Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. Iþróttir Frétta- stúfar Sig. BjomESon, DV, V-Þýskalandi: Slæmur fjárhagur hjá Stuttgart Ulrich Scháfer, framkvæmda- stjóri Stuttgart, tilkynnti í gær að félagið hefði tapað 200 þúsund mörkum á fyrri umferð úrvals- deildarinnar. Samt hefur Stutt- gart haft 27 þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleik, eins og reiknað var meö. Stjórn félagsins vonast til þess að fá góða mót- herja i 8-hða úrshtum UEFA- bikarsins, eins og t.d. Napoli, til að rétta íjárhaginn af. Ágóðaleikur í Armeníu Vestur-þýsku meistaramir Werder Bremen fara í janúar til Armeníu og leika þar gegn Aratat Jerevan, sem er í sovésku 1. deildinni. Ágóðanum af leiknum verður variö til aðstoðar fórn- arlömbum jarðskjálftanna í Armeníu. Frankfurt í þjálfaraleit Eintracht Frankfúrt er í þjálfara- leit eftir að hafa rekið Pal Csernai fyrr í vikunni eftir 90 daga þjón- ustu. Félagið hafði mikinn hug á að fá Hannes Bongartz, fyrrum þjálfara Kaiserslautern. Hann hafði áhuga á að koma en núver- andi vinnuveitendur hans hjá Zúrich í Sviss vildu ekki láta hann lausan. Hannesi Löhr, þjálfara vestur- þýska ólympíulandsliðsins, verð- ur boðin staðan en hann þarf þá að ráðfæra sig við yfírmenn sina hjá knattspyrnusambandinu. Staða Frankfurt er afar slæm í deildinni en hðið hefur aðeins unnið fjóra leiki á keppnistíma- bilinu og er á meðal neöstu liöa. Óvænt tap Haukanna Haukar biðu óvæntan ósigur á heimavelli gegn Njarðvik, 26-30, í 2. deild karla i handknattleik í gærkvöldi. Þetta tap kann að setja strik í reikning Hafnarfjarð- arliðsins sem berst harðri bar- áttu á toppnum við ÍR og HK. Staðan í deildinni er þannig: Haukar 10 7 1 2 255-201 15 ÍR ...9 7 1 1 238-178 15 HK..........9 Ármann......9 Njarövík....9 Selfoss.....9 Keflavík......9 ÍH..........9 1 1 238-180 15 0 3 214-215 12 1 4 225-214 9 0 5 228-226 8 0 6 205-213 6 0 7 165-239 4 Aftureld..9 2 0 7 197-234 4 Þór.......10 2 0 8 192-258 4 -VS 1. deild Slada...."I Vaiur.......9 9 0 0 243-179 18 KR..........9 8 0 1 233-201 16 503 179-164 10 1 0 1 38.3 180 8 4 0 4 208-195 8 3 1 4 212 226 7 2 1 5 165-183 5 1 3 4 171 199 5 Stjarnan..8 KA........8 FH........8 Víkingur..8 Grótta....8 Fram......8 ÍBV........8 1 1 6 160-190 3 UBK........8 1 0 7 167-204 2 • Þremur leikjum var frestað í gærkvöldi, UBK - ÍBV og Grótta-KA, vegna veðurs og ekkl er ljóst hvenær þeir fara fram og FH og Fram til mánudags vegna Evrópuleiks FH-inga annað kvöld. • Júlíus Jónasson úr Val svífur fallega inn I teiginn og skorar eitt af sínum þremur mörkum í leiknum gegn KR í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti „Átti von á jafnari leik“ - sagði Sigurður Sveinsson eftir leikinn í gærkvöldi „Við byijuðum leikinn vel, vorum ákveönir og lékum af festu. Forskotið sem við náðum undir lok fyrri hálf- leiks reyndist okkur gott veganesti inn í leikinn. Svona leikir eru spurn- ing um dagsform en KR-ingar geta gert mun betur," sagði Júlíus Jónas- son úr Val. Sigurður Sveinsson „Þetta var sannkallaöur baráttuleik- ur. Það voru mikil mistök á báða bóga enda eðhlegt í leikjum sem þess- um. Þó verð ég að viðurkenna að ég átti von á að leikurinn yrði jafnari en raun bar vitni. Við gáfum eftir á lokakaflanum og þá tókst KR-ingum að minnka muninn. Vömin var okk- ar sterkasti hlekkur í leiknum," sagði Siguröur Sveinsson. Jakob Sigurðsson „Ég er í sjöunda himni með sigurinn. Ég átti hins vegar von á KR-ingum sterkari, Við erum ekki búnir að vinna mótið ennþá, mótið er aðeins hálfnað og mikið vatn á eftir renna til sjávar áður en íslandsbikarinn veröur afhentur. Það eru nokkur hð að koma sterk upp á mótinu og tveggja stiga forskot er ekki mikið til að treysta á,“ sagöi Valsmaöurinn Jakob Sigurðsson. Alfreð Gislaon „Valsmenn unnu veröskuldaö í leiknum. Við fengum samt tækifæri til að snúa leiknum okkur í hag þeg- ar við náðum að minnka forskot Vals í, 8-7. Það fór mikil orka að vinna þennan mun upp. Viö vorum einnig óheppnir í tækifærum, einir á móti markverði. Við getum gert mun betur og náðum engan veginn að sýna okkar rétta andlit,“ sagði Alfreð Gíslason. Jóhann Ingi Gunnarsson „Þetta var sanngjarn sigur Vals- manna. Til að vinna jafnsterkt lið og Yals verða allir að vinna vel. Páll Ólafsson lék langt undir getu. Við náðum að minnka muninn niður í eitt mark en misstum síðan Vals- menn of langt frá okkur og eftir það var erfitt um vik. Valsmenn eru með sterka leikmenn í öllum stöðum og svo nýtti liðið leikreynsluna til fulls. Dómararnir höföu góða stjórn á leiknum," sagöi Jóhann Ingi Gunn- arsson, þjálfari KR-inga. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.