Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUK 15. DD^pMHEK 1988. (Aður S.H. Draumur) + Daisy Hill Puppy Farm + Jóhamar + Tex Avery Teiknimyndir ... ninciiD I KVÖLD KL. 22 INN KR. 600 Utlönd Bandaríkjamenn ræða við PLO - harkaleg viðbrögð ísraela Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Bandaríkin myndu hefja beinar viðræður við frelsissam- tök Palestínu, PLO, i kjölfar yfirlýs- inga sem Arafat, leiðtogi samtak- anna, gaf á blaöamannafundi í Genf í gær. ísraelar hafa harðlega fordæmt ákvörðun Bandaríkjastjórnar og sögðu i gærkvöldi að hún yrði ekki til að greiða fyrir friði í Miðaustur- löndum. Reagan forseti sagði í gær að PLO hefði uppfyllt þau skilyrði sem Bandaríkjastjórnhefði sett fyrir við- ræðum og að hann hefði gefið utan- ríkisráðuneytinu leyfi til að heíja al- vöruviðræðúr við samtökin. Með þessari yfirlýsingu lauk þrett- án ára banni á viðræðum við samtök sem Bandaríkin hafa ítrekað kallað hry ðj uverkasamtök. Talsmaður George Bush, sem tekur við forsetaembætti þann 20. janúar næstkomandi, sagði í gærkvöldi að Bush styddi ákvörðun Reagans. Talsmaður PLO sagði að ákvörð- unin væri rétt og að í henni fælist alvarleg tilraun til að koma á friði í Miðausturlöndum. MEIRI HATTAR SÆLGÆTI oiL. Fyrír sanna sælkera Rum Bestandteile: Milchschokolade, Zucker, /A Rum. Kokosraspel.Hafermark,- Austurrísku vínsælu ROM - KOKOS - KÚLURNAR Loksins fáanlegar á Íslandí í gjafaumbúðum ÞU FÆRÐ ÞÆR EKKI HVAR SEM ER Vershxnin Laugavegi 42, s. 12475 Sendiherra ísraels í Washington, Moshe Arad, sagði að þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar væri mikiö áfall og myndi valda gífurlegum vanda- málum í samskiptum ísraels og Bandaríkjanna. Hann bætti því við að hann teldi þrátt fyrir allt að þau vandamál mætti leysa. „Við teljum að þessi ákvörðun muni ekki greiða fyrir friðarumleit- unum. Það er mjög leitt að hún skuli hafa verið tekin," sagði hann. í yfirlýsingu sinni á blaðamanna- fundinum í gær fordæmdi Arafat skilyrðislaust hvers konar hryðju- verk, viðurkenndi tilverurétt ísraels og allra annarra til að fá að lifa í friði og ró og lýsti yfir fullum stuðningi við ályktanir Sameinuðu Þjóðanna númer 242 og 338. Það liðu einungis nokkrar klukku- stundir frá yfirlýsingu Arafats þar til Reagan og Shultz utanríkisráð- herra tilkynntu um ákvörðun Bandaríkjanna. Þeir lögðu báðir á það ríka áherslu að Bandaríkin væru algerlega trú ísrael og ekkert gæti breytt tengslum ríkjanna. Shultz sagði að Bandaríkjastjórn viður- kenndi ekki nýlega yfirlýsingu PLO um stofnun riíds Palestínumanna. Talið er að þessi ákvörðun Banda- ríkjastjórnar geti blásið nýju lífi í friðarviðræður í Miðausturlöndum. Jafnvel er talið að með tíð og tíma geti þetta þýtt að ísraelar og Palest- ínumenn setjist niður við samninga- borðið hvorir andspænis öðrum. Margt hefur breyst á undanförnum dögum í samskiptum PLO og Bandaríkjanna. Ekki eru liðnir marg- ir dagar frá þvi að Bandaríkjastjórn synjaði Arafat um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Nú hefur Reagan forseti gefið utanríkisráðuneytinu leyfi til að hefja formlegar viðræður við PLO. Mynd Lurie Fyrstu viðbrögð annarra ríkja við ákvörðun Bandaríkjamanna voru mjög jákvæð. Reuter George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, tilkynnir i gær að hann hafi heimilað sendiherra Bandarikjanna i Túnis að hefja formlegar viðræð- ur við PLO. Símamynd Reuter EB vill leggja toll á fiskafurðir Færeyinga Sumarliði fsleifsson, DV, Arósum: Sérstaða Færeyinga er nú til umræðu á æðstu stöðum hjá Evr- ópubandalaginu, EB. Þrátt fyrir að Færeyingar gerðust ekki meðlimir að bandalaginu um leið og Danir hafa þeir notið margra þeirra hlunninda sem því eru samfara. Þeir hafa flutt stóran hluta af fisk- afuröum sínum til bandalagsins án þess að tollar væru lagðir á þær. Hefur mestur hluti af þeim útflutn- ingi farið til Danmerkur og verið seldur þar til neyslu eða verið flutt- ur áfram til annarra E vrópubanda- lagslanda. Færeyingar hafa hins vegar ekki þurft að taka á sig þær kvaðir sem fylgja aðild, til dæmis að veita aðildarlöndum EB víð- tækar veiðiheimildir. Nú hefur athygli embættismanna EB vaknað á sérstöðu Færeyinga. Telja þeir að um útflutning ffá Færeyjum eigi að gilda sömu regl- ur og um útflutning annarra ríkja sem standa utan bandalagsins. Vilja þeir líta á Færeyjar sem sérs- takt ríki og álíta lögleysu að Færey- ingar geti flutt afurðir sínar toll- frjálst til Evrópubandalagslanda. Þeir telja því að leggja eigi toll á fisk sem er fluttur frá Færeyjum til Danmerkur. Þessum skilningi embættis- manna EB hefur verið mótmælt harðlega af hálfu danskra stjóm- valda. Benda þau á að Færeyjar séu hluti danska ríkisins og samkvæmt dönskum lögum eigi Færeyingar fullan rétt á að flytja afurðir sínar til Danmerkur án þess að lagðir séu tollar á þær. Þama stangast því á dönsk lög og reglur EB og á næst- unni reynir á hvort má sín meira. Þrátt fyrir að hér sé á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir Færey-- inga hefur enn lítið heyrst frá þeim um þetta mál. Er ástæðan meðal annars sú að enn hefur ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar 8. nóvember síöast- Uðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.