Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988.
9
Utlönd
Morðinginn er fundinn
- segir sænski saksóknarinn
Sænskur saksóknari sagðist í
morgun vera sannfærður um að
maðunnn, sem sænska lögreglan
handtÓk í gær grunaðan um morðið
á Olof Palme, fyrrum forsætisráð-
herra, sé sá sem framdi verknaðinn.
„Ég held að við höfum morðingj-
ann,“ sagði Axel Morath aöstoðar-
saksóknari við Aftonbladet.
Hann bætti við: „Ég er sannfæröur
um þaff, algerlega sannfærður."
í viðtah við Expressen í morgun
segir Ame Liljeros, réttargæslumað-
ur hins handtekna, að hann sé ekki
sannfærður um sakleysi hans. „Ég
get ekki haldið fram sakleysi hans,“
sagði hann.
Maðurinn, sem var handtekinn,
hefur haldið fram sakleysi sínu.
Hann hefur viðurkennt að hafa verið
í námunda við staðinn þar sem
Palme var myrtur en segist hafa ver-
ið kominn heim of snemma til að
mögulegt sé aö hann geti verið morð-
inginn.
Ibúi í húsinu, sem maðurinn býr
í, hefur sagt lögreglunni að hann
hafi ekki verið kominn heim fyrr en
hálfri klukkustund eftir þann tíma
sem hann gaf lögreglunni upp.
Maðurinn var tekinn í yfirheyrslur
snemma í gærmorgun og leiddu þær
til þess að hann var formlega hand-
tekinn tólf stundum síðar.
Palme var skotinn til bana er hann
var að koma úr bíói í Stokkhólmi
ásamt Lisbeth konu sinni þann 28.
febrúar 1986.
Maðurinn, sá fyrsti sem er form-
lega handtekinn fyrir morðið á
Palme, hefur áður komist í kast við
lögregluna og á forsíður dagblað-
anna.
Árið 1970 drap hann mann á sér-
lega óhugnanlegan hátt fyrir það eitt
að hafa ýtt á hann úti á götu. Dró
hann upp byssusting og stakk við-
komandi til bana. Þetta gerðist að-
eins örfáa metra frá þeim stað sem
Palme var myrtur á seinna.
Formleg handtaka vegna gruns er
annað skrefið í sænska dómskerfinu
sem getur leitt til þess að formleg
ákæra komi fram. Næsta skrefið er
að leiða manninn fyrir vitni að morð-
inu á Palme. í þeim hópi er Lisbeth,
ekkja Palmes.
Fram hefur komið að maðurinn
bar mikið persónulegt hatur til
Palmes. Reuter
Aflangur steikarpottur
5 lítra. Hentar til suðu, djúp-
steikingar og steikingar, jafnt
á hellu sem í ofni. Glerlokið
er eldfast og má nota sem
ofnfast fat. Fæst í búsáhalda-
verslunum.
Framleitt af Álpan hf, Eyrarbakka
Fást í um 80 búsáhaldaverslun-
um og deildum um allt land.
Heildsöludreifing
AMARO HF.
Akureyri
S. 96-22831
ÍSLENSKU
POTTARNIR
„Kína“ panna
fyrir rafmagnshell-
ur
Pottarnir eru til í þremur
stærðum, 3, 4 og 5 lítra. Þeir
eru seldir með glerlokum sem
mega fara í ofn. Mjög fijótvirk
suða vegna einstakrar hita-
leiðni. Henta einnig til djúp-
steikingar. Einnig fást skaft-
pottar í þremur stærðum, 1,4,
2,1 og 2,8 lítra.
Steikarpönnur. 20 cm, 24 cm,
26 cm, 28 cm og 32 cm.
Þykkur botn, mjög góð hita-
leiðni og ekki festist við
pönnuna vegna slitsterkrar
hálkuhúðar.
Pottréttapönnur eru til 24 cm,
26 cm og 28 cm í þvermál.
Botninn í þeim er þykkur,
hitaleiðni mjög góð og ekki
festist við pönnuna vegna
slitsterkrar hálkuhúðar.
EÆKUR FYRIR MG
LÍFSREYNSLA annað bindi. í þessari bók eru níu frásagnir
velþekktra höfunda um eftirminnilega og sérstæða
reynslu fólks úr öllum landsfjórðungum. Meðal annars
er sagt frá endurhæfingu Ingimars Eydal eftir bíislys,
björgun úr sprungu á Vatnajökli, sjávarháska við Eyrar-
bakka, lífsreynslu Ágústs Matthíassonar í Keflavík,
flugslysi á Selfossi, björgun á elieftu stundu í Vest-
mannaeyjum og reynslu íslendings af innrásinni íTékkó-
slóvakíu. Þetta er bók sem lætur engan ósnortinn.
AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN. í þessari bók, sem er
annað bindi samnefnds ritsafns, eru viðtöl við sex lands-
þekkta aflamenn. Bókin gefur raunsanna mynd af lífi og
kjörum sjómanna og varpar Ijósi á ýmis framfaraspor
sem stigin hafa verið í islenskum sjávarútvegi. Rætt er
við Örn Þór Þorbjörnsson, Höfn í Hornarfirði, Sigurjón
Óskarsson, Vestmannaeyjum, Willard Fiske Ólason,
Grindavík, Arthur Örn Bogason, Vestmannaeyjum,
Snorra Snorrason, Dalvík og Jón Magnússon, Patreks-
firði.
STÓRU STUNDIRNAR eftir Hermann Ragnar Stefánsson.
Ómissandi handbók um siði og venjur á merkum tíma-
mótum. Hér má finna svör við ótal spurningum sem
ávallt koma upp við helstu tímamót á lífsleiðinni. Fjallað
er um fæðingu, skírn, fermingu, áfangepróf^trúlofun,
brúðkaup, afmæli, gestaboð og útfarir. Þetta er sérís-
lensk handbók prýdd fjölda litmynda. Bók sem mun
kærkomin á hvert heimili.
LITIRNIR ÞÍNIR. Metsölubókin „Color Me Beautiful" eftir
Carole Jackson. Bók um litgreiningu, sem gefur hagnýt
ráð um litaval í fötum og farða. Unnt er að spara umtals-
verðar fjárhæðir í fatakaupum méð því að tileinka sér
þær leiðir sem kynntar eru í bókinni. Hún boðar jákvæð
lífsviðhorf og gefur tækifæri til þess að skapa þér nýtt
og heillandi útlit með hjálp lita.
UTIRhih Þínir
°3 farða
HÖRPUÚTGÁFAN
Stekkjarholti 8-10, 300 Akranes.