Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. Tippað á tólf Misskilningur um S og Ú kerfin Nokkurs misskilnings gætir meöal tippara um sparnaðarkerfm og út- gangsmerkjakerfm (S og Ú kerfi) á getraunaseðlinum. Svo virðist sem að tipparar telji að þeir eigi að fá jafn- marga rétta og S og Ú kerfin sýna í 100% tilvika. Það er aldrei hægt. Það er ekki hægt bæði að spara raðir og halda topplíkum. Það er oft erfitt að sýna fram á þessa hluti. en ég ætla að reyna með því að nota tölffæði og skýringarteikningu. (Sjá hér á síð- unni). Einnig bendi ég tippurum á að lesa vandlega báða bæklingana sem íslenskar getraunir hafa gefið út með getraunakerfum. Ef tippari ætlar að setja eitt merki á tvo leiki, en tvö merki á tíu leiki gera þaö 1024 raðir (2x2x2x2x2x2x2x- 2x2x2) sem kosta 10.240 krónur. Þá er kerfið kallað opið kerfi. Ef öll merkin koma upp á seðlinum fær hann tólf rétta á einni röð og 11 rétta á tíu röðum. Þar má þó ekkert út af bera. Ef ekki er rétt getið til um merki á einni tvítryggingu þá er ein- ungis hægt að ná 11 réttum á einni röð. Kerflshönnuðir hafa hannað kerfi sem spara raðir og kosta því miklu minna. Sem dæmi er sparnað- arkerfið S 0-10-128, sem er á get- raunaseðlinum og kostar 1280 krón- ur. Þar þarf að setja eitt merki á tvo leiki en tvö merki á tíu leiki, alveg eins og á opna kerfið sem fyrr er nefnt og kostaði 10.240 krónur. Mun- urinn er sá aö sparnaðarkerfið trygg- ir ekki 12 rétta. Það tryggir 11 rétta ef öll merkin koma upp, en líkur á 12 réttum eru 12,5%. Sparnaðarkerf- ið kostar átta sinnum minna en opna kerfið. Tippari getur því verið með átta S 0-10-128 sparnaðarkerfi fyrir sama pening og eitt opið kerfi 0-10- 1024. Hið sama gildir um öll önnur sparnaðar- og útgangsmerkjakerfi sem hönnuð hafa verið. Tippari fær fleiri merki fyrir minni pening, en við það minnka líkurnar á tólf rétt- um. Oft er erfitt að setja eitt merki á leiki þegar að óvissa er fyrir hendi. Þá er gott að geta gripið til þess að nota sparnaðarkerfi eða útgangs- merkjakerfi sem hjálpa til við að ná vinningi. Fimm S kerfi gefa alltaf 11 rétta Þau spamaðarkerfi á seðlinum sem -alltaf gefa 11 rétta ef getið er rétt um öll merkin eru: S 3-3-24 (þyrfti 216 raðir til að tryggja 12 rétta), S 0-10-128 (þyrfti 1024 raðir til að tryggja 12 rétta), S 4-4-144 (þyrfti 1296 raðir til að tryggja 12 rétta), S 6-2-324 (þyrfti 2916 raöir til að tryggja 12 rétta). í nýjasta getraunakerfisbækl- ingi íslenskra getrauna eru öll kerfin útskýrð og gefnar upp líkur á vinn- ingi. En sem fyrr er nefnt er ekki öruggt að um vinning sé að ræða þó svo öll merkin komi upp á seðlinum. Erfiöara er að segja til um útgangs- merkjakerfin, því árangur fer eftir því hve getið er rétt til um mörg út- gangsmerki. En með því að nota út- gangsmerkjakerfi getur tipparinn beint kerfmu yfir í ákveöinn farveg, eftir því hvernig hann heldur aö úr- slit muni þróast. Aö sjálfsögðu spara öll útgangsmerkjakeríin raðir. Dæmi er til dæmis kerfið Ú 6-0-161. Til aö tryggja tólf rétta ef sex leikir með einu merki eru réttir þarf 729 raöir (3x3x3x3x3x3). En Ú kerfið Ú 6-0-161 gefur alltaf 12 rétta ef 3 og 6 Ú merki eru rétt. Kerfið gefur alltaf 11 rétta ef 2,4 eða 5 Ú merki era rétt. Það er því hægt að nota rúmlega Qögur Ú 161 kerfi í stað 729 raða opins kerfis. Ég get einungis ráðlagt tippurum að skoða getraunakerfisbækur vel og bera kerfin saman áöur en ákveðið er hvaða kerfi skuli r.ota. Stefnir í stærsta pott hjá getraunum Nú bullsýöur á íslenskum tippur- um því potturinn er orðinn fjórfald- ur. Úrslit voru ekki mjög óvænt um síðustu helgi, þó svo að Derby hafi tapað fyrir Luton á heimavelli, og því kemur það á óvart að enginn tippari náði 12 réttum. 33 aöilar náðu 11 rétt- um, skiptu með sér 888.444 krónum og fá hver í sinn hlut 26.913 krónur. Það bíöa nú 4.413.379 krónur í pottin- um og dreifast milli þeirra sem fá tólf rétta um næstu helgi. Búast má við mikilli sölu þannig að fyrsti vinn- ingur verður nálægt sjö milljónum. Fylkismenn hafa plantað sér kyrfi- lega á topp söluhæstu íþróttafélag- anna. Fylkir fékk áheit 78.581 raðar, Fram fékk áheit 52.231 raðar, KR fékk áheit 33.998 raöa, Akranes fékk áheit 25.989 raða og Valur Reykjavík fékk áheit 25.133 raöa. Öll íþróttafé- lögin bættu verulega við sig. Samtals seldust 779.081 röð, sem er mikil aukning frá vikunni á undan. Nú fer að draga til tíðinda í hóp- leiknum. ROZ hópurinn er sem fyrr í efsta sæti með 41 stig, FYLKISVEN, GUNNERS og BIS eru með 40 stig en TVB16, SLÉTTBAKUR, PST og GRM eru með 39 stig. 0j>4 Ken{' 5 -^o zJO~ &8 A A A A 1 ~r A A 1 <1 A A A 4 a A A A JX 1X A X 12 1 2 1 X 2 X 12 I 2 1 X 12 A X £X 1X 1 2 X x 1 X 1 2 th Z X A 2 1 X 12 1 2 1 X 12 1 2 1 X 2 X 2X 1X 1 X 1 2 1X 1 X 1 a 1 2 12 ax 1 2 1 X 1 X 12 1 X D X zx zx 1X 1 2. 1 2 1 2 1 2 1 X 5 X 1 X 2 X 12 1X 1 2 1 X 1 2 1 2 (X A 2 1X 12 2X 1 X 12 1X 1 2 rx A X 1X 12 1X 12 1 X 1 X 1 z (X 1X IX 2X 1 X 12 1 X 1 x JCST 1Z9 129 JS.2 1X9 138 132 'Jlitci 'S-(T-JU-T2E kosícíjOíTni ocj ■fyiié G’p/f /QJ0/KeeJ> ™ mAl: ______A TOLF Umsjón: Eiríkur Jónsson Getraunaspá fjölmiðlanna c =■ c 2. n I > £ .2. = c •S p S §> 2> ~ ra £ .£ :2. ra >, .-i -zr _ Sl-JlQíDíEWW 50. leikvika: Arsenal Manch. Utd 1 2 1 1 1 1 1 2 1 Coventry Derby 1 1 2 1 X 1 1 X 2 Liverpool Norwich 1 1 X 1 1 1 1 1 1 Luton Aston Villa 1 X 1 2 1 1 1 X 1 Middlesbro Charlton 1 1 X X 1 1 X X 1 Millwall Sheff.Wed 1 X 1 1 1 X 2 2 2 Newcastle Southampton 1 1 X 2 X 2 1 1 1 Q.P.R Everton 2 X 2 2 X 2 X 1 2 West Ham Tottenham 2 2 2 2 2 2 X 1 1 Barnsley Leicester X 1 1 1 1 1 1 1 1 Blackburn Watford X 1 1 X 1 1 1 2 X Crystal Pal Leeds X 2 X 2 1 1 2 2 X Hve margir réttir eftir 49. leikvika: CJ) 00 30 31 33 20 30 31 25 30 Enska 1. deildin HEIMALEIKIR UTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 16 3 5 1 13 -11 Norwich 5 1 1 12 -7 30 15 3 2 1 12 -7 Arsenal 5 2 2 20-10 28 16 4 2 2 11 -7 Coventry 3 3 2 8 -6 26 16 2 5 1 9-6 Liverpool 4 2 2 12-6 25 15 5 1 1 15 -7 Millwall 1 5 2 12-13 24 16 4 3 2 16 -10 Southampton 2 3 2 10-12 24 15 4 2 3 11 -7 Derby 2 3 1 7-5 23 15 3 3 1 12-6 Everton 3 2 3 8 -9 23 16 1 5 1 7-9 Nott. Forest 3 5 1 13-11 22 16 3 4 1 11 -6 Manch. Utd 1 5 2 8 -8 21 15 3 2 2 7 -7 Sheff. Wed 2 4 2 7 -8 21 16 5 1 2 14 -10 Middlesbro 1 1 6 8 -19 20 16 4 0 3 10-6 Q.P.R 1 4 4 7 -10 19 16 3 3 2 12 -9 Aston Villa 1 4 3 13-16 19 16 2 4 1 8 -6 Luton 2 2 5 8-11 18 16 3 3 3 17 -17 Tottenham 1 3 3 9-11 18 16 1 4 4 10-17 Charlton 2 2 3 7-11 15 15 2 2 4 7 -13 Wimbledon 1 2 4 8-13 13 16 1 3 4 9-15 West Ham 2 1 5 5-14 13 16 2 2 4 7 -10 Newcastle 1 2 5 4-18 13 1 Arsenai - Manch.Utd. 1 Það er ekki oft sem ég spái Manchester United tapi, en nú eru andstæðingamir of sterkir. Arsenal er með léttleikandi lið, eitt hið besta á Englandi sem stendur. MiðvaRarleik- mennimir blökku: Davis, Rocastle og Thomas em allir í landsliðshópi Englendinga og segir það sírta sögu um styrk- leikann, Arsenal er sterkt á heimavelli, hefur ekki tapað nema einum leik þar í vetur. 2 Coventry - Derby 1 Miðlandaliðin Coventry og Derby spila jafnan af grimmd í innbyrðisviðureignum sínum. Stutt er á milli liðanna, um það bil 60 kílómetrar. En styttra er milli þeirra á stigatöfl- unni, þvi Derby er í 6. sæti en Coventry í 3. sæti. Coventry- liðið er á mikiILi siglingu, langar ofar og sigra. 3 Liverpool - Norwich 1 Forysta Norwich hefur verið i hættu undanfamar vikur. Lið- ið hefur gert góða hluti í vetur, en fá lið koma til Liverpool- borgar til að ná árangri. Flest liðin vona auðvitað aó þau nái að reyta stig af Liverpool, en vita að það er erfitt. Nor- wich hefur verið á toppi fyrstu deildar um þó nokkra hríð, en hefur ekki mannskap til að halda sér þar. 4 Luton - Aston Villa 1 Gervigrasið á Kenilworth Road í Luton hefúr verið grafreit- ur margxa frægra liða. Leikmenn Aston Villa spila flautuþyr- ilsknattspymu yfirleitt, en það er erfitt á gervigrasinu, því knötturinn skoppar öðm vísi en á venjulegu -grasi. Leik- menn Luton hafa því forskot umfram gestina. Luton hefur ekki enn tapað nema einum heimaleik og Aston Villa hefur ekki unnið nema einn útileik. 5 Middlesbro - Charlton I Charlton hrapar neðar og neðar. Liðinu hefur tekist að bjarga sér frá falli á síðustu stundu í tvö ár, en nú virðist falldraugurinn hafa náð heljartaki á liðinu. Leikmennimir berjast af djöfulmóð, en ná ekki að skora mörk. Leikmenn Middlesbro hafa skorað mikið á heimavelli og því má bú- ast við því að þeir gangi með sigur af hólmi. 6 Millwall - Sheffield Wed. 1 Árangur Millwall á heimavelli er mjög góður. Liðið hefur náð 16 stigum af 21 mögulegu. Sheffield Wednesdayliðið er hvorki fugl né fiskur. Að visu eru leikmennimir seigir, sem sést á því að liðið hefúr einungis tapað fjórum leikjum í deildarkeppninni til þessa. Það sem greinir á milli liðanna í þessum leik er heimavöllur og sóknarárangur Millwall. 7 Newcastle - Southampton 1 Newcastle getur ekki sokkið dýpra en það er nú, neðst á botninum. Nýr framkvæmdastjóri, Jim Smith, gæti snúið við blaðinu. Leikmenn liðsins hafa misst allt sjálfstraust og hver höndin er upp á móti annarri í liðinu. Margir snjallir leik- menn em í hópnum. Það sem hefur háð liðinu helst er að markaskorun hefur verið í lágmarki undanfarið. Nú taka námumennimir í Newcastle nyrst í Englandi á móti hafnar- verkamönnum í Southampton, sem er syðst í Englandi. Ferðalagið tekur mesta kraftinn úr sunnanmönnunum. 8 O-P-R' - Everton 2 Þrátt fyrir sterkan leikmannahóp er Everton ekki enn komið í gang, en enskir sparksérfræðingar búast við því á hverri stundu. Þá verður erfitt við Everton að eiga. O-P-R- er óút- reiknanlegt lið, sem hefur unniö fjóra leiki heima, en tapað þremur. Nokkrir gamlir heiðursmenn, svo sem Ossie Ardi- les og Trevor Francis, spila með liðinu og styrkja það held- ur en hitt. Og þá er það spumingin, ef gamlingjamir eru bestir, hvemig eru þá hinir? 9 West Ham - Tottenham 2 Mikill hugur er í herbúðum Tottenham. Margir ungir og ákafir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið þar á meðal Guðni Bergsson, hinn snöggi og glettni Valsmaður, sem tókst að hrífa Terry Venables með leikni sinni og hraða. Þegar fylkingar Tottenham eru kannaðar sjást kempur sem myndu prýða hvaða lið sem er. Leikmenn West Ham geta ekki státað af sigrum slíkum sem leikmenn Tottenham og því verður að spá útisigri. 10 Bamsley - Leicester X Geysileg barátta er í 2. deild að þessu sinni enda hvert stig dýrmætt. Bamsley er sterkt á heimavelli en Leicester hefur verið að sækja sig undanfarið. Því mætast þessi lið á miðri leið og skápta hlut. Liðin gerðu jafiitefli í báðum innbyrðis- leikjum sínum í fyrravetur og halda uppteknum hætti. 11 Blackbum - Watford X Þessi ágætu lið berjast um toppsætið. Watford var lengi efst í 2. deildinni, en nú hafa bæði Blackbum og Manchester City komist ofar. Watford hefur ekki verið of sannfærandi í undanfomum leikjum og því kæmi það á óvart ef leikmenn- imir rifu sig upp og ynnu sigur í þessum leik. Jafntefli er líldegra í þessum toppliðaleik. 12 Crystal Palace - Leeds X Leeds hefur þotið upp stigatöfluna síðan Howard Wilkinson, fyrrum framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, tók við lið- inu í október síðastliðnum. Crystal Palace er sterkt á heima- velli, hefur spilað þar tíu leiki. Ekki hefur liðið tapað nema einum af þessum tíu leikjum, en gert fjögur jafntefli. Nú verður mikill slagur í jafiiteflisleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.