Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. RÚLLUKRAGABOUR Efni: 100% bómull. Litir: svart, hvítt, dökkblátt. Stærðir: M, L, XL. Verð kr. 795,- Nýjar plötur Fóstbræður - Vinsæl íslensk dægurlög: Léttleikann vantar Flytjendur klassískra verka hafa oft á tíðum leikið sér að léttri tónlist á sama hátt og flytjendur léttrar tón- listar hafa fiktað við klassík. Árang- ur slíkra tilrauna er æði misjafn og oftar en ekki mislukkaður. Karlakórinn Fóstbræður, sem of- ast hefur staðið fyrir flutningi á klassískum verkum, hefur nú sent frá sér híjómplötuna Vinsæl íslensk dægurlög. Þetta er ekki í fyrsta skip- tið sem Fóstbræður fara út á þessa braut. Mörg ár eru síðan tvær plötur komu út með Fjórtán Fóstbræðrum. Á þeim plötum voru létt dægurlög tekin í syrpur með ágætum árangri og urðu plötur þessar söluháar og vinsælar. Vinsæl íslensk dægurlög eru engin syrpuplata. Ellefu íslensk lög eru útsett fyrir kórinn hvert í sínu lagi. Lögin þekkja allir sem hafa fylgst með íslenskri dægurtónlist. Þau eru flest orðin klassísk íslensk dægurlög. Flutningur kórsins á lögunum er í heild nokkuð þyngri en ástæða þyk- ir. Útsetjarinn er í erfiðu hlutverki þegar útsetja þarf lög sem flest eru samin á síðari árum með ákveðna flytjendurl huga og ákveðinn mark- að. Eitt er víst, þetta eru ekki kórlög. Niðurstaðan er því sú að útsetningar á nýrri lögunum á plötunni eru mun slakari en á þeim eldri. Elstu lögin tvö, Sofðu unga ástin mín og Á Sprengisandi, eru lög sem kórar hafa sungið öðru hverju enda er flutningur Fóstbræðra hnökra- laus þar og við hæfi og útsetning á lögunum góð. Ekki er eins mikið líf í nýrri lögum á plötunni. Lög Magnúsar Eiríksson- ar, Sönn ást, Reyndu aftur og Ein- hvers staðar einhvern tíma aftur, verða alltof þung í flutningi kórsins. Það sama á við um Við Reykjavíkurt- jörn, ísland og Söknuð. Áftur á móti tekst vel til með Kvöldljóð Jónasar Jónassonar. Þar er lagið brotið upp á skemmtilegan máta og er flutning- ur allur hinn frískasti. Söngur kórsins kemur vel út. Einn- ig hefur tekist vel með upptöku. Þess- ar staðreyndir nægja samt ekki í þetta skiptið. Flest laganna henta ekki Fóstbræðrum. -HK Valgeir Guöjónsson - Góðir íslendingar: VINNUFATABUÐIN Laugavegi 76, Hverfisgötu 26 NYJAR SENDINGAR Teg. Scala: Litir: svart og hvítt Verö aðeins kr. 66.150,- stgr. Teg. Asolo: Bæsuö eik Verö kr. 71.200,- stgr. REYKJAVÍKURVEGI66,220 HAFNARFIRÐI, SÍMI54100. Mætti vera markvissari Þeir sem áttu von á ellefu tilbrigð- um við Popplag í G-dúr eða Ba ba bara é ég og þú á Góðum íslendingum verða sjálfsagt fyrir vonbrigðum. Valgeir Guðjónsson á sér nefnilega fleiri hhðar en eina. Og þótt við höf- um oftast veitt glenshliðinni athygli hefur hann á fimmtán ára ferli kom- iö víðar við. Góðir íslendingar er fjölbreytt plata. Þar er rokk, róleg tónlist, milli- hraðinn óskilgreindi. Meira aö segja einn blús, Frændi, sem verður til þess að mér dettur alltaf í hug lög- fræðingur einn - samherji Valgeirs i höfundarréttarmálum. Ég held hins vegar að platan hefði oröið markviss- ari ef stílarnir væru aðeins færri. Valgeir hefur engu gleymt við að setja saman grípandi lQg sem strax við fyrstu eða aðra hlustun fara að óma í undirvitundinni. Ekki segja góða nótt og Kramið hjarta eru dæmi um þau. Hinn þjóðfélagslega meðvit- aði Valgeir gægist fram í Hvað get ég gert?, súrrealistinn í Alaskavíðin- um og þannig mætti lengi telja. Án textanna væri Valgeir ekki nema hálfur maður. Hann er með orðheppnari poppurum og fáa man ég snjallari í orðaleikjum. Samt hef ég á tilfinningunni að textar Valgeirs gætu orðið enn markvissari en þeir eru ef hann gæfi þeim dálítiö meiri tíma - hleypti sjálfsgagnrýninni dá- lítið á skeiö. Textinn í Kramið hjarta er til dæmis nokkuð heilsteypur en hvað um svipljóta parið í sófanum í Ekki segja góða nótt? Það birtist allt í einu sem svolítill brandari en síðan er það úr sögunni. Átti það ekki skil- ið að fá að gægjast aðeins upp fyrir sófaröndina aftur í enda lagsins fyrst á annað borð var búið að kveðja það til leiks? Valgeir Guðjónsson er einn reynd- asti, vinsælasti og um leið virtasti popparinn sem starfar á fullu þessa dagana. Hann sýnir á Góðum íslend- ingum að hann kann vel til verka. Hugurinn er frjór, lögin ryðjast fram og oft á tíðum textarnir líka í sömu andrá. En hkt og okkur dettur eitt- hvað ótrúlega sniðugt í hug í svefn- rofunum borgar sig alltaf að fara í saumana á hugmyndunum þegar frá líður. Það er eiginlega það eina sem mér finnst á skorta hjá Valgeiri. -ÁT- Guðmundur Rúnar - Litlu jólin: Jólaplata barnanna Það þekkja allir sem eiga börn að í þeirra hugum tengjast jólin vissum lögum sem sungin eru um hver jól. Lög þessi eru einfóld og skemmtileg, lög sem dansað er eftir kringum jóla- tréð. Jólaplötur koma út fyrir hver jól. Á flestum þeirra er að finna einhver þessara laga. Nú er aftur á móti kom- in út platan Litlu jólin í flutningi Guðmundar Rúnars og félaga ásamt barnakór og þar er að finna öll þessi lög sem börnin vilja syngja og hlusta á. Þessi jólalög hafa öll heyrst áöur og oftast betur flutt. Flutningurinn á Litlu jólunum er eins og á jólatrés- balli, frekar hrár og flatur. Það er aftur á móti ekki réttur mælikvarði á plötu á borð við Litlu jólin að vera dæma um gæði á sama máta og plötu fyrir fuhorðna. Börnum, 10 ára og yngri, er ná- kvæmlega sama hvort tæknigallar eru fyrir hendi eða flutningur lit- laus. Á plötunni eru lögin sem þau vilja heyra og vilja syngja og það nægir þeim. Því ná Litlu jólin til- gangi sínum, að skemmta þeim yngstu, og á því mikinn rétt á sér. Eins og áður sagði eru þessi jólalög til á mörgum jólaplötum sem komið hafa út á síðari árum en á plötunni Litlu jólin er þeim öhum átján safnað saman og ekkijetur mér komið í hug eittlagsemvaiitar. ' -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.