Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Samningsbannið Ríkisstjórnin hyggst fella ákvæði um samningsbann úr bráðabirgðalögum sínum. Sumir forystumenn laun- þega fagna mjög. Ogmundur Jónasson, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, segist þakka þetta öflug- um þrýstingi og baráttu samtaka launafólks. Þetta hreinsi andrúmslofið, segir Ögmundur í viðtali við Þjóð- viljann. Alþýðubandalagsmenn gleðjast yfirleitt yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar. En í raUn er breytingin lítils virði. Fella á niður ákvæði, sem segja, að verkbönn, verk- föll, þar með taldar samúðarvinnustöðvanir, eða aðrar aðgerðir, sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjara- mála en lögin mæla fyrir um, séu óheimil. Þetta ákvæði á rætur sínar að rekja til ákvarðana stjórnar Þorsteins Pálssonar og var framlengt af núverandi ríkisstjórn. En efnisbreytingin af niðurfellingu þessa ákvæðis er engin. Frysting launa stendur enn sem fyrr til fimmt- ánda febrúar. Samt brugðu þingmenn á leik og gerðu mikið veður út af breytingunni. Þar var því bara deilt um keisarans skegg. Ríkisstjórnin gerir það sem hún megnar til að hindra fall sitt. Þessi ákvörðun er eitt af því, en óvíst, hvort hún dugir til. Ríkisstjórnin var sök- uð um að brjóta mannréttindi með því að afnema samn- ingsréttinn. En augljóst er, að enn sem fyrr verður óheimilt að hefja verkföll fyrr en fimmtánda febrúar. Ríkisstjórnin er ekki að breyta neinu þar um. Menn mega setjast niður og ræða um samninga en engir nýir samningar koma til fyrr. Þetta er dæmi um, hvernig þingið er að vandræðast út af ómerkilegum málum. Hitt er óbreytt, að verðstöðvun og launastöðvun halda áfram. Þarna er um'að ræða tilraun ríkisstjórnarinnar til að fá bráðabirgðalögin samþykkt. Alls óvíst er, að ríkis- stjórnin hafi þingmeirihluta. Á hitt ber að líta, að verð- bólgunni hefur verið náð verulega niður með verðstöðv- un. Kreppa er hafm í efnahagsmálum auk þess. En efna- hagnum verður aldrei komið á réttan kjöl með stöðvun verðhækkana með lagaboði. Vandinn safnast þá upp, og blaðran springur, um leið og lögbundinni verðstöðv- un lýkur. Hið sama gildir um launahækkanir. Þegar öllu er á botninn hvolft, verður það lögmál framboðs og eftirspurnar, sem ræður verðlagi og launum. Þessu verður ekki lengi stýrt með handafli. Staða launþega til að knýja fram kauphækkanir eftir miðjan febrúar hefur sjaldan verið verri. Því skiptir litlu, hvort samningsréttur er á pappírnum eða ekki. Þjóðin stefnir í atvinnuleysi. Talað er um, að fimm þús- und manns gætu orðið atvinnulausir, þegar líður fram á næsta ár. Gjaldþrot fyrirtækja verða tíð. Hinir skyn- ugri verkalýðsforingjar skilja, að þá er ekki grundvöllur til að knýja fram kauphækkanir. Verkföll ættu ekki að verða á dagskrá. Verði kauphækkun knúin fram, þýðir hún aðeins, að verðlag mun hækka að sama skapi. Ríkisstjórnin þykist vera að endurreisa samnings- rétt. En samningsrétturinn kemur launþegum að engu gagni. Launahækkanir eru sem fyrr bannaðar. Jafnvel þótt svo væri ekki, er enginn grundvöllur til hækkunar launa. Aðferð ríkisstjórnarinnar er billeg, þótt hún nægi greinilega, til þess að alþýðubandalagsmenn gleðj- ist í bih. Breytingin er kannski táknræn, eða svo er sagt. En hún er gjörsamlega innihaldslaus og tilgangslaus. Þetta er bara sjónarspil hjá ríkisstjórninni. Haukur Helgason „Það er ekki lítil blóðtaka fyrir fámenna þjóð að sjá á bak einum sinna vöskustu sona til útlandsins", segir greinarhöfundur. - Albert Guðmundsson alþingismaður og formaður Borgarflokksins. Heiðursborgari á förum? Þessa dagana stendur þjóðin sem næst á öndinni af eftirvæntingu á meðan beðið er eftir fundi tveggja stórvelda hérlendis þann 17. des- ember. Tilkynnt hefur verið aö þann dag muni Albert Guðmunds- son, heiðursborgari af Nice, ganga á fund Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra íslands, og tilkynna honum ákvörðun sem skipt getur sköpum fyrir framtíð lýðveldisins. Eins og nýlega hefur verið upp- lýst hafa fleiri en einn og fleiri en tveir utanríkisráðherrar íslands þrábeðið Monsieur Guðmundsson að taka á sig vandasamasta og van- þakklátasta verkefni sem beðið get- ur íslendings á erlendri grund: Að verða sendiherra í París. Fjölmarg- ir íslenskir diplómatar hafa glímt við þetta viðurhlutamikla og nán- ast ofurmannlega starf, nú síðast einn reyndasti starfsmaður utan- ríkisþjónustunnar, Haraldur Kröy- er, en aðeins til að sanna það sem vita mátti fyrir: Til þessa starfa er ekki nema einn íslendingur vax- inn: Albert Guðmundsson. Að sparka á frönsku Sem kunnugt er hefur enginn ís- lendingur fyrr né síðar gert garð- inn jafnfrægan á Vallandi og knatt- spyrnumaðurinn Albert Guö- mundsson. Árum saman stóðst honum enginn snúning noröan Pýreneafjalla í þeirri íþrótt að elta bolta um víðan völl og má með sanni segja að hann hafi sparkaö sig inn í hugi og hjörtu frönsku þjóðarinnar. Vart finnst þarlendis maður frá miðjum aldri til tíræðs að hann minnist ekki snilldarskota og markhæfni Monsieur Guð- mundssons d’Islande. Á þessu reki er einmitt meginfylking franskra valdsmanna með sjálfan forsetann Mitterrand á miöju vallarins. Þarf ekki vitnanna við hvílíkur við- burður það væri þarlendis ef inn í sviplitlar og grámyglulegar raðir „corps diplomatique” geystist fyrr- um framherji í „Racing Club de Paris”, umboðsmaður íjölda þekktra vina, fullhugi hertur um skeið í nöprum vindum viðskipta og stjórnmála á íslandi. Ekki rýrir það heldur áhrifamátt þessa væntanlega sendiboða að hann er sagður mæla forkunnarvel á franska tungu. Eiga Frakkar það sammerkt með íslendingum að falla fyrir þeim mönnum aökomn- um sem bera sér í munn strembið móðurmál þeirra og skiptir þá litlu hvað er sagt, aðeins ef hljómurinn er í áttina. Sem kunnugt er mun leitun að íslendingum sem sameina það tvennt með ágætum: Að sparka bolta og mæla á frönsku. Mikið í húfi Oddvitar íslenskra stjórnmála- KjaUaiiim Hjörleifur Guttormsson alþingismaður flokka hafa á síðustu vikum reynt að koma því til skila að hér er óvenjumikið í húfi fyrir aldna og óborna. ísland stendur frammi fyr- ir miklum breytingum á landabréfi Evrópu á næstu árum. Viðskipti okkar við Evrópubandalagið hafa vaxið hröðum skrefum, bæði út- flutningur með fiskafurðir en einn- ig innflutningur, allt frá bílum til göfugra tegunda áfengis á borð við Dubonnet og Hennessy. Það er ekki ónýtt þegar slíkir hagsmunir eru annars vegar að tefla fram þrautreyndum stór- kaupmanni og fjármálasnillingi sem komist hefur af í ölduróti við- skiptaheimsins á meðan aörir hafa sokkið við lítinn orðstír. Síst hefur verið ofmælt af ráðherrum í íjöl- miðlum síðustu vikur um þetta efni. Þegar slík reynsla bætist við óbrigðula kunnáttu í diplómatískri höfuðtungu og kynnum frá fyrstu hendi af þarlendum getum við ekki annað en skilið freistingu lands- feðranna, þótt öllum hljóti að vera sárt að sjá á eftir Albert af landi brott. Eitthvað hafði það farið fyrir brjóstið á frönskum að kvittur barst út um ráðagjörð íslenskra varðandi nýjan sendiherra án þess Frakklandsforseta sjálfum væri greint frá hvað til stæði. Þessum hnökrum hefur nú veriö eytt með því að sjálfur utanríkisráðherra okkar heimsótti Frakklandsforseta um liðna helgi til að búa hann und- ir ofangreinda ákvörðun sína. Sátu þeir Jón Baldvin og Mitterrand á hljóðskrafi að loknum kvöldverði í Elyséehöll sl. laugardag yfir Coin- treau og DOM Bénédictine. Mátti ekki seinna vera því að þá var aðeins rétt vika þar til Albert gengi á fund utanríkisráðherrans og tilkynnti honum ákvörðun sína. Er nú mikil umræða í Frakklandi um þá virðingu sem er í vændum norðan úr Dumbshafi og vildu nú margar borgir vera í sporum Nice með heiðursborgara á réttum stað. Skarð fyrir skildi Þar er hins vegar eðlilegt að til- finningar séu nokkuð blendnar hér heima fyrir í aðdraganda 17. des- ember. Það er ekki lítil blóðtaka fyrir fámenna þjóð að sjá á bak ein- um sinna vöskustu sona til út- landsins, jafnvel þótt það eigi eftir að skila sér margfaldlega í krónum og aurum. Heill stjómmálafiokkur sér á bak tilvist sinni og hugsjóna- grundvelli. Sjálfstæðisflokkurinn gæti staðið frammi fyrir því að verða að enn meira athlægi en orð- ið er, og nú á erlendri grund, fyrir að vísa Albert úr flokknum. Og ekki er óvissan minnst um blessað- an Borgaraflokkinn og gjörvallan Hulduherinn, að ekki sé minnst á litla manninn, ef verndari hans og vin sinnir loks kalli fjóröa utanrík- isráðherrans í röð og flytur í fátæk- leg húsakynni íslenska sendiráðs- ins við Avenue Foch í París. Það er því að vonum að laugar- dagsins næsta sé beðið með eftir- væntingu. Utanríkisráðherra hef- ur þá gert hlé á heimsóknum sínum hjá þjóðhöfðingjum Evrópu til að sinna enn mikilvægara verkefni heima fyrir. Ekki hefur enn verið gefin út fréttatilkynning um þaö hvernig hagað verður umgjörð um fundinn með Albert en vonandi skortir þar ekki á rétta viðhöfn, hljómsveit, dregil og vindla af réttri tegund, auk kampavíns Brut Imperial. Aðeins er eftir að vita fyrir hverju verður skálað því að ákvörðun heiðursborgarans af Nice er enn á huldu eins og herinn sem bíður þess að dagur X renni upp. Hjörleifur Guttormsson „Það er því að vonum að laugardagsins næsta sé beðið með eftirvæntingu. Ut- anríkisráðherra hefur þá gert hlé á heimsóknum sínum hjá þjóðhöfðingj- um Evrópu til að sinna enn mikilvæg- ara verkefni heima fyrir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.