Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. 35' Afmæli Jörundur Pálsson Jörundur Pálsson, arkitekt og list- málari, til heimilis aö Kleppsvegi 86, Reykjavík, veröur sjötíu og funrn áraþann20.12. nk. Jörundur fæddist á Ólafsfirði en flutti tveggja ára meö foreldrum sín- um til Hríseyjar þar sem hann ólst upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1935 og hélt þá til Kaupmannahafn- ar þar sem hann lærði auglýsinga- teikpun hjá Den tekniske selskabs- skole og stimdaði nám í undirbún- ingsdeild í málaralist viö Listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Jörundur lauk prófi í auglýsinga- teiknun 1938 og fór þá ásamt skóla- félaga sínum á reiöhjóli um Evrópu en þeir hjóluöu þrjú þúsund og fimm hundruð kílómetra leið um Þýskaland, Sviss, Ítalíu og Frakk- land og dvöldu fParís í tvo mánuði. Jörundur starfaði við auglýsinga- teiknun hér heima í fimmtán ár en tók sigþá upp og lærði byggingar- Ust við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn. Lauk hann þar prófi 1959. Jörundur starfaði síðan sem arki- tekt hjá húsameistara ríkisins í tutt- ugu og fimm ár, en hann hefur ekki síst fengist við kirkjuteikningar og eru Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, kirkjan í Hveragerði og á Miklabæ í Skagafirði meðal þeirra kirkna sem Jörundur hefur teiknað. Þá er Jörundur þekktur listmálari en hann hefur haldið átta einkasýn- ingar. Hann hefur nú nýverið opnað afmæhssýningu í Gallerí Guðmund- ar frá Miðdal að Skólavörðustíg 43 en þar sýnir Jörundur einkum vatnsUtamyndir. Kona Guðmundar er Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 1917. Foreldrar Guðrún- ar voru Stefán Stefánsson, verslun- armaöur á Akureyri, og Sigrún Har- aldsdóttir. Bróðir Stefáns var Ey- þór, tónskáld á Sauðárkróki. Jörundur og Guðrún eiga tvö börn. Þau eru: Stefán, tæknifræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Önnu Þóru Karlsdóttur, húsmóður og listakennara við Myndlistarskóla Reykjavíkur, en þau eiga tvær dæt- ur; og Guðrún, BA í enskum bók- menntum og nemi í arkitektúr, gift HaUgrími Benediktssyni, en þau eru búsett í Calgary í Kanada og eiga fjögur börn. Jörundur átti tólf systkini en á nú á lífi einn bróður og eina systur. Þau eru: Bergur, skipstjóri í Reykjavík, var kvæntur Jónínu Sveinsdóttur, og Guðrún húsmóðir, var gift Héðni Valdimarssyni. Önnur systkini hans voru: Eva húsmóöir, átti Jó- hann Kröyer, en sonur þeirra er Haraldur sendiherra; Hreinn, óperusöngvari og forstjóri BP, átti Olenu Figved; Gestur, lögfræðingur og leikari í Reykjavík, átti Dóru, dóttur Þórarins Þorlákssonar, bróö- ur Jóns forsætisráðherra; Bjarni vélstjóri, en hann var þríkvæntur og var þriðja kona hans Matthildur Þórðardóttir; Gunnar, skrifstofu- stjóri hjá fiskimálasjóði; Margrét, átti Jóhannes Halldórsson skip- stjóra og Svavar endurskoðandi, átti Sigríði Stefánsdóttur. Auk þess lét- ust tvö systkini Jörundar í barn- æsku. Foreldrar Jörundar voru Páll Jörundur Pálsson Bergsson, útgerðarmaður og kaup- maður í Hrísey, og kona hans, Svan- hildur Jörundsdóttir. Páll var sonur Bergs Þormóðsson- ar, b. á Hæringsstöðum i Svarfað- ardal, og Guðrúnar Pálsdóttur. Svanhildur var dóttir Hákarla- Jörundar Jónssonar, útvegsb. í Hrísey, og Margrétar Guðmunds- dóttur. Lára Pálsdóttir Lára Pálsdóttir, Lundargötu 17, Ak- ureyri, er áttræð í dag. Lára er fædd í Mýrakoti í Kelduhverfi og ólst upp á Akureyri. Hún vann í pylsugerð KEA í sjö ár og kaflíteríunni á KEA í sjö ár en hætti störfum 1974. Lára giftist 14. desember 1930 Eymundi Lúther Jóhannessyni frá Dýlsnesi, rafvirkjameistara á Akureyri. Börn Láru og Eymundar eru Eymundur, f. 20. október 1932, sjómaður á Akur- eyri, kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur, Margrét Guðrún, f. 9. sept- ember 1936, fyrri maður hennar var Hörður Magnússon, kaupfélagsúti- bússtjóri í Kefiavík, seinni maður hennar var Karl Ásmundur Þor- láksson húsasmiöur, Hrefna, f. 6. júlí 1934, var gift Kristjáni Hauki Magnússyni vélstjóra, og Alla, f. 25. apríl 1940, var gift Ómari Pálssyni, b. á Geldingará í Leirársveit. Systkini Láru eru Gunnhildur, ræstingakona í Rvík, gift Ragnari Einarssyni dyraverði, Sigríður, gift Ólafi Áuðunssyni, bílstjóra í Rvík, Hanna, gift Þóri Jónssyni, mat- Lára Pálsdóttir. sveini í Rvík, Garðar, er látinn, sjó- maður í Rvík, Ragnar, er látinn, verkamaður í Rvík, Páll, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Aðalbjöm, er látinn, verkamaður á Akureyri. Foreldrar Láru voru Páll Jóhanns- son, sjómaður í Mýrakoti í Keldu- hverfí, og kona hans, Margrét Guð- mundsdóttir. Lára tekur á móti gest- um í Sjálfstæöishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík, laugardaginn 17. desem- berkl. 16. Leopold Sigurðsson Leopold Sigurðsson, til heimilis að Höfðagrund 9, Akranesi, er átt- ræðurídag. Leopold fæddist á Helhssandi og ólst þar upp hjá móður sinni. Hann var sjö vikna gamall er faðir hans drukknaði og stjúpfaðir hans drukknaði einnig er Leopold var á bamsaldri. Leopold hefur alla tíð átt við van- heilsu að stríða sem hefur gert hon- um erfitt um vik við alla líkamlega vinnu, en hann hélt kindur með hálfbróður sínum í fjölda ára og til ársins 1975 og sá um þær að miklu leyti. Leopold bjó hjá móður sinni á Helhssandi þar til hún lést, 1945, en hefur verið í heimili hjá hálfbróður sínum síðan. Hálfbróðir Leopolds, sammæðra, er Sigurjón Illugason, f. 19.6.1914, sjómaður á Hellissandi um árabil, nú búsettur á Höfðagrund á Akra- nesi, kvæntur Gísllaugu Elíasdótt- ur, f. 3.3.1918. Sigurjón og Gísllaug fluttu á Akranes 1985 og flutti Leop- oldþámeð þeim. Foreldrar Leopolds voru Sigurðui Magnússon og Guðrún Jónsdóttir frá Lónafirði í Jökulfjörðum. Jónatan Stefánsson Jónatan Stefánsson, til heimilis að Hhðargötu 10, Akureyri, varð átta- tíu ogfimmáraígær. Jónatan fæddist að Þórðarstöðum í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og var þar búsettur th 1944. Jónatan var ellefu ára er hann hóf skólagöngu sína og var þá í barna- skóla þrjá vetur, átta vikur á vetri, en fullnaöarpróf tók hann þriðja veturinn, þá þrettán ára. Þá var Jónatan einn vetur í unglingaskóla að Skógum í Fnjóskadal. Jónatan vann á búi foreldra sinna á Þórðarstöðum en faðir hans lést 1942 og möðir hans 1943. Hann flutti þá ásamt systkinum sínum frá Þórö- arstöðum og var í fyrstu í vinnu á ýmsum bæjum í Fnjóskadal og Eyjafirði en hefur búið á Akureyri frá 1946. Jónatan stundaði í fystu by ggingarvinnu en fór fljótlega að vinna við ýmis störf hjá Mjólkur- samlagi KEA og vann þar fram th 1970 er hann hætti störfum. Systkini Jónatans voru fimm: Hannes, f. 9.2.1893, d. 1981; Þorgerð- ur, f. 25.12.1894; Rósa, f. 1.7.1897; Hólmfríður, f. 12.8.1899; Björg, f. 24.6.1901. Af systkinum Jónatans er Hólmfríður ein á lífi. Sonur Rósu er Guðsteinn Þengilsson læknir. Maður Bjargar var Þormóður Sveinsson en börn þeirra eru Rann- veig, Ingólfur og Eiríkur, bókavörð- ur á Landsbókasafni. Foreldrar Jónatans voru Stefán Jónatansson, b. á Þórðarstöðum, f. 24.11.1860, d. 16.4.1942,ogkona hans, Friðrika Hannesdóttir hús- freyja, f. 27.8.1863, d. 5.11.1943. Stefán var sonur Jónatans Þor- lákssonar, b. og fræðimanns á Þórð- arstöðum, Þorsteinssonar og konu hans, Rósu, dóttur Jóns Jónssonar, alþingismanns á Munkaþverá, og konu hans, Þorgerðar Jónsdóttur, b. í Lögmannshlíð, Jónssonar. Móö- ir Þorgerðar var Þórey Stefánsdótt- ir. Bróðir Þorgerðar var Stefán Jónsson, alþingismaður á Steins- stööum í Öxnadal. Foreldrar Jóns Jónatan Stefánsson alþingismanns voru Jón, b. að Úlfá og Hrísum, Stefánsson, b. á Guðrún- arstöðum, Jónssonar og kona hans, Rósa Pálsdóttir, b. í Gullbrekku í Eyjafirði, Jónssonar. Friðrika var dóttir Hannesar Friö- rikssonar, Gottskálkssonar frá Garðsá. Sigurður A. Bjarnason Siguröur A. Bjarnason, th heimil- is að Köldukinn 11, Hafnarfirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurður fæddist í Reykjavík, fór á fyrsta árinu með foreldrum sínum th Hafnarfjarðar og flutti síðan með þeim upp á Kjalarnes er hann var sex ára en Sigurður er að mestu al- inn upp á Kjalarnesinu og í Kjó- sinni. Hann byrjaði ungur th sjós, var á landróðrabáti frá Grindavík og síð- an á Kveldúlfstogurum, lengst af á Agh Skallagrímssyni og Snorra goða. Sigurður var th sjós í tíu til tólf ár en kom þá í land og hóf leigubíla- akstur hjá Aðalstöðinni í Reykjavík og síðan BSR, en flutti til Hafnar- íjarðar 1940 þar sem hann hefur búið síðan. Sigurður keyröi áætlun- arbíla milli Hafnarijarðar og Reykjavíkur í fjögur ár en keypti sér síðan vörubh sem hann ók á Vöru- bhastöð Hafnarfjarðar, auk þess sem hann stundaði útgerð. Siguröur hóf síðan störf hjá Hafnarsjóði Hafnarfjarðar þar sem hann starf- aði við hafnarvogina í tuttugu ár. Kona Sigurðar er Elín, f. 1909, dóttir Jóns Erlendssonar, bygginga- meistara í Reykjavík, og Kristínar Jónsdóttur. Sonur Sigurðar og Elínar er Ás- geir, húsgagnabólstrari í Hafnar- firði, kvæntur Renettu Schultz. Fóstursonur Sigurðar er Jón Aðal- steinsson, verkstjóri á radíóverk- stæði Landsímans. Sigurður átti sjö systkini en sex systkinieruálífi. Foreldrar Sigurðar voru Bjarni Árnason sjómaður og Helga Finns- dóttir. Tilmæli til af mælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að ber- ast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Til hamingju með daginn! 75 ára 40 ára Jónína Hahsdóttir, Skólavegi 81, Búðahreppi, Suður- Múlasýslu. 70 ára Jónas Jónsson, Heiðarvegi 12 B,' Reyðarfjarðar- hreppi, Suöur-Múlasýslu. Kristin Benediktsdóttir, Asparfelh 8, Reykjavik. Guðrún Ingvarsdóttir, Reykhúsum 2, Hrafnaghshreppi Eyjafjarðarsýslu. Einar Sigfússon, Aratúni 9, Garðabæ. Ásgerður Tryggvadóttir, Bakkaseli 18, Reykjavík. Gréta Steindórsdóttir, Spóarima 31, Selfossi. Jón Hermannsson, Högnastöðum 2, Hrunamanna hreppi, Árnessýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.