Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. Lífsstíll Rjúpa í jólamatinn Einerupptilfjalla... Þeir sem alist hafa upp viö að hafa rjúpu í jólamatinn vilja yfirleitt ekk- ert annaö. En það vill vefjast fyrir mörgum hvemig á að meðhöndla hana fyrir matreiðslu. Hér á eftir fara nokkrir punktar um aðferðir til að auðvelda þeim vinnuna sem standa uppi með hvítan fugl í fiðri og öllu saman og eru við það að bugast. Rjúpa keypt í búð fæst oftast hamflett á staðnum en þeir sem vilja vera öruggir um að hún hangi nægilega lengi kaupa hana í fiðri. Kaupið rjúpuna tímanlega því hún þarf að hanga í eina til tvær vikur við 2-4°. Heppilegur geymslustaður er til dæmis úti á svölum. Rjúpuna á að hengja upp á hálsinum og renn- ur við það blóðið aftur úr henni en bragöið af lynginu í innyflunum rennur út í kjötið. Hamflettið ijúp- una síðan stuttu áður en hún er matreidd. Hamfletting og hreinsun Bleytið fiðrið aðeins svo minni hætta verði á fjaðrafoki. Vængir og lappir eru hoggnir af eða klipptir af með fuglakhppum. Hausinn er hogg- inn af um miðjan háls. Rjúpan er lögð á bakið og fmgrunum rennt nið- ur með hamnum bringumegin og hamnum flett frá. Síðan er hvort læri um sig tekið úr hamnum. Þá er rjúpunni snúið á bringuna og ham- urinn tekinn af bakinu. Stingið hend- inni inn í kviðarholið og takið inn- yflin út. Rjúpan er því næst skoluð að utan og innan, en ekki hreinsuð mikið. Fóhorn. hjarta og háls eru hreinsuð og soðin með en gömum og lifur er hent. Fóhomið verður að opna og skola hratið innan úr þvi. Matreiðsla rjúpunnar Mjög misjafnt er hvemig hver og einn matreiðir rjúpuna. Einfaldasta og að margra mati besta aðferðin er að steikja hana úr smjöri og aðeins salta og pipra örhtið. Hjarta, fóhom og háls eru steikt á pönnunni og sett í pottinn ásamt rjúpunni og allt soðið í tæpan-klukkutíma. Smekksatriði er hvort lærin em tekin af fyrir suðu eða rjúpan borin fram með lærum. Soðið er síðan síað og sósan útbúin. Ef hún er bökuð upp em tvær msk. af hveiti hrærðar saman við 2 msk. af smjöri. Soðið sett smátt og smátt út í og látið sjóöa í nokkrar mínútur við vægan hita. Sósan er síðan dekkt með sósuht eftir smekk. Sósuna er líka hægt að jafna með hveitihrist- ingi eða dökkum sósujafnara. Bragð- bætt með salti (ef þarf), rifsberjasultu og rjóma. Rjúpumatreiðslan er ekki flóknari en þetta. Sumir bragðbæta sósuna með gráðosti eða mysuosti en þaö fer aht eftir því hverju maður er vanur. Meðlæti með rjúpunum er rauðkál, brúnaðar kartöflur, hálfar niður- soðncir pemr með rifsberjasultu eða Waldorf salat. Waldorf salat fyrir flóra 1 stilkur sellerí 2-3 græn eph 1 dl valhnetukjarnar '/< jöklasalat Salatsósa: 2 dl sýrður ijómi (eða blanda af sýrð- um ijóma og majonesi) þeyttur ijómi Hrærið sósuna saman með örhtlu af þeyttum rjóma. Skerið seherí fínt og eplið í smáa bita. Takið nokkra hnetukjama frá en hakkið afgang- inn. Blandið eplum, selleríi og hökk- uðum hnetukjömum í sósuna. Setjið í skál og stráið hnetukjörnum yfir. Útbúið salatið nokkmm tímum fyrir neyslu og geymið í kæh. -JJ Bleytið fyrst fiðrið aðeins til að koma í veg fyrir of mikið fjaðrafok. Vængir og lappir eru hoggnir af eða klippt með fuglaklippum. Hausinn er því næst hogginn af. Þrýstið fingrunum inn undir haminn hausmegin og flettið hamnum af. Hamurinn opnast (eins og kápa) og fer frá alveg að lærum. Hvort læri um sig er tekið ur hamnum. Rjúpunni er snúið yfir á bringuna og að siðustu er hamurinn tekinn af bakinu. Rjúpuskrokkurinn ásamt hjarta, lifur, fóhorni og görnum. Lifur og görnum er hent en hjartað, hálsinn og fóhornið soðið með. Rjúpur í einiberjasósu Þessi uppskrift er miðuð við tvær ijúpur fyrir fjórar manneskjur. Nú er misjafnt hvað margar hver og einn borðar en aukið við uppskrift- ina eftir þörfum. Hafið vökvann samt ekki meiri en svo að hann rétt fijóti yfir fuglinn í pottinum. 2 ijúpur 3 msk smjör Soð: 2Zi dl vatn 2Vi dl mjólk 5 stk. einiber (fást þurrkuð) 1 tsk. salt 2 dl ijómi Sósan: 4 dl soð 2Vi msk hveiti og 1 dl mjólk eða sósujafnari mysuostur rifsbeijasulta Skohð ijúpumar en ekki of mikið og þerrið með eldhúspappír. Brún- iö þær í smjörinu við vægan hita - smjörið má ekki brenna. Brúnið innmatinn líka á pönnunni. Setjið fuglinn í pott og stráið salti yfir. Steytið einiberin og setjið í pottinn ásamt vatninu og mjólk- Matur inni. Sjóðið undir loki við vægan hita í tæpan klukkutíma eða þar til þær verða meyrar. Fyrsta hálf- tímann er bringan látin snúa niður en síðan er fughnum snúið á bakið. Kjötið á að sjóða þar til það verður meyrt en varist að þaö verði þurrt. HeÚið rjómanum í soðið 15 mínút- um áður en suðutíma lýkur. Takið rjúpuna og innmatinn úr soðinu og haldið ijúpunum heitum. Sigtið soðið og helhð 4 dl í pott og látið suðuna koma upp. Jafnið sós- una með hveitihristingnum eða sósujafnara og látið sjóða við væg- an hita í 10-15 mínútur. Látið með sósuht og bragðbætið með salti, pipar, rifsbeijasultu eða mysuosti. Hakkið innmatinn fint og blandið í sósuna. Takið kjötið af beinunum, raðið á fat og hellið smávegis af sósu yfir. Berið afganginn af sósunni fram ásamt sykurbrúnuðum kartöflum, peruhelmingum, rauðkáli eða öðru eftir smekk. ^JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.