Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. RAFMAGNSVERKFRÆÐING- UR EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR Opinber stofnun óskar eftir að ráða starfsmann með verk- eða tæknifræðimenntun á rafmagnssviði. í starfinu felst meðal annars yfirumsjón með tölvu- og stýribúnaði ásamt daglegum rekstri ýmissa kerfa. Launakjör samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur ertil 31. des. 1988 og með umsókn- inni þurfa að fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar DV merkt „Raf-100" Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál ----------:- ÞJÓFUR!!! Jólagjöf fyrir þig og þína. Þjófavarinn sem skynjar hreyfingu í allt að 14 metra fjarlægð og með inn- byggðri sírenu. Mjög einfaldur í uppsemingu. Láttu ekki náttfara koma þér og þínum á óvart. Tilvalið fyrir heimili, sumarhús, báta, hjólhýsi og smærri fyrirtæki. Kynningarverð í desember aðeins kr. 7.600,- Sendum í póstkröfu. PEGASUS h< Skipholt 33, S. 91-688277. RÚLLUKRAGABOLIR Efni: 100% bómull. Litir: svart, hvítt, dökkblátt. Stærðir: M, L, XL. Verð kr. 795,- VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, Hverfisgötu 26 Menriing í fyrirmyndarheimi Eg las Vigdísarbók eftir aö hafa horft á hiö frábæra leikrit Dag von- ar í sjónvarpinu, enn með sársauk- ann úr leikritinu eins og ísjaka í blóðinu. Vigdísarbók er úr allt öðr- um heimi. Þar er bjart og fagurt eins og hjá álfum og aðli, engin eymd, gjaldþrot og taugaharðindi. Heimur Vigdísar er heill, því heim- ur þjóðhöfðingja verður að vera fyrirmyndarheimur. Vigdís er vegna embættis síns miklu meira en konan sem kenndi mér einu sinni frönsku, persóna hennar setur svip á embætti sem er táknrænt. Vigdís forseti er peð okkar og sigursæll oddviti á skák- borði tignarmanna heimsins, vek- ur athygli á íslenskum afurðum, menningu, ull og fiski, þar sem barist er um „good-will“, auglýs- ingu og ath'ygli. Um leið er hún í augum íslendingsins tákn, borið uppi af rúmlega hundrað ára gam- alli hugsjón þjóðfrelsis. ...og fara að mála húsin sín. Inn á við er Vigdís tákn þess sem er heilt, göfugt og uppbyggilegt hjá þjóðinni - eins og segir í kaflanum um yfirreið Vigdísar um Húna- vatnssýslu: „Þegar von er á henni hætta menn áreiðanlega að rífast og fara að mála húsin sín.“ Finna má einkenni í fari Vigdísar sem minna á upphafna kvenímynd ís- lenskra skálda. Líkt og Sóley sólu fegri i kvæði Jóhannesar úr Kötl- um fer Vigdís til alþýðunnar, tekur í hönd allra í félagsheimilinu - sem muna þá stund ævilangt - og hvet- ur fólk til að vernda tunguna, menninguna og gróðurinn. Hrifnæmt og þjóðhollt fólk mun lesa bókina um Vigdísi sér til ánægju. Fólk sem lifir á grænni og brúnni jörðu hefur gaman af því að lesa um lífið uppi hjá norðurljós- unum. En annað fólk er ekki svo hrifnæmt - já, meðan Vigdís er fjarri rífast menn og nenna ekki aö mála húsin sín - fólk getur ver- ið svo fúlt. Ég sperrti eyrun er ég heyrði talað um bók Vigdísar. Þótt menn hefðu hvorki handleikiö bók- ina né lesið voru þeir byrjaðir að nöldra. Kápumyndin sögð ofhlaðin. Og nafnið... Á tindastóli En nafnið á bókinni vekur ein- mitt til umhugsunar um tvær vídd- ir mannfélagsins, hina láréttu þar sem viö erum öll á vakt og öll jöfn gagnvart lögunum, og hina lóð- réttu, hinn aldagamla valdapíra- miða. Þrátt fyrir lýðræðið höfum við næstum trúarlega þörf fyrir að lyfta einstaklingum upp úr mann- hafinu. Til eru aldagamlir tinda- stólar konunga og drottninga, stóll páfa, furstans af Monaco, og nýrri stólar frægra listamanna, forseta og forsætisráðherra. Víst er ein- manalegt á toppnum og vindasamt en frábært útsýni, og þeir sem eru þar „einir á vakt“ hafa félagsskap hver af öðrum. Myndirnar fylgja hverjum kafla og snerta líkt og textinn allt líf Vig- dísar en ekki sjö daga. Bókin er nefnilega meira en dagbók sjö daga Forseti islands, Vigdis Finnbogadóttir Bókmenntir Þórunn Valdimarsdóttir í lífi forsetans, í henni eru löng inn- skot úr fortíðinni. Sunnudagur er lýsing á uppeldi og bakgrunni Vig- dísar - og vorveislu sem hún held- ur fyrir fjörtíu konur á Bessastöð- um. Mánudagur er ferð um franskt vínræktarhérað, þriðjudagur lýsir starfi hennar í Reykjavík um leið og hlutverk hennar er skilgreint, og miðvikudagur er frídagur sem geymir vangaveltur forsetans um sig og stöðu sína. Fimmtudagur lýsir heimsókn í íslenska sýslu, föstudagur opinberri heimsókn til Ítalíu og á laugardegi tekur Vigdís þátt í menningarlífinu í Reykjavík. Formið er hógvært og snjallt, því aö ekki er hægt að gera kröfur um að bókin sé meira en sjö daga spjall. Auðvitað er hugmyndin aö formi bókarinnar ekki íslensk, því þrátt fyrir allt hugvitið flytjum við fle- stallar nýjungar inn. Sjö dagar í lífi Vigdís upplýsti nefnilega í viötali það sem bókin sjálf þegir yfir - hún er skrifuð fyrir franskt forlag og fellur inn í ritröö sem spannar sjö daga í lífi ýmissra stórmenna. Það varpar ljósi á ritið. Bókin er skrifuð fyrir fólk í fjarlægð sem þekkir Vigdísi minna en við gerum. Dög- unum tveim sem bókin dvelur við í útlöndum er eytt í vínræktar- héraði í Frakklandi og á Ítalíu, sem höfðar til áhuga franskra lesenda. Allt er svo fallegt og vandamála- laust á íslandi að bókin er góð land- kynning. Unglingarnir sóða að vísu út miðborgina, eru agalausir í ást- um og fatasjúkir enda samræmist það hlutlausu hlutverki forsetans fremur að tala móðurlega til æsk- unnar en að tala um vandamál sem hljóta að vera pólitísk. Forsetinn má ekki tala um þreytusvipinn á fólki í strætó, hann verður að gæta hlutleysis. Nú sést mynd Vigdísar innrömm- uð jafnvíða og Fjallkonan áður og er ekki síður elskuð, og sú hugsun er áleitin að þær tvær séu skyldar. Það tekur nefnilega meira en öld að má burt dýpstu drættina í hug- arfari þjóðar. Fjallkonan er ró- mantískt tákn landsins, fögur, tig- in, mild og sterk, tákn hrjóstrugs lands sem þó hefur „blessað og á brjóstum borið“. Hvað sem okkur fmnst um móðurjörðina þegar illa viörar úti og innanbijósts þá eru fæstir svo miklir púkar að fmna ekki til hollustu og elsku gagnvart henni. Fer í kerfi Þess vegna finnst manni Stein- unn Sigurðardóttir mega draga upp fagra mynd af sameiningartákninu okkar fyrir Fransmenn, útlista feg- urð, unglegt útlit, hvað hún sé smekkleg, flott í sér og rausnarleg og gædd miklum hæfileikum. En bókin er ekki eintómt lof. Maður andar léttar þegar Vigdís kemst að og er á vakt eins og við hin - segist fara í kerfi út af öllum sköpuðum hlutum, eins og við. Bljúg gagnvart því sem menn ráða ekki yfir talar hún um að hvorki þekking né ör- yggi í framkomu bjargi sér, heldur það að hún hafl á ákveðnum augna- blikum einhvers konar útgeislun. Annað sem er notalega raunsætt er það að bókin hjúpar ekki þá púka með þögn sem ekki elska og dá forsetann. Vigdís segist vita að hún fer í taugarnar á mörgum, eins og alhr hljóta að gera sem sitja hátt. Vigdís skorar fýlupúkana á hólm eins og norræn valkyrja. Bókin er gæfuleg eins og þær báðar, Vigdís og Steinunn. Vigdís valdi Steinunni til ritverksins og lét innsæið, sem sjaldan bregst, ráða. Þar sem form bókarinnar er í raun ákveðið vegna ritraðarinnar frönsku hefur Steinunn ekki frjáls- ar hendur með það. Hún þarf að sitja á skop-áranum í sér vegna virðuleika embættisins. Þar sem talað er almennt er stíllinn hlutlaus frásagnarstíll blaðamannsins, en í frásögn af atburðum dagsins talar Steinunn í fyrstu persónu og held- ur þannig Vigdísi í virðulegri fjar- lægö. í þeim köflum, sem eru raun- verulega úr dagbókinni, frá degi í Frakklandi, í Húnavatnssýslu og á Ítalíu, nýtur frásagnarlist, kímni og ljóðræna Steinunnar sín. Slík stílbrögð samræmast síður efni hinna kaflanna. Myndirnar eru yfirlætislausar og ekki bara valdar glansmyndir heldur líka eðhlegar og óuppstillar myndir. Bókin er auðvitað öh hin sómasamlegasta, þó það nú væri. Hún greinir frá ísiensku ævintýri allra tfma sem er meira að segja satt. Ein á forsetavakt Dagar i lifi Vigdisar Finnbogadóttur þV Myndabók handa þeim yngstu Börn hafa mjög snemma yndi af bókum, jafnvel mun fyrr en margir foreldrar gera sér grein fyrir. Litla barnið, sem er að reyna að mynda fyrstu orðin, getur orðið mesti bóka- ormur sé því sinnt á réttan hátt. Þaö er góð stund í lífi smábarnsins þegar mamma eða pabbi situr með það og skoðar með því bók og segir því hvaö hlutirnir á myndinni heita. Barnið fær sjálft að benda á dýr, hluti og persónur og það segir: Bí-bí, voffi, burri og bói. Litla barnið segir ekki: Fugl, hundur, bíll og bróðir. Það talar barnamál en lærir smám saman að segja eríið orð og er óþreytandi að æfa sig. Þá kemur bókin í góðar þarf- ir. Lengi hefur verið skortur á góðum myndabókum, svokölluðum bendi- bókum, handa minnstu börnunum. Auðvitað er hægt að notast við er- lendar bækur þar sem barnið er Bókmenntir Vilborg Dagbjartsdóttir ólæst og sá sem skoðar með því bók- ina býr textann til, meira og minna, um leið og hann sýnir barninu myndirnar, samt er ákjósanlegt aö hafa góðan íslenskan texta, vandlega unninn og listrænan, ennfremur ættu myndir í slíkri bók að vera úr nánasta umhverfl íslenskra barna. Mál og menning sendir frá sér snotra, kannske örlítið væmna, bendibók. 100 fyrstu orðin heitir hún. Reyndar get ég ekki í fljótu bragði séö hvað rennir stoðum undir að þetta verði fyrstu orðin: smekk- buxur, nærbuxur, hanskar, sundföt, kuöungar, laufblöð, peningakassi, innkaupakerra o.s.frv. Hvað um það, bókina má nota, en gaman væri að fá fallega myndabók, unna af íslensk- um listamönnum og byggða á igrundun og þekkingu á því hvernig íslensk börn byrja að tala. Hver eru fyrstu orðin og hljóðin sem þau ná valdi á? Einnig væri gaman að sjá vel unnið úr íslensku barnamáli. 100 fyrstu orðin Höfundur: Edwina Riddell Útgefandi: Mál og menning V.D.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.