar þá er nauðsyn núna. Hólmfríður Bjarnadóttir „Valda- og eignaupptaka frá lands- byggö til höfuðborgarsvæðisins er gíf- urleg og hefur kostað þjóðina meira en margur gerir sér grein fyrir, stjórn- málmenn kannski síst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.