Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. 21 Iþróttir Óvænt úrslit á Englandi í gærkvöldi: Everton úr leik í deildarbikarnum - tapaði fyir Bradford City, 3-0 Annarrar deildar lið Bradford City sló Everton óvænt út úr enska deild- arbikarnum í knattspyrnu í gær- kvöldi og tryggði sér þar með heima- leik gegn 3. deildar liði Bristol City í 8 liða úrslitum keppninnar. Mark Leoríard, Ian Banks og Leigh Palin komu Bradford í 3-0 en Dave Watson minnkaði muninn í 3-1 skömmu fyrir leikslok. • Þá varð ljóst að Nottingham For- est mætir QPR í 8 liða úrslitunum. Forest vann Leicester, 2-1, heima, Nigel Clough og Lee Chapman skor- uðu fyrir Forest en Paul Groves fyrir Leicester - og QPR vann 1-0 útisigur á Wimbledon með marki frá Mark Falco. • í enska bikarnum vann 4. deild- ar liö Torquay 1-0 sigur á Yeovil og sækir Sigurð Jónsson og félaga í Sheffleld Wed. heim í 3. umferð keppninnar. Tékkneskir flóttamenn semja við Derby Tveir tékkneskir landsliðsmenn Skrifuðu í gær undir samning við 1. deildar lið Derby Count'y, þeir Ivo Knoflicek og Lubos Kubik. Þeir stungu félaga sína í Slavia Prag af sl. sumar þegar liðið var í æfmgaferð í Vestur-Þýskalandi og hafa farið huldu höfði síðan, dvelja um þessar mundir í felum á Spáni! Þeir mega byrja að leika með Derby næsta haust. Francis stjórnar QPR Trevor Francis var í gærkvöldi ráð- inn framkvæmdastjóri 1. deildar liðs QPR. Hann kom til félagsins frá Glas- gow Rangers sem leikmaður í fyrra- vetur og hefur spilað með liðinu á þessu keppnistímabih. Hann er 34 ára, hefur leikið sem atvinnumaður í 18 ár og á að baki 52 landsleiki fyr- ir Englands hönd. -VS Samningur Guðna Bergssonar við Tottenham: Himinn og jörð þurfa að f arast - til að komá í veg fyrir undirskrift á morgun Vvió 7 Iin v-v /01 nlTriv.vMiln.J'IA _2 1 1 • „Vegna veikinda hjá Terry Venables framkvæmdastjóra gát- um við ekki ræðst við í dag en hins vegar talaði ég við Alan Harris, aðstoðarmann hans, og við ákváðum að undirskrift samningsins yrði á fóstudag. Við Venables ræðum samningstim- ann á morgun (í dag) en mér er óhætt að fullyrða að himinn og jörð þurfa að farast til þess að þessi áform breytist," sagði Guðni Bergsson, landsliösmaöur i knattspyrnu og verðandi leik- maður með enska félaginu Tott- enham Hotspur, í samtali við DV í gærkvöldi. „En þaö er mjög ólíklegt að ég verði meö í leiknum við West Ham á laugardaginn. Fyrir það fyrsta eru ekki allir pappírar varðandi atvinnuleyfið komnir í gegnum breska atvinnumála- ráðuneytið - í öðru lagi er ekki öruggt að ég megi spila þegar svona skammt er liðið frá því að samningur er undirritaður og í þriðja lagi lék Tottenham mjög vel gegn Millwall um síöustu helgi þannig að mér finnst ólík- legt að Venables fari aö breyta sigurliði. Ég yrði alveg sáttur við það þar sem þá fengi ég betri tíma til undirbúnings og til að aðlagast nýrri stöðu,“ sagöi Guðni. Það er ljóst að Venables ætlar Guðna að leika sem tengiliöur hægra megin með hði Totten- ham, a.m.k. til að byrja með, en með Val og íslenska landsliðinu hefur hann jafnan verið aftasti maður í vörn. „Ég kann mjög vel við mig á hægri kantinum og mér hefur gengið ágætlega þar síðan ég fór að æfa með félaginu. Ég er meira inni í leiknum en áður og tek meiri þátt í sóknarleiknum, fæ tækifæri til að komast upp kantinn og inn fyrir vörn mót- herjanna þeim megin,“ sagði Guðni Bergsson. Þrír fulltrúar Vals, þeir Eggert Magnússon, formaður knatt- spyrnudeildar, Helgi Rúnar Magnússon stjórnarmaður og 'Jón Gunnar Zoega, formaður fé- lagsins, fara til London í dag og ganga frá samningnum fyrir hönd Vals. Samkvæmt heimild- um DV er fór þeirra einnig tengd fyrirhuguðum gervigrasvelh að Hlíðarenda. -VS Iþróttamaður ársins 1988 Smáþjóðamót alþjóða körfuknattleikssambanásins á Möltu: Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Island lagði San Marino Nafn: Sími: Heimilisfang:_ Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík. Islenska landsliðið í körfuknatt- leik sigraði San Marino með 83 stig- um gegn 75 í smáþjóðamóti alþjóða körfuknattleikssambandsins sem hófst á Möltu í gærkvöldi. íslenska liðið var lengst af undir í leiknum en með góðri baráttu undir lok leiks- ins tókst liðinu að tryggja sér sigur. San Marino hafði forystu í hálfleik, 37-41. íslenska liðið náði aldrei að komast í gang í leiknum en þegar skammt var til leiksloka tók Valur Ingimund- arson til sinna ráða, skoraði nokkrar þriggja stiga körfur í röð og innsi- glaði sigur íslendinga. Ekki mátti tæpara standa því að San Marino haföi forystu, 67-71, þegar þrjár mín- útur voru til leiksloka. íslendingar tóku það til bragðs undir lokin að leika pressuvörn og það virtist koma mótherjanum í opna skjöldu. Stig íslands: Valur Ingimundarson 22, Jón Kr. Gíslason 16, Guðjón Skúlason 15, Guðmundur Bragason 14, Magnús Guðfinnsson 8, Matthías Matthíasson 6, Tómas Holton 2. Næsti leikur íslendinga er í kvöld gegn írum. Þeir sigruðu Gíbraltar með 144 stigum gegn 59 í gærkvöldi en þessar þjóðir leika í sama riðli og íslendingar. Úrslit í öðrum leikjum í gærkvöldi urðu þau að Luxemburg sigraði Wales, Í05-78, og Kýpur vann Möltu, 86-58. -JKS ___ Islandsmótið 1 handknattleik: Enginn vandi hjá Val - yfirburðir Hlíðarendaliðsins í toppleiknum gegn KR en sigurinn aðeins 23-21 Viðureign toppliðanna, KR og Vals, í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi varð aldrei þrungin spennu eins og margir höfðu reiknað með. Yfirburðir Valsmanna voru slíkir að í hálfleik voru þeir komnir með nán- ast unna stöðu, 13-7, og um miðjan hálfleik leiddu þeir með átta mörk- um, 20-12. KR-ingar björguðu andlit- inu að nokkru leyti með góðum enda- spretti, skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu sjö mínútunum og þar með varð sigur Vals einungis tvö mörk þegar upp var staðið, 23-21. Hann var samt sem áður aldrei í hættu og munurinn á þessum tveim- ur efstu liðum deildarinnar ótrúlega mikill þegar á heildina er litið. Þó mótið sé nú tæplega hálfnað er óhætt að fara að spá Valsmönnum meist- aratitlinum nema þeir verði fyrir einhverjum stórum áfóllum í síðari umferðinni. Þeir verða ekki stöðvað- ir með þessu áframhaldi. Spenna í fjórar mínútur Leikurinn var reyndar spennandi á íjögurra mínútna kafla eftir miðjan fyrri hálfleik. Þá tókst KR-ingum með yfirveguðum sóknarleik að minnka forskot Vals úr 8-4 í 8-7. En rétt á eftir var tveimur KR-ingum vikið af leikvelli með skömmu milli- bili og Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð á lokamínútum hálfleiks- ins og tryggðu sér í raun sigurinn meö því. Skiljanlegir yfirburðir Með því að virða liðin tvö fyrir sér eru yfirburðir Valsmanna skiljanleg- ir. Aðeins tveir leikmanna KR ættu möguleika á að komast í byrjunarlið Vals og jafnvel aðeins einn miðað við frammistöðuna í gær því Páll Ólafs- son náði sér aldrei á strik. Valsliðið lék einfaldlega af eðlilegri getu, stóðst álagið þegar á hólminn var komið og það var í raun nóg. Sjö Valsmenn í landsliðið! Hjá Valsmönnum var enginn veik- ur hlekkur. Allir átta leikmennirnir, sem notaðir voru, skiluðu sínum hlutverkum vel og unnu saman sem ein heild. Vörnin er óhemju öflug með Einar traustan fyrir aftan og sóknarleikurinn verður sífellt fjöl- breyttari og meira fyrir augað. Sig- urður Sveinsson átti stórgóðan leik, skoraði grimmt framan af og átti margar frábærar sendingar en var settur í stranga gæslu í seinni hálf- leik og þá fór minna fyrir honum. Júlíus var firnasterkur og Valdimar lék af snilld í síðari hálfleik. Það verður erfitt og varla hægt að ganga framhjá þeim sjö leikmönnum sem skipa byrjunarliö Vals þegar landslið íslands verður valið á næstu dögum. Alfreð bar KR uppi Reynsluleysi KR-inga opinberaðist að þessu sinni, ungu leikmennirnir náðu sér ekki á strik nema horna- maðurinn Sigurður Sveinsson sem skoraði mörg glæsileg mörk seint í leiknum. Alfreð Gíslason bar Vestur- bæjarliðið uppi í vörn og sókn og þáð er ljóst að án hans væri það mun neðar á töflunni. En KR-ingar þurfa ekki að örvænta - annað sætið er mjög góð staöa fyrir þá. Þeirra tími er ekki alveg kominn enn. Mörk KR: Alfreð Gíslason 8/2, Sig- urður Sveinsson 5, Páll Ólafsson 3, Stefán Kristjánsson 2, Konráð Olavs- son 2, Jóhannes Stefánsson 1. Leifur Dagfmnsson varði 12 skot í leiknum, átta þannig að liðið fékk boltann. KR-ingar voru samtals utan vallar í 8 mínútur. Mörk Vals: Sigurður Sveinsson 7/2, Valdimar Grímsson 5, Jón Kristjáns- son 3, Júlíus Jónasson 3, Geir Sveins- son 3, Jakob Sigurðsson 2. Einar Þorvarðarson varði 16 skot, 13 þann- ig að liðið fékk boltann, þar af eitt vítakast. Valsmenn voru samtals ut- an vallar í 8 mínútur. Björn Jóhannesson og Sigurður Baldursson dæmdu leikinn all- þokkalega og höfðu góð tök á honum allan tímann. -VS MUNIÐ JÓLAKORTIN EFTIR ÞINNI EIGIN MYND - TVÆR GERÐIR. PAIMTIÐ TIMANLEGA. AoiiiiiunnuiriiuimiiD, LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 - SÍMI 685811 >!'!■■■ rn« ■ ■ 1 ■■ ■ ■ g'w i ■■■■■■■■ i«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.