Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988.
11
pv Útlönd
Niðurskurður
í Danmörku
í fjárlagafrumvarpi dönsku ríkis-
stjómarinnar, sem lagt var fram í
gær, er gert ráð fyrir samdrætti í rík-
isútgjöldum um 67 milljarða ís-
lenskra króna. Er það einkum í heil-
brigðis- og félagsmálageiranum sem
á að spara.
Þrátt fyrir að stjórnin sé minni-
hlutastjórn er búist við að fjárlaga-
frumvarpið verði samþykkt. Undan-
farna mánuði hafa miklar samninga-
viðræður farið fram milli stjórnar-
innar og stjómarandstöðuflokka til
hægri og vinstri.
Þingið hefur nú tvo daga til að
ræða frumvarpið sem gerir ráð fyrir
að framlög ríkisins til lyfja- og
sjúkrakostnaðar verði skorin niður
og að atvinnuleysisbætur til þeirra
sem eru tímabundið frá vinnu verði
felldar niður. Reuter
Clayton Yeutter, landbúnaðarráð-
herra Bush. Símamynd Reuter
Nýr ráðkerra
útnefndur
George Bush, verðandi forseti
Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að
hann hefði talið Clayton Yeutter, við-
skiptafulltrúa Bandaríkjanna, á að
verða landbúnaðarráðherra í stjórn
sinni.
Yeutter, sem er 58 ára gamall, er
fyrrum formaður verslunarkaup-
hallarinnar í Chicago. Um útnefning-
una sagði hann að Bush væri einn
af fáum sem hefðu getað fengið hann
til að vera um kyrrt í stjórninni.
Yeutter er sjötti ráðherrann sem
Bush útnefnir. Vonast Bush til að
hafa lokið við útnefningar í helstu
ráðherraembættin fyrir jól.
Það vekur athygli að þó Bush hafl
lofað nýjum andlitum í ríkisstjórn
sína eru þau flest gamalkunnug.
Reuter
við forsetahöll
Tvær öflugar sprengjur sprungu
aðeins nokkra metra frá forsetahöll-
inni í Santiago í Chile í gærkvöldi.
Fimm vegfarendur særðust í
sprengjutilræðinu sem var eitt af
mörgum sem vinstri sinnaðir skæru-
liðar eru taldir hafa staðið á bak við.
Augusto Pinochet forseti var ekki
í höllinni þegar sprengjurnar
sprungu. Hölhn er ekki notuð sem
íbúðarhúsnæöi fyrir forsetann.
Hlutar af Santiago urðu rafmagns-
lausir er sprengjur skemmdu raf-
magnslínur og lestarumferð suður
frá borginni tafðist um klukkutíma
vegna sprengjutilræða. Kona
brenndist illa í borginni Vina del Mar
þegar eldsprengja sprakk í strætis-
vagni sem hún var í. Reuter
BONosnac
< k(X 1 : 6
QUlCK 1 2 : 7
t im - 3 1 8
ccmm 4 9
tXÍ AR 5 0
EINN FULLKOMNASTI OG BESTI
ÖRBYLGJUOFNINN
Á MARKAÐNUM!
GETUM NÚ BOÐIÐ TAKMARKAÐ
MAGN AF ÞESSUM FULLKOMNA
BONDSTEC OFNI. Á EINSTÖKU
JÓLABOÐI. VERÐIÐ GILDIR AÐEINS
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST.
650 VATTA ELDUNARORKA.
10 ORKUSTIG. 32 LÍTRA INNANMÁL.
99 MÍN. OG 99 SEK. KLUKKA.
MATREIÐSLUPRÓGRÖM.
SNORRABRAUT 29
SlMI 62-25-55
HAFNARFJÖRÐUR
DALSHRAUN 13
SÍMI65-19-57